Þjóðviljinn - 08.03.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.03.1986, Blaðsíða 11
Leíkurinn í tölum Markaröð BJARNI 1-0 1-1 SERRANO/V ATLI 2-1' JAKOB 3-1 PÁLL 4-1 4-2 GARCIA BJARNI 5-2 ATLI 6-2 6-3 SERRANO/v 6-4 REINO ALFREÐ 7-4 7-5 MILIAN 7-6 SERRANO SIGURÐUR 8-6 8-7 SERRANO/v 8-8 REINO 8-9 MELO/v PÁLL 9-9 ALFREÐ 1 0-9 10- 10 MELO/V (hlé) BJARNI 11-10 11- 11 FERNANDEZ 11-12RUIZ 11-13PUIQ 11-14 RUIZ ALFREÐ 1 2-1 4 1 2-1 5 SERRANO JAKOB 1 3-1 5 13-16 SERRANO ATLI 14-16 ATL115-16 15- 17 REINO alfreð/v16-17 16- 18 REINO BJARNI 17-18 17- 19 puig ATLI 1 8-1 9 ALFREÐ 19-19 19-20MELO 19- 21 SERRANO ALFREÐ 20-21 20- 22 REINO BJARNl 21 -22 21- 23 REINO 21-24 SERRANO jakob 22-24 Alfreð Gíslason skoraði 6 mörk (1 víti), átti 7 misheppnuð skot, 3 góðar sendingar. Bjarni Guðmundsson skoraði 5 mörk, átti eitt misheppnað skot, eina góða sendingu, fiskaði eitt víti, tapaði bolta einu sinni. Atli Hilmarsson skoraði 5 mörk, átti 8 misheppnuð skot, tvær góðar sendingar, tapaði bolta einu sinni. Jakob Sigurðsson skoraði 3 mörk, átti tvö misheppnuð skot, tapaði bolta einu sinni. Páll Ólafsson skoraði 2 mörk, átti 4 misheppnuð skot, eina góða sendingu, tapaði bolta einu sinni. Sigurður Gunnarsson skoraði 1 mark, átti eitt misheppnað skot. Steinar Birgisson átti eitt mis- heppnað skot. Geir Sveinsson átti eitt mis- heppnað skot. Þorbergur Aðalsteinsson og Þorgils Ottar Mathiesen koma ekki við þessa sögu. Einar Þorvarðarson varði 5 skot, öll þannig að íslendingar fengu boltann. Kristján Sigmundsson varði 3 skot, eitt þannig að íslendingar fengu boltann, tvö þannig að Spánverjar fengu boltann. Mörk Spánverja: Serrano 8 (2v), Reino 6, Melo 3, Ruiz 2, Puig 2, Fernandez 1, Garcia 1, Milian 1. ÍÞRÓTHR Ísland-Spánn 22-24 Töpuðu með sæmd íslendinga vantaðiþrjá lykilmenn en héldufullum dampi gegn Spánverjum Vængbrotið komst íslenska landsliðið mjög vel frá lokaleik sínum í heimsmeistarakeppninni í Sviss. An þriggja lykilmanna veitti það Spánverjum harðvít- uga keppni um fimmta sætið í Olten í gærkvöldi - meiri keppni en flestir áttu von á. Spánn sigr- aði 24-22 í leik sem gat endað á hvorn veginn sem var. Það kom frarn á leik liðanna að bæði höfðu náð sínu takmarki - sæti á Ólympíuleikunum í Seoul. Bronsið til A-Þjóðverja Austur-Þjóðverjar hrepptu bronsið á HM, sigruðu Svía í gær með einu marki, 24-23 (13-11). Vestur-Þjóðverjar unnu Dani í keppninni um 7. sætið 25-18 (11- 10) og Rúmenar Sovétmenn í leik þjóðanna um 9. sætið 25-21 (12- 10), - en þessum þjóðum höfðu flestir í upphafi keppninnar spáð leiknum um gullið. Stjórnendur IHF og 25% regla þeirra kom illa niðrá S-Kóreumönn- um sem haldið var að mundu keppa við Sovét um 9. sætið. Skipuleggjend- ur keppninnar drógu nefnilega fram úr pússi sínu enn eina reglu um að þau lið sem ekki hefðu náð 25% árangrin- um (Rúmenía og Svíþjóð) skyldu rað- ast í lokaleikina eftir innbyrðisúrslit- um. Það þarf greinilega að fara 5ð taka til hendinni á vígstöðvum Al- þjóðahandknattleikssambandsins. í dag verða síðustu viðureignir HM í Sviss, Suður-Kórea og Sviss keppa um 11. sætið, - og Júgóslavar og Ung- verjar um heimsmeistaratitilinn. Sá leikur verður sýndur beint í