Þjóðviljinn - 12.02.1986, Blaðsíða 9
Seirawan og Miles heldur kátir. öflugustu menn mótsins samkvæmt elóreikn-
ingum, en spyrjum aö leikslokum!
Bragi Halldórsson bíður eftir leik aldursforsetans Reshevsky.
SKÁK_____________________
Aumingja Dlugy!
Mannúð, bræðralag ogfriður-nema á skákborðinu
í gær seig af stað mesta
skákmót sem hingaðtil hefur ver-
ið háð á íslandi, að umfangi og
styrkleika þeirra sem koma við
sögu. 74 þátttakendur frá 14 ríkj-
um, 22 stórmeistarar, 20 alþjóð-
legir; og allir upplyftir á Hótel
Loftleiðum einsog vera ber þegar
til leiks eru mætt virðuleg stór-
menni af tæinu Tal, Miles, Res-
hevsky, Larsen, Geller; krafta-
kallar einsog Seirawan, Browne,
Gheorghiu, Quinteros, - og að
auki ungir menn vísir til alls:
Benjamin, Saloff, Hansen og
Dlugy...
...aumingja Dlugy. Heims-
meistari unglinga og nýorðinn
stórmeistari, eitt mesta efni
kana, og hafði betur gegn okkar
manni, Margeiri nú um helgina, -
og verður svo fyrstur til að tapa
skák á mótinu með því að láta lítt
þekktan landa sinn þrýsta drott-
ningunni í höggstokksstöðu.
Þetta var rétt um kvöldmatar-
leytið og fóru tíðindin einsog raf-
straumur um áhorfendasalinn vel
setna. Annars fylgdust áhorfend-
ur helst með þeim Tal og Larsen,
og með íslendingunum; Sævar-
Seirawan, Davíð-Benjamin,
Róbert-Lein, Haukur-
Gheorghiu, Hilmar-Geller...
Stórmeistararnir íslensku áttu
náðugri dag. Það var líka tals-
verður umgangur hjá borðum
þeirra Þrastar Árnasonar og
Hannesar Hlífars, ungu strák-
anna sem nú tefla í fyrsta sinn á
stórmóti.
Mikið bollalagt framanvið
stöðutöflur og sjónvörp, en
áhorfendur voru reyndar ekkert
síður að skoða gripina: hinn mik-
ilúðlegi Geller . reykjandi og
rymjandi, kurteislegi argentínu-
maðurinn Quinteros, forngripur-
inn síungi Reshevsky pínulítill og
einbeittur, Saloff frá Sovét,
snaggaralegur strákur og alvar-
legur einsog nýklipptur úr kvik-
mynd um föðurlandsstyrjöldina
miklu.
Og var þó ýmissa saknað sem
áttu að vera með. Fótboltastór-
meistarinn norski Simen Agde-
stein varð að lúta skólaaga og
fljúga heim eftir mótið um helg-
ina, og af júgóslövunum kom
bara Nikolic. Og kynni þó ýms-
um að þykja nóg um hina júgósl-
avnesku sveit áður en lýkur.
Spenna í loftinu á Loftleiðum
þarsem áhorfendur og þátttak-
endur leggja undir sig þrjá skák-
sali, skýringarsal og ganga. Fyrir-
fram ekki búist við stórskákum
vegna röðunarkerfis sem á að
gefa þeim sterkustu svolítið byrj-
unarforskot, - en gerir ekki
alltaf, samanber Dlugy, - og
undir lokin skelltu viðstaddir sér
aftur á lær: sjálfur Miles hniginn í
valinn fyrir andstæðingi frá Indó-
nesíu.
Sumsé: mannúð, bræðralag og
fnður- nema á skákborðinu, al-
veg einsog ein ræðumanna óskaði
sér við setninguna. Næst í dag frá
hálf fimm. - m
Miðvikudagur 12. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Miles skellt óvænt
Landarnir hressir, Larsen baráttuglaður
Hvítt: Remlinger
Svart: Larsen
Nimsoindversk vörn.
