Þjóðviljinn - 11.03.1986, Síða 15
FLÓAMARKAÐURINN
Til sölu
skápur og spegill í forstofu, 2 stólar
og rennd hilla, eldhúsborö og lítill
baöskápur. Selst ódýrt. Upplýsing-
ar í síma 46447 eftir hádegi.
Gamlir húsmunir
til sölu
m.a. borðstofuborð og 4 stólar, ga-
malt sófaborð (stækkalnegt), gaml-
ar hillur (hvítar), eldri gerð af Husq-
uarna saumavél, gamalt loftljós,
standlampi og borðlampi. Einnig er
til sölu unglingakvenreiðhjól, notuð
skíði og bindingar fyrir 10-12 ára,
dökkteinótt jakkaföt, notaðir hjól-
barðar, járnrör og fittings,
marmaraplata af gömlu gerðinni.
Selst ódýrt. Upplýsingar í síma
40789 eftir kl. 17. Sigurlaug.
Til sölu - húsgögn
Borðstofuborð og 6 stólar og
skenkur. Upplýsingar í síma 75476.
Ylræktarbændur athugiö!
Ég er 14 ára og óska eftir að komast
í vinnu í sumar. Upplýsingar í síma
75990.
Til sölu
er vandað, kringlótt sófaborð, sér-
smíðað. Þvermál plötu er ca 1 m og
hæð er 45 cm. Verð aðeins kr.
3500. Upplýsingar í síma 13152.
Barnapía óskast
til að gæta tveggja barna 2ja og 3ja
ára, 1 -2 kvöld í viku. Uppl. hjá Daní-
el og Svövu í síma 18795, eftir kl.
18.
David Boadella
Kunnur breskur sállæknir (psycho
therapist) heldur námskeiö í Vax-
tarræktinni Dugguvogi 7 helgina
22. og 23. mars frá kl. 9-17 báða
dagana. Boadella hefur skrifað
fjölda bóka um sálfræði líkamans
(somatic psychology) og við mun-
um á námskeiðinu kynnast ýmsum
hugmyndum og æfingum tengdum
tilfinningavinnu meö líkamann.
Upplýsingarog skráning hjá Daníel
í síma 29006 á daginn og 18795 á
kvöldin. Fjöldi þátttakenda er tak-
markaður.
Húsgögn og fleira
til sölu
Ódýrt hjónarúm með góðum dýn-
um, skápur (skenkur), sængurfata-
skápur. Herraföt ný og nýir skór.
Sími 32123.
íbúð óskast
Reglusamur piltur óskar eftir 2-3
herbergja íbúð í miðbæ eða ná-
grenni hans. Húshjálp kemur vel til
greina ef óskað er. Hef góð með-
mæli og býð uppá skilvísar
greiðslur. Vinsamlegast hafið sam-
band í heimasíma 622118, Jakob.
Kaupi og sel
vel með farin húsgögn og húsmuni.
Fornverslunin
Grettisgötu 31, sími 13562.
Til sölu
Gaggenau blástursofn með grilli,
AEG helluborð og AEG vifta - verö
kr. 20.000. Upplýsingar í síma 93-
1205.
Atvinna óskast
- vélritun
Tek að mér vélritun í heimavinnu.
Vinsamlegast hringið í síma 36452
milli kl. 5 og 6.
1. júní!
Fóstra og kennaranemi óska eftir
íbúð, 2-3 herbergja, á leigu frá 1.
júní. Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar
gefnar í síma 11953 eftir kl. 15.30.
Sigrún.
Barnaleikgrind
Óska eftir að kaupa hringlaga
barnaleikgrind með neti. Upplýs-
ingar í síma 46471.
Til sölu - vil kaupa
Vil kaupa hnakk, helst íslenskan. Á
sama stað er til sölu steypuhræri-
vél, járnklippur, sperrutimbur, hurð-
ir og eldavél. Hringið í síma 77097.
Óska eftir
dælu í fiskabúr og notuðum raf-
magnsgítar. Upplýsingar í síma
13226 og 672507.
Tölva og „rússa“vél
Til sölu ACORN ELECTRON tölva
ásamt ACORN +I viðbót og AC-
ORN segulbandi. Einnig til sölu vél
og fylgihlutir úr frambyggðum
rússajeppa. Upplýsingar í síma
37197 á kvöldin.
Til sölu
Notað skrifborð og mjög góður
skrifborðsstóll til sölu, ódýrt. Upp-
lýsingar í síma 38930.
Til sölu
Trabant árgerð '79, þarfnast við-
gerðar. Selst mjög ódýrt. Upplýs-
ingar í síma 672133 e.kl. 19.
Lítið ferðasjónvarp
Á ekki einhver lítið s/h ferðasjón-
varp sem hann vill gefa mér eða
selja mjög ódýrt? Þarf að geta
gengið fyrir rafhlöðum. Vinsam-
legast hringið í síma 681333 fyrir
hádegi.
Atvinna óskast
Ég er 17 ára og bráðvantar vinnu.
Helst vil ég starfa sem sendill (hef
bílpróf), en önnur störf koma einnig
til greina. Uppl. í síma 21611, kl.
