Þjóðviljinn - 26.04.1986, Blaðsíða 15
MINNING
Stjórn sjóösins Þjóðhátíöargjöt Norðmanna auglýsir eftir umsókn-
um um styrki úr sjóönum vegna Noregsferða 1986.
Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóösins „aö auðvelda ís-
lendingum að ferðast til Noregs. í þessu skyni skal veita viður-
kenndum félögum, samtökum, og skipulögðum hópum ferðastyrki
til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku í
mótum, ráðstefnum, eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða
grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir styrkir til þátttöku í samnorrænum
mótum, sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndunum. Ekki skal
úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga, eða þeirra sem eru styrk-
hæfir af öðrum aðilum."
í skipulagsskránni segir einnig, að áherslan skuli lögð á að veita
styrki, sem renna til beins ferðakostnaðar, en umsækjendur sjálfir
beri dvalarkostnað í Noregi.
Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum, sem uppfylla
framangreind skilyrði. í umsókn skal getið um hvenær ferð verður
farin, fjölda þátttakenda og tilgang fararinnar. Auk þess skal til-
greina þá upphæð, sem farið er fram á.
Umsóknir óskast sendar til stjórar sjóðsins, forsætisráðuneytinu,
Stjórnarráðshúsinu, Reykjavík, fyrir 20. maí 1986.
13-14 ára stelpa óskast
Ég verö bráöum 8 mánaöa gömul og vantar ró-
lega og góöa 13-14 ára stelpu til aö passa mig á
morgnana.
Ef þú hefur áhuga skaltu hringja í síma 11959.
Laus staða
Staða ritara í sjávarútvegsráðuneytinu er
laus til umsóknar. Um framtíðarstarf er að
ræða.
Góð vélritunar- og íslenskukunnátta er
nauðsynleg svo og einhver enskukunnátta.
Launakjör samkvæmt launakerfi starfs-
manna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist sjávarútvegsráðuneyt-
inu, Lindargötu 9, 101 Reykjavík, eigi síðar
en 16. maí nk.
Sjávarútvegsráðuneytið,
22. apríl 1986.
Styrkir til Noregsfarar
Þegar Skúli komst á eftirlaun
eftir langan starfsaldur fluttust
þau hjónin suður til höfðuborgar-
innar. Ævinlega skal ég muna
hve ánægður hann varð þegar ég
falaðist eftir honum til stunda-
kennslu í íslensku haustið 1980 og
hann sá sér fært að taka starfið að
sér. Einnig kenndi hann á haust-
önn 1981 en ég hygg að það hafi
verið svanasöngur Skúla heitins
sem kennara því að þá var
heiisunni tekið að hraka, en
þrautseigjan var óbilandi.
Milli okkar Skúla lá einhver
dulinn strengur og um langt skeið
var um fjöll og firnindi að fara.
Ég hélt að þessi strengur hefði
með öllu slitnað. - þar til hei-
fregnin barst mértil eyrna. Þátók
þessi strengur að titra. - tónninn
var lágvær en hreinn og þó um-
fram alit hlýr.
Ég votta ættingjum og vinum
Skúla heitins Magnússonar mína
dýpstu samúð.
Ólafur Jens Pétursson
Maöur verður að vera vel vakandi þegar maður velur sér rúm til að sofa vel í.
Skúli Magnússon
úúmswt
(f. 27. mars 1911 - d. 15. apríl 1986)
Góðan da
Um þær mundir sem kennslu í
framhaldsskólum landsins er að
ljúka og nemendur sem óðast að
tygja sig til að lesa undir lokapróf
berst mér sú fregn að Skúli
Magnússon kennari sé allur.
Táknrænt er það, að hann skuli
kveðja á þessum tíma árs, hverfa
úr skóla lífsins, hvort sem hann á
eftir að ganga undir lokapróf eða
ekki á öðrum vettvangi.
Lengst verður Skúla Magnús-
sonar líklega minnst sem kennara
norður á Akureyri, - í gagn -
fræðaskóla. iðnskóla, mennta-
skóla. Það var einmitt í sambandi
við kennslu hans við Iðnskólann
á Akureyri sem samstarf okkar
hófst. Þegar ég tók að kenna við
undirbúnings- og raungreina-
deild Tækniskóla íslands hér
syðra, var Skúli heitinn kennari í
íslensku við undirbúningsdeild
sem þegar í upphafi var sett á
stofn við Iðnskólann á Akureyri
undir forystu þeirra Jóns Sigur-
geirssonar og Aðalgeirs Páls-
sonar. Skúli hafði því nokkra
reynslu af því að kenna væntan-
legum tæknifræðinemum móð-
urmálið þegar ég kom til starfa
við skólann hér. Ég fann strax að
gott var að eiga Skúla að sem
starfsfélaga um skipulag nám-
sefnis og kennslu og þetta sam-
starf fór vaxandi með árunum;
einkum eftir að kennslu til raun-
greinadeildarprófs hófst á Akur-
eyri en þá virtist það eins og sjálf-
sagður hlutur að auk móðurmáls-
ins kenndi Skúli menningarsögu
eða hugmyndasögu, eins og nú er
farið að kalla þá grein.
í almennum undirbúningi áður
en menn hefja sérhæft nám á
iðnfræði- eða tæknifræðistigi er
oft á brattan að sækja fyrir hug-
greinakennara í „samkeppni“ við
kennara í raungreinum. Ekki
stafar það af skilningsleysi við-
komandi stofnana, öðru nær,
heldur vanmati nemenda sjálfra í
hita leiksins, - fyrst í stað skulum
við segja. Við Skúli ræddum
stundum slík vandamál en hétum
hvor öðrum því að láta ekki
deigan síga. Skúli gerði kröfur til
nemenda sinna, en það leyfi ég
mér að fullyrða, að hann hafi ver-
ið of mikið ljúfmenni til að
ósanngirni kæmist þar nokkurn
tíma að; Skúli Magnússon var í
mínum huga kennari af lífi og sál
og grunar mig að kröfurnar sem
hann gerði til sjálfs sín hafi oftar
enn ekki keyrt úr hófi fram.
Skúli Magnússon var mikill ís-
lenskumaður. Það getur hver
maður sannreynt með því að lesa
þýðingu hans á bókinni Ríki
mannsins eftir Vibeke Engelstad.
En öðru fremur var hann
heimspekingur og í þeim fræðum
naut hann sín best. Hann sagði
það reyndar við mig einhverju
sinni að sér félli best að kenna
menningarsögu (hugmynda-
sögu).
Bifreiðastjórafélagið
Sleipnir
heldur félagsfund þriöjudaginn 29. apríl 1986
kl. 20. Fundarstaður Hótel Esja. Fundar-
efni: Staðan í samningunum.
Daníel Óskarsson formaður.
Sóknarfélagar
Aðalfundur Starfsmannafélagsins Sóknar
verður haldinn í fundasal félagsins Skipholti
50a, þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Rúm, náttborð og dýnur viðurkenndar af Möbelfakta í Svíþjóö. Staðgreiðsluverð
sem á sér enga hliðstæðu, aðeins kr. 32.000,-
\
húsg
ogn
Ármúla 44, s. 32035.
Laugardagur 26. apríl 1986 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 15