Þjóðviljinn - 25.01.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.01.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Mörður Árnason Tónlist Gœti verið beggja blands Jóhanna Þórhallsdóttir syngur með íslensku hljómsveitinni íslenska hljómsveitin enn af stað, með fimmtu áskriftar- tónleika sína þennan vetur, í Reykjavíkog þremur höfuð- Jóhanna í Langholtskirkju: hrikalega rómantískt. (Mynd: EÓI). bólum næstu sveita: Akranesi (ídag), Keflavíkog Selfossi. Efnisskráin: Siegfried Idyll, Ijóðrænt hljómsveitarverk eftir Wagner, Alt-Rapsódía Brahms, og Eins og skepnan deyr, tónlist Hróðmars Sigur- björnssonar við samnefnda kvikmynd Hilmars Odds- sonar. Hér má sumsé hlusta á íslenskt tónskáld ungt sem áður hefur aðeins lítt komið við sögu - en þessir tónleikar hljóm- sveitarinnar eru líka fyrir annað merkir: hér syngur í fyrsta sinn opinberlega Jóhanna Þórhalls- dóttir, - uppá klassískan nóta bene, því að Jóhanna er að ágæt- um kunn úr annarskonar tónlist. Við náðum í skottið á Jóhönnu eftir æfingu í Langholtskirkju og spyrjum fyrst um Brahms- rapsódíuna sem hún syngur ásamt karlakórnum Fóstbræðr- um. - Afskaplega fallegt verk, hrikalega rómantískt, - Brahms samdi þetta þegar hann frétti af brúðkaupi Julie, dóttur Klöru konu Schumanns. Hann mun hafa elskað Julie, og verið eitthvað skotinn í Klöru líka. Brahms gaf svo Júlíu verkið sem einskonar brúðkaupsgjöf. Og hvernig liggur þetta til söngs? - Það er erfitt að syngja þetta verk, - það finnst mér að minnsta kosti; það krefst þess að maður sé búinn að ná töluverðu valdi á röddinni. En það er líka afskap- lega gaman, ekki síst með þennan fína karlakór á bak við sig. Þetta er fyrir alt-rödd þótt messósópr- anar syngi þetta líka, og hæfir minni rödd vel held ég. Alt, messósópran: hvað ertþú? - Alt, finnst mér, en raddir geta hækkað og lækkað og hvorttveggja í senn. Þeir segja allavega útí Manchester að ég sé alt, þótt sumir haldi því fram hér að ég sé bara messó! - sem auðvitað skiptir að lokum litlu máli. - Svo syng ég í lokakaflanum í verki Hróðmars. Það er kvik- myndatónlist, en nýtur sín Frábœrt Villihunang Athugasemd við gagnrýni Um daginn fór ég í Þjóðleikhúsið að sjá Villihunang Tsékovs. Skemmst er af að segja, að langt er síðan ég hef i skemmti mér eins vel í leikhúsi, og fæ ég ekki orða um það bundist, því við fór- um með hálfum huga, þarsem gagnrýnin hafði verið mjög nei- kvæð, sú sem við höfum séð, í Þjóðviljanumog Mogganum.Uú var ég nýbúinn að tvílesa leikritið, mér til vaxandi ánægju, en samt varðþaðfyrstverulegalifandi.að sjá það á sviðinu. Aðsókn var hinsvegar svo dræm, að ég vil hvetja fólk til að láta ekki verkið hjá sér fara. Um leið hlýt ég að andmælafyrrnefndri gagnrýni. Jóhanna Kristjónsdóttir kvart- aði undan því í Mogganum, hve fáránlegt þetta væri. Sverrir Hólmarsson sýnist mér nokkuð á sömu bylgjulengd hér í málgagn- inu, þegar hann átelur, „að leikstjórinn hefur valið leið að verkinu sem hlýtur að orka tví- mælis, ýktan og ofstopafenginn leikstíl sem er farsaættar og gerir það að verkum að leikararnir fá nánast ekki svigrúm til persónu- sköpunar". Hér sýnist mér birtast grundvallaratriðið í gagnrýni beggja. En því vil ég andmæla. Að sönnu þekki ég leikrit Tsék- ovs aðeins í gerð Freyn, en hún er ótvírættfarsi. Og það ætti ekki að koma neinum á óvart, sem þekkir Tsékov. Leikrit hanserufarsar-í bland við annað. Hlutföllin eru að sönnu breytileg frá einu leikriti til annars en ævinlega þessir tveir pólar. Hér yfirgnæfir farsinn, en á öldum hans bærist eitthvað sem snertir menn djúpt. Persónurnar eru vissulega fyrst og fremst tegundareintök, týpur, en það vill nú fylgja leiksviðinu - jafnvel hjá Ibsen, og þær eru ekk- ert grunnar þess vegna heldur dœmigerðar. Jafnframt skapast þeim dýpt vegna þess hve tvíbent leikritið er, í senn farsi og harm- leikur. Mér sýnist því leikstjóri