Þjóðviljinn - 11.03.1986, Síða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsfmi: 681348. Helgarsími: 81663.
Þriðjudagur 11. mars 1986 58. tölublað 51. örgangur.
DIOÐVIUINN
HAB
Ovíst um lækkun
Staða Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar mjög slœm.
Skuldar 1,4 miljarða. Ferfram á viðrœður við stjórnvöld.
Verkalýðsfélögin í vanda
að er með öllu óvíst hvort
gjaldskrá Hitaveitu Akraness
og Borgarfjarðar lækkar um 7%
eins og gert er ráð fyrir í nýgerð-
um kjarasamningum. Staða
fyrirtækisins er mjög slæm, það
skuldar 1,4 miljarða, og stjórnar-
menn sjá ekki möguleika á að
lækka gjaldskrána án aðstoðar
frá ríkinu.
Stjórn fyrirtækisins hefur farið
fram á viðræður við fulltrúa fjár-
málaráðuneytisins og iðnaðar-
ráðuneytisins um hvernig á að
mæta þessari lækkun, og ekki er
að vænta neinnar niðurstöðu fyrr
en í vikulokin. Pað liggur hins
vegar fyrir fundum verkalýðsfé-
laganna á Akranesi og í Borgar-
nesi í kvöld annað hvort að sam-
þykkja samningana eða fella þá.
„Ég vona að yfirlýsing stjórnar
HAB um lækkun liggi fyrir á
fundi okkar um samningana. Ég
skal ekki segja hvort lækkun
verði gerð að skilyrði, en við telj-
um það mjög brýnt að gjaldskrá-
in verði lækkuð" sagði Jón Agnar
Eggertsson formaður Verka-
lýðsfélags Borgarness þegar
Þjóðviljinn bar þetta undir hann í
gær.
Ingólfur Hrólfsson hitaveitu-
stjóri sagði í gær að hann teldi
það ekki óeðlilegt að þeir, sem
svo að segja hafi lofað þessari
lækkun, geri grein fyrir því
hvernig hægt er að standa við lof-
orðið. „Ég sé ekki annað en að ef
við lækkum núna verði viðskipta-
vinir okkar að greiða það hærra
verði seinna. Boltanum verður
bara velt áfram“, sagði Ingólfur.
Ingólfur sagði ennfremur að
verði gjaldskrá fyrirtækisins
óbreytt út árið sé fyrirsjáanlegt,
að fyrirtækið verði að taka lán
upp á 25 miljónir króna, en lækki
gjaldskráin um 7% hækki þessi
upphæð í 33 miljónir.
-gg-
Bogdan endurráöinn? Þjálfarinn fékk hlýjar móttökur við komuna til Keflavíkur eftir glæsilegan árangur á
heimsmeistarakeppninni. Stjórn Handknattleikssambands islands hefur mikinn áhuga á að endurráða Bogdan Kow-
alczyck sem landsliðsþjálfara. Viðraeður við hann munu hefjast nú í vikunni, að sögn Jóns Hjaltalíns Magnússonar,
formanns HSÍ. Jóhann Ingi Gunnarsson er númer tvö á lista stjórnar HSÍ. Jóhann Ingi hefur náð mjög góðum árangri í
Vestur-Þýskalandi undanfarin ár og í vestur-þýsku blaði fyrir helgina var hann nefndur sem einn líklegasti eftirmaður
Simons Schoebels, landsliðsþjálfara Vestur-Þjóðverja. -VS
Háskólinn
Vinstri menn í forystu!
Kosningar til SHÍog Háskólaráðs í dag. Birna Gunnlaugsdóttir:
Stúdentar geri vinstri menn að ótvírœðuforystuafli
Verkalýðsmálaráð AB
Sögðu sig
úr flokknum
Fjórar konur úr stjórn
verkalýðsmálaráðs
sögðu sig úr
Alþýðubandalaginu.
Bjarnfríður Leósdóttir
heiðursfélagi í
Æskulýðsfylkingunni
„Hljómgrunnur fyrir harðari
verkalýðsbaráttu og breyttari
tekjuskiptingu í þjóðfélaginu cr
mjög góður meðal almennra fé-
laga í Alþýðubandalaginu og það
endurspcglast í samþykktum
landsfundar og miðstjórnar1*,
sagði Bjarnfríður Leósdóttir í
samtali við Þjóðviljann í gær.
„En þegar kemur að ákvörðun-
um hjá verkalýðsforystunni og
flokksforystunni bregður nýrra
við; afstöðu Alþýðubandalagsins
er ýtt til hliðar einsog hún sé ekki
til“.
Þær Bjarnfríður, Margrét Pála
Ólafsdóttir, Stella Hauksdóttir og
Dagbjört Sigurðardóttir sögðu
sig úr stjórn verkalýðsmálaráðs-
ins á aðalfundi þess á sunnudag-
inn; sem og úr flokknum.
A fundinum tilkynnti Anna
Hildur Hildibrandsdóttir að
Framkvæmdaráð Æskulýðsfylk-
ingarinnar hefði ákveðið að
bjóða Bjarnfríði Leósdóttur að
gerast heiðursfélagi í Fylking-
unni. Bjarnfríður tók boðinu.
