Þjóðviljinn - 25.01.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 25.01.1986, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDAIAGIÐ ALÞÝÐUBANDALAGtÐ Hreppsmál - Mosfellssveit Hreppsmálaráðsfundur AB í Mosfellssveit verður haldinn á mánudaginn 3. febrúar kl.20.30 í Hlégarði, fundarherbergi. Dagskrá: Atvinnumál. Gestir fundarins: Guðmundur Þ. Jónsson og Ásgeir Matthíasson. -• Mætum vel - Stjórnin Þorrablót AB í Kópavogi Hið vinsæla þorrablót félagsins verður haldið laugardaginn 1. febrúar í Þinghól Hamraborg 11 og hefst með borðhaldi kl. 20. Húsið opnað kl. 19. Hinn vinsæli þorramatur, skemmtiatriði og dans. Nánar auglýst síðar. Allir velkomnir. — Skemmtlnefndin. AB Keflavíkur og Njarðvíkur Félagsfundur verður haldinn 30. janúar kl. 20.30 í húsi Verslunarmannafélagsins Hafn- argötu 28. Dagskrá: 1) Inntaka nýrra félaga, 2) Uppstillinganefnd leggur fram tillögur að framboðslista fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar á vori komanda, 3) Útgáfumál, 4) Önnur mál. Stjórnin Árshátíð AB-Hafnarfirði og Garðabæ Laugardagskvöldið 8. febrúar nk. verður haldin árshátíð. Nefndin Félag starfsfólks í veitingahúsum Félagsfundur verður haldinn á Hótel Esju þriðjudaginn 28. janúar 1986 kl. 17. Fundarefni: 1. Undirbúningur kjarasamninga. 2. Samstarfið í verkalýðshreyfingunni. 3. Útgáfumál og húsnæðiskaup F.S.V. 4. Önnur mál. Sýnið samstöðu og mætið. Stjórnin. Blikkiðjan lönbúö 3, Garðabæ ónnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiói. Gerúm Töst verðtilbot SlMI46711 FÓLKÁFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. ________RÁD______________/ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðar- för Geirs Jónassonar fyrrverandi borgarskjalavarðar. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks öldrunarlækningadeildar Landspítalans Hátúni 10B. Kristín Jónasdóttir og aðstandendur hins látna. Móðir okkar Guðrún Jónsdóttir frá Vindási Eyrarsveit verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. janú- ar kl. 15. Börnin Yfirlýsing frá forstjóra SÍS vegna opinberrar ákœru „Ég hefi ávallt verið þeirrar skoðunar að þeir sem ákærðir eru eigi að reka mái sitt fyrir dómstólum, en ekki í fjölmiðlum. Ég hefi ekki skipt um skoðun, þótt mál hafi verið höfðað á hend- ur mér og öðrum, en þar sem ég er í forsvari fyrir fjöldahreyfingu, snýst málið um meira en mig per- sónulega og því þykir mér rétt að koma eftirfarandi atriðum á framfæri: 1. Dómsmál það sem hér er til umfjöllunar er vegna meintra brota Sambandsins frá árun- um 1979-1981, en ekki þaðan í frá. Ákæra er frá ríkissaksóknara- embættinu sjálfu, en engir aðrir - hvorki einstaklingar né fyrirtæki - gera neina bóta- eða áfelliskröfu í málinu. 2. Athygli er vakin á því að ekki er ákært fyrir tolla- eða verð- lagsbrot, né brot á skattalög- um, en verðlagsyfirvöld hafa staðfest rétt neytendaverð á kaffi á umræddu tímabili. 3. Öll bókhaldsskil Sambandsins hafa reynst í fyllsta lagi og hvergi er hægt að benda á auðgunarbrot þeirra sem nú sæta opinberri ákæru, né að fé hafi verið haft af samfélaginu, heldur snýst málið um það hvemig staðið var að tekju- færslu milli Sambandsins og samstarfsfyrirtækis þess. 4. Umboðslaun Sambandsins hafa frá árinu 1982 numið 4% af innflutningsandvirði kaffi- kaupanna, en voru 8% árið áður. 5. Sambandið varð að lúta regl- um stjórnvalda Brasilíu um hin svokölluðu tvíþættu reikningsskil á kaffiútflutn- ingsviðskiptum, en þar sem þau fólu m.a. í sér útgáfu aflsáttarstaðfestinga „Avis- os“, sem giltu einungis gagnvart síðari vöruafskipun- um eða sendingum, mun Sam- bandið í nokkrum tilvikum hafa orðið að leita aðstoðar erlendra aðila til að nýta þessa „Avisos“ vegna kaffikaupa þeirra, ella hefðu afslættirnir tapast. Allt var þetta ítarlega bókfært og gjaldeyrisskil gerð, enda mun enginn ág- reiningur um þau uppgjör. 