Þjóðviljinn - 22.02.1986, Síða 12
Grace Jones
~P
R
Þ
M
A
N
S
Grace - Hennar tign - er fædd á Jamaica. Hún segist vera lík afa sínum, sem er 95 ára, en langalangafi hans var frá Fílabeinsströndinni. Myndin er úr safni
Jean-Paul Goude, og jafnframt framaná safnplötunni Island Live.
D/EGURMÁL
Slave to the Rhythm- Þræll
ryþmans - nefnist nýjasta
hljómplata Grace Jones, og
er þar orðið rhythmekki bara í
merkingunni hljómfall í músik.
Líka er átt við takt tímans í
víðastaskilningi, ryþmaal-
heimsins, sem allt er háð; og
segir enda í titillaginu og
þema plötunnar: þið andið við
ryþmann, dansið við ryþm-
ann, vinnið við ryþmann, lifið
við ryþmann, elskið við ryþ-
mann, þrælið við ryþmann.
Ekki er alveg rétt að segja að
Slave to the Rhythm sé plata
Grace Jones, heldur frekar um
hana enda er undirtitill plötunnar
a biography, ævisaga. Þeir sem
segja söguna, með þátttöku
Gracear, í tali og tónum, er lið frá
ZZT-útgáfunni með Trevor
Horn í forsæti sem upptökustjóra
og einn af höfundum tónlistar-
innar, sem er öll hans og hljóð-
færaleikaranna Bruce Woolley,
Simonar Darlow og Stevens Lip-
son. Hún er mjög ljóðræn, en
með fjölbreyttum áherslum og
auðvitað ákveðnum ryþma sem
stýrir traffíkinni. Inn í hana vefj-
ast svo ljóðrænar tilvitnanir og
heimspekilegar, lesnar af leikar-
anum Ian Shane, viðtalsbrot við
Grace sem tveir Pálar eiga; annar
Cooke útvarpsmaðurCapital Ra-
dio; hinn Morley viðloðandi Fra-
nkie goes to Hollywood; og svo
upprifjuð atvik úr samskiptum
hennar og franska listaljósmynd-
arans Jean-Paul Goude, sem
Grace var gift vann og með þegar
hún var að byrja feril sinn sem
tískusöngkona, þ.e. að blanda
saman listrænni tísku, tónlist og
leikrænni athöfn (Jean-Paul hef-
ur gefið út heilmikla bók fulla
með myndum listrænum mjög af
Grace og dæmi sést um hér á síð-
unni).
Slave to the Rhythm er óvenju-
leg plata og kemur manni á óvart
við fyrstu kynni. Hún leynir mjög
á sér - heimspekin lunkin og
skemmtilega sett fram - en Grace
Jones er auðvitað miðpunktur-
inn, platan gerð henni til dýrðar,
og er mjög í anda hennar goðum
líka líkama og dularfullu tilveru.
Auk þessarar vel heppnuðu og
áheyrilegu ævisögu Gracear Jon-
es kom út um svipað leyti (fyrir
áramót) safnplata með lögum
hennar, er nefnist Island Live. Er
þar að finna 10 lög af hinum 6
breiðskífum sem með henni hafa
komið út (Þrællinn er sú 6.),
ágætt úrval fyrir þá sem ekki eiga
Grace-safnið. Meðal laga er t.d.
Pull up to the Bumper, sem út
kom á plötu árið 1981 en klífur nú
vinsældalista ytra ... og þá er bara
að njóta Gracear, sem tekist hef-
ur að koma manni reglulega á
óvart þriðja ganginn með
straumbreytingu á plötu - fyrst
var það skrautlegt, persónulegt
diskó, þá reggae á la GraceJones
og nú listrænt hugmyndaflug Tre-
vors Horn og hans nóta innblásið
af Grace Jones - hvað næst? ... ég
bíð spennt!
A.
