Þjóðviljinn - 26.04.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.04.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Mörður Árnason DJÚÐVIIJINN Hákon Waage fer meö hlutverk Jóns Proktors. Danforth varalandstjórl (Erlingur Gíslason) veit ekki lengur hvort hann trúir á Abigael (Elfu Gísladóttur). Pegar djöfullinn fer á kreik Þjóðleikhúsið 1 deiglunni eftir Arthur Miller Þýðing: Jakob Benediktsson Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikmynd og búningar: Baltasar Leikstjóri: Gísli Alfreðsson. Þegar Arthur Miller skrifaði fyrir röskum þrjátíu árum leikrit sitt um nornaveiðar í Salem árið 1692 var bandarískur öldungar- deildarþingmaður, McCarthy, að skapa sér illa frægð með komm- únistaveiðum, sem beindust ekki síst að því, að koma hinum „rauðu nornum“ út úr banda- rísku menningarlífi og fjölmiðl- um. Sú athygli sem leikritið vakti, sú mikla spenna sem skap- aðist í kringum það, var vissulega tengd þessum hliðstæðum í sögu og samtíma og sjálfur var Milier kallaður fyrir óamrísku nefndina og stóð sig þá reyndar betur en flestir aðrir. Maður gæti ætlað, að fjarlægð þessara atburða dragi eitthvað úr áhrifamætti þessa texta. Svo þarf alls ekki að vera - I dciglunni er eitt þeirra leikverka sem er svo vel skrifað, svo mátt- ugt í umfjöllun um nokkra þá hluti sem miklu varða, að það stendur af sér nauð tímans. Ast og samfélag Bandarískur prófessor, John Hagopian, lagði út af því í fyrir- lestri hér í borg fyrir nokkrum dögum, að Arthur Miller héldi sig vera að skrifa ádeiluverk sem bæta mundi heiminn og þá vinna gegn McCarthyfárinu - í raun og veru lenti hann í því að láta venjulegan þríhyrning drífa áfram leikinn: Abigael vill koma Elísabet konu Jóns Proktors fyrir kattarnef, Jón hikar þar til það er um seinan við að koma upp um galdraleik Abigael, sem hann hefur enn vissar taugar til. Satt að segja finnst manni, þegar leikrit- ið er upp rifjað með sýningu Þjóðleikhússins, ekki sem hér sé um þverstæður að ræða sem til vandræða þurfi að vera. Djöfull- inn kemur reyndar inn í samfé- lagið í Salem í líki ótta og ofstæk- is, hann er á sínum stað og það er hann sem er aflvél leiksins. Menn vita það úr fleiri sóknum en Sal- em í Massachuttes, að þegar slíkt andrúmsloft hefur heltekið fólk- ið, þá er skammt í að hver noti sér það til persónulegs ávinning. Abigael sér leið opnast til að krækja í Jón bónda. Séra Parris ætlar að nota sér galdrabylgjuna (sem hann óttast fyrst að muni steypa honum sjálfum) til að kveða niður andóf í sókninni, hækka tekjur sínar og komast yfir hús. Putnam stórbóndi vill sölsa undir sig meira land. Allt er þetta gamalt og nýtt, eins og menn vita, sem hafa kynnt sér ákærutæknina í löndum og ríkjum, þar sem geistlegt vald eða veraldlegt fer að leita að útsendurum Söku- dólgsins mikla - hvort sem hann heitir Djöfullinn, Alheimsjúð- inn, Trotskí eða Heimskommún- isminn. Verður ekki farið nánar út í þá sálma hér: en það sem máli skiptir, þegar skoðað er leikrit Arthurs Millers, er það, að þar fer saman nærgöngul skoðun til- tekins tíma, tiltekinna aðstæðna og svo það „sammanlega" - hvernig „galdrafár" verður