6. Árið 1981 ákvað Sambandið að lækka umboðslaun sín af kaffikaupum og var það mörg- um mánuðum fyrir bókhalds- rannsókn skattrannsóknar- stjóra. En vorið 1984 var uppgjör af eldri viðskiptum tekjufært Kaffibrennslu Ak- ureyrar með samþykki stjórn- ar fyrirtækisins, en Kaffi- brennslan er í eigu samvinnu- hreyfingarinnar. 7. Kaffibrennsla Akureyrar var ekki viðmiðunaraðili þegar hámarksverð á kaffi var á- kveðið af verðlagsyfirvöldum og seldi því á verði sem þau ákváðu; stundum neðan við hámarksverð. Þar sem verið er að birta mér hina opinberu ákæru í dag, hefi ég ekki haft tíma til að leita lög- fræðilegs álits á ákæruatriðum, en ég fæ ekki betur séð en meðal þeirra sé ávirðingaratri um að hlíta viðskiptakjörum Brasilíu- manna á alþjóðlegum kaffimark- aði, eins og rakið er í lið 5 hér að framan. Að lokum vil ég taka fram að ég álít að það sé fyrir bestu, bæði okkur sem nú sætum opinberri ákæru, svo og samvinnuhreyfing- unni, að þetta mál verði rekið fyrir dómstólum, svo endanlega verði skorið úr sök eða sýknu manna í málinu. E. Einarsson AB Akraness Félagsfundur verður haldinn Í.Rein sunnudaginn 26. janúar kl. 14.00. Dagskrá: 1) Undirbúningur sveitarstjórnarkosninganna, 2) Útgáfumál. 3) Önnur mál. Skúli Alexandersson alþingismaður kemur á fund- inn. Heitt kaffi á könnunni. Stjórnin. Skúli Alþýðubandalagið í Reykjavík Dúndrandi Þorrablót! (lok forvals ætlar Alþýðubandalagsfólk í Reykjavík að efna til síns árlega þorrablóts um næstu helgi. Verður það í höfuðstöðvunum að Hverfisgötu 105, og hefst fagnaðurinn kl. 20.30. Húsið oþnar hins vegar kl. 20.00. Á dagsskrá er fjölbreytt skemmtan sem verður nánar auglýst í málgagninu eftir helgina. Menn ættu hins vegar að panta miða sem allra fyrst í síma 17500 því horfur eru á að færri komist að en vilja. Verð miða er kr. 900. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Þorrablót ABK Hið vinsæla þorrablót félagsins verður haldið laugardaginn 1. febrúar í Þinghól Hamraborg 11. Húsið oþnar kl. 19.00. Þá verður boðið upþ á lystauka. Kl. 20.00 verður svo hinn ágæti þorramatur snæddur. Helgi Seljan alþingismaður flytur gaman- mál. Stúlkur úr Kársnesskóla syngja. Og verður fleira á dagskrá undir borðhaldi? Að borðhaldi loknu dunar svo dansinn til kl. 3 um nóttina við undirleik Triós Ásgeirs Sverrissonar. Miðasala og borðaþantanir í Þinghól miðvikudaginn 29. janúar og fimmtudaginn 30. janúar frá kl. 18.30-21.00. Nánari upplýsingar alla daga í síma 41279 eða 45715 (Lovísa). Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Skemmtinefnd. Árshátíð AB Garðabæ og Hafnarfirði 2. auglýsing - Árshátíð 8. feb. Við erum búin að finna hljómsveitina, Skugga, húsið og mat. Nefndin. Kvennafylkingin Forvalskynning Kvennafylkingin gengst fyrir fundi með þeim 7 konum sem gefa kost á sér í forvali ABR, nk. mánudagskvöld, 27. janúar kl. 20.30 í Miðgarði, Hverfis- götu 105. Frambjóðendur flytja stutt ávörþ og svara fyrirspurnum. Umræður og kaffi- veitingar. Kristín Anna Hildur Lena Björk Helga Margrét Alþýðubandalagið í Reykjavík Þorrablót ABR verður haldið laugardaginn 1. febrúar að Hverfisgötu 105. Húsið opnar kl. 20.00. Borðhald hefst kl. 20.30. Fjölbreytt skemmtidagskrá nánar auglýst síðar. Miðapantanir í síma 17500 og verð miða 900 kr. Fólk er hvatt til að panta tímanlega þar sem búast má við mikill aðsókn. Stjórn Árshátíð - Borgarnesi Árshátíð Alþýðubandalags Borgarness og nærsveita verður haldin með glæsilegum hætti laugardaginn 25. janúar kl. 20 í félagsheimilinu Röðli. Dagskráin verður útlistuð síðar. - Nefndin. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN KaffiRósa Frambjóðendakynning á morgun! Á morgun sunnudaginn 26. janúar verður KaffiRósa opin eins og venjulega á Hverfisgötu 105, efstu hæð. Þar munu frambjóðendur í forvali Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík koma og flytja stutta framsögu en sitja síðan fyrir svörum. Húsið Oþnar kl. 14.00 en kynningin hefst kl. 15.00. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNl Laugardagur 25. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.