Þjóðviljinn - 22.02.1986, Page 15
ÍÞRÓTTIR
Elísabet Þórðardóttir
Badminton
Elísabet
til besta
liðs Svía
Elísabet Þórðardóttir, lands-
liðskona úr TBR, er á förum til
Svíþjóðar þar sem hún æfir í
fimm vikur með besta félagsliði
Svía, Aura í Malmö.
Með þessu gerist Elísabct
frumherji í röðum íslensks bad-
mintonfólks og hún ætti að hagn-
ast vel á dvölinni þar sem svíar
eru í hópi sterkustu badminton-
þjóða heims. Nokkur fyrirtæki
hafa styrkt Elísabetu til fararinn-
ar og fer hún til Malmö jafnskjótt
og keppni lýkur í undankeppni
HM í Vestur-Þýskalandi um helg-
ina.
Úrvalsdeildin
UMFN vann
úrvalsdeildina
Mœtir IBK og Haukar leika við Val
Njarðvíkingar tryggðu sér
sigur í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik í gærkvöldi. Þeir sigr-
uðu granna sína, IBK, í Keflavík,
103-83, og Björn M. Björgvinsson
formaður KKÍ afhenti þeim
sigurlaunin, eignarbikar frá Ikea
eftir leikinn. ÍBK hafnaði í fjórða
sæti og liðin tvö mætast því í
undanúrslitum deildarinnar. Hitt
einvígið verður á milli Hauka og
Vals.
Njarðvík náði strax undirtök-
unum og góðri forystu. ÍBK tókst
reyndar að jafna einu sinni undir
lok fyrri hálfleiks og standa í
Njarðvíkingum fram yfir hlé. En
þá gerði UMFN, með Val fremst-
an í flokki, 20 stig gegn 4 á
skömmum tíma og þar með voru
úrslitin ráðin.
Valur og Jóhannes voru í sér-
flokki hjá Njarðvík og léku báðir
mjög vel. Útilokað að gera upp á
milli þeirra. Liðið var annars
jafnt, Hreiðar þó drjúgur á lok-
amínútunum.
Guðjón og Sigurður voru í að-
alhlutverkum hjá ÍBK. Guðjón
skoraði 6 3ja stiga körfur, 18 stig
alls, og Sigurður hafði gert 21 stig
þegar hann hvarf af leikvelli með
5 villur urn miðjan seinni hálfleik.
Hreinn átti góðan lokasprett en
Jón Kr. var í daufara lagi, enda á
hann við meiðsli að stríða.
—SÓM/Suðurnesjum
3.deild
íbasli
Úrslitin í 3. deildinni í hand-
knattleik í gærkvöldi voru öll eftir
bókinni. Fjögur toppliðanna léku
við fjögur úr neðri hlutanum og
þau fyrrnefndu sigruðu. Tæpast
var það þó hjá Reyni sem fékk IH
í heimsókn, leiknum í Sandgerði
lauk 23,21, Rcyni í hag.
ÍA vann góðan sigur á Völs-
ungi norður að Laugum, 32-21,
Týr vann Ögra í Eyjum 31-18 og
Þór sigraði Skallagrím á Akur-
eyri 30-17. Staðan í 3. deild er þá
þessi:
IBK..........21 18 0 3 554-392 36
Týr..........20 17 0 3 536-381 34
ÍA...........20 13 3 4 517-417 29
ReynirS.........22 12 5 5 525'
Þór A...........20 12 3 5 463'
Fylkir..........19 11 1 7 425'
Selfoss.........20 8 4 8 421
UMFN............21 7 3 11 514
Hveragerði......20 8 1 11 478-
Völsungur.......20 7 1 12 481-
IH..............19 5 0 14 433-
Skallagrímur.... 20 3 1 16 394-
ögri............22 0 0 22 324-
481 29
393 27
375 23
417 20
516 17
538 17
■500 15
■521 10
523 7
-621 0
í dag mætast Þór-ÍA,
Völsungur-Skallagrímur og
Fylkir-Hveragerði. —VS
Keflavík 21 .feb.
ÍBK-UMFN 83-103 (45-51)
7-18, 19-29, 43-43, 45-51 - 58-66,
62-86, 78-94, 83-103.
Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 24, Sig-
urður Ingimundarson 21, Hreinn Þor-
kelsson 13, Jón Kr. Gislason 9, Magn-
ús Guðfinnsson 6, Þorsteinn Bjarna-
son 4, Ólafur Gottskálksson 2, Ingólfur
Haraldsson 2, Hrannar Hólm 2.
