Þjóðviljinn - 21.03.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.03.1986, Blaðsíða 5
BORGARMAL Aldraðir Yfir 1300 á biðlista Húsnœðisvandi aldraðra Reykvíkinga eykst sífellt. Stefna Sjálfstœðis- flokksins nœr eingöngu stóreignafólki í hag. Árið 1982 voru 662 á biðlista. Tillögum um úrbœtur vísað frá Mikligarður 2 ára frestur Tillaga umfimm ára starfsleyfifelld • Það kom fram í ræðu Guðrún- ar Ágústsdóttur borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins á borgar- stjórnarfundi í gærkvöldi að 1315 einstaklingar eru nú á biðlista Félagsmáiastofnunar borgarinn- ar í von um að lausn finnist á húsnæðisvanda þeirrá. 1. janúar árið 1982 voru hins vegar 662 á biðlista. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins fluttu í gær tillögu um að iagt yrði fé í að hanna verndaðar þjónustuíbúðir fyrir aldraða sem síðan verði leigðar, en eins og kunnugt er hefur ekki ein einasta leiguíbúð fyrir aldraða á vegum borgarinnar verið tekin í notkun á þessu kjörtímabili. í tillögunni var kveðið á um að bygging hæfist ekki síðar en á næsta ári. Páll Gíslason lagði til að tillögunni yrði vísað frá, og samþykkti meirihluti Sjálfstæðismanna það. Konur Bætt launakjör TillagaAbl. um endurmatástörfumsem konur erufjölmennar í samþykkt samhljóða. Kvennaframboð: Ljúki um áramót Þessi tillaga er að sjálfsögðu flutt í þeim tilgangi að launakjör kvenna hjá borginni verði bætt. Það hefur komið fram að stærst- ur hluti þeirra sem búa við fátækt eru konur, aðallega einstæðar Seljahlíð Fáar umsóknir Frestur til að sækja um kaup á raðhúsum fyrir aldraða við Selja- hlíð rann út í gær, en að sögn Páls Gíslasonar borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins höfðu aðeins 10 sótt um á miðvikudaginn. Um er að ræða 18 íbúðir í par- húsum sem borgin hefur byggt í tengslum við dvalarheimilið við Seljahlíð, sem tekið verður í notkun í vor. íbúðirnar verða seldar á kostnaðarverði, en bygg- ingarkostnaður er mjög hár og er talið að aðeins þeir sem eiga stór- ar og auðseljaniegar eignir fyrir geti keypt þarna íbúðir. mæður. Því hljótum við að fagna samþykkt þessarar tillögu, sagði Guðrún Ágústsdóttir borgarfull- trúi í samtali við Þjóðviljann í gær. Sigurjón Pétursson mælti á borgarstjórnarfundi í gær fyrir til- lögu Abl. um að þau störf sem konur eru fjölmennar í verði tekin til sérstaks starfsmats. Til- lagan var samþykkt samhljóða á fundinum. í haust var samþykkt tillaga Abl. í borgarstjórn um að fram færi könnun á röðun í launa- flokka eftir kynjum hjá borginni og er þessi tillaga flutt í frámhaldi af niðurstöðum þeirrar könnun- ar, þar sem kemur í ljós, að konur eru mjög fjölmennar í lægstu launaflo.kkum, en karlar hins vegar einráðir í þeim störfum sem hæst eru launuð. í tillögunni sem samþykkt var í gær segir að sérstaklega mikil- vægt sé að endurmeta þau störf sem fela í sér umönnun og hjúkr- un barna, sjúkra og aldraðra, og verði starfskjaranefnd ásamt fleirum falið að sjá um fram- kvæmdina. Viðaukatillaga Kvennaframboðs unt að matinu skuli lokið ekki síðar en um næstu áramót, var einnig samþykkt. -88 Tillaga Sigurjóns Péturssonar, Kristjáns Bencdiktssonar og Sig- urðar E. Guðmundssonar um að Miklagarði verði veitt starfsleyfi til næstu fimm ára var felld í borgarstjórn í gærkvöldi. Borgarráð samþykkti á þriðju- daginn tillögu borgarstjóra um að starfsleyfið yrði aðeins veitt til 2 ára og giidir sú samþykkt. Breytingartillaga minnihlutans fékk aðeins sjö atkvæði Alþýðu- bandalags, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, Kvennaframboð- ið sat hjá. Snarpar og hvassyrtar deilur urðu um málið í gær og gengu stóryrtar yfirlýsingar á víxl, en lyktir urðu sem sagt þær að starfs- leyfi Miklagarðs í Holtagörðum rennur að öllu óbreyttu út á miðju næsta kjörtímbili. -gg Dalbraut Margrét ráðln Adda Bára Sigfús- dóttir: Misbeiting valds Meirihluti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn ákvað í gær að ráða Margréti S. Einarsdóttir í stöðu forstöðumanns við Dalbraut, en Hrönn Jónsdóttir hjúkrunar- fræðingur fékk 7 atkvæði. Skrif- leg atkvæðagreiðsla fór fram um málið og voru tveir seðlar auðir. Margrét