Þjóðviljinn - 04.04.1986, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 04.04.1986, Qupperneq 9
HEIMURINN Danmörk Vinna að kjamorioivopnalausu svæði Samþykkt á danskaþinginu að vinna að kjarnorkuvopnalausu svœði í Skandinavíu. Stjórn Schluters hvetji tilstofnunar samnorrœnnar ráðherranefndar semfjalli um þetta mál, á nœsta utanríkisráðherrafundi, 8. apríl nœstkomandi Jörgensen og félagar knúðu hægri- stjórn Schluters til samþykktar í gær. Kjarnorka Rannsóknir á kjarnorku- úrgangi Rannsókn hafin á áhrif- um aflosun kjarnorkuúr- gangs í hafið Hamborg — Eitt af rannsóknar- skipum vestur-þýska sjávarút- vegsráðuneytisins, Walter Herwig, sigldi í dag úr höfn í Bremerhaven til að rannsaka áhrif kjarnorkuúrgangs sem Bretar, Frakkar og fleiri þjóðir hafa hent í hafið undan strönd- um Spánar. Foringi leiðangursins, Werner Feld, sagði að skipið myndi verða við rannsóknir undan vestur- strönd Spánar og Madeira í tvo mánuði. Þar er ætlunin að kanna geislavirkni á allt að 4-5000 metra dýpi, kjarnorkuúrgangi hefur verið varpað í í hafið á þessu svæði síðan á 7. áratugnum. Þetta verkefni er kostað af OECD (Alþjóðlega efnahags- og þróunarstofnunin). í náinni framtíð er ætlunin að rannsaka áhrif losunar kjarnorkuúrgangs víða um heiminn til að komast að því hvort kjarnorkuúrgangurinn geti truflað fæðukeðju heimsins. Þetta líka... Róm — Maður sem löngum hefur verið grunaður um skæruliðastarf- semi var um borð í bandarísku flugvélinni sem sprenging varð í á flugi yfir Grikklandi í fyrradag. Hann sat nákvæmlega á þeim stað sem sprengingin varð, að sögn ít- alska innanríkisráðherrans. Eg- yptar hafa neitað þeirri hugmynd að sprengjunni hafi verið komið um borð í Kaíró. Fuiltrúi Bandarikj- astjórnar sagði í gær að stjórnin í Washington teldi ekki ólíklegt að Gaddaffi Líbýuleiðtogi hefði stað- ið á bak við sprenginguna, það væri þó ekki hægt að sanna. London — Verð á Norðursjávarolíu féll í gær aftur niður í 10 dollara á tunnu. Mikillar svartsýni gætti á al- þjóðamörkuðum um að festa kæmist á í þeim málum á næst- unni. Moskvu — Efnahagsmálaráðherra V-Þýskalands sagði í gær að þó Vestur-Þjóðverjar hefðu gert samkomulag við Bandaríkjamenn um þáttöku í „Stjörnustríðsáætl- unum“, myndi það ekki hafa áhrif á viðræður þeirra við Sovétmenn um viðskipti. Kaupmannahöfn — Danska Þjóðþingið samþykkti í gærað hvetja stjórn landsins til að vinna að stofnun kjarnorku- vopnalauss svæðis í Skandin- avíu. Það voru jafnaðarmenn sem báru fram þingsályktun þessa efnis. Þar sagði einnig að engin kjarnorkuvopn skyldu staðsett á danskri grund á ófriðartímum Kairó — um pað óii 1240 manns verða á næstunni kall- aðir fyrir rétt í Egyptalandi, ákærðir um morð og fyrir að hvetja til uppreisnar í þeim óeirðum sem urðu í höfuð- borginni í febreúar síð- astiiðnum. Ríkissaksóknarinn, Moham- med Abdel Aziz El-Guindi, sagði á blaðamannafundi í gær að 3000 nema með fullu samþykki þings- ins. Þá var stjórnin einnig hvött til að koma á samnorrænni ráð- herranefnd sem hefði það að markmiði að koma á