Þjóðviljinn - 12.02.1986, Síða 4

Þjóðviljinn - 12.02.1986, Síða 4
LEIÐARI Frjálshyggjan gegn öldmðum Sjálfstæöisflokkurinn er flokkur hinnar taumlausu sérhyggju. Þeir sem á undanförnum áratug hafa náð yfirhöndinni í honum eru fulltrúar þeirra, sem einung- is vilja skara eld aö eigin köku. Flokknum er sama um þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Þaö skal fúslega játaö, að áöur fyrri áttu félagsleg viðhorf ákveöna samúð hjá áhrifamiklum straumi í Sjálf- stæðisflokknum. Ýmsir af gengnum leiötogum hans, menn á borö viö Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson, beittu atfylgi sínu fyrir því aö samfélagið líknaöi þeim sem örlögin deildu nauman skerf. En nú er annar uppi, og sú mannúðarstefna sem vissulega átti meir en fótfestu í Sjálfstæöisflokknum er orðin hornreka í stærsta flokki landsins. Það er staöreynd, aö frjálshyggjuarmurinn ræður lögum og lofum í Sjálfstæöisflokknum. í hans augum er flokkurinn tæki til að bæta enn hag þeirra, sem hafa nóg aö bíta og brenna. í augum frjálshyggju- sveitarinnar sem nú hefur tekiö völdin í Sjálfstæðis- flokknum eru markaöslögmálin trúarbrögö. Allt gengur fyrir peningum í þeirra augum. Menn eiga ekki að fá neitt, nema þeir geti borgað fyrir það. Til dæmis má nefna, aö erlendis hafa frjálshyggjumenn beitt sér af alefli fyrir því aö mola velferðarkerfið sem hefur risiö á Vesturlöndum síðustu áratugi. Þeir eru til dæmis þeirrar skoöunar, aö verð á lyfjum og læknisþjónustu eigi aö fylgja lögmálum markaðarins. Rfkiö eigi því ekki aö greiða niður þessar vörur, heldur eigi þeir einir aö fá þær, sem geta borgað fullt verö. Með því er því í rauninni lýst yfir, aö einungis þeir sem eru vel efnaðir, eigi aö hafa kost á lyfjum og læknishjálp. Svipað er uppi á teningnum varðandi aldraða. Trúir því kjöroröi sínu, að hver sé sinnar gæfu smiö- ur, þá er því haldiö fram af þeim frjálshyggju- mönnum, sem mestum öfgum eru haldnir, aö samfé- lagið eigi ekki aö bera kostnað vegna aldraðra. í þeirra augum er þaö einungis tilfinningavaðall aö tala um virðingu og þökk gagnvart hinum eldri fyrir vel úti látið dagsverk. Þaö er einfaldlega skoöun frjálshyggjunnar aö samfélagiö eigi sem minnst aö létta undir með þeim sem eru gamlir og lasburöa. Þaö kostar nefnilega ríkisvaldiö peninga. Kjörorð frjálshyggjunnar er einfaldlega það, aö þeir einir fái, sem geta borgaö. Hinir eru settir á guö og gaddinn. Því miöur er það staöreynd, aö þessara mann - f jandsamleguviöhorfagagnvartöldruöumernú tekið aö gæta í æ ríkari mæli innan Sjálfstæöisflokksins, þar sem frjálshyggjan verður sífellt atkvæðameiri. Þetta kemur einkum fram í Reykjavík, þar sem Davíö Oddsson borgarstjóri, einn af forkólfum frjálshyggju- sveitar Sjálfstæðisflokksins, hefur algerlega van- rækt alla þjónustu við aldrað fólk. Þetta kom vel í Ijós á síðasta borgarstjórnarfundi. Sjálfstæðisflokkurinn ákvaö þá að hækka mjög 1 verulega vistgjöld íbúa á dvalarheimili aldraöra viö Dalbraut, við hörð mótmæli Alþýöubandalags og Kvennaframboðs. Ákveöiö var aö hækka gjöld fyrir þjónustuíbúöir um næstum 14 prósent, en um 20 prósent fyrir dagdeild. Þetta er auðvitað algerlega óréttlætanlegt frá sið- ferðilegu sjónarmiöi. Þarna er veriö aö níðast á öldr- uðu fólki, láta þaö greiöa stórfelldar