Þjóðviljinn - 11.03.1986, Síða 5
Virkari verkatýðsbaráttu
Reinhold Richter, verkamaður skrifar
Þá er búið að samþykkja ný-
gerða kjarasamninga í Dagsbrún.
Það var ekki við öðru að búast
þótt allir viti, sem vilja, að þessir
samningar eru síður en svo til að
húrra fyrir. Á fundinum í Austur-
bæjarbíói sagði Guðmundur Joð
að þetta væri tilraun og Þröstur
sagði þetta áhættu. Ég leyfi mér
að tengja þetta saman og kalla
þessa samninga áhættutilraun og
við launþegar því tilraunadýrin.
Þegar þessir samningar eru
skoðaðir í rólegheitum, vegnir og
metnir eftir kúnstarinnar reglum,
hlýtur hver heilvita maður að
komast að þeirri niðurstöðu, að
áhættan sé fyrir neðan öll raun-
sæismörk. Það er hrein heimska,
að treysta Þorsteini Pálssyni og
Steingrími Hermannssyni fyrir
launaumslaginu sínu. Hafa þeir
nokkurn tímann sýnt að þeir
væru trausts verðir í slíkum efn-
um? Ekki ninnumst við verka-
menn þess.
Ég sagði í upphafi að það hafi
ekki verið við öðru að búast, en
að þessir samningar yrðu sam-
þykktir. Það er velþekkt stað-
reynd, að frá tímum þrælahalds
(það viðgengst reyndar enn í
vinnuþrælkunarþjóðfélagi nú-
tímans) að því meir sem herrann
kúgar þræl sinn og pínir, þeim
mun hlýðnari og þægilegri verður
þrællinn herra sínum. En þann
dag í dag eru orðin þrælsótti og
þrælslund notuð í íslensku og það
ekki í neinni yfirfærðri merkingu,
einsog ætla mætti árið 1986!! Það
viðurkenna einfaldlega allir, að
enginn íslendingur, karl eða
kona, fjölskyldumaður eða ekki,
„Sem dœmi um ástandið má nefna
fordæmingu stjórnar Dagsbrúnar á
Þjóðviljann. Eina blaðinu semfór ofan í
samningana á opinn og heiðarlegan
hátt... “
getur lifað af kaupinu sínu einu
saman. Það er fræðilega útilok-
að. Þess vegna verða íslenskir
verkamenn að leggja á sig og fjöl-
skyldu sína „gígantíska" yfir-
vinnu eða óhóflegt vinnuálag í
bónus eða ákvæðisvinnu, þrátt
fyrir það berjast þeir í bökkum
fjárhagslega. Hinn almenni
launamaður er þreyttur, hann er
útkeyrður á taugum og á barmi
gjaldþrots.
Það er ekki hægt að ætlast til að
fólk í þessari aðstöðu þori út í
baráttu. Þetta vita atvinnurek-
endur og leppar þeirra í valda-
kerfinu og auðvitað ganga þeir á
lagið.Þetta er þeirra hagur og
auðvitað reyna þeir að viðhalda
þessu ástandi. Þeir vita sem er að
meðan þetta ástand varir geta
þeir svo til einhliða ráðið því
hvernig kaupin ganga á eyrinni.
Verkalýðsforystan veit þetta
líka. Þess vegna er illmögulegt að
skilja hvers vegna ekkert er gert á
þeim vígstöðvum til að breyta
þessu ástndi.
Hvers vegna eru verkfallssjóð-
ir ekki styrktir? Hvers vegna gera
verkalýðsfélögin ekkert til að efla
baráttuþrek og vilja félagsmanna
sinna?
Dagsbrún og
Þjóðviljinn
Sem dæmi um hvernig ástandið
í þessum efnum er í dag, má
nefna fordæmingu stjórnar
Dagsbrúnar á Þjóðviljann. Eina
blaðinu sem fór í saumana á þess-
um samningum á opinn og
heiðarlegan hátt, og hrokinn í
varaformanninum þegar hann
vísaði á Dagsbrúnarfundinum frá
tillögu Páls Valdimarssonar um
að stjórn Dagsbrúnar dragi þetta
til baka.
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Dagsbrúnar, leyfði sér
að ljúga því blákaldur að Merce-
des Benz myndi ekkert lækka í
verði eftir að ég hafði sagt að for-
stjórar heildsalar og aðrir þeir
sem aura eiga, væru þeir einu sem
fengju umtalsverðar launabætur
út úr þessum samningum. Sam-
kvæmt því sem sölustjóri Ræsis
segir, lækka þó engir bílar eins
mikið og Benz, eða um 337 þús-
und krónur, en Lada lækkar að-
eins um rúmlega 30 þúsund krón-
ur. Hvers konar kjarasamningar
eru þetta, og fyrir hverja? - Ég
bara spyr.
Það er gjörsamlega óþolandi
að forsvarsmenn okkar í verka-
Iýðsfélögunum skuli Ijúga upp í
opið geðið á okkur, hunsa þær
tillögur sem við berum upp á
fundum, og brjóta niður félags-
andann og baráttuþrek þeirra
sem þeir eru kosnir til að þjóna.
