Þjóðviljinn - 21.03.1986, Blaðsíða 6
FRA LESENDUM
Hjúkrunarfræðingar -
Ijósmæður
Eftirtaldar stööur viö heilsugæslustöövar eru
lausar til umsóknar nú þegar:
Reykjavík, Miðbær, staða hjúkrunarfræðings
Keflavík, staða hjúkrunarfræðings
Selfoss, staða hjúkrunarfræðings og staða Ijósmóð-
ur
Dalvík, hálf staða hjúkrunarfræðings
Ólafsvík, staða Ijósmóður eða hjúkrunarfræðings.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigöis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
18. mars 1986
r Blaðburðarfólk V • 4 ^ ress.
Ef þú ert morguuhi
Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjóðviljans, sími 681333
Laus hverfí:
Blaöberar óskast frá 1. apríl Fannborg Hverfisgötu-Laugaveg Skerjafjörö Tjarnargötu
Það bætir heilsu ( að bera út Þjóðvi m haö iijann
FÓLKÁFERÐ! \
Þegar fjölskyldan ferðast
er mikilvægt
að hver sé á sínum stað
— með beltið spennt.
yUMFERÐAR
RÁÐ
J
Sonur minn og bróði'r okkar
Gunnar Einarsson
Frá Hjörsey
er andaðist aðfaranótt 15. þessa mánaðar, verðurjarðsung-
inn frá Fossvogskirkju 25. mars kl. 13.30.
Matthildur Maríasdóttir
Marta Einarsdóttir
Margrét Einarsdóttir
Ragnheiður Einarsdóttir
Ingibjörg Einarsdóttir
Haukur Einarsson
Anna Jóna Einarsdóttir
Sigríður Einarsdóttir
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts eiginmanns míns
Ólafs Sveinssonar
Sogavegi 146
Lilja Júlíusdóttir
„Blekið er varla þornað á smánarsamningum verkalýðsforystunnar við harðsvíraða atvinnurekendur..."
Þeir ættai að skammast sín!
Verkamaður í Dagsbrún skrif-
ar:
Þau gerast skrítin kaupin á
Eyrinni um þessar mundir. Blek-
ið er varla þornað á smánarsamn-
ingum verkalýðsforustunnar við
harðsvíraða atvinnurekendur
þegar helstu talsmenn þeirra, Da-
víð Scheving Thorsteinsson
Svalakóngur og Víglundur Þor-
steinsson í BM Vallá, tilkynna að
því miður sé ekkert hægt að
lækka verðið á vörum þeirra.
Mennirnir sem básúnuðu það í
fjölmiðlum eftir Garðastrætis-
gjörninginn að nú ætti allt að
lækka og að almenningur ætti
eftir að njóta þess á næstu vikum.
Og hvar eru hinir miklu verka-
lýösleiötogar? Þeir keppast við
að dásama dýrðina og ráðast með
kjafti og klóm á hverja þá sem
voga sér að efast um ágæti samn-
inganna. Þeir láta sér ekki nægja
að ráðast á einstaka verkamenn
sem leyfa sér að efast heldur og
líka á málgagn íslensks verka-
lýðs, Þjóðviljann, sem þeir sví-
virða í ræðu og riti. Það er þjóð-
arskömm að menn sem vilja
kenna sig við forystu íslensks
verkalýðs skuli ráðast að brjóst-
virki hans og ata auri starfsmenn
Þjóðviljans, sem gengur ekkert
annað gott til en brjóta braut til
bættari lífskjara.
Verkamaður í Dagsbrún.
Fjölmiðlar og ofbeldi
Þorkell skrifar:
Ég er einn af mörgum sem
fylltist hinum mesta viðbjóði þeg-
ar sjónvarpið sýndi tvö slys í
kvöldfréttum fyrir skömmu,
akstur kappakstursbíls inn í
mannþröng og slys á skíðastök-
kvara.
En ég fylltist ekki ógeði vegna
þess sem ég sá, ég fylltist ógeði í
garð þeirra fréttamanna sem á-
kveða að senda slíkt efni út, þar
sem þeir hafa ekki hæfni eða hug-
myndaflug til að koma með ann-
að efni þennan dauða fréttadag.