13-17.
Til sölu
Brio kerra, Emmaljunga tvíbura-
kerra og bakburðarpoki með grind,
ennfremur þrískiptur gamall fata-
skápur. Á sama stað óskast bað-
ker. Uppl. í síma 681993.
Ódýr frystikista
8 ára Helifrost frystikista í mjög
góðu ásigkomulagi til sölu á 5 þús-
und krónur. Uppl. i síma 37865.
Sjónauki
Pentax sjónauki 7x35, 6,5 á 2500
krónur. Upplýsingar í síma 44618.
Er ekki tilvalið
að gerast áskrifandi?
--------------DJÖÐVIIJINN-I
FRÁ LESENPUM
Hún Framsókn er farin
í aldanna skaut
Bréftil Steingríms Hermannssonar frá snnnlenskum flokksbróður:
Á þrettándanum 1986
Á þrettándanum 1986
Sæll og blessaður Steingrímur
minn, og Guð gefi þér gleðilegt
nýtt ár.
Skömmu fyrir jól var frá því
sagt í fréttum útvarpsins að þið
ráðherrarnir hefðuð í hyggju að
ráða til ykkar ráðherraritara, og í
tilefni af þessu ætla ég að pára þér
fáeinar línur. Þannig er mál með
vexti að ég er að hugsa um að
bregða búi, og þar sem ég er tal-
inn sæmilega vel skrifandi datt
mér í hug að biðja þig að útvega
mér starf sem ráðherraritari, og
helst af öllu vildi ég verða ritari
hjá þér eða Geir, því ein-
hvernveginn þykir mér matar-
meira að vera ritari hjá öðrum
hvorum þeirra ráðherra sent eru í
mestu áliti hjá almenningi. En
hinsvegar tek ég feginshendi rit-
arastarfi hjá hvaða ráðherra sem
er, ef ég skyldi ekki komast í
starfið hjá ykkur Geir, og ef til
þess kæmi, sem mér þykir ekki
ólíklegt, að aðstoðarráðherrarnir
fái einnig ritara þá myndi ég ekki
fúlsa við að verða aðstoðarráð-
herraritari ef ekki yrði annarra
kosta völ.
Það hefur flogið fyrir að Geir
leggi niður ráðherradóm, en ég
trúi ekki öðru en að þú meldir
það einhvernveginn Steingrímur
minn, að Geir verði ráðherra
áfram, því ég tel að við megum
alls ekki missa hann úr ríkis-
stjórninni. Þetta má ekki skilja
svo að ég sé að amast við Þor-
steini, því fjárhagur ríkisins hefur
færst mjög til betri vegar síðan
hann varð fjármálaráðherra, en
hjá Alberti var ríkiskassinn grá-
götugt óseðjandi gímald. Þá hafa
allar yfirlýsingar Þorsteins sýnt
og sannað að hann er ekki eitt í
dag og annað á morgun.
Frá því ég man fyrst eftir mér
Steingrímur minn, hef ég verið
Framsóknarmaður og einlægur
félagshyggju- og samvinnumaður
og ég hef aldrei keypt svo mikið
sem naglrótarstærð af einu eða
neinu í Höfn eða austur á Hellu.
Ég er nú farinn að þreytast á
búskapnum og vildi því gjarna
komast í slitminna starf. En hitt
er mér ljóst að það verður ekki
sársaukalaust að rífa sig upp með
rótum úr blessaðri sveitinni. En
án efa verða þó þyngstu sporin
aðfara úr hreppsnefndinni. Jóka
mín er orðin öllu þreyttari á bú-
skapnum en ég, enda hefur hún
aldeilis ekki átt þess kost um dag-
ana að liggja kyrr eða dorma í
náðum, því auk venjulegra bús-
umsvifa hefur hún (með smávegis
aðstoð frá mér) skilað þjóðinni
17 þegnum sem allir voru Fram-
sóknarmenn. En nú hefur dregið
ský fyrir sólu og ég verð að segja
þér þá sorgarsögu að á tveim síð-
ustu árum hafa 8 börn okkar Jóku
yfirgefið flokkinn og þar að auk
er yngsta barn okkar, sem nú er
16 ára, orðið blcndið í trúnni. Ég
er ekki í vafa um að þessum
sinnaskiptum barnanna veldur
m.a. ábyrgðarlaus áróður fjöl-
miðla og gaspur kommúnista.
Það veit enginn nema sá sem
reynt hefur hversu þung raun það
er þegar efnileg og vel af Guði
gerð börn turnast til villutrúar.
Ég get svo sannarlega tekið mér í
munn orð Brynjólfs biskups í
Skálholti þegar hann frétti að
Ragnheiður dóttir hans hefði
eignast barn með Daða Hall-
dórssyni: Mala domestica majora
sunt lacrimis.
