Þjóðviljinn - 21.03.1986, Blaðsíða 3
FRÉTTIR
Kristinn
efstur
í forvali
169 tóku þátt íforvali
Alþýðubandalagsins.
Niðurstöður ekki
bindandi. Karlarí5
efstu sætunum. Líklegt
að2 konurverði
fœrðar uppí öruggsœti
Kristinn V. Jóhannsson forseti
bæjarstjórnar í Neskaupstað
Varð efstur í forvali Alþýðu-
bandalagsins sem haldið var um
sl. helgi. Urslit í forvalinu voru
kynnt á félagsfundi í fyrrakvöld
en alls tóku 169 þátt í forvalinu
þar sem raða átti í 9 sæti en fram-
bjóðendur voru 22 talsins.
Niðurstöður forvalsins sem er
ekki bindandi heldur til leið-
beiningar fyrir uppstillingar-
nefnd, urðu þau að karlar röðuð-
ust í 5 efstu sætin en konur í þau 4
næstu. í 2. sæti í forvalinu varð
Smári Geirsson skólameistari, í
3. sæti Þórður M. Þórðarson
skrifstofumaður, í 4. sæti Einar
Már Sigurðarson kennari, i 5.
sæti Guðmundur Bjarnason
skrifstofumaður, í 6. sæti Elma
Guðmundsdóttir húsmóðir, í 7.
sæti Guðrún Sigurðardóttir
hjúkrunarforstjóri, í 8. sæti Sig-
rún Geirsdóttir skrifstofumaður
og í 9. sæti Steinunn Aðal-
steinsdóttir yfirkennari.
Af þátttakendum í forvalinu
voru 85 karlar og 85 konur. 75%
félagsmanna í Alþýðubandalag-
inu í Neskaupstað tóku þátt í
forvalinu og þátttakan samsvarar
tæplega 32% af fylgi flokksins í
síðustu bæjarstjórnarkosningum.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans er talið líklegt að nefndin
leggi til að tvær konur verði færð-
ar uppí einhver af 5 efstu sætun-
um á framboðslistanum. _i0
Okurmálið
124 ákærðir fyrir okur
Gefin útákœra á Hermann Björgvinsson og 123 aðra fyrir okur. Okurvextir
Hermanns 21 miljón. Jónatan Sveinsson saksóknari: Onnur nöfn ekki birt.
Nokkuð um fólk á eftirlaunum. Einn ákœrðurfyrir gjaldeyrisbrot
Ríkissaksóknari gaf í gær út
ákæru á hendur Hermanni
Björgvinssyni og 123 aðilum öðr-
um vegna okurviðskipta og verða
mál þessara manna höfðuð víða
um land. Hermann er ákærður
fyrir að hafa haft tæplega 21 milj-
ón króna í ólöglegar vaxtatekjur á
árunum 1984 og 1985 og eru fórn-
arlömb hans 35 talsins.
Jónatan Sveinsson saksóknari
sagði í samtali við Þjóðviljann í
gær, að tekin hefði verið ákvörð-
un um að birta aðeins nafn Her-
manns en ekki hinna 123 sem
ákærðir eru. „Þetta er alls konar
fólk og talsvert er um að þeir á-
kærðu séu komnir á eftirlaun.
Þarna er bæði launafólk og at-
vinnurekendur, en engin ein stétt
manna er sérstaklega áberandi
meðal þeirra ákærðu. Það er all
mikið um að féð hafi verið fengið
til atvinnurekstrar af ýmsu tagi“,
sagði Jónatan í gær.
Ólöglegar vaxtatekjur þeirra
123 sem enn eru undir nafnleynd
voru á tveggja ára tímabili tæp-
lega42 miljónir króna. Flestireru
Reykvíkingar, en mál verða einn-
ig höfðuð fyrir sakadómum
Hafnarfjarðar, Garðabæjar,
Seltjarnarness, Kópavogs og átta
öðrum. Aðeins í einu tilviki er
gefin út ákæra vegna brota á
gjaldeyrislöggjöfinni, en að sögn
Jónatans eru skattamál þessara
manna í rannsókn hjá skattrann-
sóknastjóra ríkisins. Skattrann-
sóknastjóri hefur fylgst með
rannsókn málsins og haft aðgang
að öllum gögnum.
Jónatan sagði í gær að þetta
væri umfangsmesta okurmál sem
kornið hefur upp hérlendis. Það
var kært til rannsóknarlögregl-
unnar í október í fyrra og var sent
til saksóknaraembættisins í lok
janúar á þessu ári.
-gg
Neskaupstaður
Flugleiðir
Versnandi afkoma
Rekstrarhagnaður lœkkaði um 36,7°/o milli 1984 og 1985. Rekstrarhagnaður um
200 miljónir. Halli á Atlantshafsflugi. Aukning íEvrópuflugi.
