Þjóðviljinn - 01.06.1986, Page 2
FLOSI
REYKJAVK
$?7)
skammrur
$77)
1786-1986
REYKJAVK
af Reykjavíkurmasi V
1786-1986
Þegar ég var krakki aö alast upp hérna í
Kvosinni voru miklar væringar með vesturbæ-
ingum og austurbæingum. Stundum sló í brýnu
og þá var barist svona alltaöþví í alvöru suörí
Hljómskálagaröi og þótti heldur lítilsviröing aö
koma ósár úr þeim vopnaviöskiptum.
í bænum bjuggu menn þá fyrir vestan læk,
eöa fyrir austan læk og bæjarbúar skiptust í
vesturbæinga og austurbæinga.
Á meðan gamlar hugmyndir um stéttaskipt-
ingu voru enn viö lýöi hérna í Reykjavík reyndu
menn í lengstu lög aö leyna því ef þeir bjuggu
fyrir austan læk. Og þegar veriö var aö kókítera
á Löngustétt, sem seinna hét Austurstræti og
var hluti af „Rúntinum", létu dætur Austurbæj-
arins sig venjulega hverfa um miðnætti, einsog
Öskubuska forðum. Þetta var ekki af skírlífs-
hvötum, heldur einfaldlega vegna þess aö þær
vildu ekki aö þaö kæmist upp, aö þær byggju
fyrir austan læk.
Meö vaxandi samskiptum fólks af öllum stig-
um hefur afstaðan til austurbæinga gerbreyst.
Menn telja sér skylt að hafa þaö hugfast að
alltaf var mannlíf í Austurbænum, frumstætt aö
vísu en mannlíf samt.
Og skylt er að geta þess aö til eru þeir menn
upprunnir í Austurbænum sem komist hafa til
manns og jafnvel orðið nýtir þjóðfélagsþegnar,
þó þess séu að vísu ekki mörg dæmi.
Ég er fæddur, og hef alla tíö búiö, vestan
lækjar.
Þegar gengið er niöur Lækjargötu er maður
„á“ farvegi Lækjarins, sem skipti bænum í
Austurbæ og Vesturbæ.
Rétt er aö staldra hér aöeins viö og rifja upp
nokkur atriði um þetta rómaöa vatnsfall, sem
búiö er aö renna um bunustokk í rúman
mannsaldur.
í daglegu tali var þessi lækur aldrei kallaður
annaö en „Lækurinn“. Hann kom úr suðurhorni
Tjarnarinnar, hlykkjaðist meöfram löndum
Skálholtskots og Stöðlakots og síöan rann hann
á landamerkjum Arnarhóls og Reykjavíkur til
sjávar, og var ósinn rétt vestan viö Arnarhóls-
klett.
Engum var þessi lækur aö minnsta gagni.
Ekki veitti hann svölun, því vatniö í honum var
ódrekkandi. Vinnukonur fengust varla til aö þvo
í honum þvott, hvaðþá heiðarlegar húsfreyjur.
Af læknum var hinsvegar talsveröur ami. í
honum flaut stundum eitt og annað sem gat átt
þaö til aö stífla hann og þá hljóp hann yfir
Austurvöll, svo ekki var hægt aö spásséra í
Kvosinni nema í klofháum skinnsokkum.
Lækurinn var gruggugur og seinlátur, en aö
því leyti öörum lækjum undarlegri, aö hann
braut náttúrulögmáliö mánaöarlega minnst og
rann þá uppímóti neðanúr sjó og uppí Tjörnina.
Þá var hann saltur og bar meö sér þang og
þaradræsur, sem úldnuðu síöan í farveginum,
þar sem þær festust.
Um lækinn segir Árni Óla í einu rita sinna:
- Hvorki maður og kona, né piltur og stúlka
hafa nokkru sinni setið við þennan fúla læk og
hlustað á niö hans, eöa speglað mynd sína í
lygnum fleti hans. (Tilv. lýkur).
Og nú hefur hann sem betur fer verið lokaöur
inní bunustokk undir asfaltþaki Lækjargöt-
unnar.
í mínum augum er það merkast viö Lækjar-
götu aö þar er ég fæddur og í húsinu númer tólf
þar sem nú er bílastæði Iðnaðarbankans.
Viö Lækjargötu stendur elsta samfellda
húsaröð á íslandi og markast af Stjórnarráöinu
aö norðan en íþöku og Menntaskólanum aö
sunnan. Þar á milli er svo afskaplega umdeild
húsasamstæða, Bernhöftstorfan.
Framtakssamir reykvíkingar hafa löngum vilj-
aö fjarlægja Torfuna og byggja þar hús meö
flötum þökum, en afturhaldiö í bænum - mest
kommúnistar - vilja að þessi gömlu hús fái aö
standa þarna áfram.
Andstæðingar Torfunnar hafa kveikt reglu-
lega í henni, í von um aö hún yröi eldinum aö
bráö, en fylgjendurTorfunnar hafa jafnan slökkt
eldinn, tjaslað brunarústunum saman og málaö
svo yfir allt.
