Þjóðviljinn - 12.02.1986, Síða 16

Þjóðviljinn - 12.02.1986, Síða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663. Miðvikudagur 12. febrúar 1986 35. tölublað 51. árgangur DJOÐVILJINN Olíusamningurinn 1,5 miljón króna tap á dag! Flotinn tapar miljónum vegna hœrra olíuverðs hérá landi en ínágrannalöndunum. Hjörleifur Guttormsson: Verðlœkkun verður að skila sérstrax að einhverju leyti. Brýntað endurskoða innkaupin og auka áhœttu olíufélaganna íþessari verslun Islenski fiskiskipaflotinn tapar 1,5 miljón króna á dag um þess- ar mundir vegna hærra gasolíu- verðs á íslandi en í nágrannalönd- unum! Árið 1984 notaði fiski- skipaflotinn 111 þúsund tonn af gasolíu en tonnið er nú um 5 þús- und krónum dýrara hér en í Bret- landi og í Danmörku. Nú er í viðskiptaráðuneytinu verið að leita ráða til að olíuverð- lækkunin komi til framkvæmda hér á landi áður en allar dýru birgðirnar verða uppseldar um sumarmál. Þetta kom fram á al- þingi í gær í utandagskrárumræð- um, sem Hjörleifur Guttormsson hóf. Hjörleifur benti á að engin verðbreyting hefði orðið á gasol- íu til fiskiskipa frá 23. október s.l. þegar hver lítri var hækkaður um 80 aura. Hver lítri er um 5 krón- um dýrari hér en í nágrannalönd- unum og umframkostnaður hvers skips væri að meðaltali 25 þúsund krónur á hvern sóknardag vegna þessa. Ef gert er ráð fyrir 270 út- haldsdögum á ári er umfram- kostnaður hvers togara 6,75 milj- ónir króna. Hjörleifur sagði skiljanlegt að útgerðarmenn reyndu að komast að hagkvæmari olíukaupum með því að sigla með fiskinn en það leiddi aftur til þess að atvinna í landi drægist saman og skortur væri á unnum freðfiski í Banda- ríkjunum. Það væri ekkert nýtt að olía væri dýrari hér en í ná- grannalöndunum en nú yrði að láta lækkunina koma fram strax að einhverju leyti og endurskoða innkaupakerfið þannig að þessi saga endurtæki sig ekki sífellt. Þá sagði hann að olíufélögin væru ekki févana þegar um fjárfesting- ar og samkeppni væri að ræða og eðlilegt væri að auka hlut þeirra í áhættunni af þessari verslun. Kjartan Jóhannsson sagðist vilja „frelsi" í þessum við- skiptum, í stað bundinna samn- inga við Sovétmenn, en Kjartan var upphafsmaður að olíukaup- unum frá Bretlandi um árið sem snerust í öndverðu sína, eins og bæði Hjörleifur og Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra bentu á. Spunnust hvöss orða- skipti milli Kjartans og Matthías- ar um olíukaupin af Rússum vegna þessa og tók Valdimar Ind- riðason undir vörn ráðherrans fyrir þau. - ÁI 1 - A 1 B C“~ * A f' c 1 H Reykjavikurskákmótið, hið tólfta í röðinni, hófst með pompi og pragt á Hótel Loftleiðum rétt fyrir fimm í gær. Par tefla alls 74 frá 14 löndum, þaraf 22 stórmeistarar. Myndin er frá mótsbyrjun og þeir sem á henni sjást eru allir nokkuð sérstæðir þátttakendur: Guðmundur Arnlaugsson yfirdómari ráðgast um klukkuna við stigahæsta mann mótsins, Tony Miles, sem býst til keppni við þann sem lengst er að kominn, Indónesann Adianto, en hjá stendur elsti þátttakandinn, Samuel Reshevsky. Úrslit, skýringar og frásögn í blaðinu - önnur umferð hefst í dag kl. 16.30. (Mynd Sig.) - Sjá síðu 9. Akureyri Uppsögnum mótmælt Brottrekið starfsfólkfataverksmiðj- unnar Heklu á Akureyri mótmœlti í gœr. 2140 Akureyringar undirrita bréfþarsem skorað er á bœjaryfir- völd að tryggja rekstur verksmiðj- unnar Frá fréttaritara Þjóðviljans á Ak- ureyri: Eins og fram kom á fundi versl- unardeildar fataverksmiðj- unnar Heklu föstudaginn 24. þ.m. var stefnt að lokum verk- smiðjunnar í lok apríl nk. vegna langvarandi rekstrarörðugleika. Öllu starfsfólki fataverksmiðj- unnar Heklu er sagt upp störfum samtímis og miðast starfslok hjá öllum við 30. aprfl 