Metár í innanlandsflugi. Dökkt útlit framundan
Afkoma Flugleiða 1985 var
mun verri en búist hafði verið
við og gerði rekstraráætlun fyrir
árið ráð fyrir verulega meiri
hagnaði. Rekstrarhagnaður milli
áranna 1984-1985 lækkaði um
36,7%. Hagnaður fyrirtækisins
nemur að vísu 196,9 miljónum
króna, en hér er fyrst og fremst
um bókhaldslegan hagnað að
ræða, sem kemur til vegna upp-
færslu fasteigna vegna hækkunar
byggingavísitölu. Þetta kom fram
í máli forstjóra og stjórnarfor-
manns Fiugleiða á aðalfundi fé-
lagsins í gær.
Ástæður fyrir því að rekstrará-
ætlun stóðst ekki eru ýmsar að
sögn Flugleiða, kostnaðarhækk-
un innanlands, samtímis sem litl-
ar breytingar urðu á gengi
Bandaríkjadollars, afleiðing af
hávaðatakmörkunum í Banda-
ríkjunum, þar sem félagið þurfti
að taka á leigu flugvél, sem var
mjög óhagkvæm. Þá jókst sam-
keppni á öllum leiðum félagsins
og leiddi það til fargjaldaniður-
boða, meðaltekjur af farþega-
flugi á Atlantshafi lækkuðu um
1,3% og um 4,9% í Evrópuflugi.
Aðstaða til rekstrar í Átlants-
hafsfluginu hefur versnað vegna
aukinnar samkeppni. Að sögn er
Atlantshafsflugið rekið með
halla og hefur hann aukist veru-
lega á árinu 1985 rniðað við 1984.
Þetta gerist þrátt fyrir að farþeg-
um hafi fjölgað um 7,2%, á móti
kemur að fraktflutningar drógust
saman unr 43,3% á þessari flug-
leið.
í innanlandsfluginu var metár í
farþegaflutningum, 12,4%
aukning frá 1984, en fraktin hélst
nánast óbreytt milli áranna. Er
afkoma innalandsflugsins betri
en um langt árabil. _Sáf
Sigurður Helgason eldri, stjórnarformaður Flugleiða og Sigurður Helgason yngri, forstjóri Flugleiða súrir á svip á
blaðamannafundi fyrir aðalfund fyrirtækisins í gær, enda afkoman ekki eins góð og ætlað var. Mynd. E.ÓI.
Innra öryggi
Kynnt fyrir Nato - ekki Alþingi
r
Eg krefst þess að Alþingi sé gerð
grein fyrir því hvaða hug-
myndir eru hér á ferðinni. Eg
fordæmi þá málsmeðferð sem
hefur verið viðhöfð í þessu máli
og vil spyrja hverju það eigi að
sæta að utanríkisráðherra ásamt
opinberum embættismönnum sé
að ræða um stofnun sérstakrar
öryggislögreglu, eftirlit með al-
menningi og sendiráðsstarfs-
mönnum, á Varðbergsfundum og
Utanríkisráðherra og embœttismenn rœða tillögurað „innra öryggi
þjóðarinnar“ öryggislögreglu og hertu eftirliti með sendiráðsmönnum
á Varðbergsfundi. Bandarískir sendiráðsmenn áfundinum. Eiður
Guðnason og Haraldur Ólafsson gera athugasemdir. Steingrímur
Sigfússon: Fordœmiþessa málsmeðferð
það að viðstöddum sendiráðs-
fulltrúum frá Nato-ríkjum, sagði
Steingrímur J. Sigfússon alþm. í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Steingrímur óskaði í gær eftir
utandagskrárumræðu á Alþingi
um áætlanir utanríkisráðherra
um „innra öryggi þjóðarinnar"
sem hann hefur kynnt í ríkis-
stjórn og á fundum Varðbergs,
en hvorki hafa komið á borð
þingmanna né utanríkismála-
nefndar Alþingis. Utanríkisráð-
herra boðaði forföll á þingi í gær
og því varð ekki af umræðunni.
Steingrímur hefur því lagt fram
ítarlegar fyrirspurnir til ráðherr-
ans um þessi mál.
Á ráðstefnu sem Varðberg og
Samtök um vestræna samvinnu
héldu í fyrrakvöld um „innra ör-
yggi ríkisins“, kynntu embættis-
menn utanríkisráðuneytis og
dómsmálaráðuneytis hugmyndir
utanríkisráðherra í þessum efn-
um, ma. um stofnun öryggislög-
reglu og takmörkun á ferðafrelsi
erlendra sendiráðsmanna og
ýmis önnur atriði. Þingmennirnir
Eiður Guðnason og Haraldur Ól-
afsson sem sátu ráðstefnuna
gerðu formlega athugasemd að
þessi mál væru til umræðu þar
sem fulltrúar úr sendiráði Banda-
ríkjanna sátu ráðstefnuna.
Hugmyndir utanríkisráðherra
um „innra öryggi þjóðarinnar“
hafa ekki verið kynntar fyrir
þingflokkum stjórnarflokkanna
að sögn Haraldar Ólafssonar, en í
gær fór Hjörleifur Guttormsson
fulltrúi Alþýðubandalagsins í
utanríkismálanefnd fram á það
við formann nefndarinnar Eyjólf
Konráð Jónsson, að utanríkisráð-
herra gæfi nefndinni skýrslu um
þessi mál þegar fyrir páska.
-*g-
Föstudagur 21. mars 1986J ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3