Þjóðviljinn - 21.03.1986, Blaðsíða 1
21
mars
1986
föstu-
dagur
67. tölublað 51. örgangur
ÞJOÐVUJINN
Félagsmálastofnun
Gunnar settur af
GunnarA. Þorláksson húsnœðisfulltrúi notfœrði sér aðstöðu sina sér og fyrirtœki sínu til
frarhdráttar. Uppi fótur ogfit íborgarkerfinu. Gunnar settur íannað starf jafnvel lœgra launað
Ákveðið hefur verið að færa
Gunnar A. Þorláksson úr starfi
húsnæðisfulltrúa Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkurborgar í
annað að öllum líkindum verr
borgað starf. Ástæðan er sú að
Gunnar hefur notfært sér stöðu
sína sem húsnæðisfulltrúi sér og
fyrirtæki sínu, Strýtu s.f., til
framdráttar, en Þjóðviljinn
skýrði frá því fyrir skömmu að
þarna væri um augljósa hags-
munaárekstra að ræða.
Gunnar hefur sem húsnæðis-
fulltrúi séð um að leigja út íbúðir í
eigu borgarinnar og jafnframt að
framleigja íbúðir sem borgin
leigir. Komið hefur í Ijós að tvær
þessara íbúða eru í hans eigin
Mjóifjörður
Fullur
af ríga-
þorski
Jóhanna Lárusdóttir á
Brekku: Leggjum net
bundin við land og
veiðum vel og best ínetin
sem eru grynnst.
Póstbáturinn stundar
fiskveiðar
Það má eiginlega segja að
fjörðurinn sé fullur af ríga
þorski og ekki í fjöldamörg ár
veiðst annað eins og nú. Það
veiddist dálítið í fyrra en ekkert
svipað og núna. Og það sem
mcrkilegast er að fiskurinn virð-
ist ætla að hrygna hér í Mjóafirði,
því hann er alveg kominn að goti.
Eins er það að hér er ekki um eina
göngu af þorski að ræða, hcldur
hafa þær komið hver á fætur ann-
ari. Við höfum vcrið með nokkur
net hérna og lagt þau frá landi og
fiskað vel og best í þau net sem
lögð hafa verið grynnst, sagði Jó-
hanna Lárusdóttir á Brekku í
Mjóafirði í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær.
Jóhanna sagði að vertíðarbátar
hefðu verið á veiðum útí flóanum
og veitt vel. Mikil síld hefði verið
í Mjóafirði í allan vetur og hefði
þorskurinn sjálfsagt verið að elta
hana, enda hefði það verið svo
um tíma að þorskurinn var yfir-
fullur af síld, svo jafnvel stóð útúr
honum.
Flóabáturinn, sem gengur á
milli Mjóafjarðar og Neskaup-
staðar tvisvar í viku, hefur stund-
að netaveiðar í Mjóafirði á milli
ferða og hann hefur flutt fiskinn
fyrir fólkið á Brekku til SÚN í
Neskaupstað.
Jóhanna sagði að stærsti fiskur-
inn sem þau hefðu veitt hefði ver-
ið 140 cm langur og 31 kg. að
þyngd en mjög mikið hefði veiðst
af 12-14 kg. þorski. S.dór
eigu og fyrirtækis hans.
Eins og Þjóðviljinn hefur skýrt
frá stofnaði Gunnar Strýtu í lok
janúar. Uppi hafa verið háværar
raddir um að hann tæki fyrirtækið
af firmaskrá, enda er tilgangur
fyrirtækisins nær samhljóða hlut-
verki Gunnars hjá borginni.
Strýta s.f. er hins vegar enn á
firmaskrá og í gær var Gunnari
tilkynnt að hann yrði settur í ann-
að starf.
Það varð uppi fótur og fit í
borgarkerfinu þegar Þjóðviljinn
fór að kanna þetta mál í vikunni.
Á miðvikudaginn var Sveinn
Ragnarsson félagsmálastjóri
inntur eftir því hvort það væri rétt
að Gunnar stundaði þessa iðju,
en Sveinn neitaði þá að ræða mál-
ið við blaðið fyrr en hann hefði
rætt við Ingibjörgu Rafnar for-
mann félagsmálaráðs. Þegar haft
var samband við Svein í gær vís-
aði hann málinu alfarið til borg-
arstjóra, sem staðfesti fréttina í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Borgarstjóri sagði í gær að ekki
yrði tekið mið af reglum um að
opinber starfsmaður skuli ekki
lækka í launum þótt hann sé færð-
ur á milli starfa.
