Þjóðviljinn - 05.06.1986, Blaðsíða 13
Mexíkó
Tsjernóbíl
Hættusvæðið
stækkar
Pravda sagðifrá því ígær að geislun vœri
mikil langt norður af Tsjernóbíl og miklir
mannflutningar vœru ígangi afsvœðum utan
30 ferkílómetra hœttusvœðisins
Moskvu — Sovéska dagblaðið
Pravda sagði frá því í gær að
geislavirkni væri mikil utan
hins 30 ferkílómetra svæðis
sem lokað var af umhverfis
Tsjernóbíl kjarnorkuverið eftir
slysið hinn 26. febrúar síð-
astliðinn. Gripið hefur verið til
neyðarráðstafana á ríkinu
Bjelorússía sem liggur norður
af Úkraínu.
Undanfarið hafa yfirvöld í So-
vétríkjunum upplýst að hættan sé
mun meiri en álitið var í fyrstu. í
fyrradag var upplýst að 25 manns
hefðu látist af völdum slyssins og
30 til viðbótar væru hætt komnir.
Um það bil 92.000 manns voru
fluttir á brott af 30 ferkflómetra
svæði umhverfis Tsjernóbfl.
Pravda hafði eftir embættis-
mönnum í ríkinu Bjelorússía að
nú stæðu yfir miklir mannflutn-
ingar burt af hættusvæðum og
gripið hefði verið til umfangsmik-
illa varnaraðgerða í mörgum hér-
uðum suður af borginni Gomel
sem er 150 km. norður af Tsjern-
óbfl. Hrein svæði fundust innan
30 ferkflómetra svæðisins, á sama
tíma fundust „óhreinir blettir“
utan svæðisins“, er haft eftir
embættismanninum Alexsander
Petrof í Pravda í gær. Annar
embættismaður sagði Pravda að
30.000 börn hefðu verið flutt
burtu af „hættusvæðinu“, einnig
að „þó nokkur fjöldi" barna í
Bjelorússía hefði verið sendur í
sumardvalarbúðir í öðrum ríkj-
um Sovétríkjanna. Embættis-
menn hafa áður tilkynnt um
brottflutning barna í Úkraínu,
aðallega sunnan Tsjernóbfl.
Meðal þeirra viðvarana sem al-
menningi voru tilkynntar í gær
var m.a. að borða ekki fram-
leiðslu af svæðinu. Einnig var til-
kynntur hernaður gegn ryki á
vegum sem „flytti mest af
geislun“. Þá kvartaði heilbrigð-
ismálaráðherra fylkisins yfir því
við Prövdu að „margir fram-
kvæmdastjórar fyrirtækja og al-
mennir borgarar væru kærulausir
og létu sér grundvallar heilbrigð-
isatriði í léttu rúmi liggja.“ „Slík
hegðun er alvarleg og við
reyndum að koma í veg fyrir hana
með því að nota okkur fjöl-
miðla.“
Vestrænir diplómatar segja að
þó þessar upplýsingar séu
ógreinilegar sé það að verða ljóst
að hættuástandið sé mun meira
en fyrri skýrslur hafa gefið til
kynna.
Geislamælingar við mörk „hættusvæðisins". Það hefur nú stækkað að mun.
S-Afríka
Bann við fundahöldum
Svörtum S-Afríkumönnum hefur nú verið bannað að haldafundi til
að minnast Soweto harmleiksins fyrir 10 árum síðan
Jóhannesarborg — Öryggis-
málaráðherra i S-Afríku, Louis
Le Grange, lagði í gær blatt
bann við öllum innanhúss-
fundum sem beint væri gegn
kynþáttaaðskiinaðariögunum
í landinu. Þessum lögum er
ætlað að koma í veg fyrir öll
fundahöld í tilefni þess að liðin
eru 10 ár frá óeirðunum í So-
weto.
Allir slíkir fundir eru þegar
bannaðir utanhúss og eins er með
slíka fundi innanhúss í mörgum
hverfum svartra í borgum S-
Afríku. Bannið við fundahöldum
nær til funda sem haldnir eru til
að minnast „allrar almennrar ó-
kyrrðar, óeirða eða almenns of-
beldis sem átti sér stað 16. júní
1976 eða á einhverjum tíma eftir
það í Soweto eða nokkurs staðar
annars staðar“, sagði í tilkynn-
ingunni.
Einnig verður bannað að
minnast á nokkurn hátt þess at-
burðar sem átti sér stað 26. júní,
1955. Þá var Frelsisskráin svo-
nefnda tilkynnt. Það var stefnu-
skrá Afríska þjóðarráðsins gegn
kynþáttaaðskilnaðarstefnunni.
Búist er við að lítið verði farið
eftir þessu banni.
Sjálfsmarfc stjómarinnar Kreppa
Ríkisstjórnarflokkurinn í Mexíkó er að missa
tökin sem hann hefur haftfrá 1929
og heimsmeistarkeppnin breytir litlu um það
Eymdin og knattspyrnan. Ungur knattspyrnuáhugamaður sem enn er heimilis-
laus eftir jarðskjálftana hitar úpp fyrir heimsmeistarakeppnina.
Mexíkanar eru þrátt fyrir allt
ekki meö fótbolta í augunum
þessa dagana. Þar er að finna
kreppumerki og ótta um það
hvað framtíðin ber í skauti sér.
Og PRI flokkurinn (Partido Re-
volucionario Institucional)
sem stjórnað hefur landinu frá
hann var stofnaður, árið 1929,
er ekki lengur sú heilaga kú
sem enginn þorir að gagnrýna.
