Þjóðviljinn - 11.03.1986, Page 4
LEIÐARI
Afvopnun og hagsmunir
Lokiö er þingi Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna og fréttaskýrendur hafa haft ærinn starfa
viö aö leggja út af því sem þar var sagt. Og þeir
hafa þá ekki síst reynt aö koma sér niður á (Daö,
hvaöa afleiðingar það, sem sagt var á þinginu,
hefur fyrir afvopnunarhorfur, fyrir hina stiröu
sambúö austurs og vesturs.
Sovétmenn hafa væntanlega sjálfir haft
mestan áhuga á því sem Gorbatsjof flokksritari
og hans menn sögöu um breytta stjórn efna-
hagsmála, um tæknivæðingu og skipulags-
breytingar sem þeir vonast til aö bæti kjör þeirra
og dragi úr vöruskorti á ýmsum sviðum. Enda
ekki nema von. Sovéskur landbúnaður hefur
skilað slælegum árangri á næstliönum tíma og
samkvæmt opinberum heimildum Sovétmanna
sjálfra hefur hagvöxtur undanfarin ár verið
miklu minni en áöur eða um 3%. Og í þeim
hagvexti er þá líka aö finna bæöi vaxandi hern-
aðarútgjöld og svo þann neysluvarning sem, aö
sögn Gorbatsjofs, safnast upp í verslunarkerf-
inu og enginn vill kaupa.
Nú skrifa menn margt um þaö utan Sovétríkj-
anna, hvort Gorbatsjof geti tekist að fylgja fram
þessum áformum - margir telja aö hann gangi
of skammt í aö hrista upp í ofstýringunni, aö
kerfið muni reynast einnig hans kynslóö of
þungt í vöfum. En aðrir minna á þaö, sem von-
legt er, aö ein helsta forsendan fyrir því aö
umbótaáform í Sovétríkjunum skili árangri er
blátt áfram sú, aö hægt veröi aö komast hjá því
aö enn sé lagt út í nýjan og feiknadýran áfanga í
vígbúnaðarkapphlaupinu meö geimvopnakerf-
um og ööru slíku.
Um þetta segir í leiðara í breska blaöinu Gu-
ardian:
„Ef Vesturlönd geta dregið af öllu þessu ein-
hverjar niöurstööur fyrir sjálf sig, þá eru þær
fólgnar í því, að Sovétríkin hafa nú í ríkara mæli
en nokkru sinni fyrr í samtímasögu beinan hag
af aö komast hjá því aö flækjast í nýja stigmögn-
un vígbúnaöarkapphlaupsins.11
Þaö er ekki nema von aö svo sé mælt. Gor-
batsjof og hans menn munu vitanlega segja
jsem svo, aö hvaö sem vígbúnaðarkostnaði líöur
ímuni þeir finna ráð til að framkvæma áætlanir
sínar í efnahagsmálum og félagsmálum. En
ekkert bendir til þess, aö þaö sé í rauninni svig-
rúm til aö gera tvennt í einu:. fjárfesta í dýrum
andsvörum viö Stjörnustríðsáformum Reagans
og í stóraukinni framleiöslu neysluvarnings. Og
því miður sýnir reynsla liöinna ára þaö, að ef til
slíkra kasta kemur, þá er vígbúnaðurinn látinn
hafa forgang - og gildir þaö í raun bæöi í austri
og vestri.
í umræðum um vígbúnaöarkapphlaup hafa
lengi staöiö deildur um þaö hvort risaveldiö beri
á því mesta ábyrgö. Oft er þá bent á þaö að
Bandaríkin eigi þá sök aö hafa verið fyrst meö
mörg helstu vígbúnaðarkerfin - Sovétmenn
hafa svo orðið aö svara þeim. Sovétmenn eru
síðan sakaöir um, aö reyna aö bæta sér upp
þaö sem á vantar í nýjustu tækni meö feikna-
jlegu magni af allskonar eldri vopnum. Þessar
'umræöur eru ekki sérlega frjóar, né heldur
vangaveltur um friðarvilja eöa yfirgang hvers og
eins. En þaö getur veriö mjög þýðingarmikiö
fyrir skynsamlegt mat á stööu mála, aö fá svar
viö þessari spurningu hér: Er ætlun Reagans
meö Sjörnustríðsáætlun aö þrengja svo aö So-
vétmönnum efnahagslega aö þeir megi sig
hvergi hræra?
