Þjóðviljinn - 01.06.1986, Page 8

Þjóðviljinn - 01.06.1986, Page 8
SUNNUDAGSPISTILL Listahátíð hefst Gleymum því ekki í kosninga- slagnum að það er að hefjast Listahátíð. Það er oft nöldrað yfir Listahá- tíð. Sumt af því er lágkúrulegt svartagallsraus í anda Svarthöfða og Dagfara í DV: þar er býsnast yfir hverjum eyri sem til menn- ingar fer og öllu snúið upp í óhreinlegt blaður um snobb og ef eitthvað er á boðstólum sem er blátt áfram óvenjulegt, þá er sett- ur upp hneykslissvipur. En vitanlega hafa menn fyrr og síðar gagnrýnt Listahátíð með uppbyggilegri hætti. Menn hafa borið fram sínar athugasemdir um samsetningu dagskrár. Og þá hefur oftast verið um það talað, að íslenskri listsköpun og túlkun sé ekki nægilegur gaumur gefinn, á slíkum hátíðum, heimamenn hverfi í skuggann yfir tilstandi með erlendar stjörnur. En það hefur samt myndast töluvert breið samstaða um Listahátíð og veitir ekki af. Samsetning dagskrár Hver eru svo sérkenni þeirrar dagskrár sem nú er boðið upp á? Eins og fyrri daginn fer mest fyrir tónlist - hún leggur undir sig fjórtán atriði. Sjö tónleikar falla undir klassík - á þrem leikur Sin-. fóníuhljómsveitin - með filipp- ínskum píanóleikara, sovéskum bassasöngvara og ítalskri óperu- söngkonu. Þar við bætast tón- leikar sænsks baritonsöngvara, ensks organista og píanósnilling- sins Claudio Arrau og einir kammertónleikar. íslensk nútí- matónlist fær í sinn hlut tvö kvöld og hálfu betur (tónleikum New York Music Consort). Djassunn- endur fá tvenna tónleika og popparar þrenna. Dans á þessari Listahátíð á sér fulltrúa í spænskum Flamencor flokki. Leiklistin er óvenju fyrirferða- lítil: við fáum Fröken Júlíu frá Svíþjóð og stjórnar sjálfur Ing- mar Bergman og látbragðsleik Nolu Rae og Johns Mowats frá Bretlandi (vill reyndar svo til, að Nolu Rae sá ég á eins-manns sýn- ingu í Edinborg fyrir tveim árum: hún er reyndar mjög skemmti- legur listamaður og hugmynda- rík). Myndlistarsýningar eru fjór- ar - ein er tengd afmæli Reykja- víkur, tvær gefa yfirlit yfir verk jafn ágætra manna og Kails Kva- rans og Svavars Guðnasonar, og svo er það Picasso ... Öryggi og ögrun Picasso karlinn m.. Það var merkileg reynsla að koma árið 1956 á fyrstu Picassosýninguna sem efnt var til í Moskvu. Rússnesk söfn lumuðu á furðu mörgum æskuverkum Picassos og nú var við bætt mörgum verk- um frá Frakklandi og efnt til sýn- ingar, því það þótti ekki lengur stætt á því að hundsa þennan mikla listamann, sem þar að auki var róttækur friðarsinni. Og Moskvubúar floru í kflómetra- langar biðraðir til að sjá þessi undur eftir allan gamla realis- mann og svo sósíalrealismann og þegar inn kom var haldið málþing fyrir framan hverja einustu mynd. Þar börðust af heift þeir sem vildu vernda Listina fyrir til- ræðum „afskræmingarmanna" og svo þeir sem sögðu: „okkar tími, okkar líf, okkar fegurð." Kann- ski var þetta í síðasta skipti, sem mönnum gafst færi á að heyra sjálfsprottna kappræðu um myndlist þar sem talað var eins og um líf og dauða var að tefla. Nú er Picasso löngu orðinn fastur hryggjarliður í heimsmenningunni eins og allir vita. Gaman að heilsa upp á hann samt, þó nú væri. En einmitt þetta - að um mann eins og Pic- asso er hin mesta samstaða, leiðir hugann að heildarsvip þeirrar hátíðar sem nú er að hefjast. Hún einkennist nefnilega af trausti á þau stóru nöfn, sem allir vita að standa fyrir sínu. Það er mun minna en oftast nær áður um hin smærri atriði, sem kannski eru ekki líkleg til stórra vinsælda er hafa