Heimspekileg ævisaga í tali og tónum
Jákvædur tvístígandi
Lone Justice er nýleg sveit á
kántrýlínunni. Höröustu
kántrýunnendum finnst hún
þó hafa færst um of í átttil
rokksins á, aö ég held, sinni
fyrstu breiöskífu sem ber nafn
sveitarinnar. Maria McKee er
aðalnúmer Lone Justice, aöal
laga- og textahöfundurinn,
söngvarinn og leikur auk þess
ágítar og munnhörpu. Hinirí
hljómsveitinni eru Ryan
Hedgecock (gítar og bakradd-
ir), Marvin Etzioni (bassi,
bakraddir og laga- og texta-
smiðar) og Don Heffington
trommari.
Sem söngkonu hefur Mariu
McKee verið líkt við bæði Janis
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardac
Joplin og Dolly Parton, og á
hvort tveggja við rök að styðjast
enda þótt telja verði þær Janis og
Dolly betri en Mariu, enda engar
meðalkvinnur á því sviði sem og
öðrum. Hins vegar er þessi sam-
líking byr undir báða vængi
stjörnuspekinga, þar eð þær Janis
og Dolly eru báðar steingeitur,
meira að segja fæddar nákvæm-
lega sama dag, 19. janúar, Janis
1943, Dolly 1946. Maria mun
rúmlega tvítug, ekki vitum vér
um fæðingardaginn en spáum því
vegna áðurnefnds raddskyldleika
að einhver steingeit sé í stúlk-
unni... látum ykkur vita ef nánari
fregnir berast.
Lög Lone Justice eru allt frá
því að vera rólegir kántrýsöngvar
og upp í hörku stuð, en kántrý
22. febrúar 1986
áhrifin eru til staðar allan tímann
og minna á hvaðan rokkið er
komið og að kappar eins og Bob
Dylan, Tom Petty og fleiri og
fleiri eru sér vel meðvitaðir um
Love Justice
rætur sínar. Þannig minnir þessi
unga landamærasveit, sem tví-
stígur milli sveitasöngva og borg-
arokks (og megi hún tvístíga um
ókomna framtíð), á að öfugt við
það sem margur heldur er rokk
ekki bara tískufyrirbæri, heldur
lífkeðja með ýmsum æxlum, ým-
ist ill- eða góðkynja, og á sér upp-
hafsrætur og vonandi engan endi.
Það er þröngsýnt að segja músík
gærdagsins gamaldags, með því
er músík dagsins í dag dauða-
dæmd um leið, og væri reyndar
ekki eins og hún er ef hún hefði
ekki farið í gegnum þróun sína.
Hér passar líklega að segja
amen, en þó skal þess getið að
Maria McKee samdi A Good He-
art fyrir Feargal Sharkey, og Ben-
mont Tench, sem svaraði Mariu
með You little Thief - líka handa
Feargal, - leikur á orgel á plötu
Lone Justice og samdi auk þess
eitt lag í félagi við Mariu og Little
Miami Steven Van Zandt, sem
þenur gítarinn í því lagi (Sweet,
Sweet Baby (I’m falling )), en
Steven litli var gítarleikari Bruce
Springsteen og fer nú fremstur í
flokki með Sun City plötuna gegn
aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku
(komin í búðir hér).
En niðurstaðan um Lone Just-
ice: Þrátt fyrir að útlend blöð hafi
sagt að þetta sé venjuleg, sótt-
hreinsuð amerísk skífa, finnst
undirritaðri skemmtilegur fersk-
leikablær yfir henni, þrátt fyrir
gamla kántrýhefðina, sem þó er
ekki beint hennar lína.
A
P.S.: Stjörnuspekingur minn
giskar á að Maria sé krabbi en
segir að Janis hafi verið með rís-
andi krabba og að krabbinn sé
ekki langt frá tunglinu hennar
Dollyar... þannig að eigum við
ekki að segja að þær hafi krabba-
rödd þar til annað kemur
fram...?