Þjóðviljinn - 26.04.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.04.1986, Blaðsíða 9
HEIMURINN Olíuvinnslan er nú aö hefjast á ný hjá Norömönnum. Noregur Olíudeilan í geröardóm Norska ríkisstjórnin greip ígœr inn í vinnudeilur ogsetti málið í gerðardóm Osló — Norska ríkisstjórnin greip í gær inn í deilur vinnu- veitenda og verkafólks á olíu- borpöllunum norsku og setti málið í gerðardóm. Eftir fund atvinnumálaráö- herra Noregs, Arne Retterdal með deiluaðilum, sagði hann við fréttamenn að öryggi olíuborp- alla Norðmanna væri í hættu þannig að ekki væri lengur hægt að una við deilurnar. Deilurnar stöðvuðu olíuframleiðslu Norð- manna (900.000 tunnur á dag) hinn 6. apríl síðastliðinn þegar 670 manns í framreiðslustörfum fóru í verkfall til að krefjast hærri launa. Eigendur olíufélaga svör- uðu þessu með því að setja verk- bann á rúmlega 3.000 verkamenn á olíuborpölíum Norðmanna í Norðursjó. Retterdal kynnti ákvörðun ríkisstjórnarinnar eftir að nætur- langar viðræður síðustu nótt virt- ust ekki ætla að skila neinum ár- angri. Inngrip ríkisstjórnarinnar þýðir að verkamenn eiga að hefja störf strax, kjör verða ákveðin í gerðardómi. Fulltrúar verka- lýðsfélaga gáfu hins vegar í skyn í fyrradag að félögin kynnu að virða gerðardómsákvörðun ríkis- stjórnarinnar að vettugi, en virt- ust þó í gær ætla að sætta sig við hana. Tvö af fjórum verkalýðsfé- lögum sem um ræðir hafa tilkynnt að þau muni snúa aftur til vinnu. Hin tvö virðast líkleg til hins sama. Verkfallið varð í fyrstu til að hækka hráolíuverð sem var þá rétt yfir 11 dollurum á tunnu. Nú telja olíusérfræðingar hins vegar að verðið muni lækka á ný á heimsmarkaði. Þannig lækkaði oiíuverð í New York þegar Ijóst var að líkur væru á að framleiðsla hæfist brátt í Noregi á ný. Norska ríkið hefur misst af 18 milljónum dollara á dag, þann tíma sem framleiðsla hefur stöðvast. ERLENDAR ?RÉTTIR hjörleVfsson'/REUT E R vr Frakkland Breskur kaupsýslumaður skotinn til bana Maður hringdi ífréttastofu og lýsti morðinu á hendursér ínafni arabískra samtaka, ekki var unnt að greina nafn samtakanna SP Sovétríkin styrkja A uka framlag sitt þar sem Bandaríkin hafa dregið að greiðaframlag sitt. De Cuellar segir SP vanta 100 milljónir dollara til að stofnunin standi slétt eftir þetta ár Lyons — Breskur verslunar- maður sem fer með umboð fyrir bandaríska verkfærafyrir- tækið Black & Decker var skotinn á götu I Lyons í gær. Ókunnugur maður hringdi síð- an í alþjóðlega fréttastofu í borginni og lýsti morðinu á hendur sér í nafni arabískra samtaka. Ekki var mögulegt að greina nafn samtakanna. Maðurinn sagði: „Við munum eyða öllum hagsmunum banda- rískra og breskra heimsvalda- sinna í heiminum hvar sem þau eru.“ Hinn skotni, Kenneth Mar- ston, 47 ára, var skotinn tveimur byssukúlum í brjóstið fyrir fram- an heimili sitt þegar hann var að fara til vinnu í gærmorgun. Vitni sá mann hlaupa á brott frá morðs- taðnum. Spánn Fimm menn farast í spreng- ingu TaliðaðETA, sk æn 11 iðasamtök Baska, hafistaðið að tilrœðinu Madrid — Kraftmikil sprengja sprakk utan við sjúkrahús í miðborg Madrid í gær með þeim afleiðingum að fimm lög- reglumenn létust. Þetta er ein harðasta árás skæruliða á Spáni í tvö ár. Talið er að Samtök Baska, ETA, hafi stað- ið að sprengingunni. Sprengjan var fjarstýrð. Hún sprakk í þann mund sem flokkur lögreglumanna ók frá ftalska sendiráöinu þar sem hann hafði staðið vörð. Lögreglan sagði að margt benti til að ETA (Sjálf- stæði og frelsi Baskalands) hefði framkvæmt verknaðinn. Þrír lög- reglumenn létust í sprengingunni sjálfri og tveir til viðbótar á sjúkrahúsi. Þar að auki særðust fjórir aðrir lögreglumenn og fjór- ir vegfarendur. Einn þeirra var yfirmaður jarðarfararstofnunar í Madrid. Vitni sögðu að maður sem hrópaði vígorð ETA hreyfingarinnar á