Þjóðviljinn - 22.02.1986, Síða 1

Þjóðviljinn - 22.02.1986, Síða 1
SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING unar Magnús Guðjónsson bóndi í Hrútsholti. Aðeins spurning hvenær ég læt gjaldþrotið tara fram. Skákin Sex efstir Tal stöðvaði Hansen Daninn Curt Hansen sem hefur haft forystu í Reykjavíkurskák- mótinu varð í gær að lúta í lægri haldi fyrir hinum knáa Tal, - og eru nú sex jafnir og efstir með 6V2 vinning: Tal, Larsen, Gheorghiu, Saloff, Hansen og Jóhann Hjart- arson. Landar bitust: Jóhann vann Helga Ólafsson, og Karl Þor- steins vann Margeir, og mega þeir Helgi og Margeir herða sig ef verðlaunasæti á að nást í þeim tveimur umferðum sem eftir eru. Miles og Nikolic tefldu biðskák sína í nótt, og vinni Nikolic er hann efstur með 7 vinninga, - en staðan þótti jafnteflisleg. Af yngri íslendingum: Hannes Hlífar gerði jafntefli við Jung, - og Þröstur Þórhallsson er nú kominn með 5 vinninga eftir sigur gegn H0i. Sjá síðu 6 “m/J1 við standa mín mál svona. Spurn- ingin er aðeins hvenær ég læt gjaldþrotið fara fram, hvort ég geri það strax eða dreg það fram eftir árinu. Eg verð búinn með minn mjólkurkvóta um miðjan apríl, þannig að það er í sjálfu sér ekki eftir neinu að bíða, sagði Magnús Guðjónsson bóndi í Hrútsholti í Hnappadalssýslu í samtali við Þjóðviljann. Og hann bætti því við að það væri ekki bara tiann einn, sem þannig cr ástatt um í bændastéttinni eftir að mjólkurkvótinn var settur á, allir ungir bændur, sem hafa verið að byggja upp að undanförnu eru gjaldþrota. Búin standa ekki lengur undir afborgunum og vöxtum af lánum. Magnús sagði að hann væri nú skorinn niður úr 460 ærgilda mjólkurframleiðslu niður í 341 ærgildi. Hann sagðist hafa verið hvattur til að endurnýja og byggja upp fyrir nokkrum árum. Byggðastefnan var þá í al- gleymingi. Hann sagðist hafa byggt upp nýtt fjós og hlöðu og íbúðarhús fyrir nokkrum árum. Skuldirnar eru því miklar og á mörkunum að endar næðu saman með þeirri framleiðslu sem hann hafði, en nú eftir niðurskurðinn liggur ekki nærri að dæmið gangi upp. Þá kemur líka til að jörðin er verðlaus. Enginn kaupir þessa jörð nteð svo litlum kvóta, enda stendur framleiðsla ekki undir af- borgunum af jörðinni. Kýrnar eru líka verðlausar nema til slátr- unar. Magnús er með 60 gripi í fjósi, þar af 24 mjólkandi kýr. Þá var Magnús spurður hvort til að mynda loðdýrarækt gæti ekki komið í staðinn. Hann sagði það útilokað vegna þess að af- rakstur loðdýrabús dyggði ekki til að greiða niður skuldirnar og það væri útilokað að hefja loð- dýrarækt nema byggja upp hús fyrir loðdýr og síðan að kaupa læður, en jörðin ber ekki þennan kostnað. -S.dór Sjá bls. 2 Hvað mig varðar standa mál einfaldlega þannig að ég er gjald- þrota. An breytinga, sem ég á ekki von á og raunar enginn býst Bœndakvótinn Er gjaldþrota ✓ Magnús Guðjónsson bóndi í Hrútsholti: An breytinga, sem ég á ekki von á er ég gjaldþrota. Ég verð búinn með minn mjólkurkvóta um miðjan apríl. Jörð- in mín er orðin verðlaus og kýrnar líka nema til slátr- Aldraðir Tvö þúsund manns á biðlista Könnun á vegum landlœknis. 1500 manns á höfuðborgarsvœðinu og 500 annarsstaðar á biðlistum um vistrými fyrir aldraða. 