Það var til að mynda ósmekklegt
af formanninum að segja fundar-
mönnum það, að ef þeir voguðu
sér að fella samningana væru þeir
svo gott sem að setja íbúðir fjölda
fólks á nauðungaruppboð. Guð-
mundur veit vel, að tillögur
samningaaðila um húsnæðismál-
in eru aðeins í athugun hjá
Steingrími og þessar 300 miljónir
sem á að kasta í þá sem dýpst eru
sokknir í vaxtafenið, eru hvort
sem er aðeins skammgóður
vermir.
Við hinir almennu félagar gæt-
um breytt þessu ástandi. Þetta er
svona í mínu félagi en því miður
er mitt félag ekkert einsdæmi,
eftir því sem ég hef heyrt.
Ég skora því á okkur launa-
menn að fjölmenna á fundum í
okkar félögum og taka þar virkan
þátt, segja okkar skoðanir og
vera ekkert að bera virðingu fyrir
þessum hrokagikkjum sem eru í
forsvari. Við þurfum að koma
okkar mönnum í áhrifastöður,
mönnum sem eiga hagsmuna að
gæta og eru tilbúnir að hvetja og
styðja sína menn í virkri baráttu
fyrir mannsæmandi lífskjörum.
Reinhold Richter er verkamað
ur í Landsmiðjunni hf.
Greifafötin úr Garðastræti
Guðmundur Einarsson skrifar:
Ein stærsta blekking kjara-
samninganna er sú að nýjar leiðir
hafi verið farnar. Samningamenn
og ráðherrar éta hver eftir öðrum
upp yfirlýsingar um vönduð vinn-
ubrögð og raunsætt mat á aðstæð-
um.
Er það raunsætt mat á aðstæð-
um í landinu að halda að það
skipti máli hvort maður hafi
20.000 eða 21.600 kr. í mánaðar-
laun? Aðstandendur þjóðarsátt-
arinnar telja að svo sé, því
bjartsýnustu tölvurnar þeirra spá
8 prósent kaupmáttaraukningu
þegar allt er talið til.
Staðreyndin er sú, að engu
máli skiptir hvort kaupið er
20.000 eða 21.600. Það er því
miður margt fólk, sem verður að
lifa af slíkum launum, en það lifir
ekki því lífi, sem hægt er að gera
þjóðarsátt um.
Nýjar leiðir
og ný föt
Lítum á leiðirnar við samning-
agerðina.
• Greiðslugeta atvinnuveganna
er gamalt hugtak. Það er fund-
ið með því að fara yfir skýrslur
um afkomu fyrirtækjanna og
búa til meðaltalsgreiðslugetu.
Þannig er búið til hengirúm
undir öll fyrirtæki, líka þau,
sem eru illa rekin. Þau fara inn
„Keisarar ríkisstjórnar og
verkalýðshreyfingar hafa einfaldan
smekk. Þeirganga aðeins ífötumfrá
Garðastrœti“.
En svo er fólk sem hefur ekki
efni á að kaupa bíl. En það
neyðist líklega til að kaupa sér
dekk til að njóta hinna bættu
lífskjara, sem búið er að reikna
úti í Garðastræti.
• Allir segja að samningar eigi
að vera frjálsir og á ábyrgð
samningsaðila. Endirinn er þó
alltaf sá að ábyrgðinni er velt á
ríkissjóð.
Þeir hafa
einfaldan smekk
Keisarar ríkisstjórnar og
verkalýðshreyfingar hafa einfald-
an smekk. Þeir ganga aðeins í föt-
um frá Garðastræti. En það er
komið í ljós að keisararnir eru
ekki í neinu.
í meðaltalið með risnunni og
Range Rover forstjórans. Svo
er greiðslugetan reiknuð
þannig að allar fleytur haldist á
floti. Enginn má fara á haus-
inn. Slíkt er ekki leyfilegt í
ríkiskapítalisma Sjálfstæðis-
flokksins.
• Lífskjör fólksins eru líka
reiknuð. Það er byggt á með-
altölum, neyslukönnunum og
vísitölum um lífið. Menn
reikna öllum svolítið kjöt og
mjólkurleka. Einhverja bíl-
druslu er reynt að hafa í meðal-
talinu og dekk.
Á endanum gleyma menn því,
að þessar tölur eru vísbending-
ar, meðaltöl og mælistikur, en
ekki lífskjör.
• í samningunum er síðan reynt
að láta tölvuútskriftir um
greiðslugetu mæta tölvuút-
skriftum um lífskjör. Þær út-
skriftir geta auðvitað aldrei
mæst og þá er samið um að
breyta mælistikunum.
Samningarnir hætta að fjalla
um sjúklinginn en snúast um
hitamælinn.
Þá er samið um lækkun á
dekkjum og bflum því dekkja-
og bflakrónan er margfalt
þyngri á vísitöluvoginni heldur
en matvælakrónan.
• Það er samið um lífskjör, sem
eru ekki mannsæmandi.
• Greiðslugetan er metin á
gamla mátann.
• Mannlífið er reiknað í prósent-
um.
• Samningarnir snúast mest um
að falsa vísitöluna.
• Samið er um „félagsmála-
pakka“ eins og í gamla daga.
Eru einhverjar nýjar leiðir í
þessu?
Guðmundur Einarsson er þing-
maður og formaður BJ.
Þriðjudagur 11. mars1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5