Gummi, sonur okkar Jóku, var
hjá okkur um hátíðarnar, en
hann er í hópi þeirra barna okkar
sem hafa yfirgefið Framsóknar-
flokkinn. Ég reyndi hvað ég gat
að snúa honum til sinnar pólit-
ísku barnatrúar, en afraksturinn
varð aðeins þras og deilur. En þó
keyrði fyrst um þverbak hvernig
drengurinn hagaði sér á gamlárs-
kvöld. Ég var lengi búinn að
hlakka til að heyra áramótaboð-
skap þinn í sjónvarpinu, en þegar
til kastanna koni naut ég boð-
skaparins lítið því þú varst ekki
fyrr kominn á skjáinn en Gummi
fór að senda þcr tóninn, og varð
síðan lítið lát á frammíköllum
hansoggjammi. Öðru hvorisneri
hann sér að mér með miður
þokkalegum athugasemdum, og
skal ég nú gefa þér örlítið sýnis-
horn af talsmáta lians: „Hvað
ertu að segja Steini, er ekki svig-
rúni til launahækkana? Þið höfð-
ingjarnir fáið þá líklega ekki 37%
launahækkuneinsogífyrra... ha,
verðbólgan skaðvaldur, já satt
segirðu, við pápi höfum fengið
smjörþefinn af henni. Allt æðir
upp, vöruverð, vextir og opinber
þjónusta... nú skulum við hlusta
vel pápi, bráðum les hann Faðir-
vorið sitt frá 1979: Allt er betra
en íhaldið...heyrirðu þetta pápi,
nú á líklega að fara að stjórna -
svona til tilbreytingar, eins og
maðurinn sagði í sjónvarpinu
forðum... ætlarðu ekki að minn-
ast á verslunarhallirnar Steini,
okkur pápa langar fjarska mikið
að heyra um þær.“
í þessum dúr lét Gummi dæl-
una ganga þar til ávarp þitt var á
enda, og um leiö og ásjóna þín
hvarf af skjánum spratt hann upp
úr sætinu, belgdi sig út og kyrjaði
við raust: „Hún Framsókn er far-
in í aldanna skaut / og fráleitt hún
komi til baka..." Nú varð ég fyrst
alvarlega reiður. Ég hljóp gráti
nær út á hlað, og urn leið og ég fór
út úr stofunni hreytti ég í Jóku
mína: „ Að þetta skuli vera undan
okkur og það á gamlaársdegin-
um."
Ég lifi í þeirri von að börnin
okkar Jóku sjái að sér og komi
aftur í Framsóknarflokkinn. Ég
vona einlæglega Steingrímur
minn, að pólitískt sótthitaóráð
þeirra nú um stund verði ekki
Þrándur í Götu þess að ég fái rit-
arastarfið. Ég bið kærlega að
heilsa Jóni og Þórarni mínum,
svo og öðrum í þingflokknum
sem kveðju minni vilja taka, en
undanskil þó Höllustaðakarlinn.
Með flokkskveðju og fyrirbæn-
um.
Þórður á Þröm.
Afmœli
75 ára
í gær
Kristján Kristjánsson, Máva-
hlíð 1 í Reykjavík, varð 75 ára í
gær, 10. mars. Hann er kvæntur
Elínu Guðmundsdóttur og eiga
þau þrjú börn. Kristján hóf störf
á skrifstofu Bæjarútgerðar
Reykjavíkur árið 1951 og vann
þar óslitiö uns hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir.
HVAD ER AÐ GERAST í ALÞYÐUBANDALAGINU?
Málefnahópar AB
Hópur um jafnréttismál. Fyrsti fundur í kvöld, þriðjudaginn 11.
mars kl. 20.30. 1)Rætt um viðfangsefni hópsins.
2) Fæðingarorlof. Fundarstaður Miðgarður Hverfisgötu 105.
AB-Kópavogi
Bæjarmálaráðsfundur
verður haldinn miðvikudaginn 12. mars kl. 20.30 í Þinghóli. Dag-
skrá: 1) Atvinnumál, tómstundamál. 2) Önnur mál. - Stjórnin.
Atþýöubandalagiö í Reykjavík
Viðtalstímar
borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins eru á
þriðjudögum frá kl. 17.30-18.30. Þriðju-
daginn 11. mars verður Sigurjón Pétursson
til viðtals.
Sigurjón
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Félagsfundur
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til almenns félagsfundar
miðvikudaginn 12. mars kl. 20.30 í Skálanum Strandgötu 41.
Dagskrá:
1) Kynntar tillögur upþstillingarnefndar um framboðslista fyrir
sveitarstjórnarkosningar í vor.
2) Kosningastarfið.
3) Önnur mál.
Félagar hvattir til að mæta. Stjórnin
AB Selfoss og nágrennis
Félagsmála-
námskeið
Fimmtudaginn 13.
mars hefst 5 kvölda
námskeið í ræðu-
flutningi og fund-
arsköþum sem oþið
er öllum félögum og
stuðningsmönnum
Alþýðuþandalags-
ins. Kristín Margrét
Leiðþeinendur verða Margrét Frímannsdóttir og Kristín Á.
Ólafsdóttir. Þátttaka tilkynnist til Önnu Kristínar í s. 2189 fyrir 9.
mars. Stjórnin.
Mennta- og menningarmálanefnd
kemur saman í kvöld kl. 20.30 á Hverfisgötu 105.
Þriöjudagur 11. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19