komið með vissa ögrun inn í hátíðina. Lífsháskinn er sem sagt í lágmarki ef svo mætti segja. Þetta allt fellur svo að þeirri heildarstefnu, að atriðin séu all- miklu færri en venjulega. Þetta þýðir líka að íslenski og norræni þátturinn eru í rýrara lagi en við- gengist hefur. Og þá er ekki að gleyma því nýmæli að meðal erlendra gesta er stórmerkur rithöfundur, Doris Lessing. Konan sem skrifaði um margt það sem upp var tekið í kvennabókmenntum áður en þeirra bylgja reis, höfundur sem hefur af miklum næmleik rakið sundur vandmeðförnustu tilfinn- ingahnúta og af mikilli dirfsku numið lönd í geimnum og í hugs- anlegri fortíð og framtíð. Þýðing hátíðar Ekki skal lasta morgundaginn og ekki lofa hann fyrr en að kveldi. Hver og einn mun hafa sína fyrirvara um Listahátíð eins og oft áður - en mestu varðar samstaða um Listahátíð sem nauðsynlegan viðburð. Sem andóf gegn margskonar lágkúru sem vill breiðast út yfir allt eins og svartolía úr lekum skips- skrokk, gegn því meðvitundar- leysi í afþreyingu sem verður stundum eins og bráðsmitandi flensa. Listahátíð er áminning um metnað í menningarviðleitni og vonandi partur af andófi gegn þeirri asklokanísku, sem á síð- astliðnum árum hefur enn skorið niður þann litla hluta af þjóðar- tekjum og ríkisútgjöldum sem menn tíma að verja til að efla líf í listum, bæta móttökuskilyrði, vera menningarþjóð. ÁB. Hlálur starrans og hundslegt hagsmunaþvaður Þorgeir Þorgeirsson: Kvunndagsljóð og kyndugar vísur. Forlagið 1986. Þorgeir Þorgeirsson erekki einn þeirra hötunda sem alltaf „eru meö bók í ár“, en þegar af bók verður er eins gott aö opna augu, sá sem það gerir verður ekki fyrir vonbrigðum. Það er í tísku um þessar mundir að tala illa um raunsæi og skynsemi í skáldskap. Þorgeir snýr heldur betur á það tal. Hann er með afbrigðum raun-sær, enginn frýr honum vits og úr þessu verður í skáldskap hans áleitin samþjöppun um kjarna máls, sem einatt fær gott líf í vel grunduðum leik að þverstæðum: þín veika lund hún var þín sterka hlið. því viljaleysid hefur allt sitt fram segir í fyrstu hendingum bókarinnar, í annarri tveggja sonnetta um líf og dauða. Og mun ekki auðvelt reynast að kasta frá sér þessari furðu, né þeim sem á eftir fylgja í sama kvæði, sem einhverju því sem engum kemur við. f næstu sonnettu er svo komið að þeim samruna mannlífs og náttúru sem maður gæti haldið að nóg væri af komið í íslenskri ljóðlist. Svo reynist þó ekki vera. Hér eru settar fram í skýrt dregnum náttúrumyndum andstæð- ur hins smáa og lítilþæga lífs sem ,Jíður til hafs með hvunndagsiegum nið“ við lind upphafsins sem ekki er hlustað á og það bláa blóm, sem svo lengi hefur fylgt okkur og skáldskapnum en enginn vill sjá lengur. Þetta er blátt áfram fallegt kvæði: og hver vill framar koma og hlusta á það kynlega mas við harðan gráan stein er lind þíns upphafs líður hœg og ein um land sem hvergi á sér heldur stað... Það er víða í þessari bók að Þorgeir ber fram í ýmsum tóntegundum háðs eða reiði eða fyrirlitningar dóma sína um hið „lítil- þæga“ líf, hálfvelgjuna, málamiðlunina, þægindasóknína. Stundum gerist þetta á vettvangi tilvistarumræðunnar eins og í upphafi bálksins, janúardagar 1986“ sem er splunkuný poetísk dagbók. En þar segir að oft sé það svo bagalegt að vera ekki dauður raunalegt að hafa aldrei þorað að lifa enda hafi hvorugt verið í tísku um daga ljóðmælanda nema dauðinn fyrir andlátið og lífið eftir dauðann... Þessi lína er reyndar gott dæmi um þverslæðulist Þorgeirs - það er grafið undan