Þjóðviljinn - 11.03.1986, Page 7

Þjóðviljinn - 11.03.1986, Page 7
Krafta- verkið í gær Enginnfarþegi néflugfólk slasaðist og engin bifreið var á Suðurgötunni þegar Fokkervélin hœtti við flugtak, rann útafflugbrautinni og yfir Suðurgötuna Það verður ekki flokkað undir annað en krafta- verk að ekki fór verr en raun varð á þegar Fokker-vél Flugleiða með 41 farþega innanborðs varð að hætta við flugtak og rann útaf flugbrautarendanum og yfir aðra akrein Suðurgötunnar. Enginn, sem um borð í vélinni var slasaðist og engin bifreið var á Suðurgötunni þegar vélin rann yfir hana. Varla hefði þurft að spyrja að leikslokum ef t.d. Skerjafjarðarvagninn hefði verið þarna á ferð á þessu augnabliki. Vélin sjálf er aftur á móti svo mikið skemmd að vafamál er talið að borgi sig að gera við hana. Trúlega vekur þetta óhapp enn á ný upp deilur um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Þær deilur hafa staðið yfir í mörg ár. Andstæðingar flugvallarstæðis- ins hafa einmitt bent á hættuna af því hve byggð og umferð bifreiða er nálægt flugvellinum. Myndirnar hér á síðunni, sem E.Ól. ljósmyndari Þjóðviljans tók í gær, segja meira en mörg orð um atburðinn og það hvað hefði getað gerst ef bifreið hefði verið á Suðurgötunni þegar óhappið varð. -S.dór Vélin liggur þvert yfir aðra akrein á Suðurgötunni, en sem betur fer var engin bifreið þarna á ferðinni þegar óhapþið átti sér stað (Ljósm. E.ÓI.). Lögregla og slökkvilið Reykjavík- urflugvallar höfðu viðbúnað þeg- ar byrjað var að undirbúa flutning vélarinnar. Búið að slá stroffu um nef vélar- innar og hún færð burtu. . / * pfcfi* FLUGLElÐtR Þriðjudagur 11. mars 1986 ' MÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.