Margt bendir til þess að því veröi aö svara
játandi - og þá meðal annars sú staða í sovésku
efnahagslífi sem áöur var minnst á. Stjörnu-
stríðsmenn segjast aö vísu ætla að koma í veg
fyrir aö Sovétmenn geti greitt hið svonefnda
„fyrsta högg“ í kjarnorkustríöi. En bæöi bilanir í
eldflaugum, geimskutlum og fjarskiptabúnaði,
sem og upplýsingar um þann fimbulvetur sem
allt mannkyn á von á eftir tiltölulega fáar atóm-
sprengingar- allt gerir þetta röksemdir um viö-
búnaö viö fyrsta höggi einmitt nú enn mark-
lausari og fáránlegri en þær áöur voru. áB
KUPPTOG
Hnípinn maður
Formaöur Alþýðuflokksins á
ekki sjö dagana sæla. Nú hefur
hann ekki opnað munninn elleg-
ar drepið niður penna öðruvísi en
fara að tala um það, hversu samn-
ingarnir séu góðir. Þessi nýja
efnahagsstefna sem aðiljar hafa
orðið ásáttir um sé ekki annað en
efnahagsstefna Alþýðuflokksins
fyrr.og síðar.
Þessi stjórnlist formannsins er
merkileg fyrir margra hluta sakir.
Stefna ríkisstjórnarinnar er orðin
stefna Alþýðuflokksins. Og þeg-
ar formaður Alþýðuflokksins
náði sér í fylgi í skoðanakönnun-
um í fyrra, þá var það vegna þess
að hann þóttist vera með valkost í
pólitíkinni, valkost við stefnu
ríkisstjórnarinnar. Það er sem-
sagt búið. Nú hafa þeir eina
stefnu Alþýðuflokkurinn og
ríkisstjórnin.
I vanda
Það er erfitt að sjá hvað felst í
þessari herstjórnarlist formanns-
ins. Hvað ætlar hann að segja við
kjósendur fyrir næstu kosningar?
Ekki getur hann sagt að hann sé á
móti efnahagsstefnu ríkisstjórn-
arinnar eða að Alþýðuflokkurinn
bjóði uppá einhvern kost
gagnvart þeirri stefnu, þegar hún
er sú sama.
Formaðurinn er í miklum
vanda. Hann fékk fljúgandi fylgi í
skoðanakönnunum, sem byggð-
ist að mestu leyti upp á því, að
hann sjálfur var tiltölulega hress í
árdaga formennsku sinnar, sagð-
ist vera með nýja og ferska stefnu
og afþví hann var svo glaðbeittur
hreif hann til sín fólk í svipinn. En
það er liðin tíð. Von bráðar fór
hann að leika ábyrga manninn,
sem elskaði friðinn svo mikið að
hann var orðinn sammála öllum
hinum hagsmunagæslurasssæris-
SKORIÐ
mönnunum. Og þá fór hann að
verða þreytandi og leiðinlegur.
Fylgið rann frá honum eins og
kálfar á vorin, enda var meira líf á
öðrum bæjum, en í Jóns ranni
Baldvins.
Ruglast á
flokkum
Síðan þá hefur Jón Baldvin
verið að leita að fylginu. í pólitík-
inni hefur hann verið í hugmynd-
asamkeppni við Hannes Hólm-
stein, en áttar sig þá ekki á því, að
hugmyndir Hannesar voru eitt
sinn þrátt fyrir allt nýjar og ögr-
andi, - en það var líka í „den tid“
og þær eru orðnar lúnar og slæv-
andi í dag.