og leikendur vera trúir grundvallar- atriðum verksins, og ná á því að- dáanlegum tökum. Það er verið að kvarta yfir því að Platonov sé ekki glæsimenni í túlkun Arnars. En hann á alls ekki að vera það. Þetta er niðurdrabbaður nöldr- ari, sem áður var hugsjónamað- ur, og það, að hann skuli hrífa konurnar í sveitinni, það sýnir best örvæntingu þeirra og þörf fyrir draumaprins, sem gæti varp- að ljóma á innihaldslaust líf þeirra. Og Anna Petrovna, í túlk- un Helgu, hún er einmitt rétt svona ýkt skopfígúra, sem sann- arlega er jafnframt töfrandi. Sverrir segir: „en ástríðueldurinn og tilfinningahitinn er víðs fjarri" - sem betur fer, segi ég. Hvernig ætti slíkt að samræmast t.d. at- riðinu undir lokin, þegar Sofía (Guðbjörg) reynir að skjóta Plat- onov, hann volandi af sjálfsmeð- aumkun út af verk í handlegg, innan um fólk sem hann segist sjálfur vera búinn að leggja líf þess í rúst; eða þá öllum misskiln- ingnum og eltingarleiknum fyrir utan hús Platonov-hjóna í fyrri hluta 2. atriðis? Þetta er í textan- um, hann er farsi, og Tsékov átti Örn Ólafsson skrifar fullan rétt á að skrifa slík leikrit ekki síður en aðrir menn, enda gerir hann það frábærlega, svo folki gefst kostur á að skellihlæja að sjálfu sér og hvert að öðru, með kannski tárin í augunum stundum. Sjálfsagt má deila um túlkun verka sem þessa - en þá leyfi ég mér það einmitt, að deila við dómarann. 21.1.1986. fullkomlega sem sjálfstætt verk. Ég er hrifin af þessu verki hans Hróðmars, en það er annars best ég segi um það sem allra minnst. Það er Brahms-fílingur þar líka, og jafnvel soldill Wagner á köflum ... en kannski minnir hann mest á Mahler...? Petta er í fyrsta sinn sem þú syngur með hljómsveit, - debútt í fagslangri tónlistarmanna er það ekki? - hvernig líður þér? - hvað um taugarnar Jóhanna? - Jú, einskonar debútt senni- lega, - og taugarnar... bara vona að ég muni eftir öllu sem manni hefur verið kennt þegar kemur að því að standa fyrir framan tón- leikagesti. Manni líður nú svo- sem ekki illa, en alltaf náttúrlega best þegar maður er búinn. Eða hvað? Þetta gæti verið soldið beggja blands. Þú ert enn í námi... - Já, í Royal Northern College of Music, í Manchester í Eng- landi. Þetta er fjögurra ára nám og ég er á miðju öðru ári, var fyrst hjá Barböru Robotham en kenn- ari minn núna er Iris dell'Acqua, ítölsk, og leiðbeinir við Covent Garden óperuna í London. Þetta er góður skóli, - fyrir utan söng- inn er manni sagt til í framsögn og leiklist og svo framvegis, og lærir aðaltungumál söngsins, þýsku, frönsku og auðvitað ítölsku. Einusinni söngstu á aðeins öðr- um nótum en núna, - ertu alveg hætt í þeirri deild?- hvað á að kalla það - léttan dægurdjass á síðkvöldum? - Ég held þetta sé allt í fram- haldi hvað af öðru. Ég söng í hljómsveitinni Diabolus in mus- ica, hafði gaman af að syngja og koma fram, og svo kynntist mað- ur klassískum söng í Hamrahlíð- arkórnum hjá Þorgerði. Ég lærði hjá John Speight í Tónskóla Sig- ursveins - átti svoleiðinnídjass- inn aðeins; þetta er beint fram- hald af þessu ö!lu, maður er bara ennþá að. Og hvað svo? - Svo bara aftur til Englands að læra og halda áfram. Ég er mjög þakklát íslensku hljóm- sveitinni fyrir að fá þetta tæki- færi, - í híjómsveitinni er unnið mjög mikilvægt starf, og einn mesti kostur hennar að þar getur ungt fólk komið sér af stað í tón- listinni. Vona að hljómsveitin fái að lifa áfram. - Svo vonar maður bara að það sé hægt að halda áfram að læra, - að Sverrir og þeir skeri ekki Lánasjóðinn niðrí ekki neitt. Tónleikar íslensku hljómsveitarinnar verða í Safnaðarheimilinu á Akranesi í dag, laugardag, kl. 15.00, í Selfoss- kirkju á þriðjudag kl. 20.30, í Félags- bíói í Keflavík miðvikudag kl. 20.30, og loks í Langholtskirkju í Reykjavík á fimmtudag kl. 20.30. Stjórnandi er Ragnar Björnsson. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.