Þjóðviljinn - 11.03.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.03.1986, Blaðsíða 9
FRÉTTIR Verkalýðsmálaráð AB Lýst yfir vantrausti Fjórar konur úrstjórn verkalýðsmálaráðs AB segja sig úr flokknum. Lýsa yfir vantrausti áforystu verkalýðshreyfingarinnar. Síðustu samningar samtrygging við atvinnurekendur og óvinveitt ríkisvald. Stefna verkalýðsmálaráðs sniðgengin Við undirritaðar, sem höfum verið í stjórn verkalýðsmála- ráðs Alþýðubandalagsins síð- astliðið ár, segjum hér með af okkur þeim trúnaðarstörfum svo og öðrum trúnaðarstörfum innan flokksins um leið og við segjum okkur úr Alþýðubandalaginu. Með úrsögn okkar lýsum við van- trausti okkar á forystu verkalýðs- hreyfingarinnar, sem Alþýðu- bandalagsmenn leiða, og þann af- dráttarlausa stuðning sem flokks- forystan veitir þeim. Síðustu samningar sýna svo ekki verður um villst samtryggingu þeirra við atvinnurekendur og óvinveitt ríkisvald. Stjórn núverandi verkalýðsmálaráðs hefur borið fram ákveðna stefnu í launa- og kjaramálum og flutt fjölmargar ályktanir þar að lútandi í æðstu stofnunum flokksins. Þær hafa allar verið samþykktar nær mótatkvæðalaust, en snið- gengnar og ónýttar af þeim sem enn halda völdum í flokknum. Meðan þetta ástand ríkir teljum við okkur ekki fært að starfa innan flokksins. Þannig hljóðar bókun þeirra stjórnarmanna sem sögðu sig úr Alþýðubandalaginu á aðalfundi verkalýðsmálaráðsins á sunnu- daginn, þeirra Bjarnfríðar Leós- dóttur formanns ráðsins, Mar- grétar Pálu Ólafsdóttur, Stellu Hauksdóttur og Dagbjartar Sig- urðardóttur. A fundinum gekk Elísabct Þorgeirsdóttir einnig úr flokknum. - Frá því að þessi stjórn verka- lýðsmálaráðsins tók við var alveg ljóst að forysta hinnar skipulögðu verkalýðshreyfingar, sem þá var í fýlu við formann flokksins, ætlaði sér ekkert með þetta verkalýðs- málaráð. Við mótuðum ákveðna stefnu í launa- og kjaramálum og hún hefur í megindráttum verið samþykkt á ýmsum fundum flokksins. Hljómgrunnur fyrir harðari verkalýðsbaráttu, breytta tekjuskiptingu í þjóðfé- laginu, er mjög góður meðal al- mennra félaga í Alþýðubanda- laginu. Og þessi stefna endur- speglast í samþykktum lands- fundar og miðstjórnar. En þegar kemur að ákvörðunum hjá verkalýðsforystunni og flokks- forystunni þá bregður nýrra við, afstöðu Alþýðubandalagsins er ýtt til hliðar einsog hún sé ekki til. Þetta er svo kórónað af þing- mönnum Alþýðubandalagsins sem greiða samtryggingarstefn- unni atkvæði og taka þátt í að falsa vísitöluna inná alþingi. - Aðalfundur verkalýðsmála- ráðsins var í samræmi við þetta, en verkalýðsforystan mætti þarna á fundinn með stuðningsliði sínu. Ég lagði til að hefðbundnum að- alfundarstörfum væri frestað, og tekið til við að ræða samningana, en þá var lögð frarn dagskrártil- laga um að ræða ekki samningana á fundinum. Það var eftir öðru, sagði Bjarnfríður Leósdóttir. Dagskrártillagan var samþykkt á fundinum en flutningsmenn hennar voru þau Ólafur Þ. Jóns- son, Hansína Stefánsdóttir og Steini Þorvaldsson. Ólafur Þ. Jónsson sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær, að sér hafi þótt fundurinn illa skipulagður, og orðinn hálfgerður skrípaleikur, auk þess sem þarna hefðu verið viðstaddir menn sem ekkert væru í flokknum. Þess vegna hefði hann ekki talið ástæðu til að ræða samningana á fundinum. Bjarnfríður kvað þær konur sem sagt hefðu sig úr flokknum nú ætla að