Þjóðviljinn - 25.01.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.01.1986, Blaðsíða 12
VIÐHORF Við viljum breytingar s y eftir Kristínu A. Olafsdóttur Eftir mikla umhugsun ákvað ég að taka áskorunum um að gefa kost á mér í forvali Alþýðu- bandalagsins fyrir borgarstjórn- arkosningarnar. Satt að segja langaði mig lítið í slag við félaga mína, sem forval auðvitað býður uppá. Vildi gjarnan sigla lygnari sjó eftir rót landsfundarins. Ótt- aðist líka að borgarmálin tækju of mikinn tíma frá verkefnum vara- formennskunnar. Var með efa- semdir út frá spursmálum um verkaskiptingu. En rök margra félaga og stuðn- ingsmanna ilokksins höfðu áhrif á endanlega niðurstöðu mína. Lítið breyttur framboðslisti var ekki talinn sigurstranglegur í komandi kosningum. Þörfin á að bera áherslur landsfundarins markvissar út í pólitík flokksins þótti brýn. Varaformanni bæri að taka fullan þátt í glímunni við pólitíska andstæðinga. Borgar- fulltrúi gæti sinnt verkefnum varaformanns engu að síður en þingmaðurformennsku. Kominn væri tími til að hreyfingin sýndi konum fyllsta traust. Áður en kemur að forvali þykir mér rétt að gera grein fyrir þeim sjónarmiðum sem ég mun leggja til grundvallar í borgarmálapóíi- tík ef til minna kasta kemur. Manneskjulegra lif Stjórnun borgarinnar felst í því að ráðstafa sameiginlegum sjóð- um íbúanna og skapa þeim um- hverfi og aðstæður í stórum drátt- um. Manneskjulegra líf fyrir fjöldann og jafnari möguleikar fólks hlýtur að vera útgangspun- ktur sósíalista við ákvarðana- töku. Uppáhaldssetningin mín í stefnuskrá AB á við hér sem ann- ars staðar: „Markmið sósíalis- mans er að breyta umhverfi og tilveruskilyrðum mannsins í það horf að þau leyfi alhliða þroska mannlegra hæfileika." Tilveruskilyrðin sem höfuð- borg íslands býður börnum sín- um og unglingum ýta ekki undir alhliða þroska mannlegra hæfi- leika. Abyrgt samfélag hefði brugðist við þeim gífurlegu þjóð- félagsbreytingum sem urðu við stóraukna atvinnuþátttöku kvenna. Það hefði skilið mikil- vægi þess að uppeldi barna og að- búnaður unglinga nytu forgangs í sameiginlegum verkefnum. Þarna er lagður hornsteinninn að því mannlífi sem lifað er í samfé- laginu. Ástandið í dagvistarmálum Reykvíkinga er óþolandi og lýsir ótrúlegu skilningsleysi um þýð- ingu barnauppeldis. Ekki er nóg með að langir biðlistar sýni skort- inn á heimilum, heldur birtist við- horf ráðamanna til hlutverks barnaheimila í fáránlegum launakjörum starfsfólks " og skeytingarleysi um innra starf. Þeim miklu framfórum sem urðu í tfð vinstri meirihlutans varðandi innviði barnaheimila hefur tekist „Þegarfarið erað líta á pólitíska fulltrúa sem heilög vé, sem ekkimá hreyfa við, eiga lýðrœði ogþróun erfitt uppdráttar. Röksemdina um reynslunaþekkja konurmæta vel. Henni ergjarnan beitt þegar valið ístörfþarsem karlar hafa forskotu að spilla undir núverandí stjórn. Sama skilningsleysið birtist í málefnum skólabarna, bæði hvað varðar skóladagheimili og sam- felldan skóladag. Látið er reka á reiðanum og stórfelld áhætta tekin um andlega velferð barn- anna og beinlínis öryggi þeirra gagnvart slysum. Fjöldi slysa á börnum hér á landi umfram það sem gerist í nágrannalöndunum ætti að ýta við fólki og fá það til að spyrja um sameiginlega ábyrgð okkar. í málefnum unglinga er brýn- ast að leita eftir óskum og þörfum þeirra sjálfra. Hvers konar fé- lagslíf, hvernig aðstöðu, eða vinnuskóla vilja þau. Áherslan verður að þyngjast á uppbygg- ingu og fyrirbyggjandi starf. Þeim sem skaddast hafa þarf að sinna margfalt betur en nú er gert. Ábyrgð gagnvart ellinni Aðbúnaður aldraðra Reykvík- inga á langt í land með að geta kallast sæmandi. Á annað þús- und manns bíður eftir öruggu heimili. Upbygging legudeilda Borgarspítalans var stóðvuð. Okkur ber að bregðast við örygg- isleysi og einmanakennd sem margir þeirra sem Iokið