Þjóðviljinn - 01.06.1986, Page 3

Þjóðviljinn - 01.06.1986, Page 3
Samgöngur Að fljúga til Keflavíkur Þjóðverjar eru að Ijúka smíði á einteinungi sem vel mœtti setja á milli Reykjavíkur og Keflavíkurog losna þarmeð við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni Deilurnar um flugvöllinn í Vatnsmýrinni hafa staðið lengi og þótt búið sé að samþykkja í borgarstjórn skipulag sem gerir ráð fyrir framhaldslífi flugvallarins má búast við að haldið verði áfram að rífast um hann lengi enn. Það sem margir finna því til foráttu að flytja völlinn eða breyta Keflavíkurflugvelli í mið- stöð innanlandsflugsins er að þá verði svo langt frá borginni út á flugvöll. Gegn þessu hafa aðrir fært þau rök að við það megi flestir þeir sem búa í höfuðborg- um útlanda búa, hvergi í veröld- Pablo og Jacqueline Picasso á góðri stund. Forsíðu- myndin Myndin sem prýðirforsíðu Sunnudagsblaðsins að þessu sinni er eins og flesta grunar eftir spænska meistarann Pablo Pic- asso og er máluð á svipuðum tíma og þær myndir sem nú eru til sýnisá Kjarvalsstöðum. Myndin eraf Jacqueline konu Picassos og henni fylgir stutt saga sem hér verðursögð: Myndina málaði Pablo Picasso skömmu eftir að hann flutti ásamt eiginkonu sinni Jacqueline til Vauvenargue, skammt frá Aix-en-Provence í Suður- Frakklandi. Þar hafði málarinn fest kaup á gömlum kastala fyrir þau hjónin og þar býr ekkjan Jacqueline enn þann dag í dag. Saga myndarinnar er sú að Pi- casso fannst, eftir að þau hjónin voru búin að koma sér fyrir í kast- alanum, sem ótækt væri að ný- bakaður „riddari af Vauvenarg- ue“, en svo nefndi hann konu sína, fengi ekki verðugt skjaldar- merki. Því snaraði hann út mynd- inni í anda mannamynda frá gotneska tímanum og gaf Jacque- line. Myndin sýnir hana í prófíl að hætti gotneskra miðalda- manna á Ítalíu og með strúthúfu samkvæmt tísku 14. og 15. aldar. En dag nokkurn þegar Jacque- line var að koma úr innkaupaferð frá Aix, var Picasso búinn að mála yfir myndina. Eiginkonan brast í grát og meistarinn komst einnig við þegar hann sá hve mjög þetta fékk á hana. Hann sótti því vasaklút vættan í terp- entínu og þvoði burt myndina sem hann hafði málað yfir vanga- svip Jacquelinar. Smám saman kom fyrri myndin í ljós, skýr og óskemmd. Seinna þegar Picasso var inntur eftir myndinni, svaraði hann því til að hann vissi ekki hvar hana væri að finna. Jacque- line hefði falið hana kyrfilega og síst af öllu fengi hann að vita hvar hún væri niðurkomin. HBR inni sé til höfuðborg með flugvöll í miðjunni. Eitt sinn hreyfði Sigurjón Pét- ursson borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins þeirri hugmynd hvort ekki mætti leggja járn- brautarteina milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins og setja á þá hraðskreiða lest sem flytti farþega fljótt og vel á milli. Flest- um þótti þessi hugmynd heldur mikil framtíðarmúsík og hlaut hún litla umfjöllun. Nú eru þjóðverjar hins vegar vel á veg komnir með að fram- leiða lest sem gengur á ein- teinungi og getur náð allt að 400 km hraða á klukkustund. Er búist við að hún verði sett á markað árið 1989. Þessi nýja lest sem nefnist Transrapid hefur marga kosti umfram venjulegar lestir. Fyrir utan hraðann tekur hún mun minna pláss á jörðinni. Teinninn sem hún fer eftir er reistur á fimm metra háum stólpum sem taka helmingi minna pláss en venju- legir járnbrautarteinar og aðeins þriðjung af því plássi sem fer undir sex akreina hraðbraut. Þess utan er Transrapid tals- vert eyðslugrennri á eldsneyti en venjulegar lestir. Á120 km hraða er hávaðinn í venjulegum lestum um 60 desibel en hávaðinn í bíl sem ekur á 100 km hraða er 80-90 desibel. Hávaðinn í Transrapid er 60 desibel á 400 km hraða. Loks má nefna að viðhaldið á ein- teinungnum er miklu minna en á venjulegum brautarteinum. Astæðan fyrir því er sú að Transrapid svífur ofan á teininum en rennur ekki eftir yfirborði hans. Þjóðverjarnir hafa fundið Einteinungurinn T ransrapid tekur aðeins þriðjung at því plássi sem fer undir sex akreina hraðbraut. Auk þess er hun svo hljóðlát og hreinleg að beita má kúm á grasið milli stólpanna sem bera teininn uppi. SegulmótorarnirdrífaTransrapid áfram og lestin svífur uþb. sentimetrayfir teininum. upp rafsegulmótora sem knýja lestina áfram. Með því móti losna farþegar einnig við alla skruðn- inga og veltur sem fylgja venju- legum lestarferðum. Þeim líður næstum eins og í flugvél enda hef- ur verið sagt að Transrapid brúi bilið milli járnbrauta og flugvéla. Eins og gefur að skilja nýtast kostir Transrapid fyrst og fremst á lengri vegalengdum enda hafa þjóðverjar gert áætlun um að tengja allar helstu borgir Evrópu saman með einteinungum. Sé vegalengdin milli tveggja borga 600 km er lestin raunar fljótari að skila farþegum frá miðborg til miðborgar en flugvél. En þjóðverjarnir ætla líka að nota Transrapid á styttri vega- lengdum og í því sambandi er rætt um bilið 50-250 km. Þótt þessar vegalengdir séu of stuttar til þess að hraðinn nýtist til fulls verður Transrapid samt mun fljótari í ferðum en venjulegar lestir. Hún er fljót að taka við sér og við til- raunir hefur hún náð 40 km hraða á 100 metra Iangri braut. En eitthvað hlýtur þetta að kosta, hugsa víst margir. Jú, vita- skuld kostar Transrapid sitt. Þjóðverjarnir gera ráð fyrir að heildarkostnaður við lagningu tvöfaldrar brautar sé 180 miljónir króna á kílómetra og er þá allt innifalið, teinarnir, vagnarnir og vinnulaun. Ef við leikum okkur með tölur komumst við að því að lagning einteinungs til Keflavíkur frá Umferðarmiðstöðinni myndi kosta uþb. 9 miljarða. Þá er mið- að við að lagðir séu teinar í báðar áttir. En ef ferðatíminn er aðeins 10-15 mínútur hvora leið væri óþarfi að leggja tvöfalda teina og þá lækkar kostnaðurinn um helming. Hvað skyldi þessi kostnaður vera lengi að koma inn aftur í orkusparnaði, svo ekki sé talað um sparnaðinn sem fælist í því að byggja frekar á flugvallarsvæðinu en flengja byggðinni upp í heiða- löndin austur og norður af borg- inni? Það ætti einhver töluglögg- ur maður að reikna út. —ÞH/Illustreret Videnskab AUK hf. 3.154/SfA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.