kjarnorku- vopnalausu svæði í Skandinavíu, þ.e. í Svíþjóð, Finnlandi, Dan- mörku og Noregi. Mælst var til þess að þessi hugmynd yrði rædd á næsta utanríkisráðherrafundi í Stokkhólmi, 8. apríl. manns hefðu verið handteknir eftir óeirðirnar sem hófust 25 fe- brúar þegar þúsundir manna í ör- yggissveitum lögreglunnar gengu berserksgang í hverfum nálægt píramíðunum í Kaíró. Að minnsta kosti 107 manns létust og hundruð særðust í uppreisninni sem stóð í tvo daga. Guindi sagði að málum 530 manna í öryggis- sveitum, 675 manna í öryggislög- Þingsályktunartillagan var samþykkt með 57 atkvæðum gegn 2. 45 sátu hjá, að mestu stjórnarþingmenn. Hugmýbdin um kjarnorkuvopnalausa Skand- inavíu var fyrst nefnd árið 1960 af Urho Kekkonen, fyrrum forseta Finnlands. Hingað til hefur aldrei náðst fullnaðarsamkomulag um hugmyndina meðal norrænna þjóða. reglunni og 31 óbreyttum borgur- um hefði verið verið vísað fyrir herrétt. Guindi hélt því fram að upp- reisnin hefði ekki átt sér neinar sérstakar ástæður. Við yfir- heyrslur hefði ekki komið fram neitt sem benti til að uppreisnin hefði átt sér pólitískar orsakir né að útlendingar hefðu átt þátt í henni. Guindi sagði að þeir sem Danski varnarmálaráðherr- ann, Hans Engell, sagði við um- ræðurnar á danska þinginu í gær að stjórn hans væri meðmælt því að skoða grannt þá hugmynd að koma á kjarnorkuvopnalausu svæði. Hann sagðist hins vegar efast um að samkomuiag gæti orðið um hana í hinni samnor- rænu nefnd. kvaddir hefðu verið í herinn hefðu misskilið kröfu yfirvalda um fjárframlög til hersins. Þeir hefðu talið að lengja hefði átt þriggja ára herskyldu þeirra um eitt ár. í uppreisninni skemmdust 256 byggingar, þar af níu hótel, 42 bústaðir fyrir ferðamenn, 65 opinberar eignir, 120 eignir í einkaeign, 20 lögreglustöðvar og 2006 farartæki ýmis konar. Olía Skattar ofan á lækkun Olíulækkunin er ekki himnasendingfyrir alla, víða eru lagðir skattar á lœkkandi bensínverð þannig að neytendur finna lítiðfyrir margumtalaðri olíulœkkun Bonn — Nú segja menn „fylla“, á bensinstöðvum, sumir bíl- stjórar út um heim eru all ánægðir með ástand olíumála nú um stundir. Það hefur sitt að segja þegar olíuverð sem var 30 dollarar á tunnu fyrir ári síðan, er komið niður í 10 doll- ara á tunnu. En það er einnig önnur hlið á málinu. í könnun sem gerð hefur verið á vegum Reuter fréttastof- unnar í nokkrum iðnríkjum, kemur nefnilega í ljós að víða hefur ekki orðið nein umtalsverð lækkun á bensíni þegar það renn- ur á bíltankana. í Vestur- Þýskalandi fyllast hraðbrautir t.d. snemma sumars af fólki sem er á leið í fríið, í Alpana eða frá ítölskum baðströndum. Þar er verðið á lítra gæðabensíns nú hið lægsta í Evrópu, 43 bandarísk sent. En einn tankur af sömu framleiðslu á Ítalíu, þar sem lítr- inn kostar jafngildi 79 senta, er 84 % dýrari. í Frakklandi kostar lítrinn nú 64 sent en hinum megin við sundið, í Bretlandi, kostar hann 58 sent. Lítil lækkun í Japan var haft eftir fulltrúa neytendasamtakanna að bíl- stjórar þar í landi hafi ekki notið góðs af olíuláikkun. Bensínið