Illkvitnir brandarar um stjórn-
ina, flokkinn og forsetann, Mi-
guel De La Madrid, sjást stöðugt
víðar á veggjum og í blöðum. Ný-
lega birtist teikning eftir einn
þekktasta háðteiknara landsins,
Rogelio Naranjo, af manni (PRI)
sem er að drukkna í hafi. Hafið
samanstendur af einu orði, Dem-
agogi, lýðskrum, sem streymir
endalaust út úr munni mannsins.
Stjórnkerfi það sem PRI hefur
komið upp á undanförnum ára-
tugum er að drukkna í spillingu,
misbeitingu valds, árangursleysi
og lýðskrumi. Margir Mexíkanar
segja að lýðskrumið sé meðal
annars fólgið í að halda
heimsmeistarakeppnina á síðustu
og verstu tímum, einnig þeim
launahækkunum sem tilkynntar
voru hinn 1. júní. Lægstu laun
voru þá hækkuð um 25 % á sama
tíma og verðbólgan er tvöfalt
hærri og gleypir allt. Nauðsynja-
vörur hafa hækkað um tugi pró-
sentustiga eftir því sem segir í
könnun neytendasamtakanna
Inco sem birt var fyrir rúmri viku
í dagblaðinu Unomasuno.
Kreppan er
umræðuefnið
Þessi þróun mála hefur haft
það í för með sér að virðing fólks
fyrir PRI stofnuninni hefur farið
stöðugt minnkandi. Fréttaritari
Information í Mexíkó segir að
það sé alveg sama hvort hann
ræði við fólk í fátækrahverfunum
eða vel stætt millistéttafólk, það
ræði minnst um knattspyrnu en
því meira um kreppuna og hverf-
fandi líkur á skjótri lausn þessara
vandamála. Þó ekki sé rætt um
hreina byltingu gegn stjórninni
og kerfinu er greinilega óþreyju
að finna meðal fólks.
Fólk gerir sér æ betur grein
fyrir því hvernig PRI hefur breitt
út spillingu meðal embættis-
manna og stjórnmálamanna. Þeir
hugsa sífellt meir um að skara
elda að sinni köku frekar en að
gera kerfið virkt og réttlátt. Kerf-
ið virkar ennþá en fólk spyr sig,
hversu lengi. Þetta er land sem er
á stærð við Grænland og íbúar
eru 78 milljónir. PRI skrumar
fyrir fólki en innan flokksins eru
einnig hópar sem vegna margvís-
legra tengsla sinna við ýmsa hópa
í þjóðfélaginu hafa náð að greiða
ýmsum málum stjórnarinnar
leið. Þar koma aðallega til nokk-
ur félagsleg vandamál sem komið
hafa upp í kjölfar bágborins efna-
hagsástands.
PRI hefur því mjög sterka
flokksvél sem er um leið full mót-
sagna. Og í því kreppuástandi
sem nú ríkir á hann erfitt með að
standa styrkum fótum. Þær
lausnir sem flokkurinn býður nú
upp á gagnast helst borgarastétt-
inni í landinu. Og það vill svo til
að flestir leiðtogar flokksins eru
einmmitt úr henni. Upp á síð-
kastið hefur komið í ljós að mót-
sagnirnar virðast ætla að verða
mest áberandi, flokksaginn er
ekki eins áberandi og áður. Svar
forystunnar við þessu virðist ætl-
að að verða meiri harka. Fyrst og
fremst á að halda völdum. Ut á
við reyna stjórnin og PRI að
halda fram ímynd einingar en það
eru ekki margir sem trúa þeirri
mynd.
Lítið um
aðra valkosti
En minnkandi tiltrú á PRI/
ríkisstjórninni virðist samt ætla
að hafa lítið að segja þar sem að-
rir valkostir eru vart fyrir hendi.
PRI hefur nefnilega leikið þann
leik að kaupa hreinlega marga
leiðtoga stjórnarandstöðuflokka
yfir sinn hóp. Þannig hafa þeir
gert stjómarandstöðu - sérstak-
lega frá vinstri - óvirka. Þá er það
almennt viðurkennt að PRI hafi í
gegnum árin stundað kosninga-
svindl í stómm stfl. Sagt er að ef
einhver stjórnarandstöðuflokk-
urinn tapar í sveitarstjórnarkosn-
ingum hafi svik áreiðanlega verið
í tafli frá hendi PRI. Einn stærsti
andstöðuflokkurinn er hinn
kaþólski PAN flokkur (Þjóðlegi
Aðgerðaflokkurinn, í hrárri þýð-
ingu). Pan þýðir einnig brauð á
spænsku. Pan gerir sér vonir um
að vinna fylkisstjóraembættið í
Chihuahua í norðurhluta lands-
ins. Þar hefur hann einna mest
fylgi. Ef PAN fær ekki embættið
mun flokkurinn saka stjómvöld
um kosningasvik. Og allir munu
trúa því.
Þetta sýnir sjálfsagt skýrast þá
kreppu sem hið mexíkanska
stjórnkerfi á við að stríða. Við
þessar aðstæður óttast fólk
aukningu mannréttindabrota,
stjómin fari að beita valdi. Rosa-
rio Ibarra de Piedra einn þekkt-
asti baráttumaður í Mexíkó
fyrir mannréttindum (sonur hans
var handtekinn fyrir 11 ámm og
hefur ekki sést síðan), segir um
þessi mál:„í raun og vem er
stjórnin nú að búa sig undir að
halda fast um völdin með harðri
valdbeitingu. Framtíðin er ekki
björt fyrir almenn mannréttindi
nema það verði kraftaverk.“
Mexíkanar em ekki trúaðir á þau
þessa dagana.
HEIMURINN
Flmmtudagur 5. júní 1986 i ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13