Fyrir neöan Bernhöftstorfuna var til skamms
tíma notaleg grasbrekka, en fyrir nokkrum árum
var þar steypt risatafl fyrir þá fjölmörgu skáká-
hugamenn sem gaman hafa af því að tefla útí
náttúrunni.
Þarna er notalegt að sitja og tefla í skjóli Torf-
unnar fyrir úrsvölum austanvindum.
Þaö merkilegasta viö þetta manntafl er tví-
mælalaust það að taflmennirnir eru svo þungir
að heljarmenni fá þeim ekki bifað.
Þetta er gert til þess aö þeir sem skákina tefla
leiki síður af sér.
Nú er í tísku...
Nú er í tísku neyðaróp
nú er margur slunginn.
Fjölgar í þeim heiðna hóp
sem „heldur fast um punginn“. ■
það að sig hefði dreymt það
nóttina áður að Jón Þorláks-
son fyrrum formaður Sjálf-
stæðisflokksins og borgar-
stjóri hefði komið á gluggann
til sín og kveðiö:
lllt er að blanda í ÖHusvatn
allt svo drekka megi,
því ætl’ég fylgi íhalds sjatn-
i á lokadegi. ■
Bókhaldið
hans Áma
Krata óar nú mjög viö vænt-
anlegu uppgjöri Ámunda
Ámundasonar, umboðs-
manns Bryndísar og Bjarna
P. að sögn. Óttast menn mjög
að kosningastjórinn hafi fyrir
löngu tæmt þá sjóði sem hann
hafði til umráða og að bak-
reikningar muni streyma til
flokksins að kosningum af-
stöðnum.
Það hefur ekki farið framhjá
neinum að Alþýðuflokkurinn
hefur verið með mjög mikla
auglýsingaherferð í kosninga-
hitanum. Daglega birtust heil-
síðu litarauglýsingar í Mogg-
anum. í útvarpinu var ræki-
lega vakin athygli á rás-A,
kosningaútvarpi kratanna og í
sjónvarpinu var Bryndís óspör
á blikkin til að laða að á kosn-
ingahátíðina í Gamla-bíó. i
Reyndar skiluðu blikkin ekki
nægum árangri því bíóið var
hálf tómt.
Og nú spyrja kratarnir sig:
hvernig á að fjármagna þetta?
Eina svarið sem Ámundi gef-
ur þeim er að hann hafi verið
með stórglæsilegt happdrætti
og flokkurinn þurfi ekki að
hafa neinar áhyggjur af því
hann sé með nákvæmt bók-
hald. Kratarnir eru því ekki
síður spenntir að vita útkom-
una úr bókhaldinu hans Áma
en að vita hvort auglýsinga-
herferðin skilar betri árangri í
kjörkassa en á stórfundinn í
Gamlabíó.B
lllt er að blanda
mmmmmmmmmmmmmmmmcammmmmmmmmmmmmm m
í Ölfusvatn
Stefán Jónsson rithöfundur
og fyrrum alþingismaður hitti í
gær gamla íhaldskonu í Vest-
urbænum. Hún tjáði honum
íhaldið má
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
falla frá...
Lárus Hermannsson sendi
okkur þessa ágætu vísu fulla
af sannleik:
íhaldið má falla frá
fyrir hitt og þetta.
Það er gruggugt Granda hjá,
grösin hætt að sprettaM
Hrossin
húnanna
Við höfum heyrt þá sögu að
þegar verið var að semja um
sameiningu BÚR og ísbjarn-
arins í fyrra hafi menn staldr-
að nokkuð við ýmsa liði í
rekstri síðarnefnda fyrirtækis-
ins. Þar kom að einn spurði
annan hvort það væri satt
sem hann hefði heyrt að á
launaskrá ísbjarnarins væri
einn maður sem ekki sinnti
öörum verkum en að annast
um hross þeirra ísbjarnar-
feöga, Ingvars og húnanna. -
Nei, þaðeralrangt, varsvarið,
þeir eru tveir.B
Menningin
ekki fréttnæm
Helgarpósturinn segirfrá því í
slúðurdálki að Páli Magnús-
syni hjá sjónvarpinu hafi ekki
T>ótt það frétt við hæfi sjón-
varpsins að Norræn leiklistar-
hátíð áhugaleikara verður
haldin hér skömmu eftir Lista-
hátíð. Því má nú bæta við að
Eiður Guðnason hafi tekið
málið að sér og farið með í
útvarpsstjóra og eftir þá með-
ferð kom loks frétt um hátíðina
í sjónvarpinu. í Ijósi þess að á
landinu eru 87 áhugaleikfélög
og til landsins koma um 240
erlendir gestir í tilefni hátíðar-
innar sem er þar að auki fyrsta
hátíð sinnar tegundar hér á
landi, verður mönnum á að
spyrja hvers eðlis fréttamat
sjónvarpsfréttamannsins
Páls Magnússonar sé og
hvort oft þurfi að berjast svo
hart fyrir tilveru menningar-
frétta innan ríkisfjölmiðils-
ins...B
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. júni 1986