Þjóðviljinn - 26.04.1986, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 26.04.1986, Qupperneq 3
FRETTIR Hitaveitan Fiskeldi Vinnubrögðin em ótæk Jóhannes Zoéga hitaveitustjóri: TillagaAbl. um athugun á hagkvœmniþess að kaupa umframorku til húshitunar ótímabœr og óþörf. Sigurður G. Tómasson: Verið að drepa málið. Vinnubrögð hitaveitustjóra ótœk Eg lít þannig á að með því að fela hitavcitustjóra að vinna greinargerð um málið, sé verið að drepa tillögu Alþýðubandalags- ins um athugun á hagkvæmni þess að kaupa umframorku frá Landsvirkjun til húsahitunar í Reykjavík. Vinnubrögð hita- veitustjóra í þessu máli hafa verið ótæk, sagði Sigurður G. Tómas- son fulltrúi Abl. í stjórn veitu- stofnana borgarinnar í samtali við Þjóðviljann í gær. Sem kunnugt er fluttu borgar- fulltrúar Alþýðubandalagsins til- lögu um slíka athugun í borgar- stjórn fyrir fáeinum vikum, en henni var vísað til umsagnar stjórnar veitustofnana. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokks afgreiddu málið þannig á fundi í gær, að fela Jóhannesi Zo- éga hitaveitustjóra að semja „heilstæða greinargerð um alla kosti sem til greina koma til að mæta afl- og orkuþörf hita- veitunnar næstu fimm árin og til lengri tíma." Aður hafði hitaveitustjóri hins vegar lagt fyrir stjórnina greinar- gerð um þetta mál, þar sem hann heldur því fram að augljóst sé að Nesjavallavirkjun sé ekki aðeins besti kosturinn, heldur sé hún eina sýnilega lausnin á vanda HR sé litið lengra fram í tímann. Því Launauppbót VR og VSÍ deila Baldvin Hafsteinsson lögfræð- ingur hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur staðfesti í samtali við Þjóðviljann í gær að ákveðinn ágreiningur er uppi milli félagsins og VSI um túlkun ákvæðis í síð- ustu kjarasamningum sem fjallar um launauppbót. Baldvin sagðist hins vegar ekkert geta sagt um hver ágreiningurinn væri. „Ég vil ekkert láta eftir mér hafa um þetta eins og sakir standa. Þetta er spurning um túlkun á fáeinum atriðum í þessu ákvæði, en ég á von á að málið leysist strax eftir helgina," sagði Baldvin í gær. Baldvin sagði ennfremur að þetta mál varðaði einkum það fólk sem hefur óreglulegan vinnudag. Fyrsti hluti launaupp- bótarinnar var greiddur í þessum mánuði. Þegar upphæðin sem fellur í hlut hvers og eins er reiknuð út er tekið mið af heild- artekjum, það er dagvinnu, eftir- vinnu og næturvinnu,'auk vinn- uframlagsins. -gg sé tillaga Abl. „ótímabær og óþörf". Sigurður G. Tómasson lagði fram harðorða bókun á fundinum í gær og gagnrýndi vinnubrögð Jóhannesar harkalega. „Greinar- gerð Jóhannesar sýnir einmitt að þessi athugun þarf að fara fram, og hún sýnir ekki síður að það á ekki að fela honum að vinna greinargerð um málið. Spá hans um aukningu orkuþarfar HR næstu árin er t.d. afar vafasöm. Hins vegar er engu líkara en hita- veitustjóri sé þegar búinn að á~ kveða að það eigi að virkja á Nesjavöllum eins fljótt og mögu- legt er, hvort sem það er hag- kvæmt eða ekki," sagði Sigurður í gær. -gg Lax og erfðatækni Norskur sérfræðingur, Harald Skjervold, mun sunnudaginn 27. apríl flytja fyrirlestur um erfða- tækni í sambandi við kynbætur búfjár og eldisfiskjar. Sivert Grönvedt frá sölusamtökum norskra fiskeldismanna mun sömuleiðis halda erindi um þróun fiskeldis í Noregi. Fundurinn hefst klukkan 16 og er öllum op- inn. Hann verður á Hótel