Þjóðviljinn - 05.06.1986, Blaðsíða 7
MANNLÍF
Blái hellirinn á Capri?? Nei, Eyja-
menn eiga líka sína sjávarhella
og það fleiri en einn sem eru
meira en hægt er að segja um þá
á Capri. Á innfelldu myndinni er
Oli Granz en hann er skipper í
sjávarhallaferðinni. (Mynd E.ÓI.)
Golfarar þurfa ekki bara að sveifla, þeir mega líka sveifla sér ef þeir vilja. Er þetta útsendari Þjóðviljans hér sem er alveg
að detta, eða kannske einhver annar....? (Mynd E.Ol.).
Vestmannaeyjar
Golfmót á hverjum fimmtudegi
Sjávarhellaferðir, Galadinneroggolf. Nú þyrpastallirtil Eyja
Umsjónarmaður golfmótsins Guðlaugur Friðþórsson sýnir blaðamönnum töfra
golfsins. (Mynd E.ÓI.)
Feröaskrifstofa
Vestmannaeyja og Golf »
klúbbur Vestmannaeyja
hafa tekið sig saman ásamt
heildverslun Alberts Guð-
mundssonar o.fl. um að
halda vikuleg golfmót í
Eyjum í sumar og skipu-
leggja ferðir á þessi mót.
Ferðaskrifstofa
Vestmannaeyja er rúmlega
tveggja ára og hefur sér-
hæft sig í skipulögðum
ferðum til Eyja. Flestir
sem hafa farið í þessar
ferðir hafa verið erlendir
ferðamenn en með golf-
mótunum vilja Eyjamenn
auka ferðir íslendinga til
Eyja svo og fjölbreytileika
þeirrar ferðaþjónustu sem
þar er boðið upp á.
Golfmótin verða haldin
á hverjum fimmtudegi
fram á haust og hefjast þau
þann 19. júní. Dagskrá:
Fimmtudagsmorgnar kl.
08.00, flogið til Eyja með
Flugleiðum. Farið í
skoðunarferð um Heimaey
og sjávarhellaferð við
eyjarnar. Kl. 12.00 léttur
hádegisverður. Kl. 13.30
KICO COOLER golf-
mótið hefst og stendur til
kl. 18.00. Síðan verður
verðlaunaafhending á
Skansinum og gala dinner.
Kl. 22.40 flogið til Reykja-
víkur. Sérstök dagskrá
verður fyrir maka eða aðra
sem koma með en leika
ekki golf. Upplýsingar í
síma 98-2877, Guðlaugur
Friðþórsson. Ing.
Fimmtudagur 5. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7