Stig UMFN: Jóhannes Kristbjörns-
son 28, Valur Ingimundarson 28, Isak
Tómasson 14, Kristinn Einarsson 13,
Hreiðar Hreiðarsson 10, Helgi Rafns-
son 4, Ingimar Jónsson 2, Árni Lárus-
son 2, Ellert Magnússon 2.
Dómarar: Ómar Scheving og Krist-
inn Albertsson — góðir.
Menn leiksins: Valur Ingimundar-
son og Jóhannes Kristbjörnsson,
UMFN.
lnnimótið
Gróttan
vann
Framara!
Selfoss sigraði tvo
Grótta og Selfuss komu heldur bet-
ur á óvart í gærkvöldi þegar keppni
hófst í 1. deild karla á Islandsmótinu
innanhúss. Grótta vann hið sigur-
stranglega lið Framara 8-6 í A-riðli og
í B-riðlinum unnu Selfyssingar
Breiðablik 5-4 og Þrótt R. 5-1.
Úrslit í l.deild í gærkvöldi urðu
þessi:
A-riðill:
Grótta-Fram......................8-6
B-riðill:
FH-Valur.........................4-3
C-riðill:
Selfoss-Breiðablik...............5-4
KR-ÞrótturR......................4-2
Selfoss-ÞrótturR................5-1
KR-Breiðablik....................7-2
Úrslitaleikur KR og Selfoss fer
fram kl. 18.16 á morgun, sunnudag.
I kvennaflokki eru IA og Breiða-
blik, úrslitaliðin í fyrra, komin í und-
anúrslit. Leikir höfðu farið þannig
þcgar blaðið fór í prentun:
A-riðill:
Breiðablik-Skallagrímur.........7-1
Fram-Stokkseyri.................3-1
Skallagrímur-Fram................2-2
Breiðablik-Stokkseyri............7-0
Stokkseyri-Skallagrimur..........3-2
Breiðablik-Fram..................8-0
C-riðill:
Stjarnan-lBK.....................2-2
(A-Grindavík....................5-1
FH-Stjarnan.....................5-4
iA-IBK...........................6-2
IA-FH...........................4-1
IBK-Grindavík...................7-1
Grindavík-FH.....................3-2
lA-Stjarnan......................6-3
—-Logi/VS
Sund
Atta unglingamet
á KR-mótinu
Átta unglingamet voru sett á
unglingasundmóti KR og Speedo
sem fram fór í Sundhöll Reykja-
víkur um síðustu helgi. Mótið var
stigakeppni milli félaga og Vestri
frá ísafirði sigraði með 229 stig,
Ægir hlaut 206 stig og Bolvíking-
ar urðu þriðju með 186 stig.
Ingibjörg Arnardóttir, Ægi,
setti unglinga og telpnamet í 200,
m skriðsundi, 2:12,7 mín.
Kristján H. Flosason, KR,
setti hnokkamet í 50 m bringu-
sundi, 50,5 sek.
Erna Jónsdóttir, Bolungarvík,
setti hnátumet í 50 m bringu-
sundi, 47,2 sek.
Ómar Árnason, Óðni, setti
hnokkamet í 50 m baksundi, 48,3
sek.
Sveinasveit Vestra setti met í
4x50 m fjórsundi, 2:43,3 mín, og í
8x50 m skriðsundi, 5:15,0 sek.
Meyjasveit Selfyssinga setti met í
8x50 m skriðsundi meyja, 5:32,4
mín, og stúlknasveit Ægis setti
með í 8x50 m skriðsundi, 4:07,2
.sek.
Keppendur voru 45o frá 19 fé-
lögum víðs vegar að af landinu og
gekk mótið, hið stærsta sinnar
tegundar hérlends, mjög vel fyrir
sig. *
Badminton
Karlarnir í 9.-12.
Karlalandsliðið hafnaði í 9,-
12. sæti en kvennalandsliðið í 13.-
16. sæti í undankeppni HM í ba-
dminton i V. Þýskalandi. Riðlak-
eppninni lauk í gær og þá sigruðu
.íslcnsku karlarnir Frakka 5-0 en
konurnar töpuðu 2-3 fyrir Nor-
egi. Þátttökulið voru 19 í hvorri
keppni en þrjú efstu í hvorri kom-
ast í úrslit heimsmeistaramótsins.