leggja sitt af mörkum í kjarabaráttunni í Samtökum kvenna á vinnumarkaði. - óg. Guðrún Helga Sederholm, Sjónvarps- mynd fyrir böm Innlend dagskrárdcild sjón- varps (I.D.D.) auglýsti nýlega eftir hugmyndum að handriti að stuttri sjónvarpsmynd fyrir börn tólf ára og yngri. Um tuttugu hugmyndir bárust. Fyrir valinu varð sagan Elías og örninn eftir Guðrún Helgu Se- derholm kennara. I.D.D. mun nú láta vinna kvik- myndahandrit á grundvelli þess- arar smásögu. Kvikmyndun þessa handrits verður væntanlega boðin út. Elías og örninn verður hluti af samnorrænum mynda- flokki sem sýndur verður á vetri komanda. Landbúnaður Vara við stefnu stjómvalda Aðaldœlir: Stórfelldfœkkun bændafyrirsjáanleg r Itillögu, sem blaðinu hefur bor- ist frá hreppsnefnd Aðaldæla- hrepps, er lýst „þungum áhyggj- um vegna ríkjandi stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmál- um, sem m.a. felst í stór- minnkuðum niðurgreiðslum á búvörum innanlands, afnámi út- flutningsbóta og áróðri fyrir fækkun og stækkun búa“. Varað er mjög eindregið „við því að gera hvort tveggja í senn að afnema útflutningsbætur og skerða stórlega niðurgreiðslur haldi svofram sem horfi innanlands á mjólkurvörum og sauðfjárafurðum og telur nefndin að ef svo heldur fram, sem horfir, sé stórfelld fækkun bænda fyrir- sjáanleg“ með geigvænlegum af- leiðingum „fyrir sveitir landsins og þjóðfélagið allt“. Hreppsnefndin „beinir þeirri áskorun til stjórnvalda að endur- meta nú þegar viðhorf sín til þess- ara mála, sérstaklega með því að auka niðurgreiðslur á búvörur og fresta gildistöku 36. og 37. gr. bú- vörulaganna að því er varðar árin 1987-1990 uns heildarúttekt hef- ur farið fram á þjóðhagslegu og þjóðfélagslegu gildi landbúnað- arins, erlendir markaðir fyrir bú- vörur kannaðir ítarlega og bú- vörulögin endurskoðuð í ljósi nýrra athugana. Verði um öll þessi atriði haft raunhæft sam- starf við bændastéttina". Tillaga þessi hefur verið send helstu stofnunum og félagasam- tökum landbúnaðarins. - mhg. Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress Haföu þá samband við afgreiðslu Þjóðviljans, sími 681333 Laus hverfí: Laugarnesvegur Tjarnargata Álfhólsvegur Skerjafjöröur Það bætir heilsu 02 hag að bera út Þjóðviljann Tilkynning um lán vegna bætts aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis á vinnustað. í lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum, er gert ráð fyrir útvegun fjármagns til lánveitinga til fyrir- tækja, sem þurfa að bæta aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustað. Samkomulag hefir verið gert milli Byggða- stofnunar og félagsmálaráðuneytisins um að lán þessi verði veitt úr Byggðastofnun af sérstöku fé, sem aflað verður í þessu skyni. Umsóknir um lán þessi skulu því sendar Byggðastofnun, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík, á umsóknareyðublöðum Byggða- stofnunar, þar sem sérstaklega sé tekið fram að um sé að ræða lán vegna bætts aðbúnað- ar, hollustuhátta og öryggis á vinnustað. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Endur- nýja þarf umsóknir, er áður hafa verið sendar en ekki hlotið afgreiðslu. Sóknarfélagar - Sóknarfélagar Félagsfundur í nýja Sóknarhúsinu Skipholti 50 á fimmtudaginn 13. mars kl. 20.30. Fundarefni: 1. Nýir kjarasamningar. 2. Önnur mál. Sýnið skírteini. Stjórnin. Þriðjudagur 11. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.