Þjóðviljinn - 12.02.1986, Síða 2
Auglýsingad. Þjóðviljans
FRÉTTIR
A Iþýðuflokkurinn
Svona samstarf óeðlilegt
Fulltrúaráð Alþýðuflokksins tekurekki afstöðu til erindis SigurðarE. Guðmundssonar.
Björgvin Guðmundssonformaðurfulltrúaráðsins: Persónulega tel ég kosningabandalag
óeðlilegt. Búið aðeyðileggja kjörgögn.
Ekki hægt að úrskurða hvortflokksbundnir íöðrumflokkum kusu
Við reisum okkar úrskurð á
reglunum, segja má að svarið
sé tæknilegs eðlis, sagði Björgvin
Guðmundsson formaður fulltrú-
aráðs Aiþýðuflokksins í Reykja-
vík, en ráðið hefur úrskurðað í
máli því sem Sigurður E. Guð-
mundsson borgarfulltrúi vísaði til
þess vegna prófkjörsins á dögun-
um. „En hins vegar get ég sagt
persónulega að mín skoðun er sú
að það sé óeðlilegt að hafa svona
samstarf einsog gert var í próf-
kjörinu í Reykjavík,“ sagði
Björgvin.
í svari fulltrúaráðsins við er-
indi Sigurðar E. Guðmundssonar
er annars vegar bent á að ekkert
ákvæði sé í gildandi reglum sem
banni kosningasamstarf tveggja
frambjóðenda gegn hinum
þriðja. Og hins vegar er sagt að
ekki sé framkvæmanlegt að
kanna hvort félagsbundnir menn
í öðrum stjórnmálaflokkum hafi
tekið þátt í prófkjörinu.
Björgvin kvað tvennt hafa
valdið því að fulltrúaráðið gæti
ekki skorið úr um hvort flokks-
bundnir menn í öðrum flokkum
hefðu kosið eða ekki. Annars
vegar hefðu menn ekki gögn um
það frá öðrum stjórnmálaflokk-
um hverjir væru þar flokks-
bundnir og hins vegar væri kjör-
gögnum, þ.e. upplýsingum um
það hverjir hafi kosið ekki haldið
til haga.
Um hitt atriðið, þ.e. hvort
kosningabandalag tveggja fram-
bjóðenda gegn hinum þriðja
samræmdist hefðum í Alþýðu-
flokknum, þá vísaði Björgvin til
reglna þar sem hvorki er getið um
Hafnarfjörður
Sparað hjá fogeta
Skúringakonunum hjá bœjarfógeta sagt upp.
Mega ráða sig afturfyrir lœgri laun.
Guðríður Elíasdóttir, Framtíðinni: Sparað meðþvíað
skera niður hjá þeim sem hafa lœgstu launin
Skúringakonum sem starfa hjá
embætti bæjarfógeta í Hafn-
arfirði og á lögreglustöðinni í
bænum hcfur verið sagt upp
störfum þar sem ákveðið hefur
verið af hálfu hins opinbera að
taka upp nýjar vinnurcglur við
hreingerningar í þessum stofnun-
um. Jafnframt hefur konunum
verið tjáð að þeim sé hcimilt að
sækja um störfin að nýju þegar
nýju reglurnar verða komnar á,
en launagreiðslur munu þá verða
eitthvað lægri fyrir þrifín.
Guðríður Elíasdóttir formaður
Verkakvennafélagsins Framtíð-
arinnar sagði í samtali við Þjóð-
viljann í gær að hér væri sem jafn-
an áður byrjað að spara í ríkis-
kerfinu með því að skera niður
hjá þeim sem væru lægst launað-
ir. „Þetta hefur verið uppmælt
pláss sem unnið hefur verið eftir
en nú á að breyta þessu í tíma-
mælda ákvæðisvinnu. Konunum
hefur verið sagt upp með lög-
legum fyrirvara og það er því
ekkert hægt að aðhafast í málinu.
Konurnar verða að gera upp við
sig sjálfar hvort þær vilja halda
vinnunni áfram og það getur ver-
ið nokkuð mismunandi hvernig
þetta kemur út. Tímaskyldan
lækkar eitthvað og líklega tekj-
urnar þá um leið,“ sagði Guð-
ríður.
-lg-
hvort slík bandalög eru heimiluð
eða bönnuð. Á hinn bóginn kvað
hann eitt sinn hafa verið rætt um
það í flokknum hvort heimila ætti
listakosningu í prófkjöri. Frá því
var horfið og ákveðið að hafa
skyldi einstaklingskosningar.
f svari fulltrúaráðs er því ekki
tekin afstaða til þess hvort kosn-
ingabandalag Bryndísar og
Bjarna P. Magnússonar hafi sam-
ræmst eðli og inntaki slíks próf-
kjörs hjá Alþýðuflokknum, eins-
og Sigurður E. Guðmundsson fór
fram á í sínu erindi.