hinu „sjálfsagða" í framhaldslífinu með því að minna á hina lifandi dauðu, sem eru miklu sjaldnar milli tanna hjá fólki. í öðrum dæmum kemur ádrepan fram í andstæðu ýmsra þeirra hluta í samtíð, sem hvimleiðir verða, og skáld- skaparheims. Nefnum til vel kjarnsætt kvæði um Þórshöfn samtímans með vélhjólagný, graðsöng í vídeótæki, og verslunarslími á jörðu, þar sem bensíni rignir onyfir torfþökin nýju í parnassussmistrinu hátt yfir þessum býsnum og leiðindum svífur svo heimur Williams Heinesens og hvort á hann er- indi hér lengur? Ekki gott að vita reyndar, en svo mikið er víst, að Eros er í felum og tunglið þegir. Þetta kvæði er trútt fær- eyskum efniviði og um leið er það um Reykjavík, það er nú líkast til. Það vakir líka í þessum kvæðum að- dáun á hinu sterka lífi, á þeim „öfgum" sem menn óttast og flýja. Eins og til dæm- is í ávarpi til amrísks blökkuskálds, Im- amu Amiri Baraka þar sem þverstæðurn- ar kyrja þennan seið: það vil ég sjá með eigin augum sjúskaða daunilla þrána og rotnandi holdið andfýlu kœrleikans og reisn morðsins í dag og kannski að eilífu amen. sem er svo látinn leka niður í athuga- semdum og úrdrætti hinna velviljuðu, Þorgeir Þorgeirsson þeirra sem hafa séð annað eins, þeirra sem lífið er „dýrtíð, kvöldstund í leikhúsi" og minning um líf. Við heyrum líka lystilega listrænan reiðilestur um dómsvaldið (enginn skyldi skáldin styggja, var áður ort) og fjölmiðl- aádrepu, þar sem hvunndagur vetrarins er hafður til að lýsa frati á vesæl dagblöðin: dettur kristölluð flórtskan á frosin sálarvötnin dettur hugsunarleysið á hugarsvellin... Þetta er úr janúardagbókinni, sem er um margt prýðileg lesning, þar sem sjálf- sögð tíðindi úr almanakinu stíga dans við ótíðindi úr þjóðlífinu og fjölmiðlunum, góð tíðindi úr listinni, tilsvör sem voru látin falla og leyna á sér og sitthvað fleira. Til dæmis er upprifjun á bernskum van- skilningi á því að þrettándinn er þann sjötta janúar hafður til að undirbúa þetta pottþétta spakmæli hér: maðurinn vill aðeins trúa raunverulegum hlutum en getur þó engu trúað nema lygi... Það er líka að því spurt, hvaðan manni kemur liðsauki. Kannski reynist hann vera heimur Ingmars Bergmans, en ekki síður aldarfjórðungsgamall silfurskær hlátur starrans, sem þá var að nema land hér, þennan hlátur má hafa tilað stugga þokum efans tilað hrekja skugga drungans enn þann dag í dag og lengur. Eða þá að í hugann kemur hvunndagsleg mynd af íkorna í stórborgargarði, sem á fýndinn hátt spyrnti við fótum einsog þú stöðva vildir veraldarinnar vonlausa þeytisnúning. Skynsemin segir að þetta hafi vitaskuld verið blekking, en samt ... Hið lítilþæga líf andspænis áminningu eða kröfu um hið upprunalega og hreina, um heim skáldskaparins og um liðsauka í smáum undrum lífsins - allt er þetta yrkis- efni áður „því um flest hefur verið ort og um margt vel“. Engin ástæða samt til að kvarta yfir því - allt verður þetta með þeim hætti nýtt hjá Þorgeiri, að það teng- ist með sjálfsögðum og gagnorðum hætti við persónulega reynslu sem lesandinn trúir. Og skáldskaparmálið er líka óum- deilanlega þorgeirskt - bæði í þverstæðu- smíð þeirri sem áður var á minnst og svo þegar skotið er beint og fast eins og í svokölluðum „staðfærðum þýðingum" í bókarlok. Á dómarann drýldna sem er í kerfisins lauksósu leginn eða á samkvæmið þar sem bullað er og sullað og helst heyrist hundslegt hagsmunaflaður heiðursamkvæmisblaður ... AB. >,o t i.v. l.i JiJOU'l.f.i: 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.