Þjóðviljinn - 08.03.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.03.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Einstœðir forelárar Flytja í nýtt húsnæði Stella Jóhannsdóttir: Mikil þörf. Fimm fjölskyldur fluttar inn að er óhætt að segja að þetta framtak sé bráðnauðsynlegt. Það er mikil þörf fyrir þetta og nú þegar eru 13 manneskjur fluttar hingað inn, þar af eru 8 börn, sagði Stelia Jóhannsdóttir starfs- maður Félags einstæðra foreldra í samtali við Þjóðviljann í gær. Félagið hefur tekið í notkun húsnæði að Öldugötu 11 þar sem einstæðir foreldrar geta leigt húsnæði til bráðabirgða gegn vægu leigugjaldi, og geta alls 10 fjölskyldur búið þar í senn. Nú þegar hafa fimm fjölskyldur flutt inn. Félag einstæðra foreldra rekur samskonar sambýli í Skerjafirði og hefur gert í 5 ár, og er það nú farið að standa undir sér. Nýja húsnæðið er að sögn Stellu allt í skuld, en félagið reynir eftir öllum leiðum að afla fjár til kaupanna. Það stendur fyrir sölu á jólakortum, sængurgjafakort- um, heldur flóamarkað reglulega og svo framvegis. Algengt er að sögn Stellu að þarna búi fólk sem er að bíða eftir afhendingu verkamannabústaða, og ekki síður fólk sem bíður eftir því að fá leigt hjá Reykjavíkur- borg. „Það hefur skapast afskap- lega gott samstarf milli okkar og félagsmálastofnunar borgarinn- ar,“ sagði Stella í gær. -gg Breiðablik Almennur fundur á mánudaginn Knattspyrnudeild Breiðabliks í Kópavogi mun gangast fyrir al- mennum fundi í Félagsheimili Kópavogs á mánudaginn 10. mars og hefst hann kl. 20.00. Þar mun ætlunin að ræða málefni knattspyrnunnar vítt og breitt, m.a. aðbúnað til knattspyrnuiðk- unar og unglingastarfið. I frétt frá deildinni segir að allir séu velk- omnir á þennan fund, sérstaklega forráðamenn barna og unglinga. Vinstri menn hafa meðbyr í Háskólanum. Mynd Sig. Háskólinn Við emm bjartsýn! Kosið í stúdentaráð og háskólaráð á þriðju- daginn. Ólafur D. Andrason: Ahersla á lána- málin. Vinstri menn þarf í forystu Mér sýnist að meðbyrinn sé tvímælalaust með okkur vinstri mönnum í kosningabarátt- unni og við erum bjartsýn á að úrslitin verði okkur í hag, sagði Ólafur Darri Andrason í gær, ef- sti maður á lista Félags vinstri manna fyrir kosningarnar í Stúd- entaráði, sem fara fram í Háskól- anum á þriðjudaginn. Kosið verður um helming full- trúanna í háskólaráði og stúdent- aráði. Ólafur sagði í gær að höfu- ðáhersla væri lögð á baráttuna í lánamálum. „Félag vinstri manna hefur verið forystuafl í baráttunni gegn árásunum á lánasjóðinn, og ég bendi á að við höfum nú þegar hálfkæft hugmyndir mennta- málaráðherra og hans nóta um breytingar á lögum um LÍN, sem m.a. fela það í sér að innheimtir verði vextir og lántökugjald. En betur má ef duga skal. Meðal baráttumála varðandi lánasjóðinn má nefna að verður að afnema frystingu námslána í krónutölu eins og þau voru í nóv- ember sl. Við setjum það m.a. á oddinn, að fyrsta árs nemar fái skuldabréfalán eins og aðrir námsmenn, og ekki síður að framfærslugrunnurinn verði end- urskoðaður. Hann er mjög gall- aður, t.d. hvað varðar húsaleigu. Þegar framfærsluþörfin er reikn- uð út er aðeins gert ráð fyrir rúm- um 3 þúsund krónum í húsaleigu sem er auðvitað út í hött,“ sagði Ólafur í gær. Sem fyrr segir er Ólafur efsti maður á listanum, en auk hans skipa sex efstu sætin til stúdentar- áðs: Bryndís Pálmarsdóttir, Vil- borg Davíðsdóttir, Ólafur Olafs- son, Guðrún Ómarsdóttir og Birna Gunnlaugsdóttir, sem situr í