Skyldi fjölmiðlunum ekki vera
ljóst að þeir eiga að nokkru sök á
því ofbeldi sem á sér stað í vax-
andi mæli í samfélaginu? Þó ekki
þeir einir. Fyrst og fremst er það
alþjóðleg kvikmyndagerð sem á
sökina. En sjónvarpið gengur
með í dansinn.
VIÐHORF
ur þjóðfélagsþegna þörf fyrir
heilsugæslu eru það börn og ald-
raðir. Það hlýtur því að vera
nausynlegt að yfirmaður stofn-
ana, sem aldraðir dveljast á, hafi
fagþekkingu. Reyndin er líka sú
að forstöðumenn Droplaugar-
staða og Seljahlíðar eru hjúkrun-
arfræðingar.
í ljósi þessa tel ég rétt að líta á
stöðu formanns þjónustuíbúða
við Dalbraut. Reykjavíkurborg
gerði kröfu um reynslu á sviði
stjórnunar og reksturs, einnig
þekkingar og reynslu í félagsmál-
um, þegar staðan var auglýst.
Af þeim umsóknum er bárust
voru tvær frá hjúkrunarfræðing-
um, Önnu Margréti Einarsdóttur
og Hrönn Jónsdóttur.
Anna Margrét hefur starfað
mikið með öldruðu fólki, m.a. á
Hrafnistu í Reykjavík og í heima-
hjúkrun. Hjúkrunarfræðingar sjá
um ákveðna hjúkrunarþjónustu
daglega á Dalbraut. Anna Mar-
grét hefur jafnframt starfsreynslu
í heilsugæslu.
Hrönn Jónsdóttir hefur góða
menntun og fjölþætta starfs-
reynslu. Hún lauk sérnámi í geð-
hjúkrun og kennslu og uppeldis-
fræði. Hefur rnargra ára starfs-
reynslu sem hjúkrunarfræðingur,
deildarstjóri og kennari. I dag
stundarhúnnámístjórnun. Upp-
bygging námsins miðast að því að
nemendur öðlist þekkingu og
færni í almennri stjórnun annars
vegar, er sá hluti tengdur við-
skiptadeild Háskóla íslands, og
hinsvegar að nemendur öðlist
hæfni í hjúkrunarstjórnun.
Það var miklum áfanga náð
þegar nám þetta hófst, áður hafa
hjúkrunarfræðingar orðið að
sækja erlendis í slíkt nám.
Hjúkrunarforstjórar allra
stærri sjúkrahúsa landsins hafa
þetta nám ásamt fleirum er gegna
stjórnunarstöðum innan hjúkr-
unar.
Margrét S. Einarsdóttir
sjúkraliði hefur undanfarna 6
mánuði gegnt starfi forstöðu-
manns við Dalbraut. Margrét
hefur víðtæka reynslu í félags-
málum Reykjavíkurborgar, sem
án efa hefur reynst henni vel í
starfinu.
Þessar þrjár konur hafa því all-
ar ákveðið til brunns að bera,
sem gerir þær hæfari til starfans.
Spurningin hlýtur því að vera sú
hver sé hæfust. Hjúkrunarfélag
íslands tók afstöðu og taldi
Hrönn Jónsdóttur hæfastan um-
sækjenda vegna menntunar og
starfsreynslú.
Sú afstaða er á engan hátt til að
kasta rýrð á aðra umsækjendur.
Hún er tekin til þess að undir-
srika mikilvægi þess að góð fagleg
menntun og fjölþætt starfs-
reynsla sé grundvöllur fyrir því að
til stjórnunarstarfa í þágu aldr-
aðra veljist sem hæfastir einstak-
lingar.
Sigþrúður Ingimundardóttir er
formaður Hjúkrunarfélags ís-
lands.
tonusmrskou Frá Tónlistarskóla
kopwogs Kópavogs
Fyrstu vortónleikarnir veröa haldnir í sal
skólans, Hamraborg 11,3. hæö, laugardag-
inn 22. mars kl. 14.
Skólastjóri.
„*>**•»'
’SS'-*
DJÓÐVILJINN
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN