Þjóðviljinn - 26.04.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663.
MOÐVIUINN
Laugardagur 26. aprí! 1986 93. tölublað 51. órgangur
1. maí
Konur í
ræðupúlti
Dagskrá Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna,
BSRB og Iðnnemasam-
bandsins með
hefðbundnu sniði.
Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir
aðalrœðumaðurinn
Hátíðahöld Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna, BSRB og
Iðnnemasambandsins verða með
hefðbundnu sniði í ár. Hefjast
þau með kröfugöngu frá Hlemmi
kl. 14.00 og verður gengið niður á
Lækjartorg. Þar sem fundur
verður haldinn.
Hallgrímur Magnússon starfs-
maður fulltrúaráðsins, sagði við
Þjóðviljann í gær að engin
skemmtiatriði yrðu að þessu
sinni, en Lúðrasveit verkalýðsins
mun leika á milli ræðuhalda.
Aðalræðumaður dagsins verð-
ur Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir,
formaður Sóknar. Ásta Ragn-
heiður Pétursdóttir, mun tala af
hálfu BSRB og Linda Ósk Sig-
urðardóttir frá Iðnnemasam-
bandinu. Fundarstjóri verður
Ragna Bergmann, formaður
Framsóknar.
Á mánudag verður skrifað
undir 1. maí ávarp verkalýðsfé-
laganna. - Sáf.
Formaður utanríkismálanefndar ogforsetiþingsins neita að taka mótmæli gegn kjarnorkutilraunum
Bandaríkjamanna fyrir. Fulltrúar Framsóknar og Kvennalista sammála tillögu Hjörleifs um mótmœli.
Hjörleifur Guttormsson: Taldi brýntað alþingi tœkiformlega afstöðu til málsins fyrirþingslit
Eyjólfur Konráð Jónsson for- um á nákvæmlega sama tíma og hér stendur í vegi fyrir þvíað mál- að sjálfsögðu fylgja þessu máli á um afgreiðslu þess“, sagði
maður utanríkismálanefndar formaður utanríkismálanefndar ið sé tekið til afgreiðslu. Ég mun eftir innan nefndarinnar og knýja Hjörleifur Guttormsson. _ lg.
Alþingis hafnaði á síðasta degi
þingsins beiðni Hjörleifs Gutt-
ormssonar um að nefndin kæmi
saman og tæki forndega afstöðu
til tillögu hans sem legið hefur
fyrir nefndinni um nokkurn tíma.
I tillögunni er lagt til að Alþingi
fordæmi harðlega að hafnar séu á
ný tilraunir með kjarnorkuvopn
og því jafnframt lýst yfir að þing-
ið telji brýnt að hið fyrsta verði
gerður samningur um allsherjar-
bann við slíkum tilraunum undir
traustu eftirliti.
„Neitun formanns utanríkis-
málanefndar kom mér á óvart og
jafnframt neitun forseta Alþingis
að fá málið tekið fyrir á þing-
fundi. Ég taldi áríðandi að Al-
þingi afgreiddi þetta brýna mál
áður en því yrði slitið“, sagði
Hjörleifur Guttormsson í samtali
við Þjóðviljann. Varaformaður
utanríkismálanefndar Haraldur
Olafsson, Framsóknarflokki og
Guðrún Agnarsdóttir fulltrúi
Kvennalistans í nefndinni höfðu
bæði lýst stuðningi sínum við til-
lögu Hjörleifs og tekið undir ósk
hans um að boðað yrði til fundar í
nefndinni.
„Ég taldi sérstaklega brýnt að
Alþingi afgreiddi formlega þetta
mál eftir að Bandaríkjamenn
höfðu sprengt þriðju tilrauna-
sprengju sína í röð frá áramótum
nú í vikunni. Það er athyglisvert
að danska þjóðþingið samþykkir
mótmæli við þessum sprenging-
1. maí
Gegn samningunum og láglaunastefnunni
Samtök kvenna á vinnumarkaði efna til kröfugöngu og útifundar 1. maí
Al. maí cfna Samtök kvenna á
vinnumarkaði til sérstakra
aðgerða, kröfugöngu og útifund-
ar. Aðgerðunum verður einkum
bcint gegn síðustu kjarasamning-
um og láglaunastefnu ríkisstjórn-
ar og atvinnurckenda, sem for-
ysta heildarsamtaka verkafólks
hefur gefist upp fyrir, segir í
fréttatilkynningu frá Samtökum
kvenna á vinnumarkaði um 1.
maí.
