Þjóðviljinn - 21.03.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663.
*
DJOÐtfllJINN
Flugleiðir
Föstudagur 21. mars 1986 67. tölublað 51. örgangur.
Rafeindavirkjar
Kaktus handa Steina
1. mars hœkkaði ríkisstjórnin flugvallaskatt um 200%, gjaldskráþjónustu
loftferðaeftirlits um 50%, lendingagjöldí innanlandsflugi um 350% og
eldsneytisgjöld um 30%. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða: Ríkisstjórnin
gengur á undan með hækkanir
Imars, strax eftir undirritun
■ kjarasamninga, hækkaði
ríkisstjórnin flugvallaskatt um
200%, sama dag hækkaði ríkis-
stjórnin einnig lendingargjöld í
innanlandsflugi um 350%, elds-
neytisgjöld um 30% og einnig
hækkaði gjaldskrá fyrir þjónustu
loftferðaeftirlits um 50% 1. mars.
1. janúar höfðu skírteinagjöld
flugliða hækkað um 88-203% og
Spik-
feitir
uiriðar
Jón Kristjánsson, fiski-
frœðingur: vel heppnað-
ar sleppitilraunir.
Fisklaust vatn rœktað
upp
Það er rétt, að í Seltjörn er nú
að finna spikfeita urriða eftir vel
heppnaðar sleppitilraunir sem ég
gerði í samvinnu við Stanga-
veiðifélag Keflavík. Þar verður
væntanlega góða veiði að hafa á
næstu sumrum.
Þetta sagði Jón Kristjánsson,
fiskifræðingur, þegar Þjóðviljinn
innti hann eftir vænum urriða í
þessu fyrrum fiskilausa vatni á
Reykjanesi sem hann hefur verið
að rækta upp á undanförnum
árum.
„Þetta byrjaði með því að við
slepptum 2500 urriðaseiðum
sumarið 1982 og sama magni
sumarið eftir. Þegar við fórum
svo með net í vatnið í fyrrasumar,
þá fengum við mjög góða veiði,
spikfeita urriða á þriðja pund,“
sagði Jón.
I kringum 500 urriðar veiddust
í vatninu á síðasta sumri, frá einu
og upp í 2,5 pund. Áður fyrri
munu ameríkanar af Keflavíkur-
flugvelli hafa sett regnbogasilung
í vatnið, en hann dafnaði ekki,
sennilega vegna þess að talið er
að vatnið geti botnfrosið eða þá
súrefnisskortur geti myndast
undir ís, þar sem vatnið er í- og
frárennslislaust.
Síðastliðið sumar voru svo sett
4000 urriðaseiði í vatnið.
-ÖS
Reykjavík
Kvennalistinn
ákveðinn í gær
Listi Kvennalistans til borgar-
stjórnarkosninganna í vor var
ákveðinn á fundi í gærkvöldi. Til-
laga uppstillingarnefndar sem
byggði á skoðanakönnun var
samþykkt. í 1. sæti er Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi
en í 2. sæti Elín Olafsdóttir
kennslufulltrúi.
-KÓ
skráningagjöld loftfara um 114-
329%. Þetta kom fram á blaða-
mannafundi sem stjórn Flugleiða
hélt í gær.
„Ríkisstjórnin gengur á undan
með hækkanir,“ sagði Sigurður
Helgason, forstjóri Flugleiða í
gær. „Við ættum kannski að færa
Þorsteini Pálssyni kaktus og sjá
hvort einhver viðbrögð verða
þá,“ bætti hann við þegar rætt var
Við okkur hefur ekkert verið
talað og því er staðan hvað
samningum viðkemur alveg
óbreytt. Aftur á móti er að rætast
úr atvinnumálum þeirra raf-
eindavirkja sem sagt hafa upp og
látið af störfum hjá Ríkisútvarp-
inu og símanum. Þeir eru nú sem
óðast að ráða sig í ný störf, sagði
Leó M. Ingólfsson einn af for-
svarsmönnum rafeindavirkja í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Ljóst er að skortur á tækni-
mönnum hjá Ríkisútvarpinu er
að setja þar allt úr skorðum. Eyj-
ólfur Valdimarsson aðstoðar-
framkvæmdastjóri sjónvarpsins
sagði að í kvöld og annaðkvöld
um 200% hækkun flugvallar-
skattsins, sem Flugleiðamönnum
blöskrar mjög, en þeir sem og
aðrir sem hagsmuna eiga að gæta
af erlendum ferðamönnum, hafa
mótmælt þessari hækkun, en eng-
in viðbrögð hafa verið hjá fjár-
málaráðherra við mótmælunum.
Á fundi, sem Sigurður Helga-
son, forstjóri, mætti á hjá Matthí-
asi Bjarnasyni, samgönguráð-
væri hægt að senda út en ekkert
sjónvarp. yrði á sunnudag. Eins
mætti búast við að páskadagskrá-
in færi meira eða minna úr
skorðum ef tæknimannadeilan
leysist ekki.
í myndbandadeild eru aðeins
eftir tveir menn af sjö og þeir
vinna á daginn, en hægt er að
skikka þá til að vinna 12 tíma
aukavinnu á viku og er það gert.