hafa starfsferlinum búa við. Aukin samskipti ungra og aldinna væru öllum til góðs. Ofangreind málefni eru með þeim þýðingarmestu í stjórnun borgarinnar. Afstaðan til þeirra segir til um hvort við teljum okk- ur sameiginlega ábyrg fyrir vél- ferð fólks eða ekki. I þeírri af- stöðu birtist líka skilningur eða skilningsleysi á mikilvægi uppeld- is og aðbúnaður sem undirstaða manngildis. Launakjör þeirra sem vinna við þessi undirstóðustórf bera skilningsleysinu ófagurt vitni. Það sama á við gagnvart þeim sem vinna við undirstöðu efna- hagslegrar velmegunar okkar, framleiðslugreinarnar. Fram- ganga stjórnenda borgarinnar í FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Viö erum að leita að hjartahlýrri og ákveðinni konu eða fjölskyldu, sem vill taka að sér að styrkja og styðja unga stúlku og væntanlegt barn hennar. Ef þú ert aflögufær og hefur áhuga hringdu þá í síma 621611 kl. 13 - 15 næstu virka daga - helst sem fyrst. Grandaævintýrinu sýnir svo ekki verður um villst að skilningur þeirra er meiri á þörfum örfárra reykvískra „athafnamanna" en skilyrðum fjölmargra borgarbúa í verkalýðsstétt. 60 miljón króna greiði borgarstjóra við eigendur Ólfusvatns sýnir líka hvar hans menn er að finna. Sem einn af stærstu atvinnu- rekendum þjóðarinnar hefur borgin tök á að sýna gott fordæmi með því að leiðrétta þau svívirði- legu launakjör sem almenningi er gert að búa til. Meðal annars með endurmati á verðgildi starfa. Ný húsnæðispólitík Ástand húsnæðismála í Reykjavík er ekki til að gera venjulegu launafólki lífið sem bærilegast. Þannig hefur það ver- ið alla tíð, en þó aldrei eins slæmt og eftir kjaraskerðingu núver- andi ríkisstjórnar og fullkomið skilningsleysi hennar á erfið- Ieikum fólks. Davíð og co. féllu líka á skilningsprófinu þegar fjárfest var í stórum einbýlis- og raðhúsalóðum í Grafarvoginum sem engir geta byggt á. Hvernig á að bregðast við þörf ungs fólks fyrir hæfilegt húsnæði? Reykjavíkurborg á að taka þátt í uppbyggingu nýs húsnæði- skerfis sem gerir öllum kleift að búa í öruggu húsnæði. Það kerfi á að ná til einingaríbúða, búseturéttar- og leiguhúsnæðis. Borgarstjórn verður að vera vakandi gagnvart atvinnuástandi og leggja sitt af mörkum um ný- sköpun atvinnuveganna. Ýta á undir möguleika nýrrar tækni og stuðla að fjölskrúðugu atvinnulífi og smáum einingum. Menningarlíf og umhverfismál eru mikilvægir þættir í stjórnun borgarinnar sem leggja ber sérs- taka alúð við, ekki síst á tímum kaldrar markaðshyggju. í þau mál ætla ég ekki að fara ítarlega að þessu sinni, heldur fjalla um málefni sem Alþýðubandalagið hlýtur að beita sér sérstaklega fyrir - lýðræði. Lifandi lýðræði Lýðræði er eitt af þessum hug- tökum sem hafa útþynnst vegna ofnotkunar. í hugum margra er lýðræði tryggt með kosningarétti og tjáningarfrelsi. Minna er hugs- að um hvað gerist á milli kosn- inga eða þá hvernig fólki er kleift að nýta tjáningarfrelsiið. Að loknum kosningum eru fulltrúar sendir inn í stjórnunar- apparötin að glíma við pólitíska andstæðinga. Samskiptin við þá verði mun meira en við það fólk sem kaus fulltrúana til þess að vinna fyrir sig. Nema að sérstak- lega sé unnið að því að koma á tengslum og halda þeim lifandi. Slík tengsl eiga að byggjast á stöðugum upplýsingum úr kerf- inu til kjósendanna og jafnframt ábendingum og tillógum kjós- endanna til fulltrúanna. Séu þessi tengsl vanrækt er viðbúið að full- trúarnir fari að skoða málin of einhliða innanfrá: „kerfisgler- augun" setjast á nefið. Rök- semdir andstæðinganna og kunn- ingsskapurinn við þá ásamt tregðulögmálum stjórnkerfanna fara að vega þyngra en aðstæður og sýn kjósendanna fyrir utan. Lýðræðið felst m.a. í því að fólk fái sem mestu um aðstæður sínar ráðið. Það er ekki nóg að vera kjósandi einn dag á fjögurra ára fresti. Eftir því sem stjórnun- arheildin stækkar er erfiðara fyrir