Þjóðviljinn - 25.01.1986, Blaðsíða 2
_________________FREfflR__________________________
Dagsbrún áttatíu ára - Kveðja frá Alþýðubandalaginu
Róttæk bamtta og raunsæ leiðsögn
Á áttatíu áriim Dagsbrúnar
hefur orðið hraðari breyting á ís-
lenska þjóðfélaginu en á nokkr-
um öðrum áttatíu árum. Dags-
brún á stærri hlut í þessum þjóð-
lífsbreytingum en nokkur maður
getur gert sér grein fy rir í dag - og
siiinir vilja ekki gera sér grein
fyrir því. Áhrif Dagsbrúnar stafa ,
af því að forysta hennar hefur í
senn verið róttæk og raunsæ og
því hafa Dagsbrúnarmenn verið í
fremstu forytstusveit íslenskrar
verkalýðshreyfingar. Áratugum
saman reyndi afturhaldið að
klekkja á forystu sósíalista í
Dagsbrún; þeir hafa nú vanið sig
af því um sinn.
AJþýðubandalagið og Sósíal-
istaflokkurinn hafa átt nána sam-
leið með Dagsbrún um áratuga-
skeið. Allt frá 1942 hefur formað-
ur Dagsbrúnar skipað eitt af
þingsætum sósíalista í Reykjavík.
Pað er einsdæmi að flokkur og
verkalýðsfélag hafi staðið svo
þétt saman jafnlengi og þarna
kemur fram. Þess vegna sendir
Alþýðubandalagið sérstakar bar-
áttukveðjur á afmælinu og þakkir
fyrir samstarf og forystu í verka-
lýðsmálum og þátttöku í póli-
tískri baráttu. Meðan Dagsbrún-
ármenn vilja berjast gegn aftur-
haldinu og afætunum er vonin
með okkur; saman ætlum við svo
að „byggja réttlátt þjóðfélag".
Nú er unnið að því markvisst af
íhaldinu að brjóta niður það
þjóðfélag samhjálpar sem
Dagsbrúnarmenn byggðu upp
með löngum og ströngum verk-
föllum fyrri áratuga. Vonandi
verður það ekki hlutskipti þeirrar
kynslóðar sem hefur tekið við því
þjóðfélagi í arf að þurfa að sjá
þetta þjóðfélag, velferðarþjóðfé-
lagið, brotið niður. Vonandi
tekst sem fyrr með róttækri bar-
áttu og raunsærri leiðsögn að
sækja fram á ný. Enn sjáum við
fyrirheit um nýtt og betra þjóðfé-
lag við dagsbrún.
Fyrir hönd Alþýðubandalagsins
Svavar Gestsson formaður
Framtíðin
Spáiner
að faeðast
Ráðgjafarnefnd
framtíðarkönnunarinnar á rökstólum
svokallaða um ýmsu sviðum starfa í sérstakri
Magnús Óafsson starfsmaður ráðgjafarnefndar framtíðarkönnunar afhendir Arna Bergmann ritstjóra ráðstefnugögn i
gær. Ljósm. Sig.
Framtíðarnefndin
sem vinnur á vegum forsætis
ráðherra við að gera spá um
framtíðarþróun hér innanlands
fram til ársins 2020 mun að öllum
líkiiidum skila hugmyndum sín-
um og tillögum í næsta mánuði að
sögn Magnúsar Ólafssonar starfs-
manns nefndarinnar.
Starfsemi nefndarinnar hefur
verið mjög umfangsmikil og
spannar velflesta þætti þjóðfé-
lagsins. Fjöldi sérfræðinga og
annarra sérfróðra manna á hin-
ráðgjafarnefnd framtíðarkönn-
unarinnar en þessi nefnd kom
saman til sérstakra ráðstefnu í
Reykjavík í gær. Þar m.a. gerð
grein fyrir niðurstöðum hinna
ýmsu starfshópa nefndarinnar og
síðan tekin sérstaklega fyrir um-
ræða um fólksfjöldaþróun,
heilbrigðismál skóla og menn-
ingu, auðlindir sjávar, landkosti
og orkubúskap auk þess sem rætt
var utanríkis-, efnahagsmál og
stjórnskipun. -Ig.
Leiðbeiningar
við framtalsgerð
Verkamannafélagiö Dagsbrún gefur félags-
mönnum sínum kost á leiðbeiningum viö
gerð skattframtala með sama hætti og und-
anfarin ár. Þeir sem hug hafa á þjónustu
þessari eru beðnir um að hafa samband við
skrifstofu Dagsbrúnar og láta skrá sig til við-
tals eigi síðar en 31. janúar nk.
Ekki er unnt að taka á móti viðtalsbeiðnum
eftir þann tíma.
Verkamannafélagið Dagsbrún
Rafmagnsverkfræðingar
Rafmagnstæknifræðingar
Okkur vantar starfsmenn til að annast eftirlit
með háspenntum raforkuvirkjum um land
allt, svo sem raforkuverum, flutnings-, tengi-,
spenna-, véla- og þéttavirkjum og riðilstöðv-
um.