Sögu, sal A á annari hæð í nýju álmu hótelsins. Þ>eir eru tilbúnir í slaginn: Framkvæmdanefnd Afríkuhlaupsins 1986. F.v. Ingóifur Hannesson, Sighvatur Dýri Guðmundsson, Knútur Oskarsson, Guðmundur Einarsson og Grímur Sæmundsen (mynd Sig). Afríkuhlaup Ekki til Afríku, heldur fyrir Afríku Bob Geldof kominn aftur afstað. Reykjavík meðal 60 borga sem tekur þátt íhlaupinu ú verða allir að hlaupa. jji« Þegar hljómleikarnir voru horfðu aliir á, nú taka allir þátt“ sögðu nokkrir áhugamenn um íþróttir sem skipa framkvæmda- nefnd um Aríkuhlaup sem hlaupa á sunnudaginn 25. maí til hjálpar bágstöddum í Afríku. Það er sjálfur Bob Geldof sem á hug- myndina; ásamt honum stendur Band Aid sjóðurinn og Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna (UN- ICEF) að skipulagi hlaupsins. Hclsta fjáröflunarleið hlaupsins hér verða sala á bolum og barm- merkjum en barmmerkin heimila þátttöku í hlaupinu. Því fjár- magni sem safnast, verður síðan varið til reksturs þess heimilis fyrir munaðarlaus börn sem reist var fyrir ágóðann af plötunni „Hjálpum þeim“. Framkvæmdanefnd Afríku- hlaupsins hefur einkum það hlut- verk að skipuleggja hlaupið í Reykjavík en mun aðstoða iþróttafélög eða einstaklinga sem áhuga hafa á að koma á Afríku- hlaupi í sinni heimabyggð. Nefndin hefur þegar sent öllum formönnum íþróttabandalaga og héraðssambanda innan ÍSÍ kynn- ingarbréf þar sem þau eru hvött til að skipuleggja slíkt hlaup. í Reykjavík er áætlað að byrja með uppákomu kl. 1. Þá munu nokkrar hljómsveitir spila til kl. 3 en þá hefst hlaupið og er það á sama tíma og alls staðar annars staðar í heiminum þar sem Afríkuhlaupið fer fram. Þannig byrja Ástralir að hlaupa um miðja nótt til að vera á sama tíma og við hin. Hér í Reykjavík verð- ur boðið upp á þrenns konar vegalengdir. I fyrsta lagi 10 km. hlaup eins og gert er ráð fyrir er- lendis, í öðru lagi lítinn hring í kringum tjörnina fyrir krakka og óvana og svo 3-4 km. millivega- lengd. Nú þegar hafa milli 60 og 70 borgir skráð sig í hlaupið en reiknað er með minnst 80 borg- um áður en öll kurl koma til grafar. Og svo er bara að taka fram hlaupaskóna og hundrað- kallinn fyrir barmmerkinu og hlaupa af stað. -Ing. Málmiðnaðarmenn Mið- og sambandsstjóm Á nýafstöðnu þingi Málm- og skipasmiðasambands íslands voru þessir menn kjörnir í mið- stjórn: Guðjón Jónsson formaður, Guðmundur Hilmarsson varafor- maður, Hákon Hákonarson rit- ari, Kjartan Guðmundsson gjald- keri, Einar Gunnarsson vararit- ari og meðstjórnendur þeir Björgvin H. Árnason, Guð- mundur SM Jónasson, Kristfinn- ur Jónsson og Örn Friðriksson. í sambandsstjórn sitja auk miðstjórnarmanna: Haraldur Guðmundsson, Helgi Arnlaugs- son, Snorri S. Konráðsson, Her- mann B. Jóhannesson, Höskuld- ur Kárason, Björn Líndal, Jó- hannes S. Halldórsson, Haukur Þorsteinsson, Samson Jóhanns- son, Sturla Halldórsson, Bjarki Þórlindsson og Sigmundur Bene- diktsson. //ú bci/ló fa/l Nú skemmtum við okkur saman Það verður dúndrandi ball í Miðgarði, Hverfisgötu 105 að kvöldi 30. apríl. Húsið opnað kl. 21.30. Við syngjum og syngjum og skemmtum okkur. Eldfjörugt tríó leikur fyrir dansi. Ljúfar veitingar á lágu verði (sem okkar ástsæla ríkisstjórn hefur þó ný-hækkað). Aðgangseyrir kr. 250. Dönsum inn 1. maí. ABR-ÆFR Sunnudagur 27. apríl 1986 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.