65% þeirra eru konur. Meðalaldur um áttrœtt. Einn hundrað ára á biðlista Um tvö þúsund ellilífeyrisþegar bíða nú eftir vistrými á landinu. Þar af eru 1500 einstak- lingar sem eru á biðlistum á höf- uðborgarsvæðinu og 500 annars- staðar á landinu. Vilborg Ingólfsdóttir, deildar- stjóri, hefur að undanförnu unn- ið að könnun á biðlistum ýmissa þjónustustofnana aldraðra. Könnun þessi er unnin á vegum landlæknisembættisins að ósk heilbrigðisráðherra. Hófst vinn- an í haust og í gær voru fyrstu niðurstöðurnar kynntar á ráð- stefnu á vegum Oldrunarfélags íslands. Voru kannaðir biðlistar hjá rúmlega 50 stofnunum, þar af voru 15 stofnanir á höfuðborgar- svæðinu. Enn hafa niðurstöður könnunarinnar ekki verið full- unnar en umsóknir á höfuðborg- arsvæðinu eru þó komnar lengra í vinnslu. Um 35% þeirra sem eru á bið- listum á höfuðborgarsvæðinu eru karlar og 65% konur. Meðalald- ur umsækjenda er 79,1 ár. Um 770 eru á aldrinum 65-69 ára. 242 á aldrinum 70-74. 352 á aldrinum 75-79 ára. 380 á aldrinum 80-84 ára. 85 á aldrinum 90-95 ára. 13 á aldrinum 95-99 ára og 1 hundrað ára. Mest er eftirspurnin eftir vist- rými eða um 1500 umsóknir. 280 sækja um hjúkrarými og 60 um sjúkrarými. Þá hafa 6 ekki til- greint hverslags rými þeir óska sér. -Sáf Utanferðir Ríkið borgar fyrir Bjöm Björn Bjarnason aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins fór tvœr ferðir til útlanda á síðasta ári á kostnað ríkissjóðs. Var að rœða „öryggismáT‘ og fagna afmœli Helsinkisáttmálans. Kostnaðurinn 132.000 krónur Ríkissjóður hefur á sl. tveimur árum greitt jafnvirði 185 þús- unda króna í ferðakostnað og uppihald fyrir Björn Bjarnason aðstoðarritstjóra Morgunblaðs- ins. I fyrra fór Björn tvær ferðir til útlanda á vegum Geirs Hall- grímssonar þáverandi utanríkis- ráðherra og eina ferð 1984. í ferðunum fékk hann greidda dag- peninga eins og um starfsmann stjórnarráðsins væri að ræða. í nýrri skýrslu um utanlands- ferðir á vegum stjórnarráðsins kemur fram að í maí 1984 sat Björn Bjarnason 7 daga NATO- fund á kostnað utanríkisráðu- neytisins. Fargjaldið kostaði þá 19.663 krónur og uppihaldið 20.902 krónur. Miðað við meðal- hækkun dollars á milli ára kostaði þessi ferð ríkissjóð 53 þúsund krónur á verðlagi ársins 1985. í fyrra greiddi ríkissjóður svo tvær ferðir fyrir aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins og fékk hann dagpeninga í 10 daga á því ári. í janúar fór hann til „viðræðna um öryggismál" til Lundúna og kost- aði sú ferð 55 þúsund krónur. í lok júlí fagnaði Björn 10 ára af- mæli Helsinkisáttmálans ásamt þeim Geir Hallgrímssyni og Ólafi Egilssyni, skrifstofustjóra utan- ríkisráðuneytisins. Fyrir þá ferð Björns greiddi ríkissjóður 77 þús- und krónur. Sigríður Snævarr, blaðafull- trúi utanríkisráðuneytisins sagði í gær að ráðherra hefði tekið ákvörðun um að senda Björn sem ráðgjafa sinn í þessar ferðir en Björn Bjarnason var aðstoðar- maður Geirs í forsætisráðuneyt- inu 1976-1978. -ÁI Björn Bjarnason aðstoðarritstjóri Moggans: fékk greiddan ferðakostn- að og dagpeninga eins og um starfs- mann ríkisins væri að ræða.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.