Þjóðviljinn - 22.02.1986, Síða 3
FREITIR
Hjúkrunarfrœðingaskorturinn
Hvattir til að koma heim
Heiöurslaunþegar og forsvarsmenn Brunabótafélags íslands við afhendingu
launanna. Mynd: Sig Mar.
BI
Sexhlutu
heiðurslaun
Brunabótafélag Islands hefur
veitt sex einstaklingum
heiðurslaun og er þetta sjötta árið
sem félagið veitir slík laun. Eru
launin veitt til þess að einstakling-
arnir geti sinnt sérstökum verk-
efnum sem til hags og heilla horfa
fyrir íslenskt samfélag, á sviði
lista, vísinda, menningar, íþrótta
eða atvinnulífs.
Um fimmtíu manns sóttu um
launin í ár, en eftirtaldir einstakl-
ingar hlutu þau:
Helgi ívarsson, slökkviliðs-
stjóri í Hafnarfirði og Hrólfur
Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í
Reykjavík, fengu þriggja mán-
aða laun saman, til að afla sér
þekkingar í brunavörnum í Eng-
landi.
Karl Þorsteins, alþjóðlegur
skákmeistari, í tvo mánuði, til að
auðvelda honum að afla sér stór-
meistaratitils með þátttöku í al-
þjóðlegum skákmótum.
Lára G. Oddsdóttir, fulltrúi á
ísafirði, þrjá mánuði, til að
auðvelda henni að kynna sér er-
lendis fræðslu i umhverfismálum
og náttúruvernd.
Óli Valur Hansson, skógrækt-
armaður, tvo mánuði, til að skila
afrakstri fræ- og plöntusöfnunar
hans í Alaska sl. sumar, í hendur
þeirra sem starfa að gróðurrann-
sóknum og skógrækt á íslandi.
Sigríður Asgeirsdóttir, mynd-
listarmaður, tvo mánuði, til að
gera steind glerverk til sýningar á
Edinborgarhátíðinni 1986. -Sáf
Bjarnaborg er einstök í sinni
röð meðul húsa í Reykjavík.
Það hefur mikið sögulegt gildi og
það ástand sem það er í í dag rétt-
lætir ekki á nokkurn hátt að það
verði rifið, sagði Ragnheifíur I>ór-
arinsdóttir borgarminjavörður í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Borgarstjórn ákvað í síðasta
mánuði að bjóða Bjarnaborg til
sölu og hafa tvö tilboð borist í
húsið. Hærra tilboðið kemur frá
Dögun sf., tæplega þrjár og hálf
miljón og áformar Dögun að gera
húsið upp og nota til íbúðar.
Hvoll hf. sem á lægra tilboðið
hyggst hins vegar rífa Bjarnaborg
og byggja nýtt hús á lóðinni. Ekki
hefur enn verið ákveðið hvoru til-
boðinu verður tekið, en búist er
Ragnhildur Helgadóttir heilhrigðis-
ráðherra hvetur hjúkrunarfrœðinga
erlendis til að koma heim. Býðst til
að bera hluta kostnaðar
íslenskir hjúkrunarfræðingar
búsettir í Svíþjóð h'afa fengið bréf
undirritað af Ragnhildi Helga-
dóttur heilbrigðisráðherra þar
sém þeir eru beðnir uni að koma
heim til starfa, og muni ráðuneyti
Raghildar til viðtals um að greiða
fargjaldið heim, eða hluta þess.
Eins og kunnugt er hefur það
reynst talsvert erfitt að fá hjúkr-
unarfræðinga hérlendis til starfa
á sjúkrahúsununt vegna lélegra
launa og gífurlegs vinnuálags.
Fólk sem hefur menntað sig til
þessara starfa kýs heldur að vinna
við annað þar sem það fær betri
laun. Það skýtur nokkuð skökku
við að Ragnhildur skuli nú hvetja
hjúkrunarfræðinga erlendis til að
koma heim og lýsi sig reiðubúna
að bera kostnað við flutninginn.
Hjúkrunarfræðingar sem Þjóð-
viljinn hefur haft tal af telja það
standa ráðherranum nær, að
beita sér fyrir því að laun stéttar-
innar verði hækkuð, svo sá starfs-
kraftur sem þegar er fyrir hendi
hérá landi ntegi nýtast. Heimildir
Þjóðviljans herma ennfremur að
bréfaskriftir Ragnhildar til til Sví-
þjóðar hafi vakið hissu viðtak-
enda og jafnvel reiði. Dæmi eru
þess að viðtakendur hafi flúið
land einmitt vegna þess ástands
sem nú ríkir hér. Engar fregnir
hafa borist um að boði Ragnhild-
ar hafi verið tekið.