-óg
Einar Einarsson gítarleikari leikur á Háskólatónleikum í Nor-
ræna húsinu í hádeginu í dag. Á dagskrá eru verk eftir þrjú ensk
tónskáld sem samið hafa fyrirgítar og lútu; endurreisnarmann-
inn Dowland og þá Berkeley og Rawsthorne sem heyra til 20.
öldinni. Einar lærði hér við Tónlistarskólann og er nú í fram-
haldsnámi í Manchester á Englandi. Tónleikarnir hefjast klukk-
an hálf eitt og standa í um það bil hálftíma. (mynd: gæi)
Verður ekki að fara að athuga
með þessa þriðjudagsveiki
fjármálaráðherrans?
Banaslys
Fónstí
fjallgöngu
Banaslys varð skammt fyrir
innan Bolungarvík sl. sunnudags-
kvöld. Rúmlega þrítug stúlka,
Guðlaug Pálsdóttir hrapaði til
bana í fjallgöngu og mun hafa lát-
ist samstundis.
Slysið varð í svokölluðu
Tunguhorni inn af Bolungarvík.
Guðlaug var ein á ferð, vel búin
til gönguferða. Hún hafði mælt
sér mót við félaga sína um kvöld-
ið og þegar ekkert hafði spurst til
hennar um miðnæturbil var
björgunarsveit Slysavarnarfé-
lagsins kölluð út. Lík Guðlaugar
fannst undir mánudagsmorgunn í
Vindaskál.
_*_____________—
Norðlendingar
Hafið
samband!
Eins og skýrt var frá í Pjóðvilj-
anum í gær hefur verið ráðinn
fréttamaður fyrir blaðið á Norð-
urlandi. Sá heitir Guðlaugur
Arason og hefur hann aðsetur að
Eiðsvallagötu 18. Um leið og les-
endur blaðsins nyrðra eru ein-
dregið hvattir til að hafa samband
við hann um hvaðeina sem þeim
liggur á hjarta skal minnt á að
símanúmer hans er 96-21875.
Baráttudagar gegn ríkisstjórninni
Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins og Alþýðu-1 Vinnustaðaheimsóknir, félagsfundir og almennir
bandalagið efna til baráttudaga gegn ríkisstjórninni | stjórnmálafundir.
13. til 15. þessa mánaðar - fimmtudag til laugar-
dags.
Reykjavík: Félagar úr Æskulýösfylking-
unni, frambjóöendur til borgarstjórnar og
aörir talsmenn flokksins heimsækja vinnu-
staöi í Reykjavík á fimmtudag og föstudag.
Reykjanes: Félagar úr Æskulýösfylking-
unni og forystumenn flokksins heimsækja
vinnustaöi á Suðurnesjum á fimmtudag og
föstudag.
Vesturland: Vinnustaöaheimsóknir í
Stykkishólmi. Félagsfundur í verkalýðshús-
inu á föstudagskvöld. Þar sitja fyrir svörum
þeir Skúli Alexandersson alþingismaöur,
Tryggvi Þór Aðalsteinsson framkvæmda-
stjóri MFA og Ragnar A. Þórsson verka-
maður.
Vestfirðir: Vinnustaöaheimsóknir á Pat-
reksfirði. Almennur stjórnmálafundur á
laugardag. Málshefjendur: Rögnvaldur
Bjarnason, Kristinn H. Gunnarsson og Ólaf-
ur Jens Daðason.
Norðuriand vestra: Vinnustaöaheimsókn-
ir á Sauðárkróki á fimmtudag. Opiö hús í
Villa Nova um kvöldið. Pálmar Halldórsson,
ritari Alþýðubandalagsins og framkvæmda-
stjóri Iðnnemasambandsins, og Ragnar
Arnalds alþingismaöur og Sölvi Ólafsson
bókageröarmaður sitja fyrir svörum.
Norðuriand eystra: Vinnustaðaheimsókn-
ir á Húsavík. Almennur stjórnmálafundur á
föstudagskvöld. Svavar Gestsson formaö-
ur Alþýðubandalagsins, Aðalsteinn Bald-
ursson og Kári Arnór Kárason.
Alþýðubandalagið
Austurland: Djúpivogur, Höfn í Hornafirði.
Almennir stjórnmálafundir. Framsögu-
menn: HjörleifurGuttormssonalþingismað-
ur og Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrif-
stofumaður.
Suðurland: Vestmannaeyjar - vinnu-
staðaheimsóknir og almennur fundur í Al-
þýðuhúsinu á laugardaa. Framsaga á al-
menna fundinum Kristín Á. Ólafsdóttir vara-
formaður AB, Helgi Hjörvar nemi og Elías
Björnsson formaður Sjómannafélagsins
Jötuns.
Tekið skal fram að vinnustaðaheimsóknir
verða einnig skipulagðar á öðrum stöðum.
Allir fundirnir verða auglýstir nánar á við-
komandi stöðum og í fjölmiðlum.