Þjóðviljinn - 18.04.1986, Side 5

Þjóðviljinn - 18.04.1986, Side 5
Umsjón: Lúðvík Geirsson Eldhúsdagsumrœður Það er unnt að bæta lífskjörin Kaflar úr rœðu Svavars Gestssonarformanns Alþýðubandalagsins við eldhúsdagsumrœður á alþingi ígœrkvöldi • Einu sinni var stjórnmála- flokkur sem vildi herinn úr landinu. Nú veitir hann forstöðu ríkisstjórn sem styður í öllum meginatriðum utanríkisstefnu Reaganstjórnarinnar. Einu sinni var sami stjórnmála- flokkur talinn sérstakur málsvari bænda og búaliðs, dreifbýlis: Nú hefur hann forystu fyrir aðgerð- um í ríkisstjórn, sem hafa komið svo illa við landbúnaðinn og framleiðsluatvinnuvegina, að auðn blasir við stórurn hluta landsbyggðarinnar og fjöldi bænda sér fram á gjaldþrot. • Einu sinni var stjórnmála- flokkur sem hafði stuðning um 30% þjóðarinnar í almennum kosningum hvað eftir annað og sami flokkur var næststærsti flokkur höfðustaðarins fyrir að- eins 16 árum. Nú eru áhöld um hvoru meginn þessi flokkur v^rð- ur við 10% mörkin í næstu alþing- iskosningum og ljóst að hann verður minnsti flokkur Reykja- víkur í næstu kosningum ef Flokkur mannsins býður ekki fram. • Einu sinni hafði þessi stjórnmálaflokkur kjörorðin „Allt er betra en íhaldið" og vann síðast stórfelldan kosningasigur á grundvelli þessa kjörorðs árið 1979. Nú hefur flokkurinn annað kjörorð - Allt er best hjá íhald- inu. Nú heyri ég hér í salnum að einhver áttar sig á því að ég er að tala um Framsóknarflokkinn; og einhvers staðar heyrist tuldrað: Já, en Framsóknarflokkurinn er ekki einn í núverandi ríkisstjórn og það er rétt. En í rauninni er Framsóknarflokkurinn í núver- andi ríkisstjórn ekkert frábrugð- inn íhaldinu og ég man ekki eftir neinu máli þar sem hann hefur skorið sig frá íhaldinu með afger- andi hætti. Eða man nokkur eftir því að Framsóknarflokkurinn hafi lagst gegn kjaraskerðingunni miklu vorið 1983? Man nokkur eftir því að Framsóknarflokkur- inn hafi borið sig upp undan ákvörðun um vaxtasprengjuna sumarið 1984? Man nokkur eftir því að Framsóknarflokkurinn hafi orðinu hallað á stjórn íhalds- ins á utanríkismálum, eða heil- brigðismálum eða menntamálum eða iðnaðarmálum? Nei, það hefur aldrei gerst. Hann hefur hlýtt eins og húsbóndinn skipar hverju sinni. Munurinn kemur að vísu örsjaldan í ljós-en sá munur minnir á muninn á hjáleigunni og höfuðbólinu, þar sem leigulið- arnir reyna að apa allt eftir hús- bændum sínum. Ein stærstu kosningasvik sögunnar Sagðist forysta Framsóknar fyrir síðustu kosningar ætla að innleiða frjálsa vexti? Var kjós- endum sagt fyrir síðustu kosning- ar að Framsóknarflokkurinn ætl- aði að hafa forystu um aðför að félagslegri þjónustu - dagheimil- um og byggingum þeirra og raun- ar öllurn framlögum til samfé- lagslegra verkefna? Sagði Fram- sókn fyrir síðustu kosningar að hún ætlaði að framkvæma stefnu verslunarráðsins lið fyrir lið - fella niðurgreiðslur af landbún- aðarafurðum og annað sem því fylgir og horfa aðgerðarlaus upp á þúsundir íslenskra heimila í ör- væntingu og á vonarvöl, byggða- röskun og landflótta? Framkoma Framsóknar í og eftir kosningarnar 1983 eru ein- hver stærstu kosningasvik sög- unnar - og það er ljóst að það er aðeins eitt sem Framsókn skilur: Tap, stórfellt tap í kosningum, og það strax í sveitarstjórnarkosn- ingunum í vor. Fyrir kosningarnar 1983 lýsti Sjálfstæðisflokkurinn því yfir að við tæki gullöld og gleðitíð ef hann aðeins kæmist til valda. Hver er niðurstaðan? Hafa erlendar skuldir minnkað? Nei, þær hafa aukist svo nemur miljörðum króna í tíð þessarar ríkisstjórnar. Hefur