sjónvarp- inu. En fjörugir stuðningsmenn lið- anna náðu upp góðri stemmningu - sérstaklega þeir íslensku - og þetta hafði sín áhrif á leikinn. Island hafði undirtökin í fyrri hálfleik og komst í 6-2. Það for- skot hefði með smáheppni getað orðið enn meira. Spánverjar náðu að jafna fyrir hlé, 10-10, og undirtökin voru þeirra eftir að þeir höfðu komist í 14-11 í byrjun seinni hálfleiks. íslenska liðið sýndi mikinn baráttuvilja og gafst ekki upp, jafnaði 19-19, en vant- aði herslumun og kannski örlitla trú á sjálft sig til að snúa Ieiknum sér í hag á ný. Kristján Arason meiddur, Guðmundur Guðmundsson með magakveisu, matareitrun að hann hélt, og Þorbjörn Jensson meiddur. Jakob Sigurðsson kom inn fyrir Guðmund og skilaði sínu vel og Geir Sveinsson er verðug- ur arftaki Þorbjarnar í vörninni. Sóknarleikur liðsins breyttist við fjarveru Kristjáns. Við höfum aldrei verið í þeirri stöðu áður að hafa enga örvhenta skyttu. Leikur okkar breyttist mikið við þetta en ég cr ánægður með hvernig til tókst, sagði Atli Hilm- arsson. Alfreð Gíslason lék í stöðu Kristjáns og stóð fyrir sínu þótt rétthentur sé. Ég hef aldrci spilað þessa stöður áður og hún r5 M OHM86 VÍÐIR SIGURÐSSON Handbolti/3. deild 79 möik í leik! ÍA í 2. deild með flugeldasýningu í Firðinum Skagamenn komust í 2. deild í handboltanum í gærkvöldi með sigri yfir ÍH í Hafnarfirði, -og við hér á Þjóðviljanum étum hattinn okkar ef markatalan í leiknum er ekki íslandsmet, - 79 mörk, 47- 32! Týr vann Reyni í gær í Sandgerði 30-26 og þarmeð hcfur Reynir að öllum líkindum misst af strætó milli deilda - þarsem sennilegt er að Fylkir eða Þór komist uppfyrir þá. Þá unnu Njarðvíkingar Völsunga í gær heima, 35-26. Staðan IBK .23 20 0 3 615-436 40 Týr .22 18 0 4 586-428 36 ÍA ..24 15 4 5 582-485 34 Reynir .24 13 5 6 585-537 31 Fylkir .22 14 1 7 497-427 29 Þór A .21 13 3 5 485-411 29 Selfoss .23 10 4 9 493-480 24 UMFN 22 8 3 12 564-565 19 Hveragerði... .23 8 2 13 538-606 18 Völsungar 22 8 1 13 531-554 17 IH 23 6 0 17 532-660 12 Skallagrímur. 23 3 1 18 462-601 7 Ögri 23 0 0 23 344-655 0 Keflvíkingum verður afhentur bikarinn eftir leik þeirra við Tý í dag. Aðrir lcikir um helgina: UMFN-Þór, Fylkir-Völsungar í dag, á morgun Hveragerði-Skall-igrímur. _m Handbolti kvenna IBV og Armann upp Fyrir tvo síðustu leikina í 2. deild kvenna sem leiknir verða nú um helgina eru úrslitin þegar Skeggsöfnun Páll hardastur ,JÉg vann“ tilkynnti Páll Ólafsson eftir tapið gegn Spáni í gærkvöldi. Hann rakaði þá af scr ótútlegan skegghýjung sinn, sem ekki átti að fjúka fyrr en eftir kcppnina. Aðrir sem þátt tóku í skeggsöfnunarkeppn- inni sprungu á limminu, Þorgils Óttar fyrst, eftir leikinn við Suður-Kóreu, en skæðasti keppinautur Páls, Jakob Sigurðsson, rakaði sig eftir leikinn við Svía í fyrrakvöld. Alfreð fékk erfitt hlutverk, að fylla í skarð Kristjáns Arasonar, og stóð sig vel. var erfið. Þarna megin kemst ég sama og ekkert í uppstökk heldur reyndi meira á að leika maður gegn manni, sagöi Alfreð. Hraðaupphlaup voru fleiri og betri hjá íslenska liðinu en yfir- leitt í keppninni til þessa. Bjarni Guðmundsson og Alfreð voru á bakvið flest þeirra. Við Alfreð ákváðum fyrir