Þjóðviljinn - 22.02.1986, Side 7
Umsjón:
Mörður
Árnason
Úr Nemendaleikhúsinu: Guðbjörg Þórisdóttirog Valdimar Flygenring. (mynd:
EÓI)
Ein muna tíð
Ó muna tíð
cftir Þórarin Eldjárn
Leikstjóri Kári Halldór
Leikmynd Jenný Guðmundsdóttir
Nemendaleikhúsið
Nemendaleikhúsið fékk Pórar-
in Eldjárn sérstaklega til að
skrifa þetta leikrit fyrir sig og er
það höfundarval ofur skiljanlegt
því að Þórarinn hefur langa
reynslu sem meðsamningsmaður
leikverka og söngtextahöfundur,
og auk þess er maðurinn kunnur
að því að skrifa smellinn texta.
Og það fer ekki hjá því að hæfi-
leikar hans njóta sín á margan
hátt prýðilega í þessu verki, hug-
myndaauðgin, hnyttnin, fundvís-
in á kostuleg og uppljómandi
smáatriði. Það sem skortir nokk-
uð á er bygging verksins, sem er
veikburða og lítt dramatísk, enda
lendir höfundur í vandræðum
með að ljúka verkinu og neyðist
til að grípa til einskonar guðs-úr-
talíunni bragðs (deus ex mac-
hina), sem hins vegar er lítt
skiljanlegt og erfitt að tengja við
efni leiksins að öðru leyti. Yfir-
leitt má segja að hinn dularfulli
prófessor sé misheppnað fyrir-
bæri og tengsl hans við minninga-
þjónustuna óútskýrð, þannig að
áhorfandinn stendur uppi í lokin
og hefur ekki hugmynd um hvað
hefur gerst. Það getur verið ágætt
að skilja eftir ósvaraðar spurn-
ingar í leikslok, en ekki spurning-
ar af því tagi sem hér er látið
ósvarað.
Efni verksins er vísindaskáld-
sögulegt, gengið er út frá því að
unnt sé að breyta minningum ein-
staklinga, nema óæskilegar
minningar burt og setja í staðinn
aðrar ánægjulegri og æskilegri.
Þetta er hugmynd sem getur gefið
tilefni til umfjöllunar og skil-
greiningar á eðli persónuleikans
og tengsla hans við fortíð, nútíð
og framtíð. Mörg skemmtileg til-
hlaup í þessa átt eru í texta Þórar-
ins, en það er eins og hann kasti
sér ekki af verulegu afli út í við-
fangsefnið, a.m.k. ýtir þessi texti
aldrel neitt sérlega óþyrrfíilega
við manni.
En hann er fullur af hugarflugi
og skemmtilegheitum og ætti
réttu lagi að geta lifnað verulega
vel á sviðinu, orðið að leiftrandi
og léttri sýningu. Það verður
hann ekki undir seigdrepandi og
þykkfljótandi leikstjórn Kára
Halldórs, sem setur í hægagangs-
gír í upphafi og heldur síðan sama
hraða út sýninguna nokkurn veg-
inn tilbrigðalaust. Hér eru engin
hraðaskipti, engin uppbrot, eng-
in snögg tilsvör á hárréttu andar-
taki - í stuttu máli ekkert af því
sem gefur sýningum líf og lit á
sviði. Auk þess lætur leikstjórinn
leikarana fremja alls konar
bjánagang og ankannalegar
hreyfingar, sem sjálfsagt á að
vera frumlegt og absúrdískt, en
hvað sem höfundur kann að hafa
látið hafa eftir sér um málið er
hér ekki um absúrdverk að ræða
og stíllinn því algerlega út í hött,
ef stíl skyldi kalla, því reyndar
ægir öllu saman í leikmáta. Þetta
verkar oft þannig á mann að Kári
Halldór sé beinlínis að leikstýra á
móti textanum í stað þess að
undirstrika hann og lífga.
Við þessar aðstæður er eigin-
lega ósanngjarnt að leggja mat á
frammistöðu einstakra leikara,
enda var þessi ágæti hópur nú
ekki nema svipur hjá sjón miðað
við þau frábæru tðk sem hann
sýndi í Rauðhærða riddaranum.
Þegar Valdimar Flygenring í
hlutverki minningartæknisins var
ekki látinn skríða á gólfinu og
láta eins og bjáni var hann oft
býsna skemmtilegur.
Skúli Gautason náði að skapa
töluvert kostulega manngerð úr
skemmtilegast skrifuðu persónu
verksins, Eyjólfi, hugsjóna-
manninum sem er búinn að
gleyma af hverju hann hefur hug-
sjón. Guðbjörg Þórisdóttir leggur
upp með skemmtilega manngerð
í hlutverki Lóu, en verður fljót-
lega ansi hreint tilbreytingarlaus.
Eiríkur Guðmundsson er þó
nokkuð vandræðalegur framan af
í hlutverki Runólfs, en lagast
þegar frá líður. Þær Bryndís Petra
Bragadóttir og Inga Hildur Har-
aldsdóttir hefðu áreiðanlega get-
að lífgað texta sinn margfalt meiri
fyndni, ef þær hefðu ekki verið
læstar inni í þessum stífu,
krampakenndu hreyfingum.
Umgerð og tæknivinna var vel
af hendi leyst, leikmyndin eftir
Jenný Guðmundsdóttur er stíl-
hreint, falleg og mátulega fútúr-
istísk með skemmtilegum bogum
í íslensk-máríska stílnum vinsæla.
Búningarnir eru sérlega vel unn-
ir, lýsandi fyrir persónurnar nið-
ur í smáatriði. Sýningin er fallega
lýst af Agúst Péturssyni og Árni
Harðarson hefur gert leikhljóð
og tónlist sem skapa rétt and-
rúmsloft.
Sverrir Hólmarsson
Úr fjörunum í listasafn
Jónas Guðvarðsson í Listasafni ASÍ
Það sem af er árinu hefur Lista-
safn ASÍ verið í virkara lagi hvað
sýningahald varðar. Ef til vill
stafar það að einhverju leyti af
þeirri miklu fækkun sem orðið
hefur á sýningasölum í höfuð-
borginni. Hvorki meira né minna
en fjórir sýningasalir hafa lagt
upp laupana og munar víst um
minna. Pressan eykst þar af
leiðandi á þá sýningasali sem eftir
standa.
Um þessar mundir heldur Jón-
as Guðvarðsson einkasýningu í
Listasafni ASÍ. Þar sýnir hann 38
lágmyndir og 16 frístandandi
höggmyndir. Óll eru verk Jónas-
ar unnin í tré, annað hvort timbur
sem hann hefur viðað að sér hjá
hinum ýmsu timbursölum, ell-
egar rekavið sem hann hefur tínt
á fjörum.
Menntun sína hlaut Jónas í
Myndlistaskólanum í Reykjavík
á árunum 1963-68, en síðan hélt
hann til Spánar þar sem hann
stundaði framhaldsnám við Escu-
ela Massana í Barcelona og Escu-
ela de Artes í Palma á Mallorca.
Þetta er áttunda einkasýning Jón-
asar, en hann hefur einnig tekið
þátt í fjölmörgum samsýningum,
m.a. haustsýningum FÍM.
Jónas hefur þróast frá málverki
yfir í höggmyndalist með nokkuð
sérstæðum hætti. Hann tók
snemma til við að bæta inn í mál-
Önnur þróun sem varð á mál-
verki hans og ýtti undir mynd-
höggvarann var litanotkunin.
Hún varð sífellt einfaldari og ein-
litari, þannig að skrefið í átt til
höggmyndarinnar varð sífellt
styttra. Enn eimir þó eftir af mál-
aranum í Jónasi og sést það best í
lágmyndunum. Þar teflir hann
saman mismunandi tónum með
því að láta viðarbútana skera sig
úr bakgrunninum.
Jónas er mikill smiður í sér og
leggur alúð við hvert einasta
stykki sem hann notar í verk sín.
Auk ýmissa tegunda viðar, s.s.
furur og eik, notar hann koparp-
Iötur og nagla til að auka blæ-
brigði verka sinna. Eins notar
hann gler og annað sem til fellur,
til að hleypa myndunum upp.
Yfir öllum þessum hlutum svífur
fagmennskan og natnin við stórt
sem smátt.
Samt sem áður er það svo að
einföldustu verkin, sem byggja á
línu og lögun formsins eru bestu
verkin. Það er nefnilega svo með
listina, að oft þarf ekki meira en
smávægilega snertingu handar-
innar til að laða fram úr efninu
töframátt sem heldur áhorfand-
anum föngnum. Þau verk Jónas-
ar sem eru þess eðlis, bera af og
bera auk þess sýningu hans uppi.
HBR
Þegar Jónas hóf að setja
fundna hluti í verk sín, hefur
hann eflaust verið undir áhrifum
amerískra popplistamanna, en
öskuhaugar New York-borgar
voru á 6. áratugnum sem gull-
náma fyrir myndlistarmenn. En
ísland er eitt og Ameríka annað,
þannig að öskuhaugamaturinn
sem í verkum listamanna í Vest-
urheimi bar órækan svip
neyslumenningarinnar, hlaut að
gegna öðru hlutverki í list íslend-
ings. Hlutirnir sem Jónas fann og
setti í verk sín, voru fyrst og
fremst formræns eðlis og komu í
stað málaðra flata. En þar sem
þeir voru einnig þrívíðir, hlutu
þeir að breyta málverkum hans í
lágmyndir.
verk sín hlutum sem hann fann á
víðavangi, jafnvel á öskuhaugum
og þannig fikraði hann sig áfram í
átt til lágmyndanna, en eins og
menn vita þá eru lágmyndir eins
konar millistig milli málverks og
höggmyndar.
HALLDÓR
B. RUNÓLFSSOf
Laugardagur 22. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
fiftl