Þjóðviljinn - 01.06.1986, Side 15
Utvarp
Sœtt, súrt
og reykt
Um síðustu helgi var það
einkum tvennt sem mér fannst
athyglisvert í útvarpi allra
landsmanna, Rás 1. Á
sunnudaginn var tveggja tíma
löng dagskrá um Afríkuhlaupið
svonefnda þar sem tugþúsundir
hlupu um landið þvert og
endilangt í því skyni að safna fé
handa bágstöddum í Afríku.
Þessi þáttur tókst í hvívetna
með ágætum og tæknimenn
stungu okkur í samband við
fjölmörg byggðarlög bæði
hérlendis og erlendis án þess að
nokkrir hnökrar væru þar á.
Utvarpinu tókst með þessum
þætti að magna upp
stemmningu fyrir átakinu svo
það hefur vart farið framhj á
neinum.
Einn af fréttariturum
útvarpsins erlendis, Hildur
Jónsdóttir í Kaupmannahöfn,
bar saman þátttöku í hlaupinu í
Danmörku og á íslandi og
komst að þeirri niðurstöðu að
þátttakendafjöldi í Danmörku
hefði samsvarað 4-500 hræðum
á íslandi. Helsta ástæðan fyrir
þessu sagði Hildur að væri sú
hversu lítið væri fjallað um
hlaupið í fjölmiðlum, td.
heyrðist það varla nefnt í
ríkisútvarpinu, Rás 1 og2
þeirradana.
í þessu erfólginn sjarmi
íslenska útvarpsins. Þegarvel
tekst til er það í algerum takti
við þjóðlífið og það getur
raunar gripið inn í það hvenær
sem er og haft á það geysileg
áhrif. Skýrast birtist þetta
kannski þegar slys eða önnur
óáran herjar á þjóðina. Þegar
eldgos eru að hefjast má segja
aðþjóðin lifi ígegnum
útvarpið.
Ég óttast að þessi ágæti
eiginleiki útvarpsins láti
nokkuð á sjá þegar rásunum fer
að fjölga. Þá verður
Ríkisútvarpið ekki lengur sá
samnefnari þjóðarinnar sem
það hefur verið í vaxandi mæli á
undanförnum áratugum. En því
verðum við bara að kyngja og
sporna gegn því að svipað
ástand skapist í
útvarpsmálunum og er á
dagblaðamarkaðnum.
Hitt sem vakti athygli mína á
sunnudaginn var klifun
ÞRÖSTUR
HARALDSSON
fréttastofunnar á „fréttinni" um
ungmennin á ísafirði sem
lögreglan handtók fyrir
hassreykingar. Ég skil ekki
alveg tilganginn með slíkum
fréttaflutningi, það var ekki
einu sinni verið að selja dóp. Ég
hélt að hassneysla væri orðin
svo hversdagslegur hlutur að
ekki þyrfti að virkj a
fréttastofuna og her
lögreglumanna til að stemma
stigu viðhenni. Þaðværigert
með því að hamla gegn því að
efnið komist á markað.
Sá grunur læddist að mér að
lögreglan á Isafirði hefði verið
að hífa sig upp í
almenningsálitinu eftir
kynþáttaofsóknirnar gegn
grænslensku sjómönnunum um
daginn.
Én sú spurning vaknaði
greinilega ekki á fréttastofunni
síðastliðinn sunnudag.
Sjónvarp
Losa kannski
örlítið um...?
Það verður ekki merkileg úttekt
á dagskrá sjónvarpsins þegar
umfjöllunarmanneskjan hefur
ekki horft á nema hálfan
fréttatíma alla vikuna.
Þá er að finna eitthvað til að
kenna um að svona fór og fer æ
oftar. Orsökin held ég að sé
hvað maður er orðinn
langþreyttur á kvöldsjónvarpi.
Setjast hátt á annan áratug í
sama rassfarið kl. tuttugu og
standa upp kl.
tuttuguogþrjúþrjátíuog..., fara
svo að sofa.