leikinn að komast sem mest í hraðaupphlaup, sáum að það hafði vantað hraða í liðið, sagði Bjarni um málið. Það merkilegasta við þennan leik var hve íslenska liðinu tókst vel upp án lykilmanna. Alltaf þegar einhvcrja vantar eru hinir ákveðnir í að bæta það upp. Við áttum fyrir utan nokkra fríska leikmenn sem voru æstir í að fá að spila og þeir stóðu sig mjög vel, sagði Atli. Með aðeins meiri bar- áttu og venjulegri markvörslu hefðum við unnið leikinn, sagði Alfreð. Við áttum að geta unnið, vorum búnir að leiða leikinn, það vantaði herslumuninn og að menn hefðu virkilega trú á að geta sigrað, sagði Þorbergur Að- alsteinsson. Island hefur lokið keppni hér í Sviss með sóma. Sjötta sætið og sæti í Seoul var draunrur, fjar- lægur draumur að mati flestra - en hann rættist. ísland á hand- knattleikslið sem eftir er tekið - og er nú, óvænt en verðskuldað, komið í sess þeirra bestu í heiminum. VS/Sviss Bogdan líkist Sepp „Stemmningin á íslandi þessa dagana vegna góðra sigra hand- knattleikslandsliðsins er svipuð og gerist í Ríó þegar best gengur hjá Brasilíumönnum í knatt- spyrnu,“ segir Jóhann Ingi Gunn- arsson þjálfari Kiel í Vestur- Þýskalandi í samtali við svissncska blaðið Sport í gær. Jóhann Ingi ber einnig landslið ís- lands í handknattleik saman við landslið Dana í knattspyrnu. Bæði liðin byggjast á leikmönnum sem leika erlendis og Jóhann Ingi segir einnig að margt sé líkt með Bogdan Kowalczyk þjálfara íslendinga í handknattleik og Sepp Piontek þjálf- ara Dana í knattspyrnunni. í greininni fjallar svissneski blaða- maðurinn talsvert um íslenska liðið og segir ótrúlegt að 240 þúsund manna þjóð skuli vera komin í hóp hinna sex bestu í heimi. Hann segir að íslensku leikmennirnir leiki með hjartanu, af krafti og leikgleði og að Bogdan hafi mótað kerfi sem falli vel að íslenskum séreinkennum. Helstu stjörnur liðsins séu Kristján Arason og Atli Hilmarsson auk Einars Þor- varðarsonar sem sé markvörður í heimsklassa. VS/Sviss ráðin, Vestmannaeyingar og Armenningar verða með í 1. deild að ári. Annar leikjanna um helgina er ein- mitt í Eyjum milli heimamanna og Ármenninga og verður Eyjastúlkun- um afhentur 2. deildar-bikarinn að þeim leik loknum nú á laugardaginn. Þá leika á sunnudag HK og iBK f Keflavík. Staðan fyrir síðustu leiki: |BV............. 9 8 0 1 235-143 16 Ármann.......... 9 6 1 2 184-161 13 Þróttur.........10 5 1 4 173-164 11 IBK............. 9 4 2 3 163-164 10 Afturelding.... 10 2 2 6 1 38-171 6 HK.............. 9 0 0 9 114-182 0 Síðustu landsleikirnir Tobbamir hættir Takkfyrir okkur, Þorbjörn og Þorbergur! Þorbergur Aðalstcinsson lék í gær 142. og síðasta landsleik sinn fyrir íslands hönd. Nú einbeiti ég mér að öðrum verkefnum, þetta er búinn að vera góður tími og gaman að taka þátt í þessu, sagði Þorbergur í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Hinn Tobbinn í liðinu, Þor- björn Jensson, lék ekki í gær- kvöldi og hans síðasti landsleikur var því gegn Svíum í fyrrakvöld. Minn tími er kominn og það var ánægjulegt að sjá hvað ungu strákarnir stóðu sig vel, sagði Þorbjörn eftir leikinn í gær gegn Spánverjum. -VS/Sviss ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.