Þegar það dugar ekki til er gripið
til þess ráðs að senda út af film-
um, því önnur deild annast slíka
útsendingu. í þeirri deild er þó
aðeins eftir einn maður en þeir
voru 3 áður. Svo eru það yfir-
herra á miðvikudag, féllust Flug-
leiðir á að hætta við að hækka
gjaldskrá sína um 3% á fargjöld-
um, sem keypt eru á fslandi, en
hinsvegar mun félagið hækka far-
gjöld sín sem seld eru erlendis að
meðaltali um 3%. Samgönguráð-
herra féllst svo á hækkun á far-
gjöldum frá íslandi til Luxem-
borgar. _sáf
menn tæknideildar eins og Eyj-
ólfur sem hlaupa í skarðið.
Olafur Tómasson yfirverk-
fræðingur Landsímans sagði að af
140 símvirkjum væru aðeins eftir
50, nær eingöngu eldri menn.
Hann sagði að símvirkjaskortur-
inn kæmi fram á símakerfinu fyrr
en seinna og lítið mætti útaf bera
til þess að allt færi úr böndunum.
Þá væri ekki um annað að ræða
en að kaupa þjónustu af þeim
fyrirtækjum, sem eru í sam-
keppni við símann um sölu á sím-
tækjum og hefðu símvirkja í
vinnu. Þeir 90 símvirkjar sem
hætt hafa voru ekki óþarfir, sagði
Ólafur. -S.dór
Viðræðum
neitað
Þingmenn hvetja
ráðherrann til að hafa
frumkvœði að lausn
deilunnar áður en
öngþveiti skapast.
Guðmundur J.
Guðmundsson: Hœttulegt
að berja út yfirlýsingar
úr ráðherra
að er ákaflega hættulegt að
reyna að berja út einhverja
yfirlýsingu úr fjármálaráðherra á
þessu augnabliki. Þingmenn
verða að treysta því að þessir að-
ilar talist við. Þcssi mál verða
ekki bætt með fyrirspurnum eða
neglandi yfirlýsingum. Menn
verða að ræða saman í bróðerni,
sagði Guðmundur J. Guðmunds-
son þingmaður og formaður
Verkamannasambandsins mcðal
annars í utandagskrár umræðu á
alþingi í gær þar sem þingmenn
kröfðu Þorstein Pálsson fjár-
málaráðherra svara um hvernig
stjórnvöld ætluðu að bregðast við
uppsögnum rafeindavirkja hjá
Rfkisútvarpinu og Pósti og síma.
Fjármálaráöherra sagði að
uppsagnirnar væru ólögmætar
samkvæmt úrskurði Félagsdóms
„og meðan ólögleg verkföll
standa yfir þá er ekki grundvöllur
fyrir viðræðum," sagði ráðherr-
ann.
Þingmennirnir Eiður Guðna-
son sem hóf umræðuna, Helgi
Seljan og Karlvel Pálmason lýstu
áhyggjum sínum af því neyðar-
ástandi í fjarskiptamálum sem
væri að skapast vegna uppsagna
rafeindavirkja og lögðu hart að
fjármálaráðherra að leita allra
leiða til að ná frarn lausn í
deilunni. Fjármálaráðherra sagði
ófært að hafa frumkvæði að
samningum við aðila sem væru í
ólögmætu verkfalli. Það var síðan
Guðmundur J. Guðmundsson
sem lauk umræðunni með því að
ávíta þingmennina fyrir að reyna
að berja út yfirlýsingar frá ráð-
herra.
Félagsmálastofnun
Leigukjör
verði
samræmd
Guðrún Ágústsdóttir lagði til.í
félagsmálaráði í gær að íbú-
arnir í framleigðu húsnæði borg-
arinnar við Síðumúla njóti sömu
leigukjara og íbúar sem borgin
framleigir húsnæði við Vatnsstíg
og víðar, þ.e. að allur orkuk-
ostnaður vcrði innfalinn í leig-
unni.
Um er að ræða nokkra tugi ör-
yrkja og ellilífeyrisþega sem
borgin framleigir húsnæði. Þjóð-
viljinn hefur skýrt frá því að
leigan á Vatnsstíg er á bilinu um
3000 til 4200 krónur og er allur
orkukostnaður innifalinn í
leigunni. íbúarnir við Síðumúla
borga allir 4200 krónur í rnánað-
arleigu, en borga hins vegar að
auki rafmagnskostnað fyrir sínar
íbúðir.
Guðrún kynnti tillögu sína á
fundinum í gær, en hún var ekki
afgreidd. Mál þetta mun vera í
athugun í borgarkerfinu.
-gg
Sjá bls. 3.
Teflt til vinnings. Leó M. Ingólfsson rafeindavirki situr þarna að tafli, enda er tímanum vart betur eytt í annað meðan beðiö
er eftir því að fjármálaráðuneytið átti sig á því að tæknimenn hafa látið af störfum, en eru ekki í verkfalli. (Ljósm.EÓI)
Tœknimannadeilan
Ráða sig annað
Allt á nippinu hjá Landsímanum og Ríkisútvarpinu. Engar
samningaumleitanir hafa áttsérstað. Ennfrekari röskun á
dagskrá sjónvarps og útvarps efekki rætist úr