Þjóðviljinn - 12.02.1986, Blaðsíða 7
DJOÐVILJINN
Umsjón:
Mörður Árnason
ÞORSTEINN ANTONSSON
SJÁENDUR
UTANGARÐSSKALD
Leiklist
Absúrd
vísindadrama
Leiðinlegar endurminningar gufa upp í sýningu
Nemendaleikhússins d fyrsta sviðsverki Þórarins Eldjdrns,
Ó muna tíð
Tœkni, kraftur og ósvikið músikalftet
Bókmenntir
ísaxir í
sífrerann
Út er komin eftir Þorstein Antons-
son rithöfund bókin Sjáendurog
utangardsskáldog geymir grein-
ar um bókmenntir, skáldsögur,
stefnur, höfunda, lesendurog
stofnanir, samdar á síðustu
þremurárum.
Þarna er meðal annars fjallað
um Jochum M. Eggertsson
(Skugga), Jóhannes Birkiland,
Kosinski, Beckett, Eco, Vidal,
Kafka..., um nýraunsæi, bók-
menntastofnunina og sagnagerð
síðustu ára.
í upphafsorðum segir meðal
annars að „þær skáldsögur og
smásögur, sem hér er hampað,
eru ísaxir í sífrera sem innra með
okkur ríkir. Ekki allar jafn vel
heppnaðir. En samt...“
Skákprent gefur út.
Nancy Wcems
Einleikstónlcikar, píanó
Verk eftir Beethoven, Brahms, Chop-
in, Prokofiev
Austurbæjarbíó, laugardag
Tónlistarfélagið
Hafi menn ekki verið sérlega
uppnæmir yfir Mozartspila-
mennskunni hjá Nancy Weems,
þegar hún lék C-dúr konsertinn
með sinfóníunni um daginn, þá
var áreiðanlega annað uppi á ten-
ingnum á einleikstónleikum hjá
Tónlistarfélaginu á laugardag-
inn. Nú voru auðvitað flestir yfir
sig hrifnir af henni í Mozart, þó
undirritaður væri eitthvað að
ybba sig (einn sagði af tilfinn-
ingu: hún er miklu betri en
Brendel, Annie Fischer og Rub-
instein). En á laugardaginn sýndi
hún svo ekki verður um villst, að
hún er á hraðri leið í fremstu röð
píanista af sinni kynslóð (25-30
ára?).
Glæsibragurinn á fyrsta verk-
efninu, sónötu op. 2 nr. 3 í C-dúr
eftir Beethoven var slíkur, að
áheyrendur, líka sá sem þetta
skrifar, voru sem bergnumdir að
því loknu. Það var ekki bara
tækni og kraftur sem stafaöi af
leik hennar, heldur þetta hárfína,
ósvikna músíkalítet, sem gerir
gömul verk ung á ný, margheyrða
hluti einsog þeir verði til á staðn-
um. Sú tilfinning vaknaði strax í
fyrstu töktunum í Allegróinu og
svo kom þessi makalausi Adagio
þáttur, með angurværum söng og
sannri ást í hverri hendingu.
Skersóið og loka Allegróið voru
spili Nancy Weems í intermess-
unum var með eindæmum næmur
og hún dró fram ýmsar innraddir
og hljómaáherslur, sem ekki
liggja í augum uppi (eða eyrum)
svo unun var á að hlýða. Og raps-
ódían var einn þrumukraftur.
Eftir hlé var Chopin eitt örstutt
augnablik, Nocturna í cic moll op
posth. Það var dásamlegur leikur
með litbrigði laglínu og hljóma;
látleysi hlaðið hlýju og elsku-
legum dapurleika hjartans.
Mesta virtúósstykkið á efnis-
skránni var auðvitað lokanúmer-
ið, Sónata nr. 6 op 82 eftir Prok-
ofiev. Þar er ótrúlega mikið lagt á
píanistann, tækni og úthaldskröf-
ur virðast næstum ómanneskju-
legar. Og það verð ég að játa, að
oft virðist erfitt að finna mann-
eskjuna á bakvið tónlist Prokofi-
evs, ekki síst í sumum píanóverk-
um hans. Þetta er einn óslitinn
barningur, óskaplega glæsilegur
og spenntur, já og grófur í meira
lagi. En einhvernveginn nær
þetta ekki alla leið í sálina,
jafnvel ekki þó annar eins snill-
ingur og ungfrú Weems sitji við
hljóðfærið.
Mikið hlakka ég hinsvegar til
að heyra þessa frábæru listakonu
aftur. Við skulum bara vona að
hún eigi hér leið um hið bráðasta.
Og þá væri aldeilis unaðslegt að
fá hana til að spila meira af Chop-
in... nei annars, engar séróskir;
þessi píanókona getur eflaust
hrifið mann í hverju sem er, ef
maður er í móttökustellingum.