próf- raun á ást, vináttu, manndóm og reisn. Leikstjórn og svið Gísli Alfreðsson stjórnar þess- ari sýningu. Beinast liggur við að skoða hans vinnu í tengslum við hin afdrifaríku hópatriði þessa verks. Útkoman er nokkuð mis- jöfn. Allvel tekst til í fyrsta þætti þegar óttinn læðist að húsum og stúlkurnar, sem voru einhvern fjandann að kukla úti í skógi, hleypa sér í þá hysteríu sem upp magnast í rétttrúaðri tortryggni plássins og yfirvaldsins. Hér varð úr aligóð stigmögnun. Yfir- heyrslurnar í þriðja þætti voru líklega sterkasti hluti sýningar- innar, þar fór best saman um- gjörð og búningar, þar varð leikurinn jafnbestur og fjöl- breyttastur, þar varð kóreó- grafían í staðsetningu og hreyf- ingum virkust. En í sama þætti varð galdur sá, sem stúlkurnar gala að Mary Warren (sem ætlar að segja satt um allt þeirra at- hæfi) ómarkviss og fyrirgangs- samur. í handtökusenunni í öðr- um þætti og í fjórða þætti hefur leikstjóri gefið til skaða lausan tauminn sterkum „útvortis" leik - óhugnaði hins kalda aftöku- morguns væri betur borgið með hófstilltari og agaðri aðferð. Leikmynd fjórða þáttar er líka síðri en hinar. Veggir fangelsisins hafa þokast nær áhorfendum og þrengt að persónunum, sem skildar eru eftir fremst á sviðinu. Líklega er það meiningin að sýna hvernig þrengt hefur að fólkinu svo það má hvergi hræra. En þetta má ekki koma svo niður, að leikendur eins og flækist hver fyrir öðrum á stundum. Og það dregur svo úr aðkenningu þrenglsa, hve breitt sviðið er: kannski mátti skera utan af því en dýpka um leið? Nema hvað: sviðsmyndir Balt- asars eru annars góðum kostum búnar (þó hefði heimili Proktor- hjónanna í öðrum þætti að ósekju mátt vera einfaldara að gerð og kannski eins og frumbýlings- legra). Kostirnir eru ekki síst tengdir aga litanna sem undir- strika hugblæ hvers þáttar í góðu samspili við trúverðuga búninga í gráum og brúnum litum bænda, svötum lit klerkavaldsins og lit- klæðum dómsvaldsins. Áhrifast- erkust var hin einfalda leikmynd þriðja þáttar og þar sætti líka mestum tíðindum lýsing Ás- mundar Karlssonar. Þríhyrningurinn Hákon Waage fer með hlut- verk Jóns Proktors, bóndans sem eftir efasemdir og innri baráttu neitar að svíkja granna sína og sjálfa sig og kaupa sér líf með lýgi. Skást verður hans frammi- staða þegar hann miðlar af ein- lægni og heiðarleika og kannski „klaufaskap" lítt veraldarvans bónda, gefur á hinum lægri nót- um til kynna innri styrk þessa manns, hvað sem efasemdum og sektarkvöl líður. En Hákon hleypir sér of oft og lengi, þegar um líf og dauða er að tefla, út í hávaða og fyrirgang, sem verður leiðigjarn og einhæfur - bæði í handtökusenunni í öðrum ætti og svo undir lokin. Af þessum sökum fór forgörðum sú erfiða reisn sem á að fylgja Jóni bónda út úr fangelsinu. Edda Þórarinsdóttir gaf Elísa- betu Proktor bæði reisn og þokka, sem var á sínunt stað þeg- ár á reyndi - en kannski hefði hún mátt koma betur til skila í upp- hafi annars þáttar þeim kulda og þeirri afbrýði sem eitrað hafði líf þeirra hjóna. Hlutverk Abigael er frumraun Elfu Gísladóttur í Þjóðleikhús- inu. Hún nær með köflum sæmi- legum