viðskiptahallinn minnkað? Nei, hann nemur 15 miljörðum króna í tíð þessarar ríkisstjórnar. Hefur hagur framleiðsluat- vinnuveganna batnað? Nei, þar blasir við stórfelldur hallarekstur þegar líður á árið þrátt fyrir stöðuga árgæsku og hækkandi verð á erlendum mörkuðum. Hafa vextirnir lækkað? Nei, vextir eru þeir hæstu í heimi. Hefur hagur rfkissjóðs batnað? Nei, ríkisstjóður er rekinn með meiri halla en nokkru sinni fyrr. Þar hefur Þorsteinn Pálsson slegið fyrri met íhaldsins í fjár- málaráðuneytinu þeirra Alberts Guðmundssonar og Matthíasar Á. Mathiesens. Þúsundir heimila á vonarvöl En hið alvarlegasta er þó það hvernig stjórnarstefna, frjáls- hyggjan, hefur leikið heimilin. Þúsundir heimila eru á vonarvöl. Nú er ekki deilt um það að það er stórfelld fátækt á íslandi á nýjan leik. Deilurnar snúast um það hversu víðtæk hún er. Sérfræð- ingur Þjóðhagsstofnunar telur 20.000 fjölskyldur af 70.000 hafa tekjur undir fátækramörkum. Sérfræðingur kjararannsókna- nefndar telur mörkin vera 17% af félagsmönnum verkal j ðsfélag- anna. Hvor talan sem rétt er: Hér er komið upp nýtt ástand á ís- landi - ástand sem við þekkjum ekki frá stjórnmálaumræðu síð- ustu ára. Fólk á nn'num aldri hef- ur alist upp við stöðugt batnandi lífskjör undanfarinna áratuga. Við höfum rætt um það hvernig á að bæta félagslega þjónustu, heil- brigðiskerfið, skólakerfið, menntakerfið, dagvistun barna. Nú er fátæktin orðin dagskrár- efnið rétt eins og fyrir stríðið, í kreppunni miklu. 0g hvað veldur? Svarið er: Stjórnarstefnan og misskipting auðæfanna. Við eigum svo mikil verðmæti á ís- landi að allir ættu að geta búið við sæmileg lífskjör. En á sama tíma og hundruð fjölskyldna sjá íbúð- irnar sínar í tilkynningum um nauðungaruppboð, á sama tíma og fátæktin heldur innreið sína á ný, á sama tíma og örvæntingin læsist urn íslensk heimili þúsund- um saman, þá vitum við að litli forríki minnihlutinn býr við betri kjör en nokkur sinni fyrr. Eftir- spurn þeirra eftir nýjum, rándýr- um bílum er nú slík að bíl- aumboðin anna ekki eftirspurn- inni. Það sem byggt hefur verið í Reykjavík á undanförnum árurn eru aðallega rándýr hallarstór einbýlishús. Verslunarhús sem kosta hundruð miljóna rísa upp hraðar en augað fær numið. Okurlánastarfsemi skilar okrur- um hundruðum miljóna. Þeir fáu sem nást fara svo úr landi án þess aö þurfa að hlýða dómi og lögum og leika sér í útlöndum í vellyst- ingum praktuglega meðan lág- launafólkið er hundelt með reikningana sína. Þeir eru ekki allir eins En eru þeir ekki allir eins? Því er stundum haldið fram, en hug- leiðum þessar spurningar: 1. Af hverju er kaupið alltaf hæst þegar Alþýðubandalag- ið er aðili að ríkisstjórn? 2. Af hverju er byggðaþróunin jákvæð þegar Álþýðubanda- lagið er aðili að ríkisstjórn? 3. Afhverju eruppbyggingáfé- lagslegri þjónustu, skóla- og heilbrigðismálum þegar Al- þýðubandalagið er í ríkis- stjórn? Það er vegna þess að Alþýðu- bandalagið hefur stefnu sem byggist á hagsmunum meirihluta þjóðarinnar - hinna vinnandi manna í landinu. Alþýðubanda- lagið skorar á þennan meirihluta að höggva nú á viðjar vanans, snúa baki við íhaldinu og veita stjórnarflokkunum ærlega ráðn- ingu - það er tækifæri til þess í næstu kosningunt eftir aðeins sex vikur. Alþýðubandalagið hefur á þessurn vetri sýnt frá á að það er unnt að lifa á Islandi og það er unnt að bæta lífskjörin. Það á að gera í fyrsta lagi með því að skipta jafnar. Það geta ekki allir fengið allt. Þeir lægstu eiga að hækka verulega en lífskjör þeirra auðugu verður að skerða frá því sem nú er um