baráttusætinu. í framboði til háskólaráðs eru þau Skúli Skúla- son, Birna Bragadóttir, Hörður Ríkharðsson og Margrét Lofts- dóttir. -gg Búnaðarþing Kynning á lambakjöti Milliþinganefnd bendir á 12 atriði, sem örvað gœtu söluna Fyrir Búnaðarþingi í hitteð- fyrra lá erindi frá Búnaðar- sambandi Suðurlands um bætta verslunarhætti við sölu á lamb- akjöti. Búnaðarþing samþykkti að kjósa milliþinganefnd í málið. í nefndina voru kosnir: Egill Bjarnason, Hjalti Gestsson og Sveinn Hallgrímsson. Sveinn hvarf úr nefndinni er hann var skipaður skólastjóri á Hvanneyri en við tók dr. Sigurgeir Þorgeirs- son. Nefndin hefur nú skilað Dagsbrún Minntust Olofs Palme í frétt Þjóðviljans af fundi Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar féll niður, að í upphafi fundar- ins minntist Guðmundur J. Guð- mundsson formaður félagsins, Olofs Palme fyrrum forsætisráð- herra Svíþjóðar. Lýsti Guð- mundur hugsjón og lífshlaupi þessa merka þjóðarleiðtoga og bað menn síðan að rísa úr sætum til að votta minningu hans virð- ingu. Þjóðviljinn biðst velvirðingar á að þetta skuli hafa fallið niður úr fréttinni. -S.dór skýrslu til Búnaðarþings, þar sem störf hennar eru rakin í alllöngu og ítarlegu máli. Er þar bent á ýmis atriði, sem líklegt er talið að stuðlað geti „að viðhaldi eða aukningu á neyslu kindakjöts“ og stjórn Búnaðarfélagsins falið að koma ábendingum nefndarinnar á framfæri við þá, „sem í hverju tilviki hafa besta aðstöðu til að tryggja framgang málsins“. Leggur nefndin sérstaklega áherslu á eftirfarandi liði: 1. Nýtt kjötmat komi til fram- kvæmda haustið 1986. 2. Verðlagningu einstakra gæðaflokka verði þannig hagað, að hún knýi framleiðendur til að aðlagast breyttum markaðskröf- um. 3. Leitað verði samninga við nokkur sláturhús um að lengja sláturtíð í 3 mánuði. 4. Verðlagskannanir farí fram reglulega og til þeirra vandað þannig að borið sé saman verð á sambærilegum vörum. 5. Tryggja stöðugt gæðaeftirlit á vinnsluvörum. 6. Athuga möguleika á sér- stökum lambakjötsmarkaði, t.d. með samningum við aðila í veit- ingarekstri. 7. Verðlauna skyndibitastaði fyrir árangur í sölu á lambakjöti. 8. Koma á lambakjötsviku á veitingastöðum. 10. Koma á lambakjötskynn- ingu í verslunum. 11. Gefa út handhæga „dreifi- pésa“ með uppskriftum og leiðbeiningum um meðferð og matreiðslu. 12. Auglýsingaherðferð í fjöl- miðlum, einkum sjónvarpi. -mhg Laugardagur 8. mars 1986 .ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 BSRB Fundir næstu daga Daga.na 13. og 14. mars munu verða greidd atkvæði um ný- undirritaðan kjarasamning BSRB og ríkisins. Samningurinn verður kynntur víða um land og eftir helgina sem hér segir: Ólafsfirði 8. mars kl. 13.30 í Gagnfræðaskólanum, Akureyri 8. mars kl. 13.30 í Verkmennta- skólanum, Húsavík 8. mars kl. 17.00 í Félagsheimilinu, Vestmannaeyjum 8. mars kl. 14.00 í Félagsheimilinu, Höfn 9. mars kl. 17.00 í Heppuskóla, Egilsstöðum 9. mars kl. 13.30 í Egilsstaðaskóla, Neskaupstað 9. mars kl. 13.00 í Verkmennta- skóla Austurlands, Keflavík 10. mars kl. 15.00 að Hafnargötu 28, Borgarnesi 11. mars kl. 17.00 í Grunnskólanum, Akranesi 11. mars kl. 20.30 í Fjölbrautaskól- anum, Siglufirði 11. mars kl. 17.00 á Hótel Höfn, Selfossi 11. mars kl. 17.00 í Tryggvaskála og Sauðárkróki 12. mars kl. 17.00 í Safnahúsinu. Utankjörstaðaatkvæða- greiðsla fer fram á skrifstofu BSRB frá og með mánudegi 10. mars til og með föstudegi 14. mars. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.