tökum á fláræði og fólsku þessa morðingja. Hinsvegar vantar mikið á að við sannfærumst um að þessi stúlka sé sú mikla freisting sem Jón Proktor féll fyrir og af þeim sökum verður minna úr þríhyrn- ingnum en efni standa til. Það er sem þau Jón Proktor og Abigael þessarar sýningar séu til í of fáunt víddum. Salem, klerkar og dómarar Guðrún S. Gísladóttir fer af nákvæmri útsjónarsemi með hlutverk Mary Warren, þjón- ustustúlku Proktorhjóna: hún kom því afar vel til skila, hvernig hún í senn óttast það ákæruvald sem hún hefur dregist inn í - og nýtur þess um leið að skyndilega hefur hún fengið í hendur vald yfir húsbændum sínum. Steinunn Jóhannesdóttir er Tituba, amb- áttin svarta, sem undir lokin von- ar að andskotinn fljúgi með hana heim til Barbados. Hún leggur því gott lið að við trúum á það hvernig fyrstu skrefin eru stigin til galdrafárs og um leið vitum við vel af því, að það þarf ekki djöfu- linn til að hvísla því að henni, að hún, ambáttin, vill ekkert heldur en að skera á háls húsbónda síns, séra Parris. Sólveig Arnarsdóttir leikur Betty Parris af góðu ör- yggi. rétt eins og hún hefði oft og lengi á sviði verið. Það stafar ósviknum kulda, öfund og ágirnd frá Putnamhjónunum, sem þau Helga Bachman og Kúrík Har- aldsson leika. En núldum styrk- leika af Rebekku píslarvætti. sem Herdís Þorvaldsdóttir leikur. Klerkar eru þessari sýningu til prýði. Gunnar Eyjólfsson á út- smoginn og yfirvegaðan leik í hlutverki séra Parris, þess ágjarna lítilmennis sem jafnan leggur illt til. Sigurður Skúlason ferð með hlutverk þess merkilega manns séra Hale. Hann er í upp- hafi stoltur af því, hve vel hann er að sér í römmum kenningum, viss um að hann hafi fræðileg tök á galdri og andskota. Þetta sýnir Sigurður með hófstilltum og sannfærandi ráðum - og eins þau umskipti sem verða á séra Hale þegar fræðimaðurinn, hörfar fyrir mennskum tilfinningum þess, sem stendur frammi fyrir af- leiðingum sinnar teóríu: Það á að fara að hengja fólk. Armur laganna stendur líka fyrir sínu. Fógetinn (Pálmi Gests- son), Cheever réttarskrifari (Jón S. Gunnarsson) - sem er undir eins „kvislingur" meðal sinna granna, og Hathorne dómari (Pétur Einarsson). Mest mæðir í þessum samfélagsgeiranum á Erlingi Gíslasyni í hlutverki Dan- forths varalandstjóra og tekst honum blátt áfram vel upp. Hann sýnir alla þá slægð, hörku og greind sem þarf til að lyfta veru- lega þriðja þætti. Og ein- hvernveginn tekst Erlingi að brúa þá þverstæðu sem í rauninni er í þessari persónu frá höfundarins hendi - m.ö.o. þá, að Danforth er maður síns tíma, þess tíma sem tekur djöfulinn alvarlega - en um leið er í honum meira en öðrum persónum leiksins af rökurn og aðferðum pólitískra réttarhalda tuttugustu aldar. I deiglunni var fyrst sýnt í Þjóð- leikhúsinu fyrir 30. árum. Sumir leikarar eru þeir sömu - nema í öðrum hlutverkum, nú en þá, náttúrlega. Aðeins eitt er óbreytt - þýðing Jakobs Benediktssonar. Það verk er unnið af smekkvísi sem aldrei bregst, málfarið ris- mikið og ntjög hæfilega fyrnt, nákomið og fjarlægt í senn. Laugardagur 26. apríl 1986 , ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.