-gg
Samningarnir
Undmn og
hneykslun
„Aðalfundur ÆFR 20. feb.
1986 fordæmir harðlcga þær hug-
myndir sem fram hafa komið í
samningaviðræðum ASI og VSI
um nær enga kaupmáttaraukn-
ingu fyrir þorra vinnandi fólks.
Aðalfundurinn lýsir í senn
undrun og hneykslun á því að Al-
þýðusambandið skuli í alvöru
taka til urnræðu að kauphækkan-
ir verði greiddar af fólkinu sjálfu
- í gegnum ríkissjóð og lífeyris-
sjóði.
Verði þessar hugmyndir að
veruleika, er kjaraskerðingin frá
1983 staðfest. Slíkt væri óhæfa og
engan veginn þolandi, einkum í
Ijósi aukins hagvaxtar. Það er
löngu tímabært að atvinnurek-
endur greiði starfsfólki sínu
lífvænleg laun og að þau verði
tryggð gegn verðbólgu. Það er
öllum Ijóst að til þess hafa at-
vinnurekendur efni nóg.
ÆFR skorar á verkalýðshreyf-
inguna að efla nú upplýsingast-
reymi og hvetja fólk til baráttu,
svo hlutskipti þess verði ekki
niðurlæging á niðurlægingu
ofan."
Bjarnaborg
Niðunif
óréttlætanlegt
Ragnheiður Pórarinsdóttir borgar-
minjavörður: Bjarnaborg einstök ísinni
röð. Tvö tilboð hafa borist íhúsið
við ákvörðun um það innan tíðar.
Borgarntinjavörður hefur
hvatt borgarráð til að gefa vand-
lcgan gaum þeim tilboðum sem
gera ráð fyrir verndun Bjarna-
borgar, eins og segir í bréfi henn-
ar til borgarráðs. í bréfinu segir
að Bjarnaborg hafi mikla sér-
stöðu og sé einstök í sinni röð í
Reykjavík. Bjarnaborg er byggð
úr viði svo kallaðra franskra húsa
sem stóðu við Austurstræti á síð-
ustu öld, þar sem Hótel Reykja-
vík var síðar byggt. Húsið er því
að hluta til frá árunum 1832 til
1869. Það er sem stendur í mikilli
niðurníðslu en hefur um áratuga
skeið verið notað til að hýsa fólk
sem leitað hefur á náðir borgar-
innar vegna húsnæðisskorts.
-gg
Spurninaaleikur
ÚTSÝNAR
Ný sumaráætlun
Á undanförnum árum hefur Ferðaskrifstofan ÚTSÝN efnttil
skoðanakannana og getrauna fyrir almenning, sem birst hafa í
dagblöðum.
NÝMÆLl Á FERÐINNI
Sunnudaginn 23. febrúar hefst röö 6 nýrra
auglýsingafrá Útsýn, sem allarsnerta
áhugasvið almennings, sumarleyfiö. í
tengslum viö birtingu auglýsinganna í einum
útbreiddasta fjölmiðli landsins efnir Útsýn til
spurningaleiks fyrir alla fjölskylduna.
Leikurinn ervel til þessfallinn aðskerpa
athyglisgáfu og upplýsandi um lönd og
ferðalög.
Laugardagur 22. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3
Hér birtist spurningaformið, og er fólk hvatttil
að taka þátt í leiknum, hjálpast að við svörin,
fylla út viðkomandi línu eftir hverja birtingu og
senda úrklippunatil Útsýnarað viku liðinni,
merkt „Spurningaleikur Útsýnar'* pósthólf
1418,121 Reykjavík.
>1
Dagar: Spurningar:
Sunnudagur: Nafn á nýjum gististað.
Mánudagur: Hvaða kynningarverð birtist í auglýsingu?
Þriðjudagur: Hvaða stöðuvatn er nefnt í auglýsingu?
Miðvikudagur: Á hvaða sögustað endar auglýsingin?
Föstudagur: Með hvaða flugvél ferðast fólkið?
Laugardagur: Nafn á grískri eyju, sem nefnd var í auglýsingu.
Nafn: ________________________________________________ nnr.: _
Heimili: _____________________________________________ Sími: _
Svör: