Þjóðviljinn - 22.02.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.02.1986, Blaðsíða 9
MENNING 5 GIRA frá kr. 396. Tökum vel með farnar Lada-bifreiðir upp í nýjar. Hagstæðir greiðsluskilmálar. VERÐSKRA: Lada 1200 195.000.- Lada Safír 230.000.- Lada 1500 skutb. 4 gíra 248.000.- Lada Lux 4 gíra 259.000.- Lada 1500 skutb. 5 gíra 268.000.- Ryðvörn innifalin í verði Allir okkar bílar eru árgerð 1986, ryðvarðir og tilbúnir til afhendingar strax. Söludeildin er opin í dag frá kl. 13- Varahlutaverslunin opin fré 9-12. KAPPKOSTUM ÁVALLT AÐ BJÓÐA LADA-VARAHLUTI Á SEM LÆGSTU VERÐI. < BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236 SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 1989 Norræn listahátíð í Gautaborg Gyllenhammar-nefndin hefur þegar tryggt 25 sænskar milljónir. Vigdís formaður yfirráðs Einaf hugmyndum Gyllenhammar-nefndarinnar til að efla efnahags- og menning- arsamvinnu á Norðurlöndum er að halda gríðarlega lista- og menningarhátíð í Gautaborg síð- sumars árið 1989 og hafa nefnd- armenn þegar tryggt sér drýgst- an hluta kostnaðarfjár, 25 af 30 sænskum milljónum áætluðum. Gyllenhammar-nefndin er hópur viðskiptahölda sem forsæt- isráðherrarnir norrænu báðu að huga að norrænni samvinnu árið 1984, er kennd við forstjóra Vol- vo, og íslendingurinn í nefndinni er SlS-höldurinn Erlendur Ein- arsson. Slitrur úr tilkynningu nefndar- manna um fyrirhugaða stórhátíð (því miður á heldur skringilegri íslensku): „Hátíðin á að sýna á breiðum grundvelli stöðu norrænnar menningar í lok 20. aldar. Stefnt er að því að hátíðin verði vett- vangur fyrir nýja listsköpun. Hátíðin „Norðurlöndin Tðag“ • miðar að því að fá áhorfendur, þátttakendur bæði frá Norður- löndunum og utan þeirra. Sýn- ingar verða stórar í sniðum, þ.á.m. sérstakar viðhafnarsýn- ingar, mannlífslýsingar, sérstak- ar hátíðir fyrir unga fólkið og einnig minni háttar sýningarat- riði. Hátíðin „Norðurlöndin í dag“ á líka að leggja áherslu á menn- ingarþætti barna og unglinga. Drög að tilhögunarskrú: Gautaborg verður fegruð og skrýdd: Mannlíf. Uppákomur, Götuleik- hús. Göngugötur í miðborginni. Margir staðir nýttir fyrir skemmtiatriði: Konserthuset, Konstmuséet (og önnur söfn), Statsteatern, stræt- in, Storan, Folketeatern, Biblio- teket, Ullevi, Scandinavium, Lis- eberg, Svenska Mássan, Slott- skogen, Trádgárden, Tjolöholm, háskólinn, Gunnebo, kirkjurnar, Klippan, árbakkarnir, iðnfyrir- tækin, úthverfin. Norðurlandaleikhiisin sýni ný verk: Óperuverk, ballettverk. Stofnun barnaleikhúss. Hljómlistarhátíðum Norðurlanda verður boðið að flytja tónlist landa sinna: „Kammermúsík-seríur“ í hinum ýmsu salarkynnum. Rómantískar-seríur með nor- rænni tónlist eða a.m.k. „mostly Scandinavian" flutt af færum nor- rænum söngvurum. Hópum boð- ið að spila í heimahúsum. Hugvísindadeild háskólans mun sjá um dagskrá þar sem umræður fari fram um norræna hugsun og norræna hugmyndafræði. Sérstakir kirkjutónleikar verða haldnir í kirkjum Gautaborgar, haldnar myndlistarsýningar , kynnt norræn nútímalist, norræn kvikmyndahátíð með verðlauna- veitingum, „konur á Norður- löndum“ fá sinn sess á hátíðinni. Norrænum fyrirtækjum og stofn- unum verður boðið að halda að- alfundi sína í Gautaborg 1989. Komið verður á fót norrœnni unglinga-sinfóníuhljómsveit, sem býður unglinga-hljómsveitum frá Sovétríkjunum og öðrum Evr- ópulöndum, ásamt frá Banda- ríkjunum til Gautaborgar. Meiri háttar menningarkynning- ar með 9. symfóníu Beethovens og 8. symfóníu Mahlers sem áhersluatriði. Þá verður sérstök þjóðlagadeild á hátíðinni. Tónlist sem tengist hafinu - Frá Sáro til Marstrand. Skerjagarður við Gautaborg ætti að verða eftir- sóttur fyrir siglingamenn Norður- landa í ágúst 1989. Stórar viðhafnarsýningar á Ulle- vi „a la Los Angeles. Fjármögnun Bráðabirgðaáætlun um kostn- að hátíðarinnar er 30 milj. SEK (myndasýning undanskilin). Til þess að geta sem best skipu- lagt undirbúningsstarfið, var i. • —— ........ ákveðið að setja á fót sérstaka stofnun (stiftelse), eins konar rekstrarfélag, sem gegni því hlut- verki að skipuleggja, fjármagna og tryggja framgang lista- og menningarhátíðarinnar. Norrænu járnbrautarfélögin í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, ásamt Flugleiðum á fs- landi hafa tekið að sér að vera „sponsors“ og með því tryggja ákveðna fjármögnun. Borgar- sjóður Gautaborgar hefur sam- þykkt að leggja fram myndarlega fjárhæð. Til viðbótar hafábankar Fulltrúar Gyllenhammar-nefndarinnar: Björn Simonsen óperustjóri í Osló og yfirmaður menningarhátíðarinnar, Lars Buer ritari nefndarinnar, Bo Ekman framkvæmdastjóri Volvo, Erlendur Einarsson forstjóri SÍS. (mynd: EÓI) og stærri fyrirtæki á Norður- löndum tekið að sér ábyrgðir ef meira fjármagn þarf. Formaður rekstrarfélagsins er Jörgen Linder borgarstjóri Gautaborgar. í stjórninni verða einnig fulltrúar frá öllum hinna Norðúrlandanna. Yfir rekstrarfélaginu starfar sérstakt ráð, sem í eiga sæti full- trúar frá „sponsors" þ.e.a.s. ríkisjárnbrautunum og Flug- leiðum, ásamt embættismönnum Norðurlanda. Formaður ráðsins er Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Framkvæmdastjóri fyrir hátíð- ina hefur verið ráðinn Björn Sim- onsen, stjórnandi norsku óper- unnar í Oslo. “

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.