1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rc3 - Bb4,
4. e3 - 0-0 5. a3 - Bxc3+ 6. bxc3 c5, 7.
Bd3 - Rc6, 8. Re2 - b6,9. e4 - Re8,10.
0-0 - Ba6, 11. f4 - f6.
Nú fer baráttan að taka á sig form.
Framrás hvíts á kóngsvæng er ekki
sérlega hættuleg og svarlur andæfir
með því að sækja á c4-reitinn.
Það var Lárus
Af klaufsku féll niður úr um-
fjöllun í gær um skákkeppni
Norðurlanda og Bandaríkjanna
nafn höfundarins, sem var Lárus
Jóhannesson. Lárus og lesendur:
fyrirgefið.
Mætti á fyrsta Reykjavíkurmótið og nú kominn aftur: kappinn Tal heldur brúnaþungur. Gerði í gær jafntefli við danann
Kristiansen. (myndir: Sig)
Fyrsta umferð mótsins bauð
upp á mikla skemmtun og
spennu. Keppendum er raðað
þannig að stigaháir skákmenn
tefla við menn sem eru lágir að
stigum. Þannig gefst minni spá-
mönnum færi á að reyna sig við
meistarana.
í gær urðu nokkur óvænt úrslit
og skal fyrst telja að stigahæsti
maður mótsins, Miles frá Bret-
landi, tapaði fyrir illvígum Indó-
nesa, Adianto að nafni. Christi-
ansen frá Bandaríkjunum tapaði
fyrir Finnanum Pyhala og
heimsmeistari unglinga Banda-
ríkjamaðurinn Dlugy, lét landa
sinn Karklins taka af sér drottn-
inguna í byrjun tafls.
Sumir ungu mannanna okkar
fengu illa útreið hjá stórmeistur-
unum en aðrir héldu vel sínu. Da-
víð hélt jöfnu við Benjamin frá
Bandaríkjunum, Björgvin við
Alburt, Halldór Grétar við Ligt-
ernik og Jón G. við Yrjola.
Sævar Bjarnason átti í höggi
við Seirawan frá Bandaríkjunum
og tókst að snúa á hann skömmu
fyrir bið og vinna mann fyrir tvö
12. Be3 - Rd6, 13. dxc5 - Rxc4, 14.
Bxc4 - Bxc4.
Hvítum lá ekki á að drepa og hann
á eftir að sakna hvítreita biskupsins
síðar. Betra var 14. Bf2. Líklega hef-
ur hann munað í peð svarts á drott-
ningarvæng og talið sig fá færi á
d-línunni.
15. Hf2 - f5, 16. Rg3 - Hf7, 17. cxb6
- axb6,18. Dbl - Df8, 19. a4 - Ha6, 20.
exf5 - exf5, 21. Hb2 - Dd6.
Svartur missir nú peö en það er
eðlilegur þáttur í taflmáta Larsens að
hætta nokkru til og raska jafnvægi
stöðunnar.
22. Hxb6 - Ha5, 23. Dc2 - He7, 24.
Hdl - Dg6, 25. Df2 - h5 (Larsen-
leikur), 26. Bc5 - He6,27. Hb2 - Hxa4,
28. Rfl - Dg4, 29. Hb-d2 - Bxfl.
Það mátti ekki hleypa riddaranum
til e3 þótt eftirsjá sé að biskupnum.
30. Hxfl - He-e4, 31. h3 - Dg6, 32.
Hxd7 - Hxf4, 33. Dd2 ...
Hér leiðir 33. Dxf4, Hxf4,34. Hxf4
líklega til jafnteflis.
33. ... - Hxfl+, 34. Kxfl - f4, 35.
Dd5+ - Kh7, 36. Dd3 - He4.
Hvítur reynir að einfalda taflið en
Larsen tekst snilldarlega að flækja
það og nýtir sér tímahrakið til hins
ítrasta.
37. Hd6 - Re5.
Ef 38. Hxgó Rxd3 og svartur vinn-
ur. Eftir að riddarinn kemst í leikinn
er hvítur glataður.