fjöldann að hafa eitthvað um sín mál að segja. Við því er m.a. hægt að bregðast með samtökum fólks um sameiginlega hagsmuni. í Reykjavík eru nokkur hverfa- samtök starfandi, svo og hópar um sérhæfð svið eins og foreldrar barna á dagvistarheimilum, og í skólum. Þessi samtök hafa hins- vegar engin bein ítök í stjórnun borgarinnar og núverandi meiri- hluti virðist lítinn áhuga hafa á þeim. Það er löngu orðið tíma- bært að skipta borginni uppí svæði og breyta stjórnkerfinu í þá veru að íbúarnir hafi bein áhrif á tiltekin mál síns hverfis. Embættismannakerfi getur unnið gegn fulltrúalýðræði. Völd embættismanna eru víða mikil. Aðstaða þeirra til áhrifa er oft miklu sterkari en hinna kjörnu fulltrúa, bæði tíl að koma málum fram og ekki síður við að tefja eða hindra framkvæmdir. Raun- verulega ætti ráðningartími emb- ættismanna að fylgj a kjörtímabil- um. Það væri þá á valdi þess meirihluta sem kjósendur hafa valið sér að endurráða eða fá nýja menn til starfa. Hinir kjörnu full- trúar verða að geta treyst fólkinu sem leggur fyrir þá upplýsingar og fylgir eftir ákvörðunum. Bresku grínþættirnir „Já ráð- herra" voru ekki eintómt grín. Keisaradæmið Reykjavík undir núverandi stjórn ber meiri svip af keisara- dæmi en lýðræðislegu samfélagi. Eitt fyrsta verk meirihlutans var að ákveða fækkun borgarfull- trúa. Sjálfstæðismenn gætu ef- laust fundið rök fyrir því að topp- ur píramídans mætti mjókka enn meir og birtast fólki í einum kjórnum borgarstjóra. Davíð hér og Davíð þar, galvaskur með brandara á færibandi að opna og vígja (það sem vinstri meirihlut- inn hrinti í framkvæmd) - eða gefa börnunum gotterí. Allir vita hvað Dvíð er hress og brattur og óhræddur við að stjórna. En er borgarbúum almennt ljóst hvern- ig Davíð hefur stjórnað? Hvaða verkefni hafa notið forgangs og hvað hefur setið á hakanum - í hvað peningarnir okkar hafa far- ið? Því miður hefur minnihlutan- um ekki tekist að halda uppi því andófi sem íhaldstjórnin hefur gefið tilefni til. Ekki af þeim krafti að eftir væri tekið. Mark- vissari samvinna íhaldsandstæð- inga gæti örugglega skilað betri árangri í þágu félagshyggjunnar. Notum mannréttindin! Það er ekki hægt að skilja við lýðræðisspurningar án þess að skoða forvalið sem nú stendur fyrir dyrum. Yfirlýsing mín um að ég stefndi á fyrsta sætið á lista Alþýðubandalagsins hefur valdið nokícrum taugatitringi. Sumir fé- lagar mínir líta á það sem ófor- skammaða árás þegar efast er um að núverandi fulltrúar flokksins séu einu mögulegu málsvarar okkar. Þegar farið er að líta á pólitíska fulltrúa sem heilög vé sem ekki má hreyfa við eiga lýðræði og þróun erfitt uppdráttar. Rök- semdina um reynsluna þekkja konur mæta vel. Henni er gjarnan beitt þegar valið er í störf þar sem karlar hafa forskot. Reynsla er vissulega mikils virði. En tíminn sem færir fólki reynslu getur einnig borið í skauti sér sáttfýsi og þreytu. Öðruvísi reynsla, fengin utan kerfisins get- ur nýst í nýjum áherslum með óþreyttu fólki. í forvali er eðlilegt að fólk fái að vega og meta hvers konar full- trúar nýtast best í þeim pólitíska slag sem er framundan. Valið hlýtur að byggjast á því. í nútíma- þjóðfélagi heyrir það til sjálf- sagðra mannréttinda að kjósa um menn og málefni. Ég skora því á alla félagana í Reykjavík að nota þau mannréttindi í forvali Al- þýðubandalagsins 31. janúar og 1. febrúar. Kristín Á. Ólafsdóttir KristínÁ. Ólafsdóttir er varafor- ma'ð'iir Aiþýðubandalagsins. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ^ Skrifstofumaður Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins Keldna- holti, óskar eftir að ráða skrifstofumann til starfa hið allra fyrsta. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Allar nánari upp- lýsingar veittar hjá stofnuninni að Keldnaholti eða síma 832000.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.