Þjóðviljinn - 12.02.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.02.1986, Blaðsíða 3
Hvað þarftu í laun? FRÉTTIR Kennarar í Vesturbæjarskóla munu hvergi gefa eftir í baráttunni við ríkisvaldið. Mynd: E.ÓI. Kennarar Abyrgðin er stjómvalda Kennarar íReykjavík og á Vestfjörðumfunduðu um sín mál í gœr: Tilmœli umfrekari aðgerðir. Gífurlegur baráttuhugur Sigrún Ágústsdóttir: Það er með endemum að ráðamenn skuli ekki hafa minnstu áhyggjur af því upplausnarástandi sem skapast hefur. Mynd: E.ÓI. r Afundum grunnskólakennara í skólunum víða um land á mánudaginn og í gær hefur komið berlega í Ijós að gífurlegur bar- áttuhugur er kominn í fólk og í sumum skólum eru kennarar til í nánast allt eins og Sigrún Ágústs- dóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur orðaði það við biaðamann í gær. Kennsla féll niður í grunn- skólum í Reykjavík og á Vest- fiörðum í gær. Að sögn Rögnu Ólafsdóttur kynningarfulltrúa KÍ var þátttaka mjög almenn bæði vestra og syðra, fyrir þó utan það að kennarar á ísafirði taka ekki þátt í þessum aðgerðum heldur Kennarar Beðið í ofvæni Ákvörðunarfjármálaráðherra að vœnta í dag. Stjórn KÍkemursaman Kennarar eru löglega forfallað- ir frá kennslu í dag, öskudag, en á morgun leggja grunnskólakenn- arar í Reykjaneskjördæmi og á Austurlandi niður vinnu, hafi þá enn ekki náðst samkomulag um leiðréttingu á kjörum kennara í KÍ. Kjaramál kennara liggja hins vegar langt í frá í láginni í dag. Stjórn Kennarasambandsins kemur saman eftir hádegið og menn bíða í ofvæni eftir við- brögðum frá fjármálaráðherran- um. Hann hefur tilkynnt Kenn- arasambandinu að ákvörðunar hans um þann 5% launamun sem deilt er um, sé að vænta í dag, en þá eiga hann og aðstoðarmenn hans fund með samninganefnd BSRB. Á morgun fundar að- gerðanefnd KÍ og verður þá væntanlega fjallað um tilmæli kennara um frekari aðgerðir, fá- ist ekki lausn á þessari deilu þeirra við ríkisvaldið. -gg- hafa sagt upp sínum störfum. Fundir voru haldnir í skólunum fyrri part dags í gær og víðast voru samþykktar ályktanir þar sem þess er krafist að launamismunur á kennurum innan KÍ og HÍK verði leiðréttur tafarlaust og KÍ fái sjálfstæðan samningsrétt. í yfirlýsingu frá kennurum í Æfinga- og tilraunaskóla KHÍ er skorað á fjármálaráðherra og menntamálaráðherra að reka af sér slyðruorðið og sjá til þess að laun kennara verði jöfnuð, KÍ fái samnings- og verkfallsrétt, kenn- arastarfið verði lögverndað og kjör kennara stórbætt. Kennarar í Hólabrekkuskóla hafa áskilið sér allan rétt til frekari aðgerða ef þeirra mál fái ekki úrlausn. Upp komu hugmyndir um fjöldaupp- sagnir kennara í vor eða í haust, en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum. Tilmæli komu frá fjöldamörgum skólum að að- gerðum verði haldið áfram eins lengi og þurfa þykir. Kennarar á Ákranesi lýstu á mánudaginn allri ábyrgð á hend- ur stjórnvöldum á því ástandi sem skapast hefur. Þeir telja að stefna stjórnvalda í skólamálum muni leiða til hruns íslenska menntakerfisins. Akurnesingar hafa ennfremur ákveðið að hafi launamismunurinn ekki verið leiðréttur í byrjun næstu viku muni þeir ekki mæta til vinnu. -gg- Helgi Árnason Kennari Seljaskóla: „Það veitir ekki af 70 þúsund krónum til að standa við allar fjárskuldbindingar og önnur mánaðarleg útgjöld. Við erum hjónin með tvö börn og dæmið gengur einfaldlega ekki upp þannig að ég vinni einn fyrir heimilinu. Ég er í raun í einni og hálfri stöðu og hef með því um 50 þúsund.“ Guðrún Helgadóttir Barnaskóli geðdeildar Hringsins: „Liggur ekki ljóst fyrir að vísi- tölufjölskyldan þarf 50 þúsund krónur á mánuði til framfærslu? Ég á að baki háskólanám og eitt ár í framhaldsnámi og ég hef eftir þetta u.þ.b. helminginn af þessu, 25 þúsund á mánuði.“ Guðríður Magnúsdótt- ir Kennari í Breiðagerð- isskóla: „Ég myndi halda að ég byggi við þokkaleg lífskjör ein og sér ef ég hefði 50 þúsund krónur á mán- uði. Þá er ég að tala um afborgan- ir af lánum, húsnæði, fæði og bara hvað sem er. Sem kennari hef ég 27 þúsund í föst laun, en næ að bæta örlítið með yfirtíð.“ Bæklingurínn erkominn... Við sýnum fólki þá sjálfsögðu og viðeigandi þjónustu að láta verðlistann fylgja með í nýja sumarferðabæklingnum. Við ríðum á vaðið, fyrst íslenskra ferða- skrifstofa, bjóðum meistaralega lágt verð og vonumst til þess að aðrir fylgi í kjölfarið á svipuðum nótum. Þannig stöndum við vörð um það megin- markmið að gera sem flestum kleift að ferðast. / / Samvinnuferdir-Landsýn ( AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 ^-X SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727 ...os'^siistinn m eð! Leiðandi afl í lága verðinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.