Þjóðviljinn - 22.02.1986, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 22.02.1986, Qupperneq 4
________________LEIÐARI____________ Þeir vantreysta lýðræðinu í undarlegum leiöara á miðvikudag heldur Morg- unblaöið því fram, að það hafi verið „þegjandi sam- komulag meðal ráðamanna í verkalýðshreyfingunni, að ekki sé efnt til kosninga um stjórnir einstakra verkalýðsfélaga". Síðan segir Morgunblaðið: „Þegar alþýðubandalagsmenn sjá sér færi rjúfa þeir þó þetta samkomulag eins og dæmin sanna, nú síðast í Iðju. Hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir lýð- ræðissinna hvort þeir eigi að una þessum starfshátt- um,“ segir Morgunblaðið orðrétt. Morgunblaðið virðist ekki vita, að sá listi sem vann yfirburðasigur í Iðjukosningunum undirforystu Guð- mundar Þ. Jónssonar var listi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs félagsins. Þessi tilvitnaði leiðari Morgunblaðsins lýsir svo ruddalegum og ólýðræðislegum þankagangi, að er meðólíkindum. Morgunblaðiðog Sjálfstæðisflokkur- inn er þarna að lýsa því yfir, að þeim finnist kosningar óeðlilegar í verkalýðsfélögum. Flestum finnst þó að kosningakerfi í verkalýðsfélögum sé nógu erfitt og þunglamalegt þó ekki sé verið að ganga á þann litla rétt sem fólk þrátt fyrir allt hefur, að geta kosið einu sinni á áratug eða svo milli tveggja kosta í stjórn verkalýðsfélags. Hitt er svo í rrieira lagi umhugsunarvert, að eitthvert „þegjandi samkomulag" hafi verið gert um það að efna ekki til kosninga um stjórnir verkalýðsfé- laga. Hafi eitthvert slíkt „þegjandi samkomulag" verið gert um það fyrir áratugum, að efna ekki til kosninga í verkalýðsfélögunum, þá kemur það launafólki dags- ins í dag ekkert við. Enginn hefur haft heimild til að gera samkomulag um afsal mannréttinda þess fólks, sem skipulagt er í verkalýðsfélög í dag, árið 1986. Það hefur heldur enginn heimild til að svipta fólk í dag neinum mannréttindum. Það er hins vegar fyrir löngu kominn tími til að gera skipulagsbreytingar á verkalýðshreyfingunni til að hún verði lýðræðislegri og opnari en nú er. Innan verkalýðshreyfingarinnar hefur oft verið ályktað um það atriði og stirðbusalegt kosningakerfi innan verkalýðshreyfingarinnar er ekki til þess fallið að Umfjöllun Þjóðviljans í gær um vaxandi vinnu menntaskólanema með námi vakti mikla athygli. í úrtakskönnun sem framkvæmd var í Menntaskólan- um við Sund kom fram að yfir 70% nemenda í fjórða bekk skólans vinna meðfram náminu og allt að 60% allra nemenda við skólann. Segja má, að vaxandi neyslukapphlaup valdi nokkru um. En hitt er engu að síður Ijóst, að þjóðfél- agsbreytingar í kjölfar rýrnandi kaupmáttar launa- fólksins veldur hér miklu. Margir nemendanna segj- ast þurfa að vinna með náminu til þess að afla fjár fyrir bókum og til annarra nauðsynlegra hluta. Og það er Ijóst, að á undanförnum árum dugir vinnu- framlag eins aðila ekki fyrir nauðþurftum nútíma heimilis. Unglingar í menntaskólum eiga yfirleitt for- stuðla að eðlilegri endurnýjun og glaðbeittari baráttu hennar. En leiðari Morgunblaðsinservitnisburðurum ann- að en lýðræði. Morgunblaðið vantreystir lýðræðinu, - vill ekki kosningar í verkalýðsfélögum. Morgun- blaðið þarf að fara að átta sig á þeirri staðreynd, að við búum ekki í Chile, og við búum ekki í Sovétríkjun- um, við búum ekki í Bandaríkjunum. Við lifum á íslandi, þarsem réttindi fólks eiga að vera virt og tryggð í lögum og reglum. eldra sem vinna báðir á vinnumarkaði, en þegar foreldrarnir voru sjálfir á skólaaldri var öðru að heilsa. Þannig hafa orðir breytingar á þjóðlífinu milli kynslóða. Þegar litið er aftur til síðustu missera verður þessi mikla vinna nemendanna meðfram náminu enn skiljanlegri. Kaupmáttur launanna hefur stöðugt rýrnað síðustu þrjú árin, þó góðæri sé í landinu. Það hefur leitt til meiri yfirvinnu og vinnuþrælkunar en ella í landinu. Andrúmsloft vinnuþrælkunar fjölskyldu- fólks endurspeglast í niðurstöðum þessarar könnun- ar meðal menntaskólanema. Þetta yfirvinnuþjóðfé- lag er orðið sjálfsagður hluti af daglegu lífi unglinga, sem stunda námið. Er það svona þjóðfélag sem launafólkið vill? - óg Endurspeglun vinnuþrælkunar Ó-ÁUT DJOÐUIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéöinsson. Ritstjórnarfuiltrúi: Oskar Guömundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Garöar Guöjónsson, Ingólfur Hjör- leifsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Möröur Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víöir SigurÖsson (íþróttir), Þórunn Sigurðar- dóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útltt: Sævar Guðbjörnsson, Garöar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Haröarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. ÚtbrelÖ8lustjórl: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríöur Kristjánsdóttir. Húsmóölr: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Holgarblöö: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.