sprengjustaðn- um hefði verið handtekinn. Sprengingin var geysilega öf- lug, lögreglan áætlar að notast hafi verið við 50 til 60 kíló af sprengiefni. Rúður sprungu í gluggum fæðingadeildar sjúkra- hússins og tvær skurðstofur eyði - k'jgðust. Ekkert barnanna mun hafa særst. Lögreglan segist hafa verið á varðbergi gagnvart ETA frá því tilkynnt var um kosningar sem halda á síðari hluta júnímán- aðar. Helstu leiðum frá Madrid var lokað í gær stuttu eftir árás- ina. Bandarískur vegfarandi og 18 lögreglumenn særðust í septemb- er síðastliðnum þegar sprengja sprakk sem ETA samtökin höfðu komið fyrir. Síðasta aðgerð ETA samtakanna í Madrid var þegar þau drápu undir-aðmírálinn Cri- stobal Colon De Carvajal. S-Afríka Lögreglumaður myrtur Svartur lögreglumaður var myrtur á heimili sínu ígœr. Hvítir öfgasinnar hrópa niður ráðherra áfundi Moskvu — Novosti fréttastofan í Moskvu sagði frá því í gær að Sovétríkin ætluðu að veita Sameinuðu Þjóðunum 10 milljóna styrk vegna fjárhag- svandræða stofnunarinnar. Sagt var að SÞ væru nú fjár- vana vegna þess aö Bandarík- in sem lengi hafa veitt einna mest fjármagn til SÞ, hafa frestað afhendingu fjárfram- lags síðasta árs og neitað að borga að fullu fyrir 1986. „Bandarísk stjórnvöld eru í raun að beita efnahagslegum þvingunum til að beita stofnun- ina pólitískum þrýstingi", sagði í tilkynningu Novosti. Þar sagði að stjórnvöld í Moskvu hefðu ákveðið að borga 10 milljónir dollara í sérstakan sjóð hjá SÞ vegna beiðna frá Javier Perez De Cuellar, aðalritara SÞ. Novosti vitnaði í orð hans um að stofnun- in þyrfti að minnsta kosti 100 milljónir dollara svo hún gætti greitt skuldir sínar til loka þessa árs. Novosti sagði einnig að So- vétríkin ætluðu auk þessa að auka við hefðbundin framlög sín hefðbundinna fjárlaga stofnunar- innar fyrir 1986. Hvítir öfgasinnar gerast æ fyrirferð- armeiri í S-Afríku. Soweto — Svartir menn stungu í gær lögreglumann til bana í miklum átökum lögreglu og svartra ungmenna í gær. Um svipað leyti gerðu hvítir öfga- sinnar uppþot á fundi með ráð- herra í ríkisstjórn S-Afríku. Ráðist var á lögregluforingjann í gær á heimili hans og bíll hans eyðilagður með öxum, eftir því sem lögreglan sagði. Hann mun vera 33. svarti lögreglutnaðurinn sem hefur látið lífið í átökum sem staðið hafa nú í 26 mánuöi. A þessum tíma hafa að minnsta kosti 1470 manns látið lífið. Vitni sögðu frá því að lögregl- an hefði skotið táragassprengjum að miklum fjölda unglinga sem var á leið að dómshúsum í Sow- eto, úthverfi blökkumanna í Jó- hannesarborg. Ætlunin mun hafa verið að heimta að 15 unglingar sem sakaðir hafa verið um að drepa lögreglumann, yrðu látnir lausir. Máli þeirra hafði verið frestað fram í maímánuð. Átökin hófust klukkustundu eftir að ráð- herra í stjórn S-Afríku hafði ver- ið hrópaður niður á fundi af öfga- sinnuðum, hvítum meðlimum íhaldssamtaka þegar hann ætlaði að ræða breytingar á kynþáttaað- skilnaðarstefnunni. Louis Nel, aðstoðarupplýs- ingamálaráðherra, sagði við fréttamenn eftir þennan fund sem endaði með áflogum:„Það sem gerðist hér er einfaldlega blettur á nafn Afrikanans." Nel sagði við fundarmenn:„Þið beitið sömu aðferðum og kommúnist- ar.“ Margir fundarmanna voru meðlimir í samtökum hollensk- ættaðara S-Afríkubúa, sem nefn- ast, „Weerstandsbeweging“ (Andspyrnuhreyfingin). Þessi hreyfing hefur undanfarið stöðugt verið að færa sig upp á skaftið í mótmælum sínum gegn umbótahugmyndum stjórnarinn- ar varðandi kynþáttaaðskilnað- arstefnuna. Á fundinum veifuðu Andspyrnuhreyfingarmenn Swastikufánunr sínum. í blaðinu Die Burger, sem hlynnt er stjórn- inni, var aðalfyrirsögnin eftir þennan fund, „Ofbeldi hvítra gegn þingmanni NP“. NP er stærsti stjórnarflokkurinn og Nel tilheyrir þeim flokki. Laugardagur 26. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.