Þjóðviljinn - 18.04.1986, Qupperneq 1
.Ife I i \ lli I
GLÆTAN
ÞJOÐMAL
UM HELGINA
Dagheimili
Háskalega langur biðtími
Dagvist barna: Meðalbiðtími barna einstœðraforeldra eftirplássi á dagheimili hjá borginni
nœr átta mánuðir. Biðlistinn lengdist um 20% milli áranna 1984 og 1985.
StellaJóhannsdóttir: Háskalegar staðreyndir. Skortir sárlega dagheimili
Meðalbiðtími barna einstæðra
foreldra eftir plássi á dag-
heimili hjá borginni var í fyrra
nær 8 mánuðir segir í skýrslu um
dagvistun barna á vegum Reykja-
víkurborgar árið 1985. í sömu
skýrslu kemur fram að biðlistar
eftir plássi á dagheimili lengdust
um 20% milli áranna 1984 og
1985.
„Þetta eru háskalegar stað-
reyndir og raunar það eitt um þær
að segja að okkur skortir sárlega
fleiri dagheimili. Þetta er óheyri-
legur fjöldi sem er á biðlistunum
og það eina sem er til úrlausnar er
að byggja fleiri heimili með
heilsdagsvistun. Maður heyrir
þetta allg staðar í kringum sig,
fólk er í vandræðum,“ sagði
Stella Jóhannsdóttir hjá Félagi
einstæðra foreldra þegar Þjóð-
viljinn bar þessar tölur undir
hana í gær.
í skýrslunni sem gefin er út af
borginni, kemur fram að fjöldi
Evrópuráðið
Fordæmir loftárásirnar
Strasborg - Evrópuráðið sam-
þykkti í gær að fordæma árásir
Bandaríkjamanna á Líbýu sem
„smánarlegt brot á alþjóða-
lögum“.
Eftir harðar umræður um mál-
ið á fundi Evrópuráðsins var til-
laga þessa efnis samþykkt með
154 atkvæðum gegn 148. í álykt-
uninni segir að alþjóðaöryggi og
friði stafi mikil hætta af árásun-
um.
í bréfi sem Eduard Shevardna-
dze, utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna sendi aðalritara Sameinuðu
þjóðanna í gær, fór Shevardna-
dze fram á neyðarráðstafanir til
að stöðva frekari árásaraðgerðir
Bandaríkjamanna, eins og hann
nefndi það. Stjórnvöld í Líbýu
hafa undanfarið þráfaldlega farið
fram á aðstoð Sovétmanna og
bandalagsríkja þeirra vegna
„loftárása Bandaríkjamanna og
Nató“, eins og það er orðað í yfir-
lýsingum þeirra. IH/Reuter
Sjá nánar Heimur bls. 9
Indónesía
Grátið til sigurs
Semarang, Indónesíu — Fólk gól-
aði yfir tapaðri ást, syrgði fráfall-
inn ættingja, veinaði í ótta, engd-
ist af sársauka og tók andköf yfir
grimmd örlaganna.
Það var svo Rachmad Setyoko
sem vann 26 keppendur í grát-
keppni Indónesíu í gær. Hann
syrgði móður sína á svo meistara-
legan hátt að honum var veittur
sigurinn. Þetta er fjórða keppnin
sem haldin er með þessum hætti í
Indónesíu. í fyrra var
„skjallkeppni“, þar áður blísturs-
keppni, þar á undan hláturs-
keppni.
barna í dagheimilum borgarinnar
var um áramótin 1.135. Þar af eru
724 börn einstæðra foreldra, eða
65.1%. 168 eru börn háskóla-
stúdenta eða 15.1%, en meðal-
biðtími þeirra barna eftir plássi
var í fyrra nær 15 mánuðir. Þess
ber að gæta að þarna er um með-
altal að ræða og í sumum tilvikum
er biðtíminn mun lengri.
Um áramótin 1984-1985 voru
495 börn á biðlista eftir plássi á
dagheimili, en ári seinna, um síð-
ustu áramót, voru þau orðin 584,
sem er um 20% aukning.
Biðlistar eftir plássi á leik-
skólum hafa einnig aukist. Um
áramótin 1984-1985 var 1.121
barn á biðlista, en ári seinna voru
þau orðin 1.151. í áðurnefndri
skýrslu segir að mestur þungi
leikskólabiðlista sé í Seljahverfi,
Árbæ og Vesturbæ.
-gg-