Þjóðviljinn - 26.04.1986, Blaðsíða 2
Sleipnir
Verkfall fyrsta maí
Langferðabílstjórar boða verkfalll. og2. maí. Daníel Óskarsson:
Krefjumstsamrœmingar við steypubílstjóra. Sitjum á botninum nú.
VSImeðputtana ísamningaviðrœðum
Okkar krafa er sem fyrr að
launin verði í samræmi við
laun steypubílstjóra. Eins og mál-
in standa í dag sitjum við á botn-
inum í launamálum og það getum
við ekki sætt okkur við, sagði
Daníel Óskarsson formaður Bif-
reiðastjórafélagsins Sleipnis í
samtali við Þjóðviljann í gær, en
félagið hefur boðað tvcggja sólar-
hringa verkfall 1. og 2. maí
næstkomandi.
Daníel sagði í gær að síðasti
sáttafundur hafi verið fyrir rúmri
viku síðan, en aðilar hafi þá ekki
ræðst við. Ekki hefur verið boð-
aður annar fundur.
„Ég hef ekki fullgilda skýringu
60
A
af-
mæli
Sextugur verður þann 28. apríl
næstkomandi Sigurður Sigurðs-
son forstjóri Loftorku í Reykja-
vík. í tilefni afmælisins tekur
hann á móti gestum á heimili
sínu, Vonarholti í Kjalanes-
hreppi laugardaginn 26. apríl
milli kl. 15 og 19.
á því hvers vegna sérleyfishafar
hafa ekki orðið við þessum kröf-
um okkar, en ég er þess fullviss
að stór hluti af skýringunni er sá
að VSÍ er með puttana í þessu,
enda þótt sérleyfishafar séu ekki í
VSÍ. Það er greinilegt að nokkurs
sundurlyndis gætir innan Félags
sérleyfishafa. Þar eru all margir
sem vilja semja við okkur, en
aðrir setja stólinn fyrir dyrnar",
sagði Daníel í gær.
Það vekur kannski undrun
margra að boðað skuli verkfall á
alþjóðlegum baráttudegi verka-
lýðsins, sem er frídagur flestra
launþega hvort eð er, en fram til
þessa hefur þessi dagur verið
langferðabilstjórum sem hver
annar vinnudagur.
-gg
Hressir krakkar á Grænuborg: Við vitum miklu meira um Reykjavlk núna (mynd Sig).
„Hluti aukningar orkuþarfar
Hitaveitu Reykjavíkurborg-
ar...“ Sigurður, ha?
Dagvistir
Opin vika
í tilefni af 200 ára afmæli
Reykjavíkurborgar verður opin
vika hjá dagvistarheimilum borg-
arinnar 28. apríl til 2. maí. Þá er
borgarbúum boðið að koma og
kynna sér starfsemi dagvistar-
heimilanna. Börnin hafa upp á
síðkastið unnið að verkefninu
Borgin okkar, - þau hafa farið
um borgina og skoðað hana og
unnið síðan úr þessum ferðum á
ýmsan hátt. Afrakstur þessarar
kynningar verður til sýnis á dag-
vistarheimilunum.
Dagvistarheimilin verða opin á
venjulegum starfstíma þessa
kynningarviku nema í hádeginu
milii 11 og 13 vegna hvíldartíma
barnanna og eru allir sem áhuga
hafa hvattir til að koma í heim-
sókn. Að lokum má geta þess-að
skrifstofur Dagvistunar barna
eru fluttar af Njálsgötu og Forn-
haga í Hafnarhúsið við Tryggva-
götu. -Ing.
Kynningardagur
STÝRIMANNASKÓLANS í REYKJAVÍK
Siglingar eru na uösyn
2TÍ
Kynningardagur Stýrimannaskólans verður haldinn íaug- \ >
ardaginn 20. apriink. frá kiukJkan 13.30—17.00.
Nemendur skólans munu sýna notkun tækja og veifa
upplýsingar um námiö.
Staðsetningar- og fiskileitartæki verða í gangi: i
KELVIN-HUGHES 1600 ratsjá. j
ARPA-tölvuratsjá frá NORCONTROL.
SIMRAD- og KODEN-lórantæki stýrt af samlíki (simulator). j
DECCA-ratsjá í ratsjársamlíki. i
APPLE-2e-tölvur. V
SKANTI-talstöð — SAILOR-örbylgjustöð.
KODEN-skjáriti (plotter) með leitara.
JRC-veðurkortamóttakari.
Kvenfélagid HRONN
sér um kaffíveitingar og
eru allir sjómenn
sérstaklega hvattir til að fá
sér hressingu og spjall. Slysa-
varnafélag íslands sýnir
meðferð björguriartækja og
þyrla Landhelgisgæslunnar
kemur á svæðið.
Stýrímannaskólinn
í Reykjavík.
GESTALT - NÁMSKEIÐ
með Terry Cooper
Gestalt námskeið er einstök reynsla
Lærum hvernig við getum
með breyttri hugsun
og líkamsbeitingu
stóraukið hæfni okkar
til að lifa lífinu
og njóta þess.
Hversu óttalegt er það sem ég óttast mest?
Hver segir að ég eigi að vera eða eigi að gera?
Hvernig er að vera ég?
Hvernig líður mér í raun og veru á bak við
„Það er allt í lagi með mig-grímuna“?
Hvernig er samband mitt við mína nánustu?
— • —
Við fáum tækifæri til að vinna persónulega með Terry og
kanna tilfinningar okkar í fortíð og nútíð.
Terry Cooper er þekktur breskur sállæknir, sem hefur 15 ára
reynslu í aðferðum „mannúðarsálfræðinnar".
Hann hefur komið reglulega til íslands undanfarin 4 ár.
— • —
Námskeiðið er haldið á vegum Mannúðarsálfræðimiðstöðvar-
innar. Upplýsingar og skráning í síma 18795 um helgina og
eftir ki. 18 virka daga.
Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Laugardagur 26. apríl 1986