38. Dd5 - Df5, 39. Bd4 - f3,40. Bxe5
- fxg2+, 41. Kxg2 - He2+, 42. Kg3 -
Df2 Mát.
Margeir tapaði illa fyrir Burger
en hinir stórmeistararnir okkar
unnu sínar skákir, Helgi malaði
Áskel með fórnum og látum. Júg-
óslavinn Nikolic tefldi áferðar-
fallega skák við Dehmelt frá
Bandaríkjunum sem gladdi augu
stöðuskákmanna. Meistari Tal
tefldi hvassa byrjun gegn Danan-
um Kristiansen, skemmti áhor-
fendum með mannsfórn svo
menn fóru að tala um að hann
tefldi eins og í gamla daga. En
Daninn fékk mótspilsfæri svo Tal
varð að þrátefla að lokum. En
kannski teflir hann eins hvasst á
morgun og hvernig fer þá?
f jafn fjölmennu móti eru tefld-
ar margar athyglisverðar skákir í
hverri umferð sem vissulega væru
skoðunarverðar. En hér fer sem
mælt er að sá á kvölina sem á
völina og verður að láta nægja að
birta eina skák. Að þessu sinni
skulum við huga að skák Larsens
við Bandaríkjamanninn Rem-
linger. Larsen teflir alltaf jafn-
fjörlega og brá ekki út af þeirri
venju sinni í gærkvöldi.
Þröstur Árnason, - hitti ofjarl sinn í bandaríkjamanninum Zaltsman.
Úr áhorfendahópnum: „og hver er hann eiginlega þessi Karklins?"
peð. í tímahrakinu lék hann þó
ónákvæmt og á jafnteflislega bið-
skák en biðskákir verða tefldar
frá klukkan ellefu til eitt eftir
miðnætti þannig að úrslit berast
ekki áður en blaðið fer í prentun.
Skákir
i gær
Miles(Engl)-Adianto(ldn)......0-1
Sævar-Seirawan (Bdr)......... bið
Tal(Sov)-Kristiansen(Danm).... 'h-'h
Remlinger(Bdr)-Larsen(Danm) 0-1
Nikolié(Júg)-Dehmelt(Bdr).....1-0
Pyhala (Finnl)-Christiansen (Bdr) 1 -0
Benjamin(Bdr)-Davíð.........'/2-'/2
Karklins (Bdr)-Dlugy...........1-0
Helgi-ÁskellOrn................1-0
Róbert-Lein (Bdr)..............bið
Gheorghiu(Rúm)-Haukur.........1-0
Hilmar-Geller(Sov)............0-1
Saloff(Sov)-Jung(Kan)..........1-0
Burger(Bdr)-Margeir............1-0
De Firmian (Bdr)-Benedikt.....1-0
Björgvin-Alburt (Bdr).......'/2-'/2
Quinteros (Arg)-Dan........... bið
Herzog (Sviss)-Browne (Bdr)...0-1
Hansen (Danm)-Guðm.Halldórss. 1-0
Leifur-Jóhann..................0-1
Byrne (Bdr)-Lárus..............1-0
Kristján-Jón L................0-1
Fedorowicz-Þröstur Þ...........1-0
ÁrniÁrmann-Guðm.Sigurjónss.... 0-1
Kogan(Bdr)-ÁsgeirÞór.......... bið
Bragi Halldórss.-Reshevsky (Bdr) bið
Ligternik (Holl)-Halldór G..V2-V2
Haraldur-Sterren(Holl)........0-1
Kudrin (Bdr)-Þorsteinn.........1-0
Tómas-Schussler(Sþj)...........0-1
Welin (Sþj)-Ólafur.............1-0
Jóhannes-Karl..................1-0
Wilder(Bdr)-HannesH............1-0
JonG.-Yrjölá.................V2-V2
Donaldsson (Bdr)-Guðm. Gíslas. 1 -0
ÞrösturÁ.-Zaltsman.............0-1
Hoi(Danm)-Schiller(Bdr).......1-0