Umsækjendur þurfa að hafa A-löggildingu
Rafmagnseftirlitsins eða uppfylla skilyrði fyrir
veitingu hennar.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá Raf-
magnseftirliti ríkisins, Síðumúla 13, 108
Reykjavík.
RER
RAFMAGNSEFTIRUT RÍKISINS
LIN
Engar upplýsingar veittar
Fundur starfsmanna LIN með þingmönnum pirrarfulltrúa
Sverris Hermannssonar ístjórn LÍN. Krefstþess að
starfsmenn borgi kostnað. Starfsmennflýja sjóðinn
Fundur þriggja starfsmanna
Lánasjóðs námsmanna með
þingmönnum fyrir yiku síðan hef-
ur valdið talsverðu fjarðafoki í
stjórn sjóðsins og á fundi hennar
nú í vikunni lagði Auðunn Svavar
Sigurðsson fulltrúi Sverris Her-
mannssonar fram bókun þar sem
hann krefst þess að starfsmenn-
irnir þrír greiði allan kostnað af
þessum fundi.
Auðunn telur að þremenning-
arnir hafi látið þingmönnum í té
upplýsingar um sjóðinn í heimild-
arleysi, og þeir þar með farið
langt út fyrir sitt starfssvið.
í reglugerð um námslán og
námsstyrki segir hins vegar um
upplýsingaskyldu lánasjóðsins að
almennar upplýsingar skuli vera
öllum opnar.
Nú er ekki vitað hver þessi
kostnaður var eða hvort starfs-
mennirnir þrír verða sektaðir
fyrir að láta þingmönnum í té al-
mennar upplýsingar um lána-
sjóðinn, en tillaga Auðuns um að
eftirleiðis skuli engar nýjar upp-
lýsingar veittar um starfsemi
sjóðsins nema með samþykki
stjórnar og eða framkvæmda-
stjóra var samþykkt einróma á
áðurnefndum stjórnarfundi.
Samband starfsmanna við
meirihluta stjórnar LÍN hefur
lítið sem ekkert verið síðan Sigur-
jón Valdimarsson var rekinn frá
sjóðnum og heimildir blaðsins
herma að mikill titringur sé í
meirihlutanum vegna þess. Tveir
reyndir starfsmenn hafi þegar
sagt upp störfum sínum og vitað
er að fleiri eru að hugsa það
sama. _gg.
Hollustuvernd
Loftmengun í
Reykjavík könnuð
Hollustuvernd ríkisins er að
hleypa af stokkunum rann-
sókn á loftmengun í Reykjavík og
er ráðgert að hún standi yfir í
u.þ.b. eitt ár. Að sögn Ólafs Pét-
urssonar hjá Hollustuvernd ríkis-
ins er þetta umfangsmesta rann-
sókn sem gerð er á loftmengun i
Reykjavík.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
sótti um 350 þúsund á fjárhagsá-
ætlun borgarinnar til að standa að
könnun á loftmengun í samvinnu
við Hollustuvernd, en meirihlut-
inn í borgarstjórn sá ekki ástæðu
til að verða við því og ver alls 0
krónum til rannsóknarinnar. í>á
felldi sami meirihluti tillögu sem
Adda Bára Sigfúsdóttir mælti
fyrir um að Heilbrigðiseftirlitið
fengí þá upphæð sem farið var
fram á.
„Það er mjög þýðingamikið að
fá einhverjar niðurstöður um
loftmengun í Reykjavík, einkum
til að fá samanburð við það sem
síðar verður," sagði Ólafur Pét-
ursson í gær. Greind verða ýmis
efni í svokölluðu svifryki annars
vegar og í fallryki hins vegar.
Talið er brýn þörf á að enn um-
fangsmeiri rannsóknir fari fram á
mengun í andrúmsloftinu, en sem
fyrr segir er meirihlutinn í borg-
arstjórn Reykjavíkur á öðru máli
en þeir sem til þekkja. -gg.
2 SÍÐA - WÓÐVILJINN Laugardagur 25. janúar 1986
Skákþingið
Hannes og
Þröstur efstir
Áttunda umferð á Skákþingi
Reykjavíkur var tefld sl. miðvik-
udagskvöld. Staðan eftir þá um-
ferð í opna flokknum er sú, að í
efsta sæti er Hannes Hlífar Stef-
ánsson með 7 vinninga. í 2.-4.
sæti eru Bjarni Hjartarson, Þrá-
inn Vigfússon og Þröstur Árna-
son með (tVi vinning. í 5.-9. sæti
eru fimm keppendur með 6 vinn-
inga: Andri Áss Grétarsson,
Gunnar Björnsson, Héðinn
Steingrfmsson, Magnús Alex-
andersson og Sigurjón Haralds-
son. Níunda umferð var tefld í
gærkvöldi (föstudaginn 24.1.86)
og tíunda og næst síðasta umferð
verður tefld á morgun (sunnudag
26.1.) og hefst kl. 2 að Grensás-
vegi 44.
I unglingaflokki er 6 umferð-
um lokið og er Pröstur Arnason
efstur með 6 vinninga. Síðustu 3
umferðirnar verða tefldar í dag
(laugardag25.1)kl.2. ~v-