LÞ
í Lindarbæ opna Þórarinn
Eldjárn, Kári Halldórofl. fyrir-
tækiö Minningaþjónustunasf
í samvinnu viö Nemenda-
ieikhúsiö á föstudagskvöldið.
Þar eru þau fleygu orð aö hver
hafi sinn djöful aö draga num-
inúrgildi. Þaðerekkilengur
þörf á að dragnast meö minn-
ingar um allt þaö sem maður
átti aö gera en geröi ekki né
heldur um þaö sem maður
geröi en átti ekki að gera. Þar
starfa útlærðir minningatækn-
ar og losa fólk viö leiðinlega
fortíð.
Ó rnuna tíð heitir nýjasta verk-
efni Nemendaleikhússins sern er
um leið fyrsta leikritið sem Þórar-
inn Eldjárn semur fyrir svið, einn
og óstuddur ef svo má segja.
Hann hefur að vísu tekið þátt í
gerð söngleikja með öðrum, td.
Gretti, og gert ótal söngtexta
fyrir leikhús. Hann var á æfingu í
fyrrakvöld en sagðist annars lítið
hafa gert af því að sitja yfir
leikfólkinu.
„Þetta leikrit er í ætt við
absúrdleikhús. Slík leikrit eru
einatt unnin á ljóðrænni hátt en
þegar sett eru fram vandamál og
þau leyst á sviðinu. Auk þess gæt-
ir þarna áhrifa frá tveimur bók-
menntagreinum sem ég er mjög
hrifinn af: melódrama og vísinda-
skáldskap.“
— Hvað ertu að segja í þessu
verki?
„Ég er ekki að segja neitt. Ég
er að búa til skáldskap sem þetta
leikfólk reynir að sýna. Þau hafa
dregið út úr honum margt sent
mig óraði ekki fyrir að væri þar.
Þegar ég var að skrifa leikritið
varð einhver sýning til í hausnum
á mér en ég hef ekki hugsað mér
að setja upp þá sýningu enda var
hún ekki góð miðað við þessa
sýningu. Það rná orða þetta svo
að ég hafi skrifað leikrit en þau
setja upp sjónleik."
— Hefur verkið eitthvað hreyst í
meðförum leikhópsins?
„Nei, ekki nema hvað ég hef
gert á því örlitlar tilfærslur sem
leikstjórnarleiðin krafðist. Ég er
ekkert gefinn fyrir það að leggj-
ast í gólfið eins og hver annar
gólfdúkur og leyfa fólki að breyta
því sem það vill, slíkt dregur úr
virðingu fyrir textanum. A hinn
bóginn getur fylgt því önnur
hætta ef höfundur er alltaf við-
staddur æfingar. Nærvera hans
getur dregið niður hugmyndir
sem aðrir fá. Höfundur hefur
engan einkarétt á túlkun textans,
hann er enginn hæstiréttur.
Og nú eru sex verðandi leikar-
ar undir stjórn Kára Halldórs
leikstjóra búnir að túlka textann
hans Þórarins á sviöinu, eða öllu
heldur gólfinu í Lindarbæ. Þau
Guðbjörg Þórisdóttir og Valdi-
mar Flygenring leika starfsmenn
Minningaþjónustunnar sf. en
viðskiptavinina leika þau Eiríkur
Guðmundsson, Skúli Gautason,
Bryndís Petra Bragadóttir og
Inga Hildur Haraldsdóttir. Leik-
ntynd og búninga hannaði Jenný
Guðmundsdóttir, tónlist er eftir
Árna Harðarson, Ágúst Péturs-
son sér um lýsingu en Ólafur Örn
Thoroddsen hefur yfirumsjón
með tæknivinnu sem er ansi snú-
in.
Þetta er annað verkefni Nem-
endaleikhússins í vetur en fyrir
jól sýndi sami hópur ameríska
leikritið Hvenær kemurðu uftur,
rauðhærði ridduri sem hlaut
feikigóðar viðtökur og aðsókn
eftir því.
-ÞH
svo i rökréttu tramhaldi, siígandi
drama og full af beethovenskri
lífsgleði.
Næst kom Brahms. Maður
heyrir svo alltof sjaldan síðustu
píanóperlur hans, sérstaklega
þessar, intermessin þrjú og esdúr
rapsódíuna, op. 119. Fínleikinn í
LEIFUR
ÞÓRARINSSON
Lóa (Guðbjörg Þórisdóttir) og Þröstur minningatæknir (Valdimar Flygenring).
Myndir E.ÓI.
Eyjólfur hugsjónamaður og dýralæknir (Skúli Gautason) og Þröstur (Valdimar
Flygenring) á skrifstofu Minningaþjónustunnar.