-gg
SORGARSiÓÐUR
REYKJAVÍKUR
beiöni
Nr. 24404
Da08
Nafn seljanda
Gjörið svo vei að alhenda á kostnað borgarsjóðs Reykjavikur
eftirfarandi vörur:
Vinsamiegast sendið reiknmg ásaml þessarri betðni Ui
-^MCSHALASTOmiJM Tvr,n.r,r
Nwn siofnunaf
KUftBORC
Fátæktin
Skömmtunarseðill
Allt að 25% styrkþega hjá skrifstofu félagsmálastofnunar í Breiðholti fá slíka seðla í stað fjárstyrks. Einsog Þjóðviljinn
hefur greint frá veigra margir sér við að taka við slikum miðum, vegna niðurlægingarinnar, - og reyna frekar að slá lán hjá
vinum og ættingjum þess í staö.
GLÆTAN
HEIMURINN
Furður
Magalaust
furðudýr
Wellington — Hvað er það sem
hefur engan maga, geymir mat
í fótum sér og hefur tíu kyn-
færi?
Samkvæmt vísindamönnum
frá Ástralíu og Nýja Sjálandi
mun það vera „Sjávarlilja‘% ein-
kennileg tegund sjávarlífveru
sem nú hefur verið uppgötvað að
lifir í vatnssósa trédrumbum á
sjávarbotni. Vísindamenn hafa
skilgreint þessa lífveru sem hring-
laga skrápdýr, 2x9 mm. á stærð.
Fyrirbrigði þetta mun hafa verið
kynnt vísindamönnum í gær og
ku hafa vakið feikna hrifningu í
þeim hópi.
IH/REUTER
Sjónvarpið
Húsvík-
ingum
úthýst
Mönnum hér svíður mjög að
sjónvarpið skuli ekki vilja birta
athugascmd okkar við frétt eða
fréttaskýringu þess af sölu Kol-
beinseyjarinnar, sem okkur
fannst fádæma villandi.
Þetta sagði Bjarni Aðalgeirs-
son, bæjarstjóri á Húsavík, en
mikil ólga var þar í gær manna á
meðal út af frétt sjónvarpsins í
fyrrakvöld um Kolbeinseyna,
togara þeirra Húsvíkinga. Bjarni
kvaðst hafa reynt að koma at-
hugasemd til sjónvarpsins en
henni hefði nánast verið hafnað.
„Ég talaði við Pál Magnússon,
sem kvað athugasemd okkar of
langa. Hann sagði að við gætum
reynt að senda þeim styttri at-
hugasemd og það yrði þá skoðað
hvort hún yrði lesin á föstudag.
Mér finnst þetta afar einkenni-
legt. Málflutningur sjónvarpsins
var vægast sagt einhliða, og það
er lágmark að heimamenn fái að
koma með leiðréttingar.
-ÖS
Sjá bls. 2
Alusuisse
Rambar á baimi gjaldþrots
Tapið nam 364 miljónum dollurum á síðasta ári. Allir varasjóðir fyrirtœkisins
tæmdir. Reynt að selja verksmiðjur og dótturfyrirtœki vítt um heim
Móðurfyrirtæki Álversins í
Straumsvík, Alusuisse, sem
hefur aðsetur í Sviss, rambar nú á
barmi gjaldþrots. í gær kom fram
að tap fyrirtækisins á síðasta ári
nam 364 miljón dollurum, en árið
áður varð hins vegar 89 miljón
dollara gróði. Framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs, Hermann
Haerri, sagði í gær að fyrirtækið
væri „nakið og án allra vara-
sjóða“. Varasjóðirnir hefðu allir
farið í að borga upp tapið.
Fimm svissneskir bankar hafa
samþykkt að reyna að bjarga
fyrirtækinu með því að kaupa
hlutabréf í Alusuisse á 75 prósent
hærra verði en raunverulegt verð
er talið vera. Hafa bankarnir
samþykkt að greiða 460 dollara
fyrir hlut sem ella er metinn á 263
dollara.
í ársskýrslu fyrirtækisins er
greint frá því að ástæða tapsins sé
meðal annars sú, að verðgildi
eigna dótturfyrirtækja Alusuisse
hafi minnkað stórlega, sérstak-
lega í Bandaríkjunum. Þetta atr-
iði leiddi samtals til 241 miljón
dollara taps.
Árið 1984 skilaði Alusuisse
ágóða, sem fyrr er sagt, en þrjú ár
á undan var það rekið með tapi.
Tilkynnt hefur verið um mikla
endurskipulagningu innan fyrir-
tækisins. Það ætlar að loka eða
selja málmbræðslufyrirtæki í
Bandaríkjunum, og verksmiðju í
Vestur-Þýskalandi. Hins vegar á
að reyna að styrkja þær álverk-
smiðjur sem eru vel staddar.
Ekki náðist í Ragnar S. Hall-
dórsson, forstjóra Álversins í
Straumsvík, í gærkvöldi.
-ÖS/IH/Reuter