Kvölddagskrá er og á að vera
öðruvísi í útvarpi og sjónvarpi
heldur en, bíðum nú við.. .dag-
dagskrá. Örlítið hátíðleg,
smekklega samansett, soldið
einsog að sé verið að halda boð.
Ég hlýt að vera orðin þreytt á
þessum sparifataútsendingar-
tíma og því sem honum fylgir.
Það sem sýnt er að kveldi
verður alltaf ögn formlegra en
það sem væri sýnt klukkan tólf á
hádegi.
Sumir eru orðnir alvarlega
leiðir á: „fréttir, veður,
fjörutíumínútna menningar
ellegar fræðsluþáttur, dálítið
popp fyrir æskulýðinn, loks
hálftíma umræðuþáttur."
Er ekki orðið tímabært að
losa örlítið um þetta?
Laugardagar eru ágætlega til
þess fallnir að skella inn
hversdagsdagskrártilraun og
hún væri eitthvað á þessa leið:
Barnatími (má gjarnan vera í
kennsluformi, ódýr), Svo
þáttur um íslenska mófugla
(ódýr). Svoþáttursemgætit.d.
heitið „járnum sjálf" (kennsla í
meðferð hófjárna og
blabla.. .gefins), þá þáttur um,
segjum undirstöðuatriði í
lestrarkennslu barna (ódýr).
Sníðakennsla er sígilt
sjónvarpsefni, ódýrt. Síðan
klukkan þrettán kæmu
glæsilegar fréttir stútfullar af
fréttamyndum og
SIGRÍÐUR
HALLDÓRSDs/
umfjöllunum, veðurogTommi
og Jenni. Og hvað tæki svo við?
Alíslenskur
eilífðarframhaldsþáttur í
sápuóperustíl. Sá gæti orðið
tiltakanlega ódýr og
áreiðanlega fullt af fólki sem
myndi nenna að semja svona
500-1000 þætti, segjum
hundrað krónur fyrir vélritaða
síðu. Leikararþyrftuekkiað
hafa lokið leiklistarprófi en
sæmileg húsmæðraárslaun í
boði.
Að þessu afstöðnu mætti
dagskráin fara úr
morgunkjólnum og töflunum
(hælkappalausir inniskór,
ódýrir) og snara sér í
kvöldkjólinn. Framhaldínæsta
blaði.
Gary Capelin i hlutverki John Osborne í myndinni A Better Class of Person.
Sjónvarp
Reiður maður
Sjónvarpið sýnirmynd um John Osborne,
brautryðjanda ungu reiðu mannanna í Bretlandi
Á mánudagskvöldið sýnir
sjónvarpið okkur nýlega
breska mynd sem beróþýð-
anlegt heiti, A Better Class of
Person. Þettaersjálfsævi-
sögulegt verk eftir hinn þekkta
leikritahöfund John Osborne.
Osborne sló í gegn árið 1956
með leikritinu Horfðu reiður um
öxl (Look Back in Anger). Með
því verki og öðrum sem eftir fylg-
du ruddi Osborne nýrri kynslóð
rithöfunda braut í bresku samfé-
lagi, þeirri sem ólst upp í stríðinu
en var of ung til að fara á vígvell-
ina. Ungir reiðir menn voru þeir
kallaðir og settu mark sitt á enska
þjóðfélagsumræðu og menningu.
Margir hafa velt því fyrir sér
hvað gerði þessa menn svona
reiða og í myndinni reynir Os-
borne að svara þeirri spurningu.
Drengur í stríði
Osborne fæddist árið 1929 en
myndin hefst í stríðsbyrjun þegar
hann er níu ára gamall. Hann býr
ásamt foreldrum sínum í bað-
strandarbænum Bognor Regis
við Ermarsund. Faðir hans er
dauðsjúkur og í því skyni að bæta
heilsufar hans flytur fjölskyldan
til Isle of Wight þar sem John og
faðir hans fylgjast grannt með
framgangi stríðsins á öllum víg-
stöðvum.
Faðirinn deyr og John flytur
ásamt móður sinni til Lundúna.
Eftir að hafa glímt við veikindi
endar hann á heimavistarskóla
þar sem hann kynnist fyrstu ást-
inni. Þar fer að bera á uppreisnar-
eðlinu, reiðinni, og skólavistin
endar á því að John er rekinn.
Hann hafði forgöngu um að
fagna stríðslokunum með því að
brenna slaghörpu skólans.
I myndinni lýsir Osborne
einkar vel þroskaferli sínum,
hvernig hann byrjar að skynja
heiminn í kringum sig og sam-
skipti fólks. Andlát föðurins gerir
hann einrænan og hann Ieitast við
að loka sig af yfir bókum. Sam-
skiptin við móðurina eru erfið
enda fær hún ekki sérlega blíða
meðferð í höndunr Johns: sín-
öldrandi og að farast úr sjálfs-
meðaumkvun.
Ný kynslóð
Myndinni lýkur um leið og
stríðinu en Osborne varð það
.mvnwu* - áíbÍA’ tS
fyrir að spreyta sig á leiksviðinu.
Éyrst var hann leikari en svo fór
hann að skrifa leikrit og þá sló
hann í gegn. Eins og áður segir
reisti hann merki nýrrar kynslóð-
ar í bresku menningarlífi með
Horfðu reiður um öxl árið 1956.
Það var frumsýnt í Lundúnum og
vakti gífurlega athygli. Margir
fögnuðu en öðrum fannst lítið til
koma eins og raunar kemur franr
í lokaatriði myndarinnar þar sem
Osborne stingur sér í samband
við nútíðina með því að birtast
sjálfur á skerminum. í millitíð-
inni hefur hann skrifað fjölmörg
leikrit fyrir svið og sjónvarp sem
og kvikmyndahandrit. Styrkur
hans þykir einna helst liggja í
vægðarlausri gagnrýni á viðtekn-
ar skoðanir og hræsni sem ræður
ríkjum í bresku þjóðlífi.
Leikstjóri myndarinnar heitir
Frank Cvitanovich, margverð-
launaður sjónvarpsleikstjóri sem
þykir einkar laginn við að bregða
kvunndagslífi bresks almennings
á skjáinn. A Better Class of Pcr-
son var frumsýnd í breska sjón-
varpinu í fyrra og á kviknrynda-
hátíðinni í San Francisco í vor
vann hún til verðlauna. —ÞH
Höfundur Elsku Míó minn, Astrid Lindgren, ásamt drengjunum tveimur sem
fara með aðalhlutverkin í myndinni, þeim Christopher Bale (tv.) og Nichoias
Pickard.
Barnamynd
Elsku Míó minn
kvikmynduð
Enn á að festa Astrid Lindgren
áfilmu, þeas. bækur hennar, ekki
hana sjálfa. Ronja ræningjadóttir
gengur enn hér í Reykjavík en
næsta mynd sem við fáum að sjá
eftir bók Lindgren verður Elsku
Míó minn.
Óþarfi er að rekja söguþráð
bókarinnar en hún fjallar um
sömu aðalpersónu og Bróðir
minn Ljónshjarta sem einnig hef-
ur verið kvikmynduð, hlutar
hennar voru mas. teknir hér á
landi.
Elsku Míó minn verður hins
vegar tekin í Skotlandi, Svíþjóð
og Sovétríkjunum. Leikstjórinn
er sovéskur, Vladimir Gram-
matikof, en framleiðendur eru
kvikmyndafyrirtæki í Svíþjóð,
Noregi og Sovétríkjunum. Áðal-
hlutverkin eru hins vegar í hönd-
um enskra og sænskra leikara.
Tveir enskir drengir fara með
stærstu hlutverkin en af öðrum
leikurum má nefna Christopher
Lee, Ewu Fröling og Stig Eng-
ström. Handritshöfundur er
enskur, William Aldridge, en
tónlistin er eftir svíann Benny
Andersson sem gjarnan er
kenndur við ABBA. Ráðgert er
að myndin verði frumsýnd á
næsta ári. þjj