-óg.
Sjá bls. 13
8. mars
Kjörin ekki
mönnum
bjóðandi
Harðorð
ályktun kvenna
„Þeim fjölgar með degi hverj-
um sem þurfa að leita eftir fjár-
hagsaðstoð félagsmálastofnana.
Uppvaxtarskilyrði barna fara
hríðversnandi og kjör aldraðra
eru ekki mönnum bjóðandi",
segir m.a. í harðorðri ályktun frá
baráttufundi kvenna á 8. mars í
Reykjavík.
Sjá bls. 8
að er mjög brýnt að stúdentar
leggist nú allir á eitt um það
að gera vinstri menn að ótvíræðu
forystuafli í hagsmunabarátt-
unni. Eg hvet alla vinstri inenn
eindregið til að taka þátt í kosn-
ingunum í dag, sagði Birna Gunrt-
laugsdóttir sjötti maður á lista Fé-
lags vinstri manna vegna kosning-
anna til stúdentaráðs Háskólans
sem fara fram í dag.
„Það er númer eitt í þessu sam-
bandi að rétt verði á málum hald-
ið varðandi lánasjóðinn, og þar
er að mínu mati engum treystandi
öðrum en vinstri mönnum. Það
þarf einnig að þrýsta á ríkisvaldið
um að leggja fé í byggingar nýrra
garða fyrir námsmenn og auka til
muna dagvistarrými fyrir börn
námsmanna", sagði Birna í gær.
Hörð kosningabarátta er nú
háð meðal námsmanna og ganga
stóryrtar yfirlýsingar á víxl milli
fylkinga. Félag vinstri manna á
nú í samstarfi við frjálslyndari
arminn í Félagi umbótasinnaðra
stúdenta í stúdentaráði, og er bú-
ist við að vilji sé fyrir því að halda
því samstarfi áfram, en það er þó
háð úrslitum kosninganna í dag.
Mikil útgáfustarfsemi fylgir þess-
ari kosningabaráttu og tekist á
bæði um menn og málefni.
Kosið verður um helming full-
trúanna í stúdentaráði og há-
skólaráði. Kjörstaðir verða opnir
í dag frá kl. 9 - 18 og verður taln-
ingu lokið í kvöld. Allar upplýs-
ingar um þessar kosningar er að
fá hjá SHI í síma 621080.
- gg-
Sól hf
Svalinn
lækkar ekki
Davð Scheving: Vonast
til að verðið hœkki ekki
það sem eftir er ársins.
Smjörlíkið hefur þegar
lœkkað í verði
„Við hækkuðum verðið í feb-
rúar eftir að samkeppnisaðilarnir
höfðu hækkað sína vöru og ég fæ
ekki séð að ég geti lækkað verðið
á Svalanum. Framleiðnin er lang
mest á sykurlausum Svala og efn-
ið í hann er Firna dýrt. Aftur á
móti er sykur á lágu verði á
heimsmarkaði núna. Ég vonast
hinsvegar til að þurfa ekki að
hækka verðið það sem eftir lifir
ársins“, sagði Davíð Scheving
Thorsteinsson forstjóri Sólar hf.
er Þjóðviljinn innti hann eftir því
hvort hann ætlaði að fara að ósk-
um Fél. íslcnskra iðnrekenda og
lækka verð á sinni vöru.
Davíð sagði að ef til vill væri
hægt að selja sykraða Svalann á
lægra verði en hann sagðist ekki
þora það vegna þess að þá tæki
fyrir sölu á þeim sykurlausa.
Hann sagðist þegar hafa lækkað
verð á smjörlíki. Vegna hag-
stæðra innkaupa á hráefni hefði
verið hægt að lækka útsöluverð
þess um 10% og það hefði verið
gert í janúar. - S.dór.
Æskulýðsfylkingin
Barátta gegn
borgara-
flokkunum
Niðurstaða samninganna
nauðsyn þess að taka upp
slíka baráttu í
verkalýðshreyfingunni
„Framkvæmdaráð ÆFAB
harmar þá þröngsýni og til-
hneigingu til ritskoðunar sem
birtist í samþykkt stjórnar verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar um
Þjóðviljann og skrif hans. Sósíal-
ískur flokkur hlýtur að stefna að
réttlátara þjóðfélagi og tekju-
skiptingu, en það er því miður
ekki niðurstaða þessa samninga.
Þeir sýna nauðsyn þess að taka
upp baráttu gegn borgaraflokk-
unum í verkalýðshreyfingunni.
Framkvæmdaráðið bendir enn-
fremur á, að það er ekki heilla-
vænlegt að nota borgaralega fjöl-
miðla gegn félögum sínum. Það
er hlutverk Þjóðviljans að túlka
stefnu Alþýðubandalagsins, ekki
þverpólitískrar verkalýðshreyf-
ingar."
Birna Gunnlaugsdóttir: Brýnt að allir
leggist á eitt um að gera vinstri menn
að ótvíræðu forystuafli í
hagsmunabaráttunni.