kostar þar 74 sent, lítrinn. í Bandaríkjunum, þar sem nú er að finna lægsta bensínverð í hin- um vestræna heimi, 25 sent lítr- inn, var haft eftir forstjóra vöru- flutningastöðvar í Kalíforníu að bensínlækkun þar væri ekki nándar nærri eins mikil og olíu- lækkunin hefði verið. Bifreiðaframleiðendur búast ekki við að neinar breytingar verði á bílakaupum en í Evrópu er hins vegar gert ráð fyrir að ferðalög á bílum aukist að mikl- um mun í sumar. Sömu sögu er að segja í Bandaríkjunum. Það sem gert er ráð fyrir að hafi áhrif á þetta í Bandaríkjunum er m.a. veik staða dollarans erlendis og aukin umsvif hermdarverka- manna á aljijóðaflugvöllum. Da- vid Silsell talsmaður samtaka breskra bíleigenda sagði að auðvitað væru menn himirilifandi yfir þessari lækkun en hann gerði •ekki ráð fyrir að bílaeign myndi aukast þar sem bensínkostnaður er aðeins lítill hluti þess sem það kostar að eiga bíl í Bretlandi. Það sem mestu virðist ráða um það hvort bíleigendur fá að njóta olíulækkunar eru aðgerðir stjórnvalda. Könnun Reuters leiddi í ljós að þar sem þau hafa ekkert aðhafst, eins og á Ítalíu og í Japan, borgar fólk bensín á sama verðlagi og var á miðju síð- asta ári. Bretar sem eru sjálfum sér nógir um olíu, reyndu að bæta stöðu sína með því að auka skatt- heimtu af bensíni. Sú skattheimta var hins vegar óðar færð yfir á neytendur. ltalir settu á bensín- skatt sem nam lækkun olíuverðs þannig að bensínverð þar hefur ekki breyst í eitt ár. Verðstríð í V-Þýskalandi hefur hins veg- ar geisað mikið verðstríð að undanförnu. Svo hart var „bar- ist“ að stóru olíufélögin, þar á meðal Esso og Mobil, ákváðu að gera með sér samning þar sem ákveðið var að jafna verðið í landinu með því að hækka það aðeins. Neytendur brugðust hart við og mótmæltu kröftuglega. Stungið var upp á að stóru olíufé- lögin yrðu sniðgengin við kaup á bensíni og hvatti jafnvel stjórn landsins óbeint til þess. Þessu svaraði þýska Esso með því að minni félögin væru með lélegra bensín. Shell sagði að stríðið við minni olíufyrirtækin væri svo ák- aft að þeir stóru fengju lítinn sem engan hagnað Astandið er litlu betra í diesel- málum. Bílstjórar eru víða argir yfir því, að olíulækkunin hefur lítil sem engin áhrif á verð diesel- olíu. Og einn er sá hópur neytenda sem ekki kemur til með að njóta góðs af olíulækkun. Það eru flugfarþegar. Talsmaður IATA sagði að kostnaður vegna flugvélabensíns myndi lækka en það myndi ekki hafa áhrif á flugfargjöld þar sem annar kostn- aður færi hækkandi. „Það er óþarfi að leita eftir kraftaverk- um,“ sagði hann. En breska tlugfélagið Virgin fylgir ekki þessari stefnu og segist munu lækka fargjöld milli London og New York um 30 dollara, í 368 dollara. En það fylgja fá fyrirtæki þeim eftir. Hvar er olíulækkunin? Egyptaland Uppreisnarmenn fyrir rétt 3000 manns handteknir, yfirvöld segja að uppreisnin hafi verið á misskilningi byggð og hafi ekki áttsér pólitískar orsakir Sfinxinn hefur horft upp á margar uppreisnir í gegnum tíðina. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.