Þjóðviljinn - 31.05.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.05.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI un lífsviöhorf Kosið Sú kosningabarátta sem nú er lokið hefur einkennst af því, að aðalandstæðingur vinstri manna í Reykjavík- Sjálfstæðisflokkurinn, hef- ur neitað að mæta til andsvara fyrir stefnu sína og stjórnarháttu. Og fyrirætlanir. Þögnin hefur einkennt baráttuna af þeirra hálfu. Morgunblað- ið hefur eitt verið látið um að heyja baráttuna á síðustu dögum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þá á þann veg að reyna að gera borgarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavík að einhverju „ópólitísku" máli, sem sé einsog meinlaus Ijóðlína í borgar- bragnum. En þannig er það ekki. Veldi Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórninni og Reykjavík er samanfléttað. Annar armurinn sá um að kippa burt verðtryggingu launa meðan hinn hækkaði þjónustugjöld í Reykjavík. Síðustu fjögur ár verða í íslandssögunni kafli ósigra launafólks, niðurlægingar sem tekur tíma að vinna sig upp- úr. Hugmyndaheimur frjálshyggjunnar er kaldur og mannfjandsamlagur. Alltof margir hafa lent í því frosti. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lét ekki sitt eftir liggja þegar harðast var gengið að fólki á árunum 1983 og 1984, - og tók af fullum þunga þátt í árásunum á launafólkið. - Það á bæði við um skattpyndina og ofstækið - og þarf ekki að minna á annað an BSRB-verkfallið haustið 1984 í því sambandi. Frjálshyggjan hefur mætt andstöðu á þessu kjörtímabili. I ferlegustu mynd sinni varð hún gegnsæ. Það eru ekki mörg tækifæri sem fólki gefst til að gefa hugmyndaheimi ríka fólksins einkunn. Það gerum við með kjarabaráttu okk- ar, það getum við gert í listum og menningu - það gerum við í kosningum. í dag gefst þér tækifæri til að gefa Sjálfstæðisflokknum ein- kunn. Eitt kosningaloforða Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar var lækkun fasteignagjalda. Þetta efndi Sjálfstæðisflokkurinn með þeim hætti að lækka fasteignagjöldin um 20 miljónir, - en um leið hækkaði flokkurinn þjónustu borg- arinnar um 40 miljónir. Eini rétti mælikvarðinn á skatta og álögur er vinnutíminn. í dag ertu mun lengur að vinna fyrir útsvarinu þínu og skött- unum en þú varst í upphafi þessa kjörtímabils. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hagað stjórn borgarinnar með fádæma frekum, ruddalegum og ólýðræðislegum hætti. Við afgreiðslu Skúia- götuskipulagsins hundsaði flokkurinn allar til- lögur og athugasemdir einstaklinga, íbúasam- taka og fagsamtaka. í Þjóðviljanum í gær greinir frá enn einu dæminu um þá ógnun við lýðræðið í borginni sem felast í þvílíkum stjórnarháttum. Sjálfstæðisflokkurinn hyggst útiloka að fulltrúar foreldra og fóstra geti greitt atkvæði í stjórn dagvistar með stjórnkerfisbreytingum. Flokkur- inn hefur enn fremur lagt til á síðasta fundi félagsmálaráðs, að fulltrúarnir misstu einnig málfrelsi og tillögurétt. í kosningunum er kosið um málefni. Það er kosið á milli lista, sem endurspegla lífssýn þeirra sem að þeim standa. ( dag gefst ekki einungis tækifæri á að gefa Sjálfstæðisflokkn- um um allt landið einkunn fyrir frammistöðuna. Það gefst einnig tækifæri til nýrrar sóknar. Okkur gefst tækifæri til að sækja fram á vett- vangi menningar og sjálfstæðis. Okkur gefst tækifæri á að auðga atvinnulíf okkar og mögu- leika. Okkur gefst tækifæri á að vinna sigra, ráðast gegn vinnuþrælkun, láglaunum og fátækt í . Reykjavík. Okkur gefst tækifæri til að láta atvinnulífið blómgast, auðvelda öldruðum og fötluðum samborgurum okkar lífið. Okkur gefst tækifæri til að skjóta líflegum sprotum lýðræðis- ins inní bæjarstjórnir. Um allt land er tekist á í byggðarlögunum; veljum við lífssýn hins ríka og volduga ellegar lífssýn jafnræðis, mannúðar og lýðræðis? Vinstri menn vilja höggva skarð í lágtaxta- þjóðfélagið, - og í Reykjavík leggur G-listinn til að lágmarkslaun verði 30 þúsund krónur. Þeir sem vilja brjóta niður lágtaxtaþjóðfélagið, þeir sem vilja efla möguleika allra til að njóta menn- ingar og lista, þeir sem vilja valddreifingu í borg- inni, þeir sem vilja efla mannúð á kostnað sér- hyggju, - þeir fylkja sér um höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins. Þeir fylkja sér um lífssýn samhjálparinnar. Þeir fylkja sér um G-listann. Það er listi nýrrar sóknar gegn frjálshyggjunni og valdaspillingunni. f ................................................................................................................................................................... Ljósmynd Sigurður Mar. LJOSOPIÐ DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Víöir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður'Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgroiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgroiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.