—VS/Reuter
Kvennaknattspyrna
Gurrí aftur með
Guðríður Guðjónsdóttir — komin af
stað á ný.
Guðríður Guðjónsdóttir lands-
liðsmarkvörður í knattspyrnu
mun leika með Breiðabliki á ný í
1. dcildinni í sumar. Hún tók sér
barneignarfrí í fyrrasumar, en í
vetur hefur hún leikið með Fram í
handboltanum og er tilbúin í
slaginn næsta sumar.
Frá Akureyri berast þær fréttir
A-keppnin
Svíþjóð og Alsír byrja
Síðan leika Island-S.Kórea, A. Pýskaland-Kúba
og Danir- Ungverjar
að Guðmundur Svansson hafi
verið endurráðinn þjálfari 1.
deildarliðs Þórs. Hann hefur stýrt
liðinu undanfarin ár og 1984 léku
Þórsstúlkurnar til úrslita um ís-
landsmeistaratitilinn undir hans
stjórn.
Guðjón Þórðarson hefur tekið
við þjálfun íslandsmeistara ÍA,
a.m.k. til bráðabirgða, en Steinn
Helgason, sem hefur þjálfað liðið
sl. fimm ár ætlar að taka sér frí í
sumar.
—MHM
Það verða Svíþjóð og Alsír sem
leika opnunarleik heimsmeistar-
akeppninar í handknattleik sem
hefst í Sviss á þriðjudaginn.
Leikurinn, sem fram fer í St.
Gallen, hefst kl. 16.30 að íslensk-
um tíma en kl. 18 hefjast þrír
leikir, ísland-S.Kórea,
A.Þýskaland-Kúba og Dan-
mörk-Ungverjaand.
Dagskrá keppninnar er annars
sem hér segir:
Þriðjudagur 25.febrúar
A-riöill: A.Þýskaland-Kúba
A-riðill: Júgóslavía-Sovétríkin
B-riöill: Sviss-Spánn
B-riöill: V.Þýskaland-Pólland
C-riöill: ísland-S.Kórea
C-riöill: Rúmenía-Tékkoslóvakía
D-riðill: Danmörk-Ungverjaland
D-riöill: Sviþjóö-Alsír
Miövikudagur 26.febrúar
B-riðill: V.Þýskaland-Spánn
B-riöill: Sviss-Pólland
C-riöill: Island-Tékkoslóvakía
C-riöill: Rúmenía-S.Kórea
Fimmtudagur 27.februar
A-riöill: Júgóslavia-Kúba
A-riöill: A.Þýskaland-Sovétríkin
D-riðill: Danmörk-Alsir
D-riðill: Sviþjóö-Ungverjaland
Föstudagur 28.febrúar
A-riöill: Júgóslavia-A.Þýskaland
A-riöill: Sovétríkin-Kúba
B-riöill: V.Þýskaland-Sviss
B-riðill: Pólland-Spánn
C-riðill: Tékkoslóvakía-S.Kórea
C-riöill: Rúmenía-lsland
D-riöill: Ungverjaland-Alsir
D-riðill: Danmörk-Svíþjóö
Keppni í milliriðlum hefst á
sunnudag og keppt verður áfram
á þriðjudag og fimmtudag. Sömu
daga verður leikið um neðstu sæti
keppninar, sæti 13.-16. Föstu-
daginn 7. mars verður leikið um
sæti 3 til '10 en á laugardaginn, 8.
mars, verður fyrst leikið um 11.
sætiðogloks, kl. 15.30að íslensk-
um tírna, fer fram sjálfur úrslita-
leikurinn.
íslenska liðið hélt utan í morg-
un, flaug beint til Zurich og nú er
bara beðið stóru stundarinnar,
hún rennur upp kl. 18 á þriðju-
daginn.
—VS
Landsliðið
Allirí
Act-skó
Skógerðin á Akureyri færði í
fyrrakvöld landsliðsstrákununi í
handknattleik skó að gjöf, bæði
Act-kuldaskó og Act-lakkskó.
Þetta gerðu Akureyringarnir til
þess að minnast 50 ára afmælis
fyrirtækisins og vilja með þessu
stuðla að enn betri árangri lands-
liðsins í A-keppninni í Sviss.
Kuldaskórnir eru sérstaklega
taldir heppilegir vegna hinna
miklu kulda sem ríkt hafa í Mið-
Evrópu undanfarið.
—-VS
Laugardagur 22. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15