Þjóðviljinn - 31.05.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.05.1986, Blaðsíða 11
 ■'*Si Það var ekki lognmollan á kosningaskrifstofu Alþýðubandalagsins í Kópavogi er okkur bar að garði, Elsa Þorkelsdóttir í 5. sæti listans, Pétur Már Ólafsson í 8. sætinu og Lovísa Hannesdóttir, alkunn baráttukona og tilsjónarmaður félagsheimilis allaballa í Kópavogi. Ljósm. E.ÓI. Baráttuhugur I Hafnfirðingum sem stefna að því að koma Bergljótu sem er fremst á myndinni í bæjarstjórn en hún er í öðru sæti á G-listanum í Hafnarfirði. ísafjörður Spennandi kosningar — Við erum auðvitað bjartsýn en það er erfitt að spá um úrslit. Ég segi fyrir sjálfan mig að ég verð ekki hissa á neinum tölum. Fólk virðist vera mjög lítið fyrir að gefa sig upp og það er dálítið erfitt að átta sig á stöðunni, sagði Smári Haraldsson á kosninga- skrifstofu Alþýðubandalagsins á ísafirði. Smári sagði að félagið hefði verið duglegt í blaðaútgáfu og haft opið hús en kosningabarátt- an hefði ekki verið ýkja hörð, einkum vegna þess hve Sjálfstæð- ismenn sem eru í minnihluta hafa verið máttlausir. — Við erum bjartsýn og eitt er víst að þetta verður spennandi kosninganótt, sagði Smári. Keflavík Ætlum að halda manninum — Ég finn að við höfum hér ágætis byr, við höfum verið með duglegan bæjarfulltrúa og við ætlum að halda honum inni og erum mjög bjartsýnir á að það takist þrátt fyrir ný framboð, sagði Gísli Auðunsson á kosn- ingaskrifstofu Alþýðubandalags- ins í Keflavík. — Það hefur verið unnið gott starf hér fyrir þessar kosningar og það er unga fólkið sem ber starfið uppi og við eldri félagarnir þurf- um sannarlega ekki að óttast framtíðina. Hér er komið mikið af ungu og dugmiklu fólki til starfa og það ftefur unnið vel fyrir þessar kosningar, sagði Gísli. Akranes Akranes: Hér er allt á uppleið. Isafjörður: Hörð barátta og spennandi kosningar. Ætlum að vinna mann Þ-að er gott hljóð í okkur, hér er allt á uppleið, mikið líf og fjör og við hlökkum til morgundags- ins, sagði Jóna Kr. Ólafsdóttir Keflavik: Ungt fólk dugmikið í starfi um vinstri meirihlutann Grundarfjörður: Stöndum vörð Neskaupstaður: Berjumst fyrir hverju einasta atkvæði. Akureyri: Stefnum ótrauð upp á við. kosningastjóri Alþýðubanda- lagsins á Akranesi. — Við ætlum að ná aftur inn okkar öðrum manni og við erum mjög vongóð um að það takist núna. Það hefur verið vel unnið fyrir þessar kosningar og ýmsar nýjungar í kosningastarfinu sér- staklega varðandi unga fólkið. Alþýðubandalagið á Akranesi verður með opið hús í Rein á morgun, kaffi og kökur og síðan verður fylgst með kosningasjón- varpinu fram á nótt. Grundarfjörður Áfram vinstri stjóm Hér snýst baráttan um það að vinstri meirihlutinn verði áfram eftir kosningar. Við vorum með íhaldsmeirihluta hér í 40 ár og þetta kjörtímabil hefur fyrsti vinstrimeirihlutinn verið hér við völd. Við ætlum að halda honum, sagði Ingi Hans Jónsson á kosn- ingaskrifstofu Alþýðubandalags- ins í Grundarfirði. Ingi sagði að það væru nokkur viðbrigði að berjast í þessum kosningum sem meirihlutaaðili en Alþýðubandalagsmenn væru óhræddir við að leggja verk sín fyrir dóm kjósenda. — Við treystum Grundfirðing- um til að meta af sanngirni okkar verk, sagði Ingi Hans. Selfoss Við emm bjartsýn — Við erum nokkuð bjartsýn en það setur nokkurt strik í reikninginn að hér eru nú tvö ný framboð og menn því í nokkurri óvissu hver útkoman verður en við teljum okkur hafa raunhæfa möguleika á að ná inn okkar öðr- um manni, sagði Kolbrún Guðn- adóttir sem er í öðru sæti á lista Alþýðubandalagsins á Selfossi. Kolbrún sagði að sameigin- legur fundur frambjóðenda á miðvikudag hefði verið fremur daufur en Alþýðubandalags- menn