að ræða. Samkomulagið í Bolungarvík er skynsamleg tilraun til þess að brjótast fram á nýjum brautum og ákveða að enginn skuli hafa minna fyrir sig að leggja en 30.000 krónur á mánuði. í annan síað veröur að takast að skera niður milliliða- kostnaðinn, yfirbygginguna í þjóðfélaginu: Landsbankinn græddi á sl. ári um einn miljarð króna, Seðlabankinn á síðustu tveimur árunt um hálfan miljarð króna eftir að hafa reist hús sem kostar 574,8 miljónir króna á nú- vjrði samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá viðskiptaráðu- neytinu í gær.Þetta milliliðabákn þarf að skera miskunnarlaust nið- ur og yfirbygginguna sem er að sliga þjóðarbúið. Skattsvikin verður að uppræta með þeirri stefnu sem Alþýðubandalagið samþykkti á landsfundi sínum: Með margföldun skattsekta, ein- faldara skattakerfi og hertu skatt- eftirliti. Opinber nefnd hefur nú komist að sömu niðurstöðu og telur að skattsvikin nemi 6-7 milj- örðum króna, en tap ríkis og sveitarfélaga þess vegna nemi 3-4 miljörðum króna. Það er ein meginforsenda þess að unnt verði að bæta h'fskjörin að skattakerfið verði betra en nú er og hefur ver- ið. í þriðja lagi hefur Alþýðu- bandalagið bent á leiðir til nýrrar sóknar í atvinnulífinu. Með aukinni áherslu á nýsköpun, tækniþróun rannsóknar- og þró- unarstarfsemi getum við hér á næstu árum skapað forsendur fyrir lífskjör sem eru sambærileg við það sem gerist í grannlöndum okkar bæði í kaupi og félagslegri þjónustu. Þá munu íslendingar ekki lengur þurfa að flýja land til grannlandanna til þess að bjarga sér undan gjaldþrotastefnu ríkis- stjórnarinnar sem nú birtist launafólki og framleiðsluatvinn- uvegum. Tækifærið er framundan Og framundan er tækifæri: Kosningarnar 31. maí. Þá verður tekist á um stjórn byggðarlag- anna. Berið þið saman, góðir hlustendur, stjórn byggðarlag- anna þar sem Álþýðubandalagið er aðili að meirihluta og þar sem Alþýðubandalagið er utan nteiri- hlutaaðildar. Svo vill til að nærri hlið við lilið eru svipað stórir bæir - Kópavogur og Hafnarfjörður. Þar er fróðlegt að bera saman fé- lagslega þjónustu - sá saman- burður er Alþýðubandalaginu ekki í óhag. Athugið Neskaup- stað sérstaklega þar er nægilegt framboð á dagvistarrými fyrir börn og hefur verið allt frá árinu 1966. Og urn þetta ber að fjalla í kosningabaráttunni. En hitt er ekki minna um vert að viö setum kosningarnar í landsmálapólit- ískt santhengi. Af hverju er minna fé til fram- kvæmda í félags- og menning- armálum, samgöngumálum og heilbrigðismálum en áður? Það er vegna þess að ríkisstjórnin hef- ur skorið niður um neira en helming framlög til s, meigin- legra verkefna ríkis og sveitarfé- laga. Ríkisstjórnin er Framsókn- arflokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn. Þeir sem styðja þessa flokka eru að leggja blessun sína yfir niðurskurð félagslegra fram- laga til sveitarfélaganna. í kosningununt 31. maí er einn- ig tekist á um kjaramálin og stefnuna í þeim. Sveitarfélögin eru áhrifamiklir aðilar í mótun stefnunnar í kjaramálum. Sterk staða Alþýðubandalagsins í kosningum styrkir baráttu verka- lýðshreyfingarinnar í heild og möguleika hennar til þess að ná varanlegum árangri. Ég hvet Alþýðubandalags- menn um allt land til þess að fylkja liði á komandi vikum. Ihaldið hefur yfir stórfelldum fjármunum að ráða og ekkert getur unnið það forskot upp ann- að en stöðug vinna flokksfélag- anna. Nú er skammur tími til stefnu og hverja stund þarf að nota til þess að vinna, vinna og vinna enn. Föstudagur 18. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.