Þjóðviljinn - 01.06.1986, Side 16

Þjóðviljinn - 01.06.1986, Side 16
w MEÐÞDMULAGI ATKVÆÐASEÐILL í sönglagakeppni Reykjavikurborgar Hafíð atkvæðaseðilinn við hendina þegar lögin verða flutt í Sjónvarpinu í kvöld. Gefið aðeins einu lagi atkvæði með því að setja X í rammann fyrir framan nafn lagsins. □ BÆRINNMINN (Björgvin Halldórsson syngur) □ BREYTIR BORG UM SVBP (Helga Möller syngur) □ HÚNREYKJAVÍK (Björgvin og Helga syngja) □ SAMVISKAN (Björgvin syngur) □ UNGA REYKJAVÍK (Helga syngur) Póstleggið atkvæðaseðilinn í allra síðasta lagi á hádegi miðvikudaginn 4. júní. Utanáskrift: Söngvakeppni Reykjavíkurborgar Austurstræti 16,101 Reykjavík Innritun í framhalds- skóla í Reykjavík Tekið verður á móti umsóknum um námsvist í framhaldsskóla í Reykjavík dagana 2. og 3. júní næstkomandi í Miðbæjarskólanum í Reykja- vík, Fríkirkjuvegi 1, kl. 9.00-18.00 báða dagana. Umsókn skal fylgja Ijósrit eða staðfest afrit af prófskírteini. í Miðbæjarskólanum verða jafn- framt veittar upplýsingar um þá framhaldsskóla, sem sækja á um þar, en þeir eru: Ármúlaskóli, (bóknámssvið, viðskiptasvið, heil- brigðis- og uppeldissvið). Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Iðnskólinn í Reykjavík. Kvennaskólinn í Reykjavík, (uppeldissvið). Menntaskólinn við Flamrahlíð. Menntaskólinn í Reykjavík. Menntaskólinn við Sund. Réttarholtsskóli (fornám). Verslunarskóli íslands. Vélskóli íslands. Þeir sem ætla að sækja um námsvist í ofan- greinda framhaldsskóla eru því hvattir til að leggja inn umsókn sína í Miðbæjarskólanum 2. og 3. júní næstkomandi. Félagsmálaráðuneytið óskar eftir að taka á leigu 1200-1500 fermetra húsnæði á höfuðborgar- svæðinu fyrir starfsemi Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins. Húsnæðið þarf að hafa gott aðgengi fyrir fatlaða. Tilboð sendist félagsmálaráðuneytinu Arnarhvoli fyrir 15. júní n.k. Nánari upplýsingar veittar í fél- agsmálaráðuneytinu í síma 25265. J: Hafnarfjörður -4^- - tæknistörf Hafnarfjarðarbær óskar að ráða menn til sumar- starfa 1986 við mælingar og önnur tæknistörf. Nánari uppl. veitir undirritaður á skrifstofunni Strandgötu 6 og í síma 53444. Bæjarverkfræðingur Perla Reykjavíkur „Og þó hefur mér skilist, að núverandi yfirvöldum borgarinnar hafi dottið í hug að skemma þetta umhverfi á sjálfu afmælisári borgarinnar. Hugmynd þeirra er að láta reisa stórhýsi á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis..." segir Jón Óskar í grein sinni. Fyrir eitthvað um hundrað árum blöskraði Sigurði málara smekkleysi þeirra íslendinga sem þá bjuggu í Reykjavík, og var þó ekki á miklu von, þar sem hér var ekki annað en þorp í mótun og íbúarnir flestir sveitamenn. En hann sá fyrir sér þá borg sem úr því þorpi mundi verða, þar sem í því voru þá þegar helstu embætt- isbústaðir landsins, og því rann honum til rifja sóðaskapurinn og ringulreiðin, svo að hann hellti úr skálum reiði sinnar yfir smekk- leysingjana. Ekkert af því sem Sigurður lét sér detta í hug í byltingarkennd- um skipulagsdraumum sínum varð að veruleika. En þótt lítið mark væri tekið á Sigurði, var smám saman farið að leggja til atlögu við sóðaskapinn. Skíta- haugarnir hurfu af Austurvelli, umhverfi tjarnarinnar var lagfært og beggja megin við hana að austan og vestan risu fegurstu hús Reykjavíkur á þeirri tíð, þegar Reykjavík var að vaxa hægt upp úr því að vera þorp og í það að verða snotur smábær, og eftir því sem þessi smábær óx fóru menn að skipuleggja og byggja heilu göíurnar með húsum í fúnkísstíl nýja tímans, þegar breytingar ný- rrar tækni voru að ryðja sér til rúms, og allt var það að sjálf- sögðu úr járnbentri steinsteypu. Það hróflaði þó ekkert við um- hverfi tjamarinnar, þar sem flest húsin voru úr timbri og gæddu umhverfið þokka sígildrar fe- gurðar. Og enn eru þar einhver fegurstu hús borgarinnar. Fyrir þá sök, að þetta fékk að vera í friði, af því að enginn hljómgrunnur var hjá ráða- mönnum og almenningi fyrir því að gerbreyta slíku umhverfi með stórbyggingum, eiga Reykvíking- ar perlu sem trúlega á fáa sína líka í heiminum. Þessi perla er tjörnin í Reykjavík og umhverfi hennar. Það er unaðslegt að ganga meðfram tjörninni í góðviðri og horfa á fuglalífið