Sjálfur hefur formaðurinn því
lent á öngstræti fátæklegra hug-
mynda og í stað þess að segjast
hafa stefnu til samanburðar við
aðrar, eitthvað sem hann ætli að
berjast fyrir og svo framvegis, þá
lýsir hann því statt og stöðugt
yfir, að nú sé runninn upp „kjar-
asáttmáli, sem byggir á tillögum
Alþýðuflokksins“.
Formaðurinn gat ekki verið
fundvísari á leið útúr vanda sín-
um, öngstræti hugmyndaþrots-
ins, fylgishruni og málefnafá-
tækt: hann trúir á það og treystir
því að kjósendur muni ruglast á
flokkum. Þetta hefur formaður-
inn lesið úr iðrum þjóðarlíkam-
ans, og numið af heyrn sinni frá-
bærri úr holræsi lýðsins. Sjálfur
hefur hann verið með sýni-
kennslu í sjónvarpi um það hvar
hans eigin flokkur er staddur.
Hér og hvar nema vinstra megin
við miðju.
Þó formaðurinn sé voldugur og
allsráðandi í Alþýðuflokknum
má glöggt sjá, að flokkssystkini
hans hrópa ekki öll halelújá við
hugmyndum hans. Sighvatur
Björgvinsson er alltaf í skotgröf-
unum og skrifaði á dögunum
grein í DV gegn samningunum,
án þess að minnast á flokkinn
sinn einsog venjulega.
Uppreisn í
Alþýðuflokknum
„A kreppuárunum, í atvinnu-
leysi, fátækt og eymd tókst verka-
lýðshreyfingunni að vinna stór-
kostlega sigra og auka kaupmátt
taxtakaups. Nú tala menn hins
vegar um, að engin staða sé til
neinna aðgerða. Nú neyðast
menn til þess að semja um því
sem næst ekki neitt eftir 25%
kaupmáttarhrap samningsbund-
inna launa.“ Það er stefna Alþýð-
uflokksins sem varaþingmaður-
inn er að tala um.
Alþyðublaðið
í andófi
Það er ekki nóg með að Sig-
hvatur Björgvinsson vegi að for-
manni sínum og flokkssystkinum
á alþingi og í verkalýðsforyst-
unni, heldur er Alþýðublaðið
komið í andóf líka. Blaðinu er
greinilega nóg boðið þegar það
þarf að birta langlokuræður for-
mannsins um efnahagsstefnu Al-
þýðuflokksins.
Arna Gunnarssyni ritstjóra Al-
þýðublaðsins er ekki annað tækt
en nota kremlaraðferðina gegn
formanninum í blaðinu.
Þegar fyrsta grein formannsins
var birt undir heitinu: „Kjarasátt-
máli sem byggir á tillögum Al-
þýðuflokksins," - var lítil klausa
á baksíðunni „Hver borgar samn-
ingana,“ - og er sagt frá því að
kostnaðurinn lendi á fólkinu en
ekki atvinnurekendum. Á for-
síðu er svo grein í fimmdálk, með
fyrirsögninni „Hagstæðir kjara-
samningar fyrir atvinnurekstur-
inn“. Og þegar næsta grein kom
frá formanninum voru samfelldar
árásir á forsíðu Alþýðublaðsins:
„Forstjórabflárnir lækka hlut-
fallslega mun meira“, húsnæðis-
hreyfingin „Lýsa miklum von-
brigðum með „úrbætur" í hús-
næðismálum“.
Og þannig verður formannin-
um flest að óhamingju og fylgis-
tapi, utan og innan Alþýðu-
flokksins. Og þegar málgagnið
endurspeglar veruleikann, þegar
lýðræðishippinn hann Árni
Gunnarsson er kominn af stað,
þá verður formanni fátt til bjarg-
ar. _óg
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson.
Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing-
ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H.
Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið-
þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjórí: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiöslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóöir: ólöf Húnfjörð.
Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síöumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaöaprent hf.
Verö í lausasölu: 40 kr.
Helgarblöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuöi: 450 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 11. mars 1986