Samtökin hafa leitað eftir sam-
stöðu allra sem taka undir megin-
kröfur þeirra í bréfi þar sem segir
m.a.:
„Samtök kvenna á vinnumark-
aði liafa ákveðið að efna til sér-
stakra aðgerða í Reykjavík á 1.
maí nk. undir kjöroröunum:
■ Gegn síðustu kjarasantningum
- Enga t'leiri fátækrasamninga.
■ Sættum okkur ekki við lág-
launastefnu ríkisstjórnar, at-
vinnurekenda og verkalýðs-
forystu.
■ Baráttufúsa verkalýðshreyf-
ingu og nýtt forystuafl.
Samtök kvenna á vinnumark-
aði skora á alla verkalýðssinna að
fylkja liði á 1. ntaí undir merkjum
baráttu.
Samtök kvenna á vinnumark-
aði óska eftir stuðningi við að-
gerðir sínar 1. rnaí, helst með
beinni þátttöku eða stuðningsyf-
irlýsingu og hvatningu til félaga
að taka þátt í aðgerðunt samtak-
anna þarsem þess er kostur.
Látum aðgerðir á 1. maí verða
fyrta skrefið til þess að vekja upp
baráttu innan verkalýðshreyfing-
arinnar.“
Bryndís Víglundsdóttir: „Það er ágangur á einkalíf fólks aö senda því svona bréfsnepla". (Mynd: Sig).
Fasteignaviðskipti
Ágangur eða þjónusta?
Fasteignasala býður húseigendum að selja hús sín. Vissar
götur teknarfyrir
Mér finnst vcrið að ráðast inn
á friðhclgi heimilisins, sagði
Bryndís Víglundsdóttir skóla-
stjóri Þroskaþjálfaskólans um
bréf sem hún og aðrir íbúar við
Markarflöt í Garðabæ fengu inn
um póstlúguna til sín fyrir
skömmu. Bréf þetta er frá fast-
eignasölu í Reykjavík og þar er
húseigendum við götuna boðið að
hafa samband við fasteignasöluna
ef þcir eru í söluhugleiðingum þar
sem umrædd fasteignasala hali
fjársterkan kaupanda að húsi við
þessa götu.
„Heimili manns á að fá að vera
í friði fyrir svona draslpósti",
sagði Bryndís enn frentur. „Það
kemur mér einni við hvort ég ætla
að selja húseign mína eða ekki og
þá er það rnitt að hafa samband
við þann fasteignasala sem ég vil
og eins hvenær ég geri slíkt.
Svona ágangur er óþolandi og
það voru flestir íbúar götunnar
mjög óhressir með þetta bréf.
Mér er kunnugt um einn, sem
sendi það til baka með athuga-
semdum til fasteignasölunnar.“
Bryndís sagðist hafa hringt í
fasteignasöluna til að kvarta
undan svona ágangi og hafi hún
fengið þau svör að hún væri gam-
aldags og kynni ekki að notfæra
sér nútíma þjónustu og þægindi.
Hún sagði að svona þjónustu-
hættir tíðkuðust erlendis svo sem
í Bandaríkjunum og Svíþjóð og
sér fyndist ekki að við þyrftum að
taka þá upp hér, en því miður
virtist henni þetta vera mjög að
aukast hérlendis.
„Þetta er bara saklaust bréf
sem fólk hendir ef það er ekki í
söluhugleiðingum, við teljum
þetta ekki röskun á friðhelgi
heimilisins. Það var ekki ætlunin
að raska ró fólks á einn eða annan
hátt og ef svo hefur farið biðj-
umst við velvirðingar á því“,
sagði Magnús Hilmarsson hjá
Fasteignasölunni Skeifunni. Ing,
Kjarnorkusprengingar
Stjómarliðar stöðva mótmæli