hækkanir, sem þaö getur illa staðið undir. Þetta þýðir að eftir hækkunina þarf einstaklingur aö greiða í vistgjöld tvo þriöjuhlutaaf öllumtrygg- ingabótum sínum. Hjón þurfa hins vegar aö greiöa allt aö 76 prósent af tryggingabótum sínum fyrir vist- gjöld. Til dæmis um þá breytingu, sem hefur oröiö frá því vinstri meirihlutinn sat viö völd, þá má nefna að við lok valdatíma hans þurfti einstaklingur ekki að greiða nema um 50 prósent af tryggingagjöldum sínum í vistgjöld. Hækkunin þýðir í reynd, aö einstaklingur á Dal- braut hefur til annarrar eyðslu ámánuöi ekkinema 5787 krónur afgangs af tryggingabótunum. I lok tímabils vinstri meirihlutans var þessi uþphæö á nú- viröi 9549 krónur. Þannig valda þessar aðgerðir Sjálfstæðisflokksins því, aö gamla fólkið hefur miklu minna fé til ráðstöfunar en áður. Þetta er einungis eitt dæmi af mörgum um hvernig Davíð Oddsson hefur með aöstoö flokksfélaga sinna ráöist gegn hagsmunum aldraðra í Reykjavík. Þetta er þeim mun svívirðilegra þegar haft er í huga aö gamla fólkið getur engum vörnum komiö við, það getur ekki bætt sér upp tekjutapiö með aukinni vinnu, og þaö hefur litla möguleika á aö veita endur- teknum atlögum Sjálfstæðisflokksins viönám. Framkoma Davíðs Oddssonar og Sjálfstæöis- flokksins gagnvart öldruöum Reykvíkingum er smánarblettur á borginni. _ÖS KUPPT OG SKORIÐ A líðandi stundu Sjónvarpið er frekt til athygl- innar eins og allir vita. Það er að verða einsog veðrið: öllum finnst sér skylt að hafa álit á því. Náttúrlega tala menn mest um þátt Ómars Ragnarssonar, Á líð- andi stund, sem treystir á það, að þekkt nöfn og andlit hafi að- dráttarafl. Sem þau og hafa, hvort sent mönnum líkar betur eða verr. Það ævintýri hefur nú staðið í mánuð og ætti þá að vera tími til þess kominn að spyrja, hvað menn hafi fengið framan í sig með þætti sem slíkum. Sitt af hvoru tagi. Vel mátti finna að því, að stjörnur fyrstu tveggja þáttanna, þeir Davíð borgarstjóri og Guðntundur Joð fengu mjög misjafna handtér- ingu. Davíð var meðhöndlaður einstaklega mildilega, en Guð- mundur mátti sitja undir því að Bubbi syngi um hann óútskýrðar svikaaðdróttanir og fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins læsi sína tölu um að fé sé ekki fyrir hendi handa verkafólki! Eitthvað sona létt En við skulum samt ekki væla lengi yfir því. Sumt er blátt áfram skemmtilegt í þessum þáttum. Þeir safna til sín forvitni vegna þess að þeir eru eins og óvart af- hjúpandi: þeir orðheppnu fá sína möguleika og þeir smekklausu fá ekki dulið sitt smekkleysi. Hvort sem þeir eða þær spyrja eða sitja fyrir svörum. Hitt er svo lakara, að þáttur af þessu tagi er einmitt dæmigerður fyrir þá þróun sem geysist fram í sjónvarpi. Sú þróun byggir á þeirri kröfu að allt verði að vera létt og skemmtilegt, stutt og létt, létt og fjörugt. Þetta hefur það óhjákvæmi- lega í för með sér, að sá sem ætlar að tala í alvöru um pólitík eða einhvern meiriháttar hnút á samfélaginu, hann er leiðinlegur og beðinn aldrei þrífast. Það er hugsanlegt að tala megi um mál eins og eiturlyfjanotkun (ef þess er gætt að koma að persónu- legurn raunasögum) eða ónæmis- bæklun. En umræðuefni, sem menn þola að talað sé um í al- vöru, eru kannski ekki miklu fleiri eins og á stendur. Að skemmta sér í hel