Þjóðviljinn - 01.06.1986, Side 9

Þjóðviljinn - 01.06.1986, Side 9
Trúarbrögð á undanhaldi. Konu sem haldin er illum anda er skellt í „trúarlegt bað“. Voodoo Trúarstríð á Haiti Djötullegar trúarathafnir? Dreypt á dýrablóði. ÁHaiti eru kaþólikkarog mótmœlendurnú sakaðirumað komaafstað ofsóknum gegn Voodoo sem 75% íbúa trúa ó. Voodoo prestarnirerunú sagðirhandbendi djöfulsins og Papa Doc Einn kemur þá annar fer. Að Baby Doc brottflúnum eru fjöl- margir Haitibúar nú farnir að kenna djöflinum um sín aumu kjör. Hópar fólks fara nú um eyjuna og brenna og limlesta Voodoo presta tugum saman. Fólk hefur nú verið sannfært um að Voodoo prestarnir á eyjunni hafi verið í þjónustu Francois (Papa Doc) Duvalier og sona hans. í langvarandi sárri fá- tækt er lífsbaráttan hörð. Fólk hefur brennt niður hús Voodoo áhangenda og lagt musterin í rúst. Þannig hélt hópur fólks uppi umsátri í tvo sólarhringa um hús houngans (voodoo prestur) Max Beauvoir, áður en lögreglunni tókst að leysa upp fjöldann. „Það finnast þau svæði þar sem Voo- doo hefur verið algjörlega hreinsað burtu,“ segir Beauvoir þessi. Hann, ásamt fleiri houng- önum, kennir kirkjunnar mönnum á Haiti um þessar galdr- aofsóknir, eins og þær eru nú nefndar. Voodoo og heilög þrenning Rúmlega 75 % íbúa á Haiti stunda Voodoo. Þessi trú blandar saman á sérkennilegan hátt róm- anskri kaþólsku og afrískri anda- trú, hin heilaga jómfrú og þrenn- ingin heilaga eru til dæmis ofar Voodoo guðunum, loas. Afrískir prestar sem sendir voru í þræla- hald til Haiti stofnsettu þessa trú á eyjunni, hún hefur síðan dreifst um allar Vestur-Indíur, allt til New Orleans í Bandaríkjunum. Hounganarnir saka nú trúboða rómversk kaþólsku kirkjunnar og mótmælendatrúboða um að nota sér heift Haitibúa út í Duval- ierfjölskylduna til að efna til hat- ursherferðar gegn Voodoo, til að koma á kristinni trú á eyjunni. Kaþólskir prestar hafa löngum fordæmt Voodoo sem „trúar- brögð djöfulsins". Og evangel- ískir kennimenn sem vex nú óðum fiskur um hrygg í dreifbýl- inu, láta nú gamminn geisa gegn Voodooistum og segja þá „syni Satans“. Verkamenn í Jeremie- héraðinu sem eru kaþólskrar trú- ar, lögðu Voodoo hof í rúst fyrir stuttu á meðan kaþólskur prestur brenndi trumbur, ker og önnur tól sem notuð eru við Voodoo athafnir. Þrettán hounguar björ- guðu lífi sínu með því að afneita Voodoo og lýsa yfir innilegum kristilegum kærleika sínum. Heilagt stríð Kirkjunnar menn á Haiti hafa harðlega neitað að hafa hvatt til heilags stríðs gegn Voodoo.Þeir halda því fram að ofbeldið beinist gegn leifum Duvalier ógnar- stjórnarinnar og hinum illræmdu öryggissveitum hennar, Tonton Macoute. Papa Doc notaði Voo- doo tákn og trúarathafnir til að þvinga íbúa til hlýðni og fjöl- margir í Macoute sveitunum iðk- uðu Voodoo. Henry Namphy hershöfðingi, sá er nú stjórnar á Haiti (til bráð- abirgða, að því er sagt er), hefur lítið sem ekkert aðhafst til að stöðva blóðbaðið sem nú geisar í þessu trúarstríði. Því er jafnvel haldið fram að stjórnin taki því fegins hendi, þeir óttist að annars hefði hin margra ára innibyrgða reiði íbúanna út í valdhafa beinst gegn núverandi stjórn. Haiti er eitt fátækasta landið á jarðar- kringlunni. Um það bil helming- ur vinnufærra manna eru atvinnulausir, heilbrigðismál og- menntamál eru langt undir því sem gerist á Vesturlöndum. Namphy og stjórn hans hefur litið undan, það hafa rannsóknar- menn frá menningarstofnun nokkurri á Haiti hins vegar ekki gert. Þeir hafa nú tekið saman skýrslu sem birtir ófagra mynd. í þorpinu Pignon á norðurhluta eyjunnar voru sjö houngan prest- ar og mambo (kvenprestur) höggvin í spað af hópi fólks með sveðjur í febrúar síðastliðnum. Einn þeirra, Jean Martel Eti- enne, var drepinn á aðaltorgi þorpsins á meðan fólk hrópaði „varúlfur". í Damassin og Lan Campeche, á suðvestur strönd- inni voru fjórar mambóur og einn houngani myrt. 25 manns voru líflátnir í þorpunum Limonade og Millot á norðurströnd Haiti. I Boco, á suðvesturhorni eyjarinn- ar, voru 5 manns myrtir og 27 hús eyðilögð. Afsökun fyrir ofsóknum En þeir íbúar á Haiti sem halda því fram að allir Voodoo prestar séu hluti gerræðis Papa Doc, hafa rangt fyrir sér, segir dr. Max Paul, forstöðumaður Þjóðfræð- istofnunarinnar á Haiti. Hann hefur rannsakað ástæður fyrir þessum morðum og segir að sjálf- sagt hafi alveg jafn margir prestar kaþólikka og mótmælenda tengst gerræðinu eins og Voodoo prest- ar. „Að tengja voodoo við stjórn- artíð Duvaliers, var aðeins fyrir- sláttur,“ segir hann um fjölda- morðin. „Það er afsökun sem þeir kaþólikkar og mótmælendur nota sem vilja gera lítið úr hlut- verki Voodoo í menningu Haiti.“ í ljósi allra þeirra hörmunga sem íbúar Haiti standa fyrir, er trúarstríð það síðasta sem Haiti hefur þörf fyrir. —IH/Newsweek HVAD VILTU VITA UMTÖLVUNÁM? KYNNING Á TÖLVUNÁMI SUNNUDAG 1.JÚNÍ KL.14 18 ALLT FRÁ NÁMSKEIÐUM TIL HÁSKÓLANÁMS. Þátttakendur í kynningunni eru m.a. framhaldsskólar, Háskólinn, tölvuskólar, fagfélög, innflytjendur o.fl. Ef þú ert.... • að taka ákvörðun um námsbraut eða framtíðarstarf • að huga að framhaldsnámi hérlendis eða erlendis • áhugamaður um tölvur • að dragast aftur úr í starfi vegna tæknibreytinga • hræddur við tölvur • huga að endurmenntun starfsmanna .....þá átt þú erindi á þessa kynningu Kynningin er haldin í Verzlunarskóla íslands Ofanleiti. Húi» er öllum opin og aðgangur ókeypis. NOTAÐU ÞETTA EINSTAKA TÆKIFÆRI. SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS Póst- og símamálastofnuninni óskar að ráða Tækniteiknara sem fyrst. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfs- mannadeild v/Austurvöll. ...... SunnudaquM. júnM98§ÞJÓÐVJUINN.-SÍOA.9...

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.