Þjóðviljinn - 21.03.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.03.1986, Blaðsíða 7
DJOÐVHJINN I INDVERSKT J ÆVINTÝRI P SpjallaðviðÁstuS. Guðmundsdóttur um ferð hennar tillndlands II : !: m m m. Margt ungt fólk tekur sér frí frá námi eftir stúdentspróf og ferðast um heiminn meðan það er að finna út hvað það vill gera í fram- tíðinni. Þetta gerði einmitt Ásta S. Guðmundsdóttir 21 árs gömul stúlka í vetur. „Ég fór með ömmu minni, Ástu Thorarensen til Indlands í vetur. Við fórum í nóvember og vorum fram í desember. Við vor- um aðallega í Bombay en einnig fórum við til Goa sem er fyrrver- andi portúgölsk nýlenda. Svo fór- um við í 3 daga kynnisferðir til Elora og Ajanta. Einnig fórum við til Delhi og Agras“. Hvar bjuggið þið? „Við bjuggum hjá indverskri konu í Bombay sem amma þekkir frá því hún bjó þarna úti fyrir mörgum árum. En þegar við ferðuðumst bjuggum við á hótel- um. Við vorum yfirleitt á frekar fínum hótelum því annað borgar sig ekki. Ódýru hótelín eru svo hræðilega skítug miðað við það sem við íslendingar erum vanir“. Indverskur matur „Við borðuðum oft úti á veitingastöðum þar sem Indverj- arnir borða, þar fannst okkur besti maturinn. Þeir borða mikið af allskyns grænmetisréttum, einnig karrý- og kjúklingarétti. Við prófuðum líka að borða á lúxus-veitingastöðum en þetta var bara skemmtilegra, þ.e. að borða innan um t.d. indverska verkamenn og kynnast þeirra lifnaðarháttum". Lentuð þið í einhverjum óhöppum? „Nei, alls ekki það var aldrei stolið af okkur eða neitt slíkt. Hins vegar voru allir að reyna að blekkja okkar þegar kom að því að borga, t.d. reyndu leigubíl- stjórar iðulega að plokka af manni þrisvar sinnum meiri pen- ing. Þá varð maður bara að vera harður á móti. Maður verður svo pirraður þegar maður finnur að fólk er að reyna að svindla. Ég var náttúrlega með ömmu og kannski bera þeir virðingu fyrir fullorðnu fólki og láta það í friði. Indverjarnir reyna að kaupa allt af manni, t.d. vilja þeir ólmir kaupa vestræn föt í von um að geta selt ríkum Indverjum þau. Svo vilja þeir líka skipta á dollur- um. Það kom mér fyrst á óvart að þeir heimtuðu oft pening ef mað- ur að taka af þeim myndir út á götu. En þetta voru svo miklir fátæklingar og ég held að ég myndi sjálf gera ýmislegt ef ég ætti ekki ofan í mig“. Hvað kom þér mest á óvart? „Ja, það var náttúrlega svo Asturnar í 40 stiga hitaálndlandi tyrrí vetur. Ásta S. Guðmundsdóttir ferðaðist með ömmu sinni um Indland í nóvember síðastliðinn. Ljósm. Sig. margt. T.d. var mér sagt að ef fólk ætlar að kaupa hass þá eigi það að fara til löggunnar, hún vísi því á seljanda og taki svo um- boðslaun fyrir. Þetta sýnir hversu spillingin er mikil innan lögregl- unnar. Ég varð líka hissa á að sjá alla þessa evrópsku hippa sem liggja þarna á götunni eyðilagðir afdópi. Þeir vinna ekkert ogbara liggja þarna betlandi. Já, svo er annað sem kom mér á óvart með lögguna. Það er hversu oft þarf að múta henni. Löggan tekur oft vegabréf af ferðamönnuni upp úr þurru og til að fá þau aftur þarf að múta henni“. Sumir borða sorp „Ég gæti talað endalaust um það sem kom mér mest á óvart. Mest sláandi eru þessar gífurlegu efnahagslegu andstæður sem þarna eru. Það er ofsaleg fátækt. Sumir borða sorp og hafa ekkert húsaskjól. Þeir sofa á berri götu- nni og allt í skít og niðurníðslu í Dæmigerð hliöar- gata í Bombay. Hávaðinn gífurleg- ur og margir heimta pening ef teknar eru af þeim myndir. kringum þá. Ríka fólkið býr í fín- um húsum, kaupir sér demanta og ferðast. Og þær konur sem eiga peninga gera bókstaflega ekki neitt annað en sitja á rassin- um. Þær hafa kokk, barnfóstru, fólk til að þrífa og fólk til að þvo þvottinn. Þó er fátæktin í Bomb- ay minni en í mörgum öðrum borgum, t.d. veit ég að fátæktin er enn meiri í Kalkútta. í Bomb- ay er niikið peningastreymi því þetta er mikil hafnarborg og þar er fólk að vísu hryllilega fátækt en sveltur ekki. í Bombay eru u.þ.b. 8 milljónir íbúa á skrá hjá yfir- völdum en talið er að í heildina- búi þar 12 milljónir. Þeir sem ekki eru á pappír eru atvinni- og heimilislausir. Dagvinnukaup er mjög lágt á Indlandi og þeir sem hafa vinnu t.d. hjá ríkinu hafa efni á að borða og þeir eiga eitthvert heim- ili en þeir geta ekkert leyft sér nema í mesta lagi að mennta börn sín". Hvernig voru indverskir ung- lingar? „Allar stelpur sem eru kornnar yfir svona 13 ára aldur ganga í shari, alveg skósíðum. Strákarnir eru bara venjulegir í síðbuxum, að vísu eru buxurnar hræðilega útvíðar, tískan á Indlandi er langt á eftir okkar tísku. Svo skemmta þau sér eins og unglingar hér. Fara á diskótek o.fl. Ég gat nú ekki farið á indverskt diskótek því ekki gat ég farið ein og ekki fór ég að draga ömmu með. Þeir unglingar sem ekki eru í skóla vinna hörðum höndum. Sumir eru í verksmiðjum, aðrir betla og enn aðrir bursta skó fyrir fólk o.fl.“. Hvernig eru Indverjar í garð Evrópskra túrista? „Þeir glápa voðalega mikið á Evrópubúa. En þeir eru allir mjög yndislegir og vingjarnlegir. Guð, nú man ég, að ég á eftir að senda indverskum manni mynd af honum því hann hafði aldrei átt mynd af sér og hann bað mig að smella af sér einni mynd og senda sér síðan í pósti", sagði Ásta Guðmundsdóttir að lokum. SA. ' iSiSi : iiíS íiSiÍ: Svona búa fátæk- lingarnir, þ.e.a.s. þeir sem hafa eitt- hvert afdrep, hinir sofa bara á skít- ugri götunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.