og oft virði ég fyrir mér húsin í kring og undrast fegurð þeirra og þokka (jafnvel þótt Oddfellowhúsið sé dálítil skemmd í umhverfinu) og ég hugsa með mér: Hversu margar höfuðborgir heimsins geta státað af slíku náttúrusvæði mannlífs og fugla inni í miðri borg, og þó skammt frá sjó? Hvar er sú borg, að fólk geti farið með börn sín ofan að fallegri tjörn til að gefa fuglum allt árið um kring, þar sem sífellt er ofurlítil vök í einu horninu, þótt tjörnin sé annars ísi lögð, og rétt við hornið er gamalt leikhús Reykvíkinga, skemmti- lega yfirlætislaust, en við hinn enda þeirrar sömu tjarnar er garður og tré og blóm, en kríur fljúga stanslaust yfir á sumrum og eiga sér egg og unga í hólmum? Þessa perlu verða Reykvíking- ar að vernda. Hana má alls ekki skemma. Og þó hefur mér skilist, að núverandi yfirvöldum borgar- innar hafi dottið í hug að skemma þetta umhverfi á sjálfu afmælisári borgarinnar. Hugmynd þeirra er að láta reisa stórhýsi á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis (þar sem nú er gamalt og fallegt timb- urhús) og kalla þannig aukna um- ferð að þessu friðsæla horni, en stórspilla jafnframt svip þeirrar fögru umgerðar Tjarnarinnar sem fengið hefur til þessa að vera óáreitt og ætti raunar að vera vernduð með friðarlögum, svo engar framkvæmdir megi þar verða nema með samþykki nefndar sem til þess væri sett að vernda þetta umhverfi, og yrði að gera almenningi fulla grein fyrir þeim aðgerðum sem kynnu að vera nauðsynlegar til viðhalds og þrifnaðar. En hugmynd um stór- hýsi við tjörnina hlýtur að vera arfleifð frá afar slæmum og hé- gómlegum hugmyndum fýrri tíð- Jón Óskar skrifar ar manna um ráðhús á þessu svæði, enda skilst mér að þetta stórhýsi eigi að heita ráðhús. Því fór betur, að slíkt hús var aldrei byggt, en ef menn vilja byggja slíkt hús nú á dögum, ætti að vera sjálfsagt að byggja það í „nýja miðbænum", sem svo er kallað- ur, eða á einhverjum þeim stað, þar sem nóg svæði er fyrir bíla og byggingin verður ekki til að stór- spilla því umhverfi sem fyrir er. Reykvíkingar hljóta að rísa til varnar, svo að hér verði ekki hneyksli á afmælisári. Hver eru nú félög þau eða samtök sem hafa kjörið sér það hlutverk að vernda gamlan svip Reykjavíkur? Eru þau klumsa? Það væri mikil hneisa fyrir núlifandi kynslóð Reykjavíkur, ef umgerð tjarnar- innar yrði spillt vegna skorts á víðsýni og smekkvísi. En Reykvíkingar skulu minnast þess, að það hefur verið merki- lega harðsótt að koma í veg fyrir spjöll á gömlum hverfum borgar- innar, spjöll sem eru ekki ung- lingum að kenna, heldur full- orðnu fólki sem haft hefur vald til að ganga í berhögg við óskir íbú- anna. Einungis með harðfylgi tókst að bjarga þeirri skemmti- legu götumynd í hjarta borgar- innar sem nefnd hefur verið Bernhöftstorfan. En það tókst ekki að bjarga Landakotstúninu. Þar voru ný hús og stór byggð á bak við katólsku kirkjuna í stíl sem er ekki í samræmi við neitt í umhverfinu og fer hörmulega með afstöðu kirkju og umhverfis hennar, en auk þess hafa fleiri spjöll verið unnin á túninu sam- kvæmt þeirri stefnu að bflar skuli hafa betur en grasið í baráttunni um slíka bletti borgarinnar. Það tókst ekki heldur að bjarga Fjala- kettinum, en landsmenn fengu að horfa á arkítekt í sjónvarpinu og þar var sýnt hvernig hann fór að því að horfa á húsið og hann sagði Reykvíkingum, að það væri ljótt. Og nú hefur verið lögð fram til- laga um miðbæinn, þar sem lagt er til að klessa háum húsum hvar sem hægt er að finna þeim stað. Hvergi má sjá á auðan blett. Og ein síðasta tillagan er að hafa bfl- ageymslu undir Austurvelli, en einhvernveginn þyrfti að vera hægt að komast niður í þá geymslu, og það táknar einfald- lega ljótt op sem spilla mundi þessu merka umhverfi, þar sem Reykvíkingar hafa lifað marga hátíðarstund sem tengist sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Mál er að linni. Mál er að Reykvíking- ar taki höndum saman og verji gömlu Reykjavík fyrir falsspá- mönnum og niðurrifsmönnum. Herferðinni gegn fegurð Reykjavíkur verður að linna og umfram allt verða forystumenn borgarinnar að láta perlu hennar í friði. 16 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.