hefur gegnt stöðu for- stöðumanns til bráðabirgða um nokkurra mánaða skeið, og kom frani á fundinum í gær að nokkr- um borgarfulltrúum hafa borist kvartanir vegna hennar. Adda Bára Sigfúsdóttir Abl. iét í ljós ótta um að verið væri að breyta Dalbraut úr heimili í stofnun, en þarna hefði fram að þessu verið gott heimili aldraðra. „Þessi ráðning er óvanalega skýr misbeiting á pólitísku valdi,“ sagði Adda Bára í gær, en Mar- grét hefur sem kunnugt er gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. -go utan Albert Guðmundsson, sem sat hjá. Jafnframt lagði Alþýðubanda- lagið til að borgin nýtti lóð á mótum Dalbrautar og Sund- laugavegs undir þjónustuíbúðir fyrir aldraða, en þeirri tillögu var einnig vísað frá. í greinargerð með tillögunum segir að ljóst sé að sú stefna meirihlutans að leggja höfuðá- herslu á að styrkja félagasamtök í byggingu söluíbúða fyrir aldraða hafi ekki nýst þeim sem við mest- an vanda eiga að etja. Pað hefur komið fram að aðeins 3 af 1315 manna biðlista hefur átt þess kost að kaupa íbúðir í VR blokkinni og blokk Samtaka aldraðra í Ból- staðarhlíð. Af þeim sem eru á biðlista hjá Félagsmálastofnun eru 300 í sárri neyð. -88 Slagurinn hafinn. Sigurjón Pétursson Alþýðubandalagi kappræddi við borgarstjórann um borgarmál í Menntaskólanum við Hamrahlíð I vikunni. Kosningaaldurinn hefur verið lækkaður og kjósendafjöldinn eykst, og ekki verra fyrir nýja kjósendur að heyra frambjóðendur skiptast á skoðunum áður en gengið er að kjörborðinu. Þeir Sigurjón og Davíð tæptu þarna á hinum ýmsu málum, sem líklegt er að verði hitamál I baráttunni sem er framundan. -gg/Sig VJÐHORF Stjómunarstörf í öldrunarþjónustu í lögum um málefni aldraðra frá 1983 segir í 17. gr. um íbúðir og dvalarstofnanir fyrir aldraða: Ibúðir og dvalarstofnanir fyrir aldraða skv. lögum þessum eru: 1. Ibúðir, sérhannaðar fyrir þarf- ir aldraðra. Þœr geta verið tvenns konar: A) Þjónustuíbúðir, þar sem er húsvarsla og afnot afsameigin- legu rými, en engin önnur þjónusta. B) Verndaðar þjónustuíbúðir, þarsem er húsvarsla og afnot af sameiginlegu rými. Ibúðirnar skulu búnar kallkerfi, með vörslu allan sólarhringinn og veitt skal sameiginleg þjónusta, s.s. máltíðir og rœsting. 2. Dvalarheimili, œtluð öldruðu fólki, sem ekki er fœrt um að annast eigið heimilishald með aðstoð. Þar skulu vera ein- staklingsherbergi, hjónaher- bergi og fjölbýliseiningar. Dvalarheimili aldraðra skulu eftir Sigþrúði Ingimundardóttur Pað hlýtur að vera nauðsynlegt að yfirmaður stofnana, sem aldraðir dveljast á, hafi fagþekkingu. Reyndin er líka sú að forstöðumenn Droplaugarstaða og Seljahlíðar eru hjúkrunarfrœðingar veita þjónustu s.s. fullt fœði, þvotta, þrif umönnun, lyf lœknishjálp, hjúkrun, endur- hcefingu og félagsstarf. Þau skulu búin sameiginlegum vist- arverum til vinnu og tóm- stundastarfs. Samkvæmt þessum lögum'eiga þjónustuíbúðir aldraðra að Dal- braut 21 -21 í Reykjavík að vera verndaðar þjónustuíbúðir. í reynd má segja að þær séu sam- bland af vernduðum þjónustu- íbúðum og dvalarheimili. Ástæð- an er augljós, fólk bíður mörg ár eftir að komast að og er því oft orðið lasburða þegar loks íbúð fæst. Komi síðan til viðvarandi heilsubrestur, andlegur eða líkamlegur, getur oft tekið langan tíma að komast að á hjúkrunarheimili. Pað samagild- ir fyrir fjölda af gömlu fólki víð- svegar um bæinn. Skortur á rými fyrir hjúkrunarsjúklinga hefur verið og er stærsta heilbrigði- svandamál borgarinnar. Átak hefur verið gert í vernd- uðu vistrými undanfarin ár og er það vel, en mikið vantar á að þörfinni fyrir hjúkrunarheimili sé fullnægt. Borgarstjóri segist líta svo á að þau heimiii sem borgin rekur fyrir aldraða séu ekki heilbrigðis- stofnanir, og því ekki nauðsyn- legt að fagfólk sé þar í forsvari. Stöðuauglýsingar Reykjavík- urborgar undirstrika þetta því ávallt er auglýst eftir forstöðu- manni. Gildir þetta t.d. fyrir stöður yfirmanns að Droplaugar- stöðum og Seljahlíð. Þetta er sjónarmið út af fyrir sig, sem sjálfsagt er að virða, en fær samt ekki staðist. Því hafi nokkur hóp- Föstudagur 21. mars 1986| ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.