Menn mega ekki vera málefna- legir, fróðir og nákvæmir í sjón- varpi. Þeir eiga að vera það sem kallað er sjónvarpspersóna. Þeir eiga að vera flínkir í svörum, og skiptir þá engu máli hvort svörin eru í rauninni út í hött. Þeir ntega aldrei reyna á þolinmæði áhorf- enda lengur en í eina mínútu í einu, alls ekki taka lengri tíma í að útskýra neitt mál. Allt á að vera skemmtun. Ekki bara gamanþættir og framhalds- þættir og leikrit og bíómyndir, heldur líka fréttir og pólitík. Það er vitanlega ekki nema gott eitt um það að segja, að stjórnmála- maður treysti sér til að syngja á almannafæri eða dansa eða spila á sög. Hitt er lakara ef öflugasti fjölmiðillinn matreiðir mennina í sívaxandi mæli með þeim hætti, að þessar listir eru það sem skiptir máli, að þeirri „fram- komu“ viðbættri sem menn rugla saman við virðulegt hugtak eins og „persónuleiki". Og um leið leiðir þessi matreiðsla til þess, að það hverfur gjörsamlega út úr at- hyglinni, hvort stjórnmálamann- eskja hefur eitthvað fram að færa um þau mál sem brenna á þegn- um þessa lands. „Málefni og svoleiðis" verða skammaryrði. Þekking verður leiðinleg. Röksemdir óskiljan- legar. Eins og segir í nýlegri og nú þegar frægri bandarískri bók um eðli sjónvarps: menn geta skemmt sér í hel. Fyrirmyndin Reagan Sú þróun, sem hér var um get- ið, er vitanlega eftirherma á því sem hefur verið að gerast í Bandaríkjunum. Þaðan eru stæl- arnir komnir. Við fylgjumst svo gr«mnt með þeirri þróun, að stundum er engu líkara en að Ronald Reagan hafi með ein- hverjum dularfullum hætti gerst einskonar viðbótarforseti okkar Islendinga. Altént er hann enn tíðari gestur í fréttum íslenska sjónvarpsins en sjálfur Davíð Óddsson og er þá mikið sagt. Bandaríska geimferjan Chal- lenger fórst fyrir hálfum mánuði og vitanlega vakti sá hörmulegi atburður mikla athygli og margar tilgátur komu upp um ástæður slyssins eins og vonlegt er. Að sjálfsögðu eru slík tíðindi mikið í fréttum. En stundum var engu líkara en Reagan forseti væri eiginlega aðalmaðurinn í öllu saman, bæði væri hann öðrum fremur sá sem stendur í geimrannsóknum og verður fyrir sorg. Reagan fréttir af slysinu. Re- agan lætur í Ijós samúð sína. Re- agan minnist þeirra sem létust og sver að áfram skuli haldið við geimferðir. Reagan skipar rannsóknarnefnd til að kanna or- sakir slyssins... Það er líka athyglisvert, að Re- agan er vitanlega alltaf að spila á sjónvarpið. Hann veit alveg hvað hann er að gera. Þess er vandlega gætt að hann komi jafnan við sögu þegar sorg eða gleði eru á dagskrá kvöldsins. Eitthvað sem höfðar til tilfinninga. Eitthvað sem gerir honum mögulegt að vera ekki stjórnmálamaður held- ur landsfaðir. Þegar svo eitthvað „ópersónulegt" er á seyði eins og að skera niður útgjöld til félags- mála eða eitthvað þesslegt, þá er eins víst, að Reagan sé hvergi ná- lægt sjónvarpsmyndavélum. Þá er þeim beint að einhverjum fjármálastjórum og hagsýslu- nefndum sem eru höfð til að bera syndir og leiðindi heimsins. DJOÐVIillNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjör- leifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Viðir Sigurðsson (iþróttir), Þórunn Sigurðar- dóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 12. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.