hefðu lagt áherslu á vinns- taðafundi nú síðustu dagana og og dreift flugumiðum og verið vel tekið. — Við erum bjartsýn en einnig raunsæ. Það er mikil óánægja með lista Sjálfstæðismanna og þetta getur farið á alla vegu, sagði Kolbrún. Kosningabaráttan Akureyri Hugurí mönnum — Það er mikill hugur í Al- þýðubandalagsmönnnum hér á Akureyri og við erum sannfærðir um að þetta sé allt í rétta átt og stefnum því ótrauð upp á við, sagði Helgi Guðmundsson kosn- ingastjóri Alþýðubandalagsins á Akureyri í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Alþýðubandalaginu á Akur- eyri er almennt spáð auknu fylgi í kosningunum á laugardaginn. Helgi sagði að flokksmenn hefðu starfað vel, mikil blaðaútgáfa og í vikunni var haldin mjög fjölmenn baráttusamkoma í Alþýðuhús- inu. — Við verðum með opið veitingahús í Alþýðuhúsinu á kjördag þar sem frambjóðendur verða gestgjafar og ýmsar skemmtilegar uppákomur. Við erum bjartsýn og þó að Dagur sé að flagga skoðanakönnun þar sem Framsókn er inni með fjóra þá vitum við jafn vel og þeir Dagsmenn sjálfir, að það eru fáir aðrir en Framsóknarmenn sem gefa sig upp í þessari könnun. Okkar fólk sýnir hug sinn í verki á kjördag, sagði Helgi. —•g- '-M - BH v ÉlSltwiS Kópavogur Hafnarfjörður Ætlum að fá 3 fulltrúa — Við erum hörð á því hér í Kópavogi að ná aftur inn þriðja bæjarfulltrúanum. Það dugar ekki minna í þessum kosningum, sagði Ásgeir Matthíasson kosn- ingastjóri Alþýðubandalagsins í Kópavogi. Áðalstarfið fyrir kosningar hefur falist í útgáfustarfsemi og kynningu frambjóðenda sem hafa heimsótt allar stofnir bæjar- ins og vinnustaði. — Kosningabaráttan er að ná lokapunkti hjá okkur og við þurf- um ekki að kvarta undan áhuga- leysi. Hér er fjöldi fólks tilbúið að starfa. Það var sameiginlegur kosningafundur í Menntaskólan- um í fyrrakvöld þar sem okkar fulltrúar stóðu sig mjög vel og nú er aðeins lokaspretturinn eftir. Við vonumst til að sjá sem allra flesta í kosningakaffi í Þinghól á kjördag, sagði Ásgeir. Neskaupstaður Mikil barátta — Þetta er hörð kosningabar- átta og við berjumst fyrir hverju einasta atkvæði til að tryggja hér áframhaldandi meirihluta Al- þýðubandalagsins, sagði Elma Guðmundsdóttir kosningastjóri Alþýðubandalagsins í Neskaup- stað. Auk sameiginlegs framboðs- fundur hefur Alþýðubandalagið haldið sérstakan fund með ung- um kjósendum en yfir annað hundrað ungir Norðfirðingar kjósa nú í fyrsta sinn. í fyrrakvöld hélt Alþýðubandalagið síðan fjölmennan fund í Egilsbúð. — Það hefur verið unnið gott starf hér, ekki aðeins fyrir þessar kosningar eins og hinir flokkarn- ir, heldur vinnum við vel allt kjörtímabilið. Það eru margir nýir kjósendur á kjörskrá og við treystum því að þetta fólk vilji áframhaldandi öfluga uppbygg- ingu hér í Neskaupstað, sagði Elma. Stefnum á tvo — Kosningastarfið hefur gengið mjög vel og hingað kemur fjöldi manns á hverjum degi til að aðstoða og láta vita af sér og það er mikið af nýju fólki á ferðinni. Við erum því bjartsýn á góðan árangur, sagði Jón Rósant Þórar- insson kosningastjóri Alþýðu- bandalagsins í Hafnarfirði. Jón Rósant, eða Rósi eins og hann er jafnan nefndur, sagði að kosningabaráttan í Hafnarfirði stæði um hvort Alþýðubandalag- ið næði inn sínum öðrum manni. - Þetta er hörð barátta og þar skiptir hvert einasta atkvæði miklu máli. Ég vil hvetja fólk til að koma hingað í Skálann á morgun. Við veitum allar upplýs- ingar í síma 651925 og 651928 og erum með bílaþjónustu auk þess sem hér verður kaffihlaðborð frá morgni fram á kvöld, sagði Rósi. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. mai 1986 Laugardagur 31. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.