1986. Þannig byrjar uppsagnarbréf sem starfsmenn fataverksmiðj- unnar fengu fyrir skömmu. A bæjarstjórnarfundi á Akureyri í gær mættu starfsmenn Heklu og I Erlendar skuldir Aldrei meiri Þorsteinn Pálsson, fjármála- ráðherra hcfur í skriflegu svari á alþingi staðfest stóraukna skuldasöfnun ríkisstjórnarinnar erlendis, sem hann afneitaði harðlega í sjónvarpi fyrir skömmu. í svari Þorsteins vegna fyrir- spurnar frá Guðrúnu Helgadótt- ur kemur fram að sem hlutfall af vergri landsframleiðslu jókst greiðslubyrði erlendra skulda úr 7,5% 1982 í 9% á fyrsta ríkis- stjórnarárinu, í 10,4% á árinu 1984 og í fyrra í 8,9% samkvæmt áætlun. í svarinu kemur fram að 1979 nam þessi greiðslubyrði 5,3%, árið 1980, 5,3%, árið 1981 6,1% árið 1982 7,5% en hér er aðeins um greiðslubyrði afborgana að ræða, ekki vaxta. - ÁI Kvikmyndir Kaírórósin sýnd í Háskólabíói Ein besta mynd Woody Allen - um að verða ástfangin íkvikmyndum. Allsstaðarsýnd við mikla hylli. Ein aftíu bestu hjá Time Háskólabíó tekur í dag til sýn- inga nýjustu mynd Woody Allen The Purple Rose of Kaíró/Kaíró- rósina purpurarjóðu. Kaírórósin er ein af allra bestu myndum bandaríska snillingsins Woody Allen, og raunar ein af þeim sem hann leikur ekki í sjálf- ur: aðalleikarar eru Mia Farrow (sem ásamt Diane Keaton hefur verið helsti kvenleikari Allens) og Jeff Daniels. í stuttu máli fjallar myndin um unga konu í heldur óhrjálegri bandarískri borg og enn óhrjá- legra hjónabandi, - sú á sér að- eins leið hins hvíta tjalds til ánægju í lífinu; og einn góðan veðurdag, þegar sýnd er kvik- myndin Kaírórósin rjóða í bíóinu vill svo til að föngulegur auka- leikari stekkur af tjaldinu og verður ástfanginn af konunni, - með æsilegum eftirleik fyrir stúlkuna, kvikmyndapersónuna, leikarann, leikstjórann, eigin- manninn og svo fram alla vegu. Kaírórósin hefur alstaðar hlotið góða aðsókn og mikið hrós. Hún er ein af tíu að áliti bandaríska tímaritsins Time í uppskerunni í fyrra, og hjá hinu virta kvikmyndarit frakka, Cahi- ers du Cinema er hún í öðru sæti á lista yfir bestu filmur 1985, - og þykja þeir á Cahiers vel kresnir á kvikmyndirnr. - m afhentu Sigurði Jóhannessyni forseta bæjarstjórnar mótmæli 2140 Akureyringa sem höfðu rit- að nöfn sín undir áskorun í fyrra- kvöld. Þarsegirm.a. aðskorað er á bæjarstjórn að hún gangist fyrir því að rekstri Heklu verði haldið áfram enda sé það óhæfa að verksmiðjunni skuli lokað og um 60 manns sviptir atvinnu sinni. Bæjarfélagið megi ekki við því að hæft starfsfólk flytji í burtu. Af þeim fjölda sem sagt var upp störfum eru 8 karlar. Hitt eru konur. Þjóðviljinn náði tali af nokkrum þeirra eftir að bæjar- stjórnarfundi lauk í gær. Fram kom í máli þeirra að ákvörðun um að segja fólkinu upp störfum hefði legið fyrir í nóvembermán- uði en líklega hefði stjórnendum fyrirtækisins ekki þótt hæfa að fá því uppsagnarbréfin í jólagjöf. „Talið eðlilegra að færa okkur atvinnuleysi að gjöf 1. maí, svona í tilefni dagsins,“ sögðu þær. Konurnar töldu fullvíst að auðvelt væri að reka fataverk- smiðjuna með hagnaði ef rétt væri á málum haldið. „En það er ekki von á góðu þegar Samband- ið flytur inn ódýran fatnað frá Hong Kong í beinni samkeppni við okkur Akureyringa." Sumt af því starfsfólki sem sagt hefur verið upp á að baki allt að 40 ára starf hjá fyrirtækinu. Starfsmenn sögðu í gær að allt væri í óvissu með atvinnu eftir þennan skell. Rætt hefði verið um aðra vinnu hjá Sambandinu en ekkert frá því gengið. Þess má að lokum geta að for- stjóri Iðnaðardeildar Sambands- ins heitir Jón Sigurðsson en hann er